Tíminn - 25.03.1955, Qupperneq 3
?0. blað.
TíMINN, föstudaginn 25. marz 1955.
■s
Sextugur: Skarphéöinn Gíslason,
Vagnstöðum í Suðursveit
Orðið er frjálst
Vinnudeilan
rÞann 18, jan. s. 1. vars Skarp
héðinn Gíslason, Vagnstöð-
um, sextugur. Hann er fædd-
ur á Vagnstöðum 18. jan.
1895. Foreldrar hans voru
Halidóra: Skarphéðinsdóttir
og Gisli Sigurðsson. Þau Hall
dóra og Gísli hófu búskap í
Borgarhöfn í Suðursveit, þar
sem var og er enn margbýlt
byggðahverfi. En brátt munu
jbau hafa flutt úr Borgarhafn
arbyggðinni að Vagnstöðum,
þar var þá engin byggð fyrir.
En nafnið Vagnstaðir bendir
•jWlfað endur fyrir löngu hafi
þar verið byggð, þótt engin
öierki sæust tii þess ofanjarð
ar þegar foreldrar Skarphéð-
ins fluttu þangað. En síðar,
þegar grafið var fyrir húsum
á Vagnstöðum, munu merki
hafa sést til þess, að þar hafi
verið byggð.
Jafnframt því, sem Gísli
byrjaði að rækta tún út frá
bæ sínum Vagnstöðum, hafði
hann afnot af jarðarparti,
sem þau hjónin áttu í Borg-
arhöfn. Þarna er stutt milli
byggða og því nokkuð hægt
um hönd að nytja partinn.
Skarphéðinn ólst upp hjá
foreldrum sínum, sem bjuggu
við fremur litii efni, en far-
sæla afkomu, Þegar Skarp-
héðinn var að alast upp var
farkennsla byrjuð í Suður-
sveit. Fékk hann því ein-
hverja tilsögn i þeim náms-
greinum, sem þá var einkum
lögð áherzla á að unglingar
gætu numið fyrir fermingu.
En eftir fermingu hélt Skarp
héðinn áfram að byggja of-
an á sitt fyrra nám. Heima
tókst honum að mennta sig
svo, að vafa tel ég leika á
því að þeir, sem lengra náms
hafa notið í opinberum skól-
um, séu betur menntaðir en
hann. Hér mun hafa sann-
ast á Skarphéðinn, eins og
mörgum fleirum, að „hollur
er heimafenginn baggi.“
Brátt kom það í ljós, að Skarp
héðinn var fæddur með hag-
leiksgáfu. Á unga aldri fóru
ýmsir hlutir að sjást eftir
liann, sem báru vott um hag-
leik og smekk. Ekki var hann
kominn af æskuskeiði, þegar
liann fór að tala við 'sveit-
unga síná um að gaman væri
að geta virkjaö bæjarlæk-
inn eða ána, sem rann við
túnfótinn. Þeir eldri hlust-
uðu á en sögðu fátt. Ekkert
höfðu þeir á móti þótt hann
mældi fallhæð og vatnsmagn
i þessum sprænum. Það svo
sem gerði ekkert til, ekki var
hú hlaupið til að virkja fyrir
það. En_...ekki liðu mörg ár.
Læknúrh Og ánni voru gefn-
ar gætur, og fyrr en varði
várí virkjun hafin víða undir
forsjá Skarphéðins.
rÁ þeim árum, sem Skarp-
héðinh var. 'að alast upp, var
cngih vaÞnsleiðsla í bæi í
Suðursyeit óg óvíða í Skafta-
ffill^sýslij. Vatnsvegur var
viða larigui’ og erfiður. Brátt
fór Skarphéðinn að vekja at-
hýgli á þvi, að úr þessu þyrfti
að bæta." Vatnsburðurinn
væri alveg drepandi, og ekki
sízt fyrir kvenfólkið, sem
hánn kæmi mest á. Ýmsum
íannst hér hægara um aö
tala en úr aö bæta. Aðstaö-
a n að ná vatninu í bæina var
víða slæm. Vatnsbólið var
þannig sett aö vatnið varð að
leiða móti brekku, og víða
móti margra metra brekku.
