Tíminn - 23.03.1955, Page 6

Tíminn - 23.03.1955, Page 6
6 TÍMINN, miðvikudaginn 23. marz 1955. 68. blað. «!■ PJÓDLEIKHÖSID Fædd í gær Sýning kvöld kl. 20. Gnllna hliðið Sýning fimmtudag kl. 20. Japönsk listdanssýning Pöstudag kl. 20. Laugardag kl. 16. Laugardag kl. 20. Sunnudag kl. 16. Hækkað verS. ASeins fáar sýningar mögulegar. Aðgöngumiöasalan opin frá kl. 13.15 til 20. Tekið á móti pönt- unum. Sími 8-2345, tvær línur. Pantanir sækist daginn fyrir sýn Ingardag, annars seldar öSrum. Ævintýri siilu- honunnur (The fuller brush girl) Aftaka skemmtileg og viðburða- rík ný amerísk gamanmynd, ein sprenghlægilegasta gamanmynd, sem hér hefir verið sýnd. Aðal hlutverkið leikur hin þekkta og vinsæla gamanleikkona Lucille Ball. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd ’. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ’ Stmí 1475. CAMJSO (The Great Carusa) Hin stórglæsilega söngvamynd með Mario Lanza. Sýnd vegna fjölda áskorana, en aðeins í örfá skipti, þar sem myndin á að sendast af landi brott. Sýnd kl. 7 og 9. Fljóttehinn gróði (Double Dynamite) Gamanmyndin með Jane Russell, Grucho Marx, Frank Sinatra. Sýnd kl. 5. NÝJA BÍÓ Sími 1544. Rússneshi cirhusinn Bráðskemmtileg og sérstæð mynd í Agfa-litum, tekin í fræg asta sirkus Ráðstjóirnarríkj- anna. — Myndin er einstök í sinni röð, viðburðahröð og skemmtileg og mun veita jafnt ungum sem gömlum ósvikna á- nægjustund. Danskir skýringartextar. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBIO — HAFNARFIRÐI - París er ulltaf París ítölsk úrvalskvikmynd gerð af snillingnum L. Emmer. Aðalhlutverk: Aldo Fabrizi (bezti gamanleikari ítala) Lucia Bosé (hin fagra, nýja, ítalska kvikmyndastjarna, sem þér eigið eftir að sjá í mörg um kvikmyndum). Franco Interlenghi Myndin hefir ekki verið sýnd áður hér á landi. Danskur skýringartexti. Sýnd kl. 7 og 9. ÍLEIKFEIAG! JtLYKJAVÍKlJiy Frænka Chnrlcys 1 Gamanleikurinn óðkunni 79. sýning annað kvöld kl. &. Aðgöngumiðasala kl. 4—7 og eft- ir kl. 2 á morgun. Sími 3191. AUSTURBÆJARBÍÓ Bœhlaða stúlhun (The Glass Menagerie) Áhrifamikil og nilldarvel leikin, ný, amerisk kvikmynd. Aðalhlutverkið leikur hin vinsæla leikkona: Jane Wyman, ásamt Kirk Douglas, Arthur Kennedy. Sýnd kl. 5 og 9. TRIPOLI-BIO I Blmi nn Stúlhurnar frá Yín (Wiener Madeln) Austurrísk stórmynd í Agfalit- um, gerð um valsahöfundinn Carl Michael Ziehrer. Myndin er létt og skemmtileg og í henni eru leikin bráðfalleg lög, er allir þekkja. Aðalhiutverk: WUU Forst, Dora Komar, Hans Moser. Sýnd kl. 9. Snjallir krakkar (Puncktchen und Anton) Hin bráðskemmtilega þýzka gamanmynd, sem allir hrósa. Sýnd kl. 7 og 9. (Aðeins örfáar sýningar eftir á þessari mynd). Sala hefst kl. 4. Hafnarfjard- arbíó Barbarossa konnngur sjóræn- Ingjanna Mjög spennandi, ný, amerisk mynd í litum, er f jallar um æv- intýri Barbarossa, óprúttnasta sjóræningja allra tíma. Aðalhlutverk: John Payne, Donna Reed. Sýnd kl. 7 og 9. TJARNARBÍÓ VERÐLAUNAMYNDIN Ðætur Dansins Framúrskarandi áhrifamikil frönsk ballet-mynd, sem hlotið hefir fyrstu verðlaun í París. — Myndin er byggð á sögunni La Mort du cygne eftir Paul Mor- and. Aðalhlutverk: Yvette Chauviré, Mia Slavenska, Jeanine Charrat. Sýnd kl. 5, -7 Og 9. Erlent yfirlit (Framhald af 5. síðu). Þjóðverja í Bandaríkjunum og að Pólverjum þar verði talin trú um, að ekki hafi verið haldið nógu vel á máli Póllands á Jaltaráðstefnunni. Það, sem demokratar óttast að missa þannig, telja þeir sig geta unn ið upp að fullu og meira til vegna þeirrar andúðar, sem birting skjal- anna hefir skapað víða um heim. í blöðum langflestra lýðræðisríkja