Tíminn - 30.03.1955, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Þórarinn Þórarinsson
Skrifstofur f Edduhúsi
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda.
39. árgangur.
Reykjavík, miðvikudaginn 30. marz 1955.
74. blað.
Félagsmálaráðherra leggur fyrir Alþingi frumvarp, sem felur í sér
Nýtt veðlánakerfi, sem vænzt er að veiti
100 milljónir króna til íbnðalána á ári
® Sérstakar ráðstafanSr til lítrýmingar her-
skálum og öðru heilsuspiilandi húsnæði
Byggingarsjóði sveitanna tryggt fjármagn
Vísitölutryggð skuldabréf eru nú á boð-
stólum í fyrsta sinn
í gæ;- lagði Steingrímur Steinþórsson, félagsmálaráð-
herra, fram á Alþingi fyrir hönd ríkisstjórnarinnar
frumvarp til laga um liúsnæðismáiastjórn, veðlán til
íbúðabygginga og útrýmingu heilsuspillandi íbúða. Hér
er um að ræða eina hina merkilegustu tilraun, sem
gerð hefir verið til að bæta úr húsnæðisvandræðunum
hér á landi og lágt inn á nýjar brautir á ýmsum sviðum.
Undirbúningur þessa máls hefir farið fram samkvæmt
ákvæðum í málefnasamningi núverandi stjórnarflokka,
en þar var gert ráð fyrir að tryggja aukið fjármagn til
íbúðabygginga og leggja grundvöll að framtíðarlausn
málsins, og er frumvarpið við það miðað.
Samkvæmt frumvarpinu verður nú í samvinnu við
Landsbankann og aðrar lánastofnanir aflað um 100
milljóna kr. hvort árið 1955 og 1956 og veitt sem íbúða-
lán í tveim flokkum, A og B, allt að 100 þús. kr. alls út
á hverja íbúð. Lánadeild smáíbúða, sem starfað hefir
síðustu árin, fellur nú undir hið nýja veðlánakerfi.
Verður efni þessa stórmerka frumvarps nú rakið í höf-
uðdráttum hér á eftir:
Ðúsnæðlsmsilastjórn
í fyrstu grein frumv. segir
að setja skuli á stofn hús-
næðismálastjórn, er heyri
undir félagsmálaráðuneytið.
Verkefni hennar er að beita
sér fyrir umbótum í bygg-
ingarmálum og hafa yfirum-
sjón lánsfjáröflunar og lán-
veitinga til íbúðarbygginga í
landinu. í húsnæðismála-
stjórn eiga sæti 3 menn, skip
aðir af ríkisstjórn til sex ára
1 senn.
Húsnæðismálastjórn skal
vinna að wmbótwm í bygg-
ingarmálum.
í fyrsta lagi
Koma á fót og hafa yiir-
stjórn mcð lezðbeininga-
starfsemi fyrir húsbyggjenc'
ur í því skyni að lækka bygg
ingarkostnað, bæta húsa-
gerð og auka vinnutækni
við bygginga?-. í öðrw lagz
gangast fyrir tæknirann-
sóknum og kynningu á nýj
ungum. í þriðja Iagi beita
sér fyrir hagkvæmari íbúð-
arhúsateikningum, og f jórða
lagi vinna að endurskoðu?!
byggingarsamþykkta, þar
sem þörf þykir.
Hið nýja veðlána-
kerfi
í 3. grein segir, að komið
skuli á fót veðlánakerfi til
íbúðabygginga undir yfir-
stjórn húsnæðismálastjórn-
ar og veödeildar Landsbank-
ans. Reglur um lánveitingu
eru í 5., 6. og 7. grein og eru
þær birtar óstyttar annars
staðar í blaðinu.
Til að reka þessa veðlána
starfsemi skal veðdeild
Landsbankans vera lieimilt
að gefa út bankavaxtabréf,
samtals allt að 200 milljón-
um króna. A-flokkur þess-
ara vaxtabréfa verður með
föstum vöxtum og afborg-
unwm, en hinn hlutznn, B-
flokkar, þó eigi yfir 40 millj.
króna, verði með vísitölw-
kjörum, þannig, að binda
má greiðslur vaxta og af-
borgana vísitölu framfærslu
kostnaðar. :
Þá hefir veðdeildin einnig
heimild til að taka erlend
lán til íbúðarbyggingar, eft-
ir tillögum húsnæðismála-
stjórnar, enda komi leyfi rík-
isstjórnarinnar til.
í 8. grein segir, að húsnæð
ismálastjórn ákveði, hverjum
skuli veitt A-lánin úr veð-
Steingrímur Steinþórsson
deildinni. Þó skulu sparisjóð
ir þeir eða lífeyrissjóðir, er
kaupa vaxtabréf deildarinn-
ar, hafa ákvörðunarrétt um
það, hverjir fái tilsvarandi
lán.
lífrýming heilsu-
spillamli íbuða
Aunar kafli laganna fjall
ar um útrýmingu heilsuspill
andi íbúða. Húsnæðismála-
stjórn og viðkomancii bæj-
ar- og sveitarfélög skulu
beita sér fyrir aðgerðum í
þessu efni.
