Tíminn - 23.03.1955, Side 5

Tíminn - 23.03.1955, Side 5
í8. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 23, marz 1955. B Miðviknd. 23. mars $ • '' ^ ••v Kaupsamningarnir i Syipjoð í útvarpsfréttum í fyrra- kvöld var skýrt frá því, að undanfarið hafi staðið yfir x Svíþjóð viðræður milli verkalýðsfélaganna og at- vinnurekenda um nýja kaup samninga og sé nú- búið að ganga frá samningum, er ná til um 500 þús. starfsmanna eða um 90% þeirra er kaup- samningar launþega við at- vinnurekendur ná til. Sam- kvæmt þessum nýju samn- ingum verður kauphækkun- in mest hjá verkamönnum í trjákvoðu- og pappírsiðnað- inum, en sú atvinnugrein býr nú við mikla velmegun vegna hagstæðs útflutnings- verðs. Kauphækkun hjá þess um verkamönnum verður frá €—7%. í öðrum atvinnugrein um er meðalkauphækkunin 3.6%. Yfirleitt nemur kauphækk unin ekki nema þriðjungi og •oft minna en það af því, sem verkamenn fóru fram á. Krafa verkamanna, sem vinna í psppírsiðnaðinum, Yar t. d. 18% kauphækkun. Atvinnuvegir Svía standa nú yfirleitt með miklum blóma, því að verðlag er hag •stætt á flestum útflutnings- vörúm’ þeirra. Samt sætta Yérkalýðssamtökin þar sig Yið 3.6% kauphækkun og láta sér yfirleitt nægja þriðjung þess, er þau fóru fram á. Á- stæðan er sú að þau telja hyggilegt að fara varlega. Miklar kauphækkanir geta orðið til þess að hækka allt verðlag innanlands og ágóöi kauphækkunarinnar þannig þorfið á skammri stundu. Jafnframt gæti það gert framleiðslu Svía svo dýra, að hún stæðist ekki lengur sam keppnina á erlendum mörk- uðum. Af slíku myndi hljót- ast atvinnuleysi. Sænskir verkamenn kjósa heldur hóf lega kauphækkun, sem er lík leg til að reynast varanleg kjarabót, en mikla kaup- hækkun, sem væri líkleg til að hafa verðbólgu og at- vinnuleysi í för með sér. Af hálfu sænskra komm- únista hefir ekkert verið lát ið ógert til þess að koma í veg fyrir, að verkamenn veldu þessa leið. Sænskir verkamenn bekkja kommún- ista hins vegar orðið svo vel, að þeir taka ekkert mark á áróðri þeirra. Sænskir verka nxenn vita, að hin öruggu og góöu lífskjör þeirra eru ekki sízt því áð þakka, að þeir hafa hafnað leiðsögn komm úinista í verkalýðsmálum. Þess vegna hefir ríkt það ör- yggi og jafnvægi í efnahags- málum Svía, er gert hefir mögulegt að' tryggja verka- mönnum batnandi kjör, þótt aldrei hafi verið tekin stór stökk I einu. Sænskir verka- menn vita jafnframt að kjör ver^amannaæru verst í Vest ur-Evrópu, þar sem komrn- únist’ár 'ráða verkalýðshreyf- ingunni, eins og í Ítalíu og Frakklandi. Ein helzta ástæð an er sú, að þar hefir sjald- an ríkt vinnufriður. Þó eru lífskjöriní þessum löndum mun betri en í Austur-Evr- ópu, þar sem kommúnistar ráða. ... ERLENT YFIRLIT: Birting Jaltaskjalanna DuIIes teflir áliti Bandaríkjaima í hæitu uicð því að þókuast hinuni afturhalds- sarnari flokksbræðrum sínum. Síðastliðinn miðvikudag gerðist sá atburður i Washington, að banda ríska utanríkisráðuneytið birti leyni skjöl írá Jaltaráðstefnunni, er hald in var í febrúar 1945, en á þessari ráðstefnu mættu þeir Roosevelt, Stalin og Churchill og voru þar teknar mikilsverðar ákvarðanir, einkum í sambandi við Austur-Asíu málin. Af hálfu republikana í Banda- ríkjunum hefir þvi lengi verið haldið fram, að á fundi þessum hafi Roosc- velt samið stórlega af sér og raun- verulega með því veitt kommúnist- um aðstöðu til að sigra í Kína. Jafn framt hafa þeir kennt Jaltasamn- ingunum óbeint um Kóreustyrjöld- ina. í forsetakosningunum 1952 voru Jaltasamningarnir eitt helzta árás- arefni