hefir birting skjalanna verið for- dæmd sem brot á hefðbundnum al- þjóðavenjum. Sú skoðun hefir iika komið fram, að hér eftir verði örð- ugra að koma á ráðstefnum æðstu manna stórveldanna, þar sem rætt verði saman í fullum trúnaði. Birt- ing Jaltaskjalanna geti að þessu leyti haft ófyrirsjáanlegar afleiðing- ar. Heima í Bandaríkjunum hafa mörg ábyrgustu blöðin, eins og t. d. Washington Post, fordæmt Dulles harðlega fyrir birtingu skjalanna. Almenningsálitið í Bandaríkjunum virðist líka vera að snúast á þessa sveif. Allt bendir því til þess, að republikanar hafi ekki þann ávinn- ing heima fyrir af þessu tiltæki, er þeir gerðu sér vonir um, heldur muni þetta miklu fremur verða til að spilla fyrir þeim. Árás McCarthy á Milton Eisenhower. Þetta er ekki f fyrsta sinn, sem Dulles spillir fyrir Bandarikjunum út á við með aðgerðum, sem eiga að hjálpa afturhaldssinnuöum flokksbræðrum hans heima fyrir. Þjónusta Dulles við þá er orðin Bandaríkjunum dýr, og hefir oft stórspillt fyrir þeirri friðarviðleitni, sem haldið hefir verið uppi af Eis- enhower. Ef slíku heldur áfram, er erftt að sjá, hve lengi Eisenhower getur notazt við Dulles sem utanrlk isráðherra. Það bendir til, aS Eisen- hower sé farinn að vantreysta Dull- es, að hann hefir nú um helgina eða rétt eftir birtingu Jaltaskjal- anna, gert Stassen að ráðherra af- vopnunarmála og munu þau mál því ekki lengur heyra undir Dulles. Þessi breyting er ekki sízt mikilvæg vegna þess, að komi til fundar æðstu manna stórveldanna, verða afvopn- unarmálin helzta umtalsefnið þar. Birting Jaltaskjalanna mun vafa Iaust lengi enn verða umræðuefni í Bandaríkjunum. Hún hefir gefið McCarthy tækifæri til að fara á stúfana og hefir hann boðað tiUögu á þingi þess efnis, að Jaltasamn- ingarnir verði ógiltir. Þá hefir hann ráðizt í þessu sambandi mjög harð- lega á Milton Eisenhower, bróður forsetans. Milton er maður frjáls- lyndur og er sagður hafa mikil áhrif á bróður sinn. Umræður um þessi mál eru líklegar til að verða haröar og óvægnar og hefir Dulles ekki styrkt aðstöðu Bandaríkjanna með því að koma þeim af stað á nýjan leik. fslendingaþættir (Framhald af 3. síðu). til að þakka honum hans merkilegu störf, með þeim óskum að íramundan sé enn langur starfsdagur, og óska honum og fjölskyldu hans alJs góðs á komandi éium. Pálmi Einarsson. JJflKÁHtHH JiDHSSCM LOGGILTUR SK.IALAWÐANDI • OG DOMTULKURI ENSK.U » OEEJUHVOLI- simi 81655 lb Henrik Caviing: KARLOTTA Fyrsti kafli. Sumarsólin glampaði á fægðum rúðum gömlu, hogadregnu glugganna. Þegar Birta opnaði dyrnar varlega, sýndist henni fyrst, að kráin væri mannlaus. Svo kom hún auga á gildar herðar kráareigandans í hægindastólnum við eldhúsdyrnar. Á borðinu framan við hann stóðu flaska og glas. Hann sat grafkyrr. Hún hélt fyrst, að hann hefði sofnað, en þegar hún læddist á tánum fram fyrir hann, sá hún, að hann starði opnum augum út í bláinn. Hann dreymir, hugsaði hún og brosti. — Halló. Dahl veitingamaður leit við, og þegar hann sá, hver kom- inn var, kinkaði hann vingjarnlega kolli. — Lítum á, ert þú komin, Birta, ég var farinn að halda, að þú værir alveg búin að snúa baki við gömlum vinum. — Við höfum vérið norður á Skaga í allt sumar, herra Dahl. Við komum ekki heim fyrr en í gær. Birta tiplaði eins og smástelpa og settist síðan á borð- röndina gegnt Dahl. Birta var óvenjulega falleg stúlka, glaðleg og hraustlég með svart hár og blíðleg, dökk augu. Hún var átján ára. • — Ég hefði átt að vera lyfsali eins og faðir þinn, sagði veitingamaðurinn og hristi höfuðið þyngslalega, — . Drop- arnir, sem hér fást, falla fólki