Þetta var ekki álitlegt. En
þessi sjálfmenntaði sveita-
piltur hafði kynnt sér, að til
voru dælur, sem nefndust
vatnshrútar, og voru knúðir
áfram með vatnsafli. Þeim
var hægt að koma fyrir í ná-
munda við vatnsbólið. Þeir
þurftu lítið vatn, en vatniö
á þá svolitla fallhæö. Gat
því vatnsbólið sem var, gert
tvennt. Gefið hrútnum orku
til að knýja vatnið heim, og
leiðslunni í bæinn vatn.
Skarphéðinn hafði komist í
bréfasamband við ýmsa vöru
sala erlendis, og fengið frá
þeim verðlista og verð á ýmsu
eftir fyrirspurn. Hér var með
al annars um að ræða smiða
áhöld, vatnsleiðslupípur,
vatnshrúta og efni til raf-
veitna. Fyrsti vatnshrútur-
inn var fenginn eftir þessum
leiðum. Skarphéðinn bauð
sveitungum sínum að panta
hann ásamt vatnsleiðslupíp-
um án þess að nokkuð yrði
á þetta lagt nema flutnings-
kost.naður. Boðið var þegið.
Efnið kom. Skarphéðinn setti
hrútinn niður og lagði leiðsl-
una að honum og frá. Þetta
j gekk heldur vel. Hrúturinn
þrýsti vatninu móti margra
metra falli. Þetta var nú
meira galdraverkfærið. Ekki
liðu mörg ár, áður en Skarp-
héðinn var búdnn að koma
vatni í ftesta bæi í Suður-
sveit, ýmist sjálfrennandi
með vatnshrút, og einstaka
með dælu. Fyrir suma pant-
aði hann efni í þessar leiðsl-
ur. Var það mun hagkvæm-
ara íyrir merm að fá efnið á
þennan hátt, en ef það færi í
gegnum hendur kaupmanna
með fullu álagi. Fyrir þá
vinnu, sem Skarphéðinn lagði
í þessar íramkvæmdir vildi
hann aldrei taka neitt. Ein-
staka maður kann þó að hafa
greitt honum lítilræði.
Víðar er Skarphéðinn þekkt
ur og verk hans en í Austur-
Skaftafellssýslu. Hann vann
á vegum Búnaðarsambands
Austurlands í tvö sumur sem
ráöunautur þess í vatnsmæl-
ingum fyrir rafstöðvar og
vatnsleiðslur í bæi. Sama
verkefni hafði hann á hendi
i minnsta kosti eitt sumar
fyrir Búnaðarsamb. Suður-
lands. Víða fór Skarphéðinn
enn utan nefndra sambanda
bæði á norður- og norðaust-
urlandi. Á þessum ferðum
sínum mun hann hafa gefið
bændum góð ráð um virkjun
bæjarlæksins eða vatnsleiðslu
úr honum í bæinn.
Átján raístöðvar hefir
Skarphéðinn sett upp víðs
•vegar um landið og margar
eru bær vatnsleiðslur, sem
hann héfir lagt í bæi.
Margt fleira hefir Skarp-
héðinn lagt á gjörva hönd.
Bátasmiður er hann ágætur.
Hann hefir smíðað marga
báta í Skaftafellssýslu, bæði
innanfjarðarbáta og útsjáv-
arbáta. Útsjávarbátar voru
bátar þeir kallaðir í Skafta-
fellssýslu, sem var róið frá
brimsöndunum, eins og þeir,
sem róið var frá Hornafirði
meðan árabátaútvegur var
stundaður þar.
Ungur lærði Skarphéðinn
silfursmíði, en geröi hana
lítt að atvinnu sinni. Líkkistu
smiður er hann ágætur. Það
má segja um Skarphéðinn
eins og marga fleiri. Hann
er smiður af guðs náð, hon-
um er flest í augum uppi,
sem að hagleik lýtur og hefir
lagt þar ótrauður á hönd.
Hann er drengur góður, glað
ur í lund, vinfastur og vill í
hvívetna láta gott af sér
leiða.