í 13. grein frumvarpsins
er ákveðið, að ef sveitarfé-
lag leggur fram sem lán
eða óafturkræft framlag fé
til að útrýma heilswspill-
andi íbúðum þá skuli ríkis-
sjóður leggja fram jafnháa
upphæð á móti, allt að 3
milljónir króna á næstu 5
árum.
Undirbúningur málsins
samkv, stjórnarsamningnum
í upphafi athugasemda,
sem fylgja frumvarpinu seg-
ir, að í málefnasamningi
stjórnarflokkanna hafi verið
eftirfarandi ákvæði: „Tryggt
verði aukið fjármagn til í-
búðarbygginga í kaupstöð-
um, kauptúnum og þorpum,
lögð áherzla á að greiða fyr-
ir byggingu íbúðarhúsa, sem
nú eru i smíðum, og lagðwr
grundvöllur að því að leysa
þetta vandamál til frambúð-
ar.“
Verkefnið var tvíþætt:
Tryggja aukið fjármagn til
lbúðarbygginga og leggja
grundvöll að framtíðarlausn
þessa vandamáls.
Ýmsar ráðstafanir hafa á
undanförnum árum verið
gerðar til að leysa þessi mál
og má þar nefa smáíbúða-
lánin.
Til að leysa þetta tví-
þætta vandamál skipaði ?2k
isstjórnin hinn 25. júní
(Framhald á 4. síðu.)
Veita má allt að 100 þús.
kr. lán út á hverja íbúð
í 5.—7. grem frumvarpsins eru reglur um útlán hins al-
menna veðlánakerfis og eru þær birta hér í heild:
5. gr.
Til útlána á vegum hins almenna veðlánakerfis
kemur:
a. Fé það, sem veðdeild Landsbanka íslands aflar
með útgáfu og sölu bankavaxtabréfa, samkvæmt lög
um þessum. «
b. Lán, sem sparisjóðir, bankar og aðrir veita beint
til lántakenda, samkvæmt almennum útlánareglum
laga þessara.
c. Afborganir og vextir af veðskuldabréfum Lánadeild
ar smáíbúöa, þegar frá eru dregnir vextir og afborg
anir af lánum hennar.
d. Fé varasjóðs, samkvæmt 4. gr.
e. Erlend lán, sem veðdeild Landsbanka íslands kann
að taka til íbúðabygginga.
6. gr.
Almennar útlánareglur veðlánakerfisins samkv. 3. gr.
eru þessar:
a. Lánin veitast aðeins til byggingar íbúða, meiri hátt
ar viðbygginga eða kaupa á nýjum íbúðum. Þau
skulu greidd lántakendum í peningum. Þó skal heim
ilt að greiða láuin í bankavaxtabréfum, ef lántak-
andi er bví samþykkur.
Heimilt er, að lánin komi til útborgunar í hlut-
falli við það, hversu langt er komið byggingu hús-
næðis, eftir því sem nánar verður ákveðið í reglu-
gerð.
Ef byggingarfélag er lántakandi, skal Iáninu skipt,
að byggingu lokinni, á hlutaðeigandi íbúðir.
b. Lánaupphæð nemi samtals allt að % hlutum verð-
mætis íbúðar, samkvæmt mati trúnaðarmanna veð
deildar Landsbanka íslands, þó ekki meiru en 100
þús. krónum út á hverja íbúð. Ef fleiri íbúðir eru í
sama húsi, má lána út á hverja íbúð fyrir sig.
c. Lán til hverrar íbúðar skal aö jafnaði vera í tvennu
lagi, A-lán og B-Ián. Venjulega skal A-lán eigi lægra
vera en 50 þús. krónur og B-Ián eigi lægra en 20 þús.
krónur. Allir, sem fengið hafa A-lán, skulu eiga rétt
til að fá B-lán sbr. þó b-lið. Lántökugjald skal vera
1%.
d. A-lánin skulu tryggð með fyrsta veðrétti en B-lán-
in með fyrsta samhliða veðrétti eða öðrum veð-
rétti í hlutaðeigandi íbúð.
e. A-Iáni?j skulu vera jafngreiðslulá?? (annuitetslán)
með 7% ársvöxtum til allt að 25 ára og skulu jafn-
greiðslurnar inntar af hendi mánaðarlega, nema
öðruvisi sé ákveðið. Þegar A-lán er veitt af andvirði
seldra bankavaxtabréfa, mega vextir vera Vr% hærri
en vextir bankavaxtabréfanna fv?'ir kostnaði veð-
deildarinnar. A-lán skulu færð sérstaklega í reikn-
ing lánsstofnana, og skulu hær gefa veðdeildinni
árlega skýrslu um þau.
f. B-lánin skulu vera með hliðstæðum kjörum og vísi-
tölubundin verðbréf, sem út verða gefin. Vextir
mega vera %% hærri en vextir hinna vísitölu-
bundnu bankavaxtabréfa fyrir kostnaði veðdeild-
arinnar.
g. Veðdeildinni er heimilt að breyta vaxtakjörum «s
lánstíma á nýjum lánum að fengnu áliti húsnæðis-
málastjérnar og samþykki ríkisstjórnar.
_ i
7. gr.
Heimilt er að lána Byggingarsjóði og Byggingarsjóði
verkamanna af fé því, sem veðdeild Landsbanka ts-
lands hefir til útlána samkv. 5. gr. Slík lán skulu veitt.
sem A-lán og B-kln. a