republikana gegn demokröt- um. Af mörgum frambjóðendum republikaná var þá lofað, að Jalta- samningarnir yrðu lýstir ógildir, ef republikanar fengju meirihlutann, eða a. m. k. þau atriði þeirra, sem ekki hefðu veriö birt opinberlega. Jafnframt var því lofaö af sömu mönnum, að öll leyniskjöl varðandi Jaltaráöstefnuna skyldu birt opin- berlega. Vafalaust er, að þessar árásir republikana féllu í allgóðan jarð- veg, enda stóð Kóreustyrjöldin þá sem hæst, og því auðveldar en ella að nota þessi mál til lýðæsinga. Leyniskjölin birt. Eftir kosningasigurinn gerðu repu blikanar þó ekki alvöru úr því að lýsa yfir ógildingu Jaltasamning- anna, enda mun Eisenhower hafa beitt sér gegn því. Leyniskjöl varð- andi samningana voru heldur ekki birt. Margir hægri menn republi- kana eins og McCarthy og Know- land héldu þó áfram að heimta birtingu þeirra og hertu þær kröf- ur eftir kosningaósigur republikana á síðast liðnu hausti. Fyrir nokkru síðan reyndi Dulles að semja við þá um það, að leyniskjölin yrðu ekki birt, heldur yrðu þau af- hent 24 þingmönnum úr hvorum flokki, en foringjar demokrata neit uðu að taka við skjölunum, þar sem svo viðtæk afhending þeirra þýddu raunverulega sama og birtingu þeirra. Jafnframt lýstu demokratar þvi yfir, að þeir væru enn sem fyrr andvígir birtingu skjalanna. Eftir að tveir af helztu leiðtogum hægri republikana í öldungadeildinni, Knowland og Bridges, höfðu rætt við Dulles s. 1. miðvikudag, ákvað hann að birta leyniskjölin, enda var í millitíðinni búið að láta þau eftir krókaleiðum í hendur tveggja aðal- blaðanna í New York, Times og Herald Tribune. Svo skyndilega var birting skjal- anna ákveöin, að Eisenhower for- seti var ekki látinn vita af henni, Fyrir íslenzka verkamenn, sem nú heyja verkfallsbar- áttu, er fróðlegt að íhuga for- dæmi stéttarbræðranna í Sví þjóð. Þeir hafa ekki nú frem ur en áður viljað gangá lengra en svo í endanlegum kröfum sínum, að öruggt væri, að atvinnuvegirnir fengju undir þeim risið. Þeim hefir verið ljóst, að væri gengið lengra, myndi það skapa ástand, er væri verkamönnum sjálfum verst. Þeir hafa forðast leiösögn þeirra, sem vilja nota kjarabótabaráttu verkalýðs- ins til upplausnar í þjóðfé- laginu, en ekki í þágu raun- hæfra kjarabóta. og hefir hann látið einkaritara sinn staöfesta það opinberlega. Ber það rnerki þess, að forsetanum hafi mis líkað þessi vinnubrögð. Birting þessara skjala heíir að vonum vakið mikla athygli og um- tal. Það, sem af er, virðast þær vonir Dulles og annarra hægri manna republikana hafa brugðizt, að birting skjalanna yrði mikill upp sláttur fyrir þá heima fyrir. Það er hins vegar ljóst, að með þessu tiltæki hefir aðstöðu Bandaríkjanna verið stórspillt út á við. Stalin einn gerði landvinningakröfur. í leyniskjölunum kemur fátt nýtt íram, sem ekki heíir verið opinber- lega kunnugt um áður, og t. d. kki neitt nýtt varöandi Kínamálin, og mun það valda republikönum mest um vonbrigðum. Það helzta, sem ekki var kunnugt um áður, eru ýms ógætileg orð, er þeir Stalin, Roose- velt og Churchill hafa látið falla í garð einstakra þjóða. Roosevelt og Stalin virðast t. d. hafa verið mjög hatursíullir í garð Þjóðverja, og Roosevelt virðist einnig hafa venð minni vinur Breta cg Frakka en ætla mátti. Einkum virðist hann hafa verið andstæður þeim í ný- lendumálum. Hann vúdi t. d. að Bretar slepptu Hongkong og var andvígur því, að Frakkar fengju Indó-Kína aftur. Leyniskjölin staðfesta það, sem raunar áður var vitað, að Stalin bar mest úr býtum á fundinum. Hann var líka sá