Mikill reglumaður er Skarp
héðinn, hann hefir aldrei
gert miklar kröfur fyrir sjálf
an sig, en er því fúsari að
hjálpa öðrum að uppfylla
þeirra óskir, sem af hófi eru
fram settar og horfa til að
bæta aðstöðu í daglegu striti
og auka lífsþægindi. Þetta er
hin heilbrigða lífsstefna
þessa ágæta manns.
Góður félagsmaður er
Skarphéðinn. Þar hefir hann
reynst traustur, eins og á öðr
um sviðum. Lengi var hann
ein traustasta stoð ung-
mennafélags sinnar sveitar.
Hann kom þar ungur og þeg-
ar félaginu reið mest á. Það
félag mótaði um langt ára-
bil lífsstefnu fólksins í sveit-
inni. Nú gætir áhrifa þess í
þessu efni orðið minna síðan
unga fólkið fór að verða laus
ara við lieimilin og flökta
meira milli vinnustaða.
Þótt Skarphéðinn sé kom-
inn þetta til ára, þá er von-
in, að hann c-jgi enn drjúg-
an vinnudag eftir. Síðustu
árin hefir hann unnið fullum
fetum aö því hér í sveit og
víðar, að setja upp miðstöðv-
ar með tilheyrandi hitakerfi,
og þá helzt Sóló-eldavélar.
Handtök hans við þetta sýna
ekki mikla afturför.
Heimili Skarphéðins hefir
alltaf verið á Vagnstöðum.
(Pramhald á 6. siðu)
Frá Félagi Samein-
uðu þjóðanna
Upplýsingadeild Sameinuðu
þjóðanna efnir til alþjóðlegr-
ar ritgerðarsamkeppni í ár
sem að undanförnu og verða
veitt sjö fyrstu verðlaun- og
5-til 8 önnur verðlaun. Fyrstu
verðlaun eru fjögurra vikna
dvöl í aðalstöðvum Sameir.uðu
þjóðanna í New York, en önn
ur verðlaun tveggja vikna dvöl
í Genf. Ferðir fram og aftur
eru ókeypis. Þátttaka í keppn
inni er heimil öllum borgurum
beirra ríkja, sem eru í Sam-
einuöu þjóðunum, en kepp-
endur mega ekki vera yngri
en tvítugir. Ekki fær nema
einn maður frá hverju landi
verðlaun. Ritgerðarefnið hér
á landi er þetta:
Hvað hafa íslenzk félags-
samtök gert á undangengnum
10 árum til að útbreiða þekk-
ingu á Sameinuðu þjóðunum?
Ritgerðin ætti ekki að ve’-a
lengri en 2500 orð. Dómnefnd
í hverju landi veiur úr tvær
beztu ritgerðirnar, sem henni
berast og sendir áleiðis iil
Upplýsingadeildar Sameinuðu
þjóðanna í New York, en döm
nefndina hérlendis skipa þeir
Gylfi Þ. Gíslason, prófessor,
Ólafur Jóhannesson prófessor
og Jón Magnússon frétta-
stjóri. Þeir, sem vilja taka
þátt í keppninni, skulu senda
einhverjum þessara dómnefnd
armanna ritgeröir sinar á
ensku fyrir 1. maí n. k. Úrslit
verða tilkynnt fyrir 25. júní.
Stór hópur verkalýðsins í
landinu hefir fundið sig knú
inn til að segja upp gildandi
kaup- og kjarasamningum.
Fyrir rúmum tveimur árum
háðu verkalýðsfélögin stærstu
og víðtækustu vinnudeilu,
sem háð hefir verið til þessa.
Við lausn þessarar deilu var
brotið blað í sögu verkalýðs-
baráttunnar í landinu. Þá
var tekin upp ný og heilla-
vænlegri stefna heldur en áð
ur hafði þekkst, þ. e. að í stað
krónutöluhækkunar var far_
in sú leið að lækka verðlag
á ýmsum nauðsynjavörum og
reyna á þann hátt að lækka
dýrtíðina í landinu og auka
kaupmátt launanna.
