Tíminn - 27.03.1955, Blaðsíða 3
72. blað.
TÍMINN, sunnudaginn 27. marz 1955.
Ef vér fréttum lát góðvina
vorra, nemum vér staðar í
hinni iðandi önn dagsins og
hlustum með lotningu á fóta
tak dauöans, sem framhjá
fer. Og meðán vér drjúpum
höfði fyrir helfregninni,
stíga fram ótal svipmyndir
fyrir hugarsjónum vorum,
ljúfar, hlýjar og mildar —
og stundum verður oss í
fyrsta sinn fyllilega ljóst,
hve mikið hinn framliðni
hafði fyrir oss gert, hversu
vér áttum honum stóra skuld
að gjalda, sem aldrei verður
greidd.
Núi fyrir skömmu er burt
kölluð Guðrún Sigurðardótt-
ir húsfreyja að Kárastöðum
I Þingvallasveit. Ég minnist
hér ekki ævisögu hennar, hún
hefir verið rakin af öðrum.
Ég minnist hennar sjálfrar,
fyrst og fremst, af þakklát-
um huga, vegna persónulegra
kynna hennar við foreldra
mína og okkur systkinin á
Skálabrekku frá því að ég
fyrst man eftir mér.
Guðrún var borin og barn-
'fædd í Þingvallasveit. Þar ól
hún svo að segja allan aldur
Binn, og í þá mold er nú jarð
neskur líkami hennar einnig
lagður til hinstu hvíldar. Þeg
ar ég hugsa nú til hennar
látinnár, verður minningin
um hana fyrir mér í órjúf-
anlegum tengslum við hina
fögru sveit, sem fóstraði
hana frá vöggu til grafar.
Þingvallafjöllin, forn, tigin
og stórbrotin, blækyrrt vatn-
ið og svipmilt hraunið eru
hin ytri um gjörð um líf og
tilveru þessarar konu. Hið
innra er svo heimili hennar,
fjölskylda og umfangsmikið
starf á langri og annasamri
sevi. En innst í þessa um-
gjörð er svo minningin greipt
um hana sjálfa, persónu-
leika hennar, viðmót og vin-
áttu. Allt er þetta svo heil-
steypt mynd í mínum huga,
að jafnvel ilmur hraunsins,
blær fjallanna og blómstur
brekkunnar verða ekki frá
henni skilin.
En hver er þá ástæðan fyr
ir þvi, að minningin er mér
'"-rcpsiEa»
svo ljós, og einnig svo kær?
Móðir mín batt tryggðir við
Guðrúnu, er hún var á heim
ili foreldra hennar, en þá var
Guðrúm á barnsaldri. Upp
frá því slitnaði vinátta þeirra
aldrei. Vegna nábýlis og á-
framhaldandi vináttu beind
ust svo leiðir mínar snemma
til Guðrúnar eftir að hún
sjálf hafði reist bú. Til henn
ar lágu mín fyrstu spor frá
mínu eigin bernskuheimili.
Þangað, til manns hennar,
Einars Halldórssonar, sótti ég
míná fyrstu og einu barna-
fræðslu, utan þá, sem móðir
mín veitti mér. Frá þeim
timum geymi ég margar
skemmtilegar og hugþekkar
minningar, er ég og elzta
systir mín, dvöldum þar
marga stund rneð börnum
þeirra hjóna, ýmist við leik
eða nám.
Síðar var ég kennari á
heimili þeirra hjóna. Þar
öðlaðist ég hina fyrstu
reynslu í starfi því, sem ég
síðan hefi dvalið við. Þá var
ég ungur aö árum, og einnig
þá var gott að mæta skiln-
ingi og sannri vináttu í
vandasörnu starfi byrj and-
ans. Guðrún var alltaf hin
sama, hlý, einlæg og trygg.
Hún hefði naumast getað ver
ið mér heilli, þótt ég hefði
verið hennar eigin sonur.
Þannig er mín minning um
hana.
Við, Skálabrekkufólkið
gamla, kveðjum hana með
innilegri þökk fyrir hin
mörgu ár, fyrir hin góðu
kynni, fyrir hina óbrotgjörnu
vináttu til hinztu stundar.
