Tíminn - 27.03.1955, Blaðsíða 4
9
TÍMINN, sunnudaginn 27. marz 1955.
72. blaff.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Japanskur listdans
Frumsýning föstudaginn 25. þ. m.
Þjóðleikhúsið bauð upp á
nýnæmi á föstudagskvöld
síðastliðið er frumsýndur
var japanskur listdans. Jap-
anskur listdansflokkur und-
ir stjórn Miko Hanayagni og
með aðstoð Masao Takenchi
gerir um þessar mundir víð-
reist og sýnir hina þjóðlegu
list Japana. Má það vel til
marks hafa um, hversu ís-
land er í þjóðbraut komið,
að slíkur flokkur í hnattför
er fáanlegur, til þess að
leggja leið sína hingað,
slíkra kosta sem hann á völ
um stórborgir og fjölmenni.
Lisa-Britta Ejnarsdotter
Öhrvall ritar í leikskrá um
japanskan listdans. Er þar
frá því greint, að hin hefð-
bundna leiklist Japana nefn
ist Kabouki og eigi upphaf
sitt að rekja byrjunar 17.
aldar en runnin af miklu
eldri list, ævafornum döns-
um fyrir guðina. Flokkur sá,
sem hér sýnir, er kenndur
við einn elzta og frægasta
listskóla Japana í þessari
grein, Hanayagni-skólann.
List þessa mætti ef til vill
nefna látbragðsdans á ís-
lenzku, þar sem þögular hreyf
ingar, látbragð, búningar og
hlutir er allt táknrænt og
látið túlka margvíslegt í trú,
þjóðsögnum, siðum og til-
finningum japönsku þjóðar-
innar. Er allt slíkt mjög fjar
rænt og framandi vestræn-
um þjóðum en um leið harla
nýstárlegt og forvitnilegt.
Eru leikatriði sýningarinnar
17 talsins. Undir dansinum
er leikið á tvö mjög sér-
kennileg strengjahljóðfæri
Japana. Annað þeirra Sha-
misen, eins konar gítar með
þremur strengjum og skulu
strengirnir spenntir á katt-
arskinn, enda skal köttur-
inn hafa látið lífið á réttri
stundu þegar tungl er í á-
kveðinni afstöðu. Hitt hljóð-
færið nefnist Koto og er eins
konar lárétt harpa með 13
silkistrengjum. Tónlistin er
mjög einhæf og endurtekn-
ingasöm, svo sem tíðkast hjá
frumstæðum þjóðum, en
hljómblærinn þýður og seið-
andi. — Dansinn er hvergi
ofsafenginn en hreyfingar
allar fagrar og háttbundnar,
enda táknrænar eins og áð-
ur var rakið.
Vestrænir menn ástunda
listdans (ballett) af allt öðr
um toga, þar sem leikendur
Finnskir bændur
neita að selja
afnrðir sínar
Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins í Finnlandi ákvað nýlega
að stöðva sölu á mjólk, kjöti
kartöflum og korni hinn 4.
apríl n. k., ef ríkisstjórnin
hefir ekki fyrir þann tíma
tryggt framleiðendum við-
unandi verð fyrir þessar af-
urðir. Þingflokkur Bænda-
flokksins, en Kekkonen, for
sætisráðherra er formaður
hans, ákveð í dag að styðja
þessa ákvörðun framleiðslu-
ráðsins. Verkfall opinberra
starfsmanna heldur áfram.
'k ' liiirÍíPl 1 pil . • ®illll i
fgaSSl • plilj
Frá danssýningu japönsku listamannanna.
eru venjulega fáklæddir, en
áherzla er lögð á fegurðar-
þokka mannslíkamans í erf-
iðum stílbrögðum hreyfing-
anna og dansinn verður sér-
stæð list meö svipuðum
hætti og hrynjandi orða og
tóna. í Japan er ástunduð
tánkræn sagntúlkun og bún
ingar svo íburðarmiklir, list-
rænir og skrautlegir að undr
un sætir. í vestrænum heimi,
þar sem flestu er nú orðið
flaustrað af og miðast við
gagnsemina eina, undrast á-
horfendur slíka list og skilja
misjafnlega þá sögu fegurð-
ardýrkunar og aldalangrar
þolinmæði sem að baki stend
ur.