eini, er bar fram landvinninga- og yfirgangskröfur. Hann krafðist japanskra landa (Sakalineyju og Kurileyja) og xnik- illa sérréttinda í Mansjúríu fyrir það að fara í styrjöld gegn Japönum. Jafnframt treysti hann aðstöðu sína í Austur-Evrópu. Þó fékk hann ekki allar kröfur sínar fram, t. d. ékki varðandi íran og Tyrkland. Hann varð einnig að lofa frjá’sum kosn- ingum í Póllandi, en það lofcrð hélt hann ekki. Alstaða Roosevelts. Roosevelt hafði lakari samnings- aðstöðu en Stalin og hann hafði líka allt önnur markmiö. Hann vildi fá Rússa í styrjöld við Japani til þess að binda endir á hana sem fyrst. Herfræðingar töldu, að það myndi alltaf taka Bandaríkjamenn og Breta 1% ár að sigra Japani eftir uppgjöf Þýzkalands. Þessi tími myndi hins vegar mjög styttast, ef Rússar kæmu til liðs við Banda- menn. Menn gerðu sér þá enn ekki grein fyrir áhrifum kjarnorku- sprengjunnar. í annan stað lagði svo Roosevelt á það rnikla áherzlu, að Rússar gerðust aðilar að Sam- einuðu, þjóðumum, því að hann taldi stofnun þeirra vænlegustu leið ina til að tryggja heimsfriðinn til Þá kaupdeilu, sem nú stend ur yfir, ber vissulega að reyna að levsa þannig, að gengið sé til móts við óskir verkamannar.na eins langt og hægt er. Það er hins veg- ar þeim sjálfum fyrir verstu, ef gengið er lengra en af- koma atvinnuveganna og þjóðarbúsins þolir. íslenzkir verkamenn verða i þessum efnum að gæta sama hófs og sænskir verkamenn. Þeir mega ekki fremur en hinir sænsku stéttarbræður þeiíra láta stjórnast af áróðri þeirra, sem heyja verkfalls- baráttu með allt annað en raunverulegar ■ kjarabætur verkalýðsins fyrir augum. DULLES framtúðar. Til þess að ná þessu marki, taldi hann það tilvinnandi að ganga langt til móts við Rússa. Eftir á er að sjálfsö'ðu hægt að dæmr. Roosevelt íyrir skammsýni. Sá árangur heíir hins vegar náðst af afstöðu hans i Jalta, að það er nú miklu ljósara eftir en áður, að undanlátssemi dugir ekki í skiptum við kommúnista og að þeim er ekki treystandi til áð halda samninga. Það -er ekki heldur hægt að áfellast Rocsevelt, þótt, hann sæi það ekki fyrir, að yfirráð Rússa í Mansjúriu og sá stuðningur, sem þeir gátu þannig veitt kínverskum komrnún- istum, vrðu til þess að ryðja komm- únistum braut í Kína. Öll ástæða var þá til að balda, að Chiang Kai Shek væri miklu sterkari í stóli en hann síðar reyndist. Jafnvel komm únista virðist þá ekki hafa grunað, hve veik og spillt stjórn hans var. Churchill stendur að ýmsu leyti betur eftir birtingu skjalanna en áður. Hann hefir bersýnilega verið miklu raunsærri en Roosev.út Hann hafði líka alla hina miklu reynslu Breta í. utanrikismálum að baki sér, en Bandaríkjamenn höfðu nánast sagt enga reynslu á því sviði. Þeir höfðu haft einangrunarstefnuna íyrir leiðarljós og liöfðu dregizt inn í báðar’ heimsstyrjaldirnar gegn vilja sínum. Snýst vcpnið í höndum Ðulles? Eins og áður segir, kemur fátt eða ekkert nýtt fram í leyniskjölun- um, er styrkir árásh republikana gegn demokrötum vegna Kínamál- anna. Allt, sem nokkru skiptir varð- andi þau mál, hefir verið birt á einn eða annan hátt áður. Demo- kratar telja því hlut sinn h'afa held ur batnað en versnað að þessu leyti, því að þeir höfðu óttazt, að eitt- hvað kvnni að felast í skjölunum, er styrktu þessar árásir republikana Hins vegar eru þeir ekki óttalausir um, að republikanar geti notað um- mæli Rcosevelts til æsinga meðal (Framhald á 6. siðu) 'l~ ------------------L- Frá neytenda- samtökunum Skrifstoía Neytendasamtak ftnna er nú flutt úr Banka- stræti 7, þar