Hún er nú horfin jarðnesk
um sjónum vorum, gengin
inn til hins eilífa, inn til
hinnar komandi tilveru vorr
ar. Vér fáum eigi framar tek
ið í hönd hennar, eigi fram-
ar hlustað á orð hennar, eigi
notið návistar hennar. En
vér getum hugsað um hana
og blessaö minningu henn-
ar, og það munu allir gera,
sem þekktu hana bezt.
Guðm. M. Þorláksson
frá Skálabrekku.
Byggingavörur
úr asbestsementi
Utanhúss-plötur, sléttar
Báru-plötur á þök
Þakhellur
Innanhúss-plötur
EINKAUMBOÐ
Mars Trading Co.
Klapparstíg 26, sími 7373
Czechoslovak Ceramics,
Prague, Czechoslovakia.
$
Getraunirnar
Á miðvikudag léku Englendingar
B-landsleik við Þjóðverja og varð
jafntefli 1-1. Englendingar áttu mun
meira í leiknúm úti á vellinum en
þeim tókat ekki að reka endahnút-
inn á upphlaupin.
Á 13 geiraunaseðlinum cr tekinn
með ’JandsleikUtínn England-Skot-
land. sem frain fer á Wembley. Þess
má geta, að Éngland hefir ekki unn
ið á Wembley siðan 1934. Enska lið
ið hefir'énn'ekki-.verið tilkynnt, en
b/ns yegar munu Skotar nú þegar
lúifa ákveðið. sitt lið.
f ^
tAð undanförnu hafa nokkrir leik
i| úr deildakeppninni farið fram og
muiv þeesara áður ógetið: Cardiif-
Qhei^eí,.. 0-1, ^rton-Huddersfieid
Í-Q,'/" Notts CÖuhty-Liverpooi 0-3,
■West-Hám-Doncáster 0-1 ot; Lijct l:i
-Notts County 1-2, Þar með er
Chelsea orðið efst í 1. deild með
42 stig- er. hefir hins vegar leilúð
einum leik fleira en nokkurt hinna
Kerfi 48 raðir.
England-Skotland x 2
Aston Villa-Burnley 1 x
Blackpool-Everton 1x2
Bolton-WBA 1
Charlton-Neweastle 1 2
Huddersfield-Arsenal 1
Manch. Utd.-Sheff. Utd. x
Portsmouth-Manch. City 1 x
Sheffield Wedn.-Cardiff 1
Sunderland-Leicester 1
Tottenham-Chelsea 2
Wolves-Preston 1
3.U3.
Re y k ví kingar!
Almenni fræðslufundurinn
um kjarnorkumál verður í Tjarnarkaffi í dag kl. 2 eftir hádegi.
VOLTI
S
1
aflagnir
afvélavérkstæði I
afvéla- og
cftækjaviðgerðir I
= s
| Norðurstíg 3 A. Sími 6458. {
7(iiiimiiiiiiiuiiuiiiiiiiiiiuiiiiiuumiiiuiiiiiuuiiiiuiil
ÞORBJÖRN SIGURGEIRSSON, MAGISTER, TALAR.
Hver vill missa af fræðslu um þetta stærsta mál aldarinnar? — Aðgangur öllum
7/,
?<.
4<-
heimill. — Kaffiveitingar á staðnum. STJÓRNIN.
| Tengill h.f.
| HEIÐI V/KLEPPSVEG |
Raflagnlr
Yiðgerðlr
Efnissala
= 3
u>ii:iiiiiBiiiiiiiiimiiiiiiimimnii»'>uiiuin(iii>ininiw
Aujflvsið í Tímanum
TiSboð
óskast í 4 tonna vöruflutningabifreið, G-1417, Chevro-
let 1953, eins og hún er skemmd eftir árekstur. Til-
boðum sé skilaö til skrifstofu bæjarfógetans í Hafn-
arfiröi, sem gefur allar nánari upplýsingar.
Bæjarfógetiim í Hafnarfirði.
Isiendingaþættir
Dánarminning: Guðrún Sigurðardóttir
húsfreyja að Kárastöðum
I»rýstivatnspípur
og alls konar tengistykki,
Frárennslispípnr
og tengistykki.