Leikflokknum var ágæt-
lega tekið og sum atriði sýn-
ingarinnar. svo sem Þvotta-
konurnar og Okuni, að eitt-
hvað sé nefnt, vöktu fögnuð
leikhúsgesta.
Mjög mikið reyndi á leik-
sviðstækni og þó einkum á
ljósameistara og var sýning
in öll hin sérkennilegasta.
26. marz 1955,
Jónas Þorbergsson.
HEILSUVERND
EGGJAHVÍTUEFNI
Sigtirður Egilsson hefir beðið fyrir
eftirfarandi pistil:
,í útvarpserindi, er flutt var a
síðastliðnu sumri, var meöal annars
lítið eitt rætt um íþróttir og lét ég
orð falla sem hér segir:
I
í „Að áliti alimargra og þar á meoal
sumra íþróttakennara og góðra
íþróttamanna hefir borizc hingað
j „leikur“, sem vafi er á að rétt sé
; að telja til íþrótta eða gera jafnt
| undir höfði og öðru, sem íþrótta-
; samböndir. annars hafa með hönd-
: um, en það eru svonefndir hnefaleik
| ar. Að visu má nefna þetta íþrótt,
með því aS ótal margt rcá iðka þann
ig, að íþrótt verði úr í rýmri merk-
ingu, eins og t. d. innbrot, rán og
jafnvel manndráp. En þegar svo er
rýmkað um hugtakið, verður jatn-
framt að skipta íþróttum í tvo meg
inflokka: gcfugum og nytsömum
öðrum megin en andstæöunni nin-
um megin.
Nú vil ég og flciri flokka hnefa-
leikana í siðarnefnda flokkinn og
þeir, sem á það fallast hljóta jafn-
framt að fallast á það, að mjög vafa
samt sé réttmæti þess að íþróttasam
böndin taki þennan leik undir sinn
verndarvæng eða styðji að kennslu
í honum, því að áreiðanlega er það
vilji okkar, sem annað hvort erum
hættir að stunda íþróttir eða ncf-
um aldrei gert, en styðjum þó með
fjárframlögum eins og aðrir, íþróttir
og kennslu í þeim, að því fé sé fyvst
og fremst varið til stuðnings hjll-
um, göíugum og nytsömum iþrótt-
um.
Æskilegt væri, að fróðir menn um
þennan leik gæfu opinberlega tíl
kynna, hvað hann hefir til .íns
ágætis, ef nokkuð er, sem réttlætt
getur að innleið'a hann hér og ,áta
í té kennslu i honum, því- að mörg-
um er það. áreiðanlega ekki Ijóst.
Annmarkar eru það áugljósir sð
nægja ættu til að gera leikinn land
lægan, ef ekki fylgja eiínhverjir
stórir kostir.
Sem sagt: Kennsla í því að berja
niöur leikbróður sinn eða pinhvern
annan og helzt í rot, er tæpast rétt
lætanleg 03 jafnvel þótt ætlazt sé
til að vissum leikreglum sé fylgt. Og
dæmi munu til þess, að slíkri kunn
áttu sé beitt oftar en á hnefaleika
mótum og það án þess að þoland-
inn hafi átt þess ko3t að læra varn
ir eða mótleiki né venð viðbúinn".
Ekki befi ég orðið þess var, að
neinn hafi tekið sig fram um að
upplýsa ágæti hnefaleikanna, ef eitt
hvert er, né heldur hins, að fleiri
hafi tekið undir fordæmingu. oar
til nú mánudaglnn 7 febrúar. að
Thorolf Smith blaðamaður gerði
það á eftirminnilegan hátt í rabbi
um daginn og veginn, enda tok
hann hvarvetna dýpra í árinni en ég
sá mér fært og skal það sízt lastað.
Tilefni þessara orða er þvi aðeins
það, að þakka blaðamanninum ■r.i-
leggan og ákveðinn málflutning
gegn þessari ófreskju i íþróttalíki og
óska þess, að áhrifamenn taki til-
lögu hans til greina um fullkomna
útrýmingu úr landinu og vinni að
þvi, að í öllum tilfellum verði
fyrir það girt, að almannafé verðl
varið til styrktar eða brautargengis
hnefaleikum eða hliðstæðum iþrítt
um, þótt skjóta kynnu upp kohi“
Sigurður hefir lokið máli sínu.