Þetta tókst þó ekki nógu
vel, þar sem ríkissjóður tók á
sig að greiða niður ýmsa
vöruflokka. En öll vitum við,
sem eitthvað um þessi mál
hugsum, að þetta er aðeins
gálgafrestur, og er lítt skárri
en krónutöluhækkunin. En
fyrir trausta og góða af-
komu ríkissjóðs tókst að
halda þessu í horfinu án þess
að til skattahækkana þyrfti
að grípa, og ber fyrst og
fremst að þakka Eysteini
Jónssyni fyrir hve vel hon-
um hefir tekist að rétta við
hag ríkissj óðs eftir 11 ára í-
haldsóstjórn á fjármálnm
ríkisins.
Ef við hefðum í síðasta
verkfalli sótt það fé, sem tes-
ið var úr ríkissjóði, í vasa
heildsala og annarra gróða-
manna í stað þess aö láta
ríkissjóð greiða niður svo og
svo rnarga vöruflokka, hefði
það orðið stór sigur fyrir
þjóðina. En þó margt væri
gott, sem þá var gert, þá var
þessi niðurgreiðsla þó mikill
skuggi á því, sem ávannst.
Nú verðum við að taka bet
ur á heldur en síðast og
halda áfram að pína dýrtíð-
ina niður eins og hægt er, en
gæta þess jafnframt að það
má ekki taka eina einustu
krónu úr ríkissjóði til niður-
greiðslu hvorki í einni eða
annarr mynd. Öll sú niður-
greiðsla sem nú kemur til
framkvæmda verður að tak-
ast úr vasa milliliða og brask
ara, sem nú gína yfir öllu
og hirða mikið af þeim gróða,
sem verður af atvinnuvegun-
um.
í þessu sambandi vil ég sér
staklega nefna ýmsar heild-
sölugorkúdur. sem virðasi;
þrífast hið bezta. Þá hefir
mikið af okurkörlum búið
um sig við sjávarafurðirnar op;
hirða mikið af þeim gróða,
sem verður af útgerðinni, og;
ganga þessir milliliðir svo
nærri henni, að ríkissjóður
verður að borga stórfé með
henni til þess að hún geti
flotiö áfram frá ári til árs.
Þetta er eitt af því, serr.,
þarf að kippa í lag nú á næst
unni. Allur sá gróði, sem verð
ur af útgerðinni, þarf uð
renna heill og óskiptur tii.
sjómanna og útgerðarmanna.,
Þeir verða að fá aðstöðu tii.
að verka aflann sjálfir og
hafa full umráð yfir honum.
þar til hann hefir verið seld-
ur á erlendan markað. Sam-
vinnan verður að koma
þarna til skjalanna og leysa
einstaklingsbraskið af hólmi
eins og hún hefir gert í verzi.
uninni alls staðar úti á landi.,
Verkfalliö, sem nú er haf-
ið veröur fyrst og fremst að
leysast á þann hátt, að geng
ið verði að bröskurum og
okurkörlum, sem leikið hafa.
lausum hala nú síðari ár-
in. Verkamenn fara ekki £
verkfall til að ganga af at-
vinnuvegunum dauðum eða
vegna fjandskapar við bæna
ur. Þeir fara í verkfall til að
berjast fyrir nauðsynlegum
kjarabótum. Verkamenn
heimta réttlæti, en engar
refjar.
Þetta er meginkjarni máls
ins. Það, að verkamenn fari
í verkfall til að koma atvinnu
vegunum á hausinn eða að
verkfallið sé fyrst og fremst
skemmdarstarfsemi kommún
ista, er ekki rétt. Með slík-
um fullyrðingum er aðeins
verið að dreifa athyglinni
frá því, sem er kjarni máls-
ins.
Við skulum vona, að skyn-
semin sigri í þessu máli og
okurkarlarnir verði látnir
borga það, sem þeim ber.
Markús Stefánsson.
EFNISÚTBOÐ
Sementsverksmiðja ríkisins óskar eftir tilboðum
í 50 standarda af mótatimbri. — Útboðsskilmálar verða
afhentir í skrifstofu Almenna byggingafélagsins h.f.,
Borgartúni 7, Reykjavík.
Sementsvcrksmiðja ríkisins
«53S353$SSSS5SSSSSS3335SSSS55555S3355333SSSS53SSS5SSSSSS3S55SS33S53S5í>*
Glæsileg karlmannaföt
Ný snið, sem vckja aðdáun
Klæðaverziun
Andrésar Andréssonar