að vísu ágætlega í geð, en gallinn er sá, að sj úkrasamlagið fæst ekki til að borga þá. Birta hló. Dahl hellti í glasið, sem stóð á borðinu. Birta tók eftir því að hönd hans skalf. — Er Karlotta tíeima? Veitingamaðurinn kinkaði kolli. — Já, hún er úti hjá hænsnunum en kemur vafalaust fljótlega. Hann horfði á ungu stúlkuna undan signum augnalokum. Svo saup hann úr glasinu. — En hvað tíminn líður fljótt. Þú ert aö veröa fullvaxin og fagursköpuð kona, Birta. Unga stúlkan rak ertnislega út úr sér tunguna. — Þú sparar ekki gullhámrana, en sá, sem á aöra eins dóttur og Karlottu, getur leyft sér að skjalla aðrar stúlkur. Dahl hló og hristi höfuöiö. — Ég kýs nú heldur að þær séu svolítið feitlagnari. — Eigum við nú ekki að semja frið? sagði Birta. — Ég veit vel, að ég er feitlagin, meira að segja of feitlagin, en ég kæri mig ekkert um að heyra fólk flíka því. í þessu bili kom Karlotta inn í veitingastofuna. Þegar hún sá Birtu, brosti hún glaðlega, svo að skein í stórar, hvítar tennur og hljóp til hennar. — Velkomin heim, Birta. En hvað ég hefi saknað þín mikið. Eins og svo oft áður hrökk Birta svolítið við, er hún sá æskuvinkonu sína. Svo greip hún um mitti Karlottu og hló. — Þú bætir alltaf þín eigin afrek. — Hvaö áttu við með því? Karlotta horfði spyrjandi á hana. — í hvert sinn, sem ég sé þig, hugsa ég með mér: Nú hefir hún náð hámarki. Nú getur hún ekki orðið fegurri. En þegar ég sé þig næsta sinn, sé ég að þú ert oröin enn fegurri. Þú bætir alltaf við. Karlotta hló og sýndi æskuvinkonu sinni hendur sínar. — Það er enginn vafi á því, að þú hefir rétt að mæla eins og jafnan fyrr. Ég var einmitt að koma úr snyrtistofu. Þessi svarta rönd undir nöglunum er síðasta fegrunarbragðið hennar Elísabetrar Arden. Hún kallar það: „Eina klukku- stund hjá hænsnunum". En hvernig hefir þér liðið í Skaga- paradísinni? En hvað þú ert sólbrún. Augnaráð Birtu varð dreymandi. — Það var dásamlegt að vera þar. Þetta er bezta sumarleyfi, sem ég hefi fengið. Veitingamaðurinn horfði brosandi á þær til skiptis. Svo hellti hann aftur í glas sitt. — Pabbi. Það var ásakandi hreimur í rödd Karlottu. — Skiptu þér ekkert af því, sagði hann önugur, en drakk þó ekki strax úr glasinu. Birta varð vandræðaleg. Það var á allra vitorði, að pabbi Karlottu hafði drukkiö helzti mikið síðan kona hans dó. — Ég kom tii þess að spyrja þig, hvort þú vildir ekki skreppa i sjóinn með mér, flýtti Birta sér að segja við Karl- ottu. Karlotta beit á vör og varð vandræðaleg. — Eg veit það ekki. Það er föstudagur í dag, og frú Andersen kemur ekki fyrr en klukkan fjögur. Ég hefði helzt þurft að taka svo- lítið til fyrst. — Farðu bara í sjóinn með Birtu, sagði faðir hennar. Karlotta gaf vinflöskunni á borðinu auga. Faðir. jiennar hafði þegar drukkið töluvert borð á hana. Hún vis's'i þó áf reynslu, að hún gat ekki haldið aftur af honum. — Jæja, sagði hún. — En ég skal vera komin heim klúkk an fjögur, pabbi. Veitingamaðurinn yppti öxlum. — Það skiptir ekki" 'svo miklu máli. Þú þarft aö létta þér upp. En syndið nú ekki of langt út. Sjórinn er viðsjáll. ■ . Tíu mínútum síðar hjóluðu ungu stúlkurnar eftir göt- um Börstrup niður að sjónum. Þær voru jafnöldrúr ogTiöfðú verið nánar vinkonur í gagnfræðaskólanum. Nú höfðu þger ekki sézt í’tvo tíiáhuði, svo að nóg var um að tala. Karlotta átti fáar vinstúlkur eins og títt er urn mjög' fallegar stúlkur, og hún var innilega glöð yfir heimkomu Brittu. Karlotta var óvenjulega fögur stúlka og vel af guði gerð. Það var ekki aðeins eirrautt hár hennar, sem féll

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.