Starkaður.
Næringarefni þau, sem
samkvæmt nútima næringar
efnafræði eru talin nauðsyn
leg mannlegum líkama eru
um 50 talsins. Af þeim eru
eggjahvítuefnin einn þýðing
armesti flokkurinn. Tegund-
ir þeirra eru að vísu ótal-
margar, en þær eru allar
samsettar af svonefndum
amínosýrum, sem eru 20
talsins. Um það bil helming
þeirra getur mannslíkam-
inn búið til eða hnýtt sam-
an úr öðrum efnum, en tíu
þeirra verður hann að fá til-
búnar og framreiddar í fæðu.
Án þeirra getur líkaminn
ekki haldist heilbrigður og
jafnvel ekki lifað.
Eggjahvítuefnaskortur hef
ir hinar alvarlegustu afleið-
ingar í för með sér. Viðnáms
þróttur manna gagnvart far
sóttum minnkar mjög mikið
Sést það m. a. á hækkun
dauðstölunnar vegna berkla
og annarra farsótta í lönd-
um þeim sem búa við kjöt,
fisk og mjólkurskort eftir
styrjaldir. Öll sár. og bólgur
gróa miklu verr þar á meðal
holskurðir og er því þörf á
því að sjúklingar, sem ganga
þurfa undir uppskurð, séu
vel nærðir af eggjahvítuefn-
um. Starfsþróttur, þrek og
harðfylgi er einnig mjög und
ir þeim komið, almenn vel-
líðan, vöðvastyrkur og þol
byggist einnig á þeim að veru
legu leyti. Mörg þýðingar-
mestu efni líkamans svo sem
fiestar hvatir (enzym), vak-
ar (hormon) og mótefni gegn
sjúkdómum (antibodies) eru
eggjahvítuefni eða bundin
þeim.
Með aukinni næringu og
minna striti hafa síðustu
kynslóðir hækkað í vexti og
orðið hraustari. Eiga þar
eggjahvítuefnin verulegan ef
ekki mestan hlut að máli.
Þær eru styrkasta stoð og
vörn hverrar einustu frumu
í líkamanum og taka einnig
þátt í nýmyndun, fjölgun og
viðhaldi þeirra. Börn þarfn-
ast verulega mikillar eggja-
hvítu til þess að geta tekið
út öran og heilbrigðan vöxt.
Öldruðu fólki er ekkert
eins nauðsynlegt, enda staf-
ar ellihrumleiki að verulegu
leyti af eggjahituefnaskorti.
Sjúklingar þarfnast þeirra
til þess að sigrast á sjúkdóm
um og ekki hvað sízt í aftur
batanum.
Helztu fæðutegundir sem
innihalda eggjahvítu eru
kjöt, fiskur, mjólk, skyr og
ostur. Kjötið er sérstaklega
góður eggjahvítugjafi, þar eð
í því er mikið og margar mis
munandi tegundir af auð-
meltum amíósýrum. Sama
máli gegnir um hinar fæðu-
tegundirnar, þó eru færri
aminósýrur í mjólkinni, skyr
inu og ostinum. Aftur á móti
er þar meira kalk og önnur
steinefni svo og ýmsar fitu
tegundir. Lítið mun vera af
kalki i flestum fæðutegund-
um hér á iandi öðrum en
mjólk og osti. Talsverð hætta
er því á kaikskorti hér á
landi, þar eð drykkjarvatn-
ið er oft mjög kalksnautt.
Nú fjarlægast óðum eggja-
hvítuefnin, með þessu áfram
haldi, og er því bezt að láta
staðar numið.
Royal
LYFTIDUFT
reynist bezt
Samband ísl. samvinnufélaga
Innflutningsdettd - Sími 7080
kUZGÁFa af
K°KUu^«*,Frun
^JJtl.unaÁur !
Ný útgála ai Royal kökuuppskiiítum hefur nú verið prentuð.
Lútiö okkur vita, simið eða skriíið, eí þér óskið að fá sent
fcintak. Sendum ókeypis til allra, er nota Royal lyftiduft