seni hún heí'ir verið í hálft annað ár, í Að- alstræti 8, aðra hæð. Mun skrifstofan eins og hingað til veita meðlimum Neytenda- samtakanna m. a. ókeypis lög fræðilegar upplýsingar og að stoð vegna kaupa á vörum og þjónustu. Skrifstofan verður íramvegis opin milli kl. 5 og 7 alla virka daga nema laug- ardaga, en þá milli kl. 2 og 4 e. h. Leiðbeiningabæklingar Neytendasamtakanna eru einnig afhentir meðlimum þar, en allir bæklingar þeirra eru ininfaldir í árgjaldinu, sem er 15 krónur. Nýir með- Umir geta einnig hringt á skrifstofuna i síma 82722 og fengið leiðbeiningabækling- ana heimsenda. Heydalsvegur Eins og áður hefir verið sagt frá hafa þeir Ásgeir Bjarnason og Sigurður Ágústs son nýlega lagt fram frum- varp í neðri deild um aö ríkis stjórninni verði heimilað að taka. lán allt að kr. 500000,00 til þess að hefja sumarið 1955 vegargerð um Heydal í Snæ- i fellsnessýslu. í greinargerð frv. segir svo: „Síðasta áratug hefir mik- ið verið unnið að bættum og auknum samgöngum á sjó, landi og í lofti. En þrátt fyr- ir mikið átak í þessum efn- um finnast enn þá héruð, er búa við mjög erfiðar sam- göngur, og á það jafnt viö um sjó-, land- og loftferðir. Flm. þessa frv. er mjög kunnugt um erfiðleikana á samgöngunum til Breiðafjarð ar og þá sérstaklega til Gils- fjarðar og Hvammsfjaröar. Frá því í janúar hefir Hvammsfjörður verið ísi lagð ur, og er svo enn þá, og Gils fjörður sömuleiðis til skamms tíma og því ekki verið um skipaferðir að ræða. Þetta er bæði gömul og ný saga. Á sama tíma og firðina lagöi má heita að Brattabrekka (nú Miðdalur) hafi verið ill- fær bifreiðum nema með miklum snjómokstri og ferðir því verið mjög strjálar og ó- fullnægjandi fyrir Dalamenn og Austur-Barðstrendinga. Svipað má segja um land- ferðir til Skógarstrandar og Stykkishólms, því að Kerling arskarð hefir oft teppzt vegna snjóa og því einnig kostnað- arsamt að halda þeirri leið opinni fyrir bifreiðar. Flugsamgöngur eru síöur en svo öruggar og teppast oft vegna snjóa og veðurs, enda óvíða um stórar flugbrautir að ræða, nema þar sem svo hagar til frá náttúrunnar hendi. Flugvellir kostaðir af almannafé eru ekki margir á þessum slóðum og venjulega ekki til nota nema fyrir mjög takmörkuð svæði og því ekki þess aö vænta, að flug bæti verulega úr. Hverjir eru þá möguleik- arnir til almennra samgöngu bóta, svo að sem flestir njóti góðs af og finni sig í sam- bandi við umheiminn, þegar ísavetur geisa? Við teljum það vafalaust vera veg á milli Hnappadals og Skógarstrand ar yfir svokallaðan Heydal, sem liggur álíka íágt og byggð in beggja vegna. Á undanförnum árum hef ir verið unnið að nýlagningu vegar milli Dalasýslu og Snæ fellsness, Skógarstrandarvegi og í Hnappadal að sunnan. Þetta gerir það að verkum, að það er auðveldara og meira aðkallandi en áður var að fá veg yfir Heydal. Þess vegna höfum við nokkrir þingmenn gert okkar til að koma þessu máh í framkvæmd, og meðal ■annars rituðum við fjárveit- ingarnefnd í nóv. sl. eftirfar- andi bréf: „Við undirritaðir alþingis- menn óskum eindregið, að á næsta árs fjárlögum verð veitt fjármagn, allt að 1 millj. króna til Heydalsvegar, sem tekinn var í þjóðvegatölu fyr ir 12 árum. Það hefir við at- huganir margsýnt sig, að þessi leið yfir fjallg'.arðinn milli Mýrarsýslu og Hnappa- dalssýslu að sunnan og Snæ fellsness- og Dalasýslu að vestan er miklu snjóminni heldur en Kerlingarskarð, Brattabrekka (nú Miðdalur) og Holtavörðuheiði. Það verð (Framhald á 7. síðu ) k

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.