Tíminn - 30.03.1955, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.03.1955, Blaðsíða 7
14. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 30. marz 1955. 7 Hvar eru skipin Samban:lsskij>: Hvassafell er á Akranesi. Arnar- féll er í Reykjavík. Jökulfell kemur til Rostock í dag. Dísarfell er á Ak ureyri. Heigafell er í N. Y. Smeralda er í Hvalfiröi. Elfrida er á ísafiröi. JUtland fór frá Torrevieja 23. þ. m. áleiöis til Austfjarðahafna. Thea Danielsen fór frá Torrevieja 26. þ. m. áleiðis til íslands. Ríkisskip: Hekla fer frá Reykjavík kl. 13 á morgun austur um land til Akureyr ar. Esja var á ísafirði síðdegis i gær á leið til Akureyrar. Herðubreið er á Austfjörðum. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill verður væntan- lega á Akureyri í dag. Eimslup: Brúarfoss fór frá Akureyri 28. 3. Væntanlegur til Rvíkur um kl. 18 í dag 29. 3. Dettifoss kom til Rvíkar 26. 3. frá N. Y. Fjallfoss fer frá Hull 29. 3. til Rvíkur. Goðafoss íór frá N. Y. 25. 3. til Rvíkur. Gullfoss fór frá Leith 28. 3. til Kaupmanna- hafnar. Lagarfoss fór frá Rotter dam 26. 3. til Ventspils. Reykjafoss kom til Rvíkur 27. 3. frá Akureyri. Selfoss fór frá Vestmannaeyjum 28. 3. til Reyðarfjarðar og þaðan til Belfast, Dublin og Leith. Trölla- foss kom til Rvíkur 17. 3. frá N. Y. Tungufoss fer frá Hjalteyri 29. 3. til Rvíkur. Katla fór frá Siglufirði 28. 3. til ísafjarðar, Flateyrar, Þing- eyrar og Rvíkur. Messur á morgun Dómkirkjan. Föstumessa í kvöld kl. 8,30. Séra Jón Auðuns. Laugarneskirkja. Föstumessa í kvöld kl. 8,20 (Ath breyttan tíma). Séra Garðar Svav- arsson. Hallgrímskirk já. Föstumessa í kvöld kl. 8,30. Séra Sigurjón Árnason. Fríkirkjan. Föstumessa í kvöld kl. 8,30. Séia Þorsteinn Björnsson. Úr ýmsum áttum Frá ræktunarráðunaut Rvíkur. Garðræktendur eru áminntir um að endurnýja leigusamninga á lönd um sínum fyrir yfirstandandi ár, því að öðrum kosti skoðast það sem uppsögn á landinu. Aðalfundur Garðyrkjufélags /slands . verður haldinn 30. marz kl. 2 að Þórskaffi í Reykjavík. Dagskrá sameinaðs Alþingis í dag. 1. Forseti minnist dr. Einars Arn- órssonar, fyrrv. ráðherra og alþm. 2. Fyrirspurnir. a. Áburðarverð h. Marshallaðstoð í ágúst 1948. 3. Fjáraukalög 1952, frv. 3. umr. 4. Verkafólksskortur í sveitunum, þáltill. Síðari umr. 5. Hafnarbætur í Loðmundarfirði o. fl., þáltill. Síðari umr. 6. Innflutningur bifreiða, þáltill. 7. Minning Jóns Þorkeissonar skjla meistara, þáltill. Síðari umr. 8. Fiskveiðilandhelgi, þáltill Fyni umr. 9. Póstafgreiðslustofnun. þáltill. — Fyrri umr. •llllllllliMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIII* [Öxlar með hjólum [ | fyrlr aftanívagna og kerr- | | ur. Bæöi vörubíla- og fólks | fbílahjól á öxlunum. — = 1 Til sölu hjá Kristjáni § I Júlíussyni, Vesturgötu 22, | | Reykjavík e. u. 4IIMMIIIIIIMMIIIIIIMIIIMIIMIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIMIIIIIIIIIIII Churchill allvongóður um fjórveldaviðræður Lonclon, 29. marz. — Churchill sagði í neðri málstofunni brezku í dag, að hann væri enn þeirrar skoðunar, að það eigi að vera æðstu menn stórveldanna, sem koma fyrst saman og fjalla um hin stærstu alþjóðlegu deilumál. Með því móti væri unnt að fá þegar í upphafi, ef þess er á annað borð nckkur kostur, samkomulag um meginlínur, sem síðan má senda til ríkisstjórna og annarra embættismanna, sem fjalla nánar uní málin._______________ Samkomulagsvon væri meiri ef frumkvæðið í þessum mál- um væri hjá æðstu mönnuin stórveldanna. Iíærir sig ekki um fund utanríkisráðherra. Þessi ummæli eru skiiin á þá leið, að Churchill sé ekki sérlega hrifinn af þeim undir búningsviðræðum, sem fram fara milli stjórna Bandaríkj- anna, Frakklands og Bret- lands um möguleikana fyrir fundi utanríkisráðherra þess ara ríkja ásamt utanríkisráð- herra Rússa. Miðaði í áttina. Churchill sagði annars að nú hina siðustu daga hefðu málin tekið stefnu, sem gæfu vonir um, að stórveldavið- ræður kynnu að verða haldn ar á næsutnni. Erlendar fréttir í fáum orðum □ 3 austurrískir ráðherr»r beirra á meðal Raab, kanslari, og ’igl utanríkisráðherra, fara brátt til Moskvu að ræða um friðar- samninga við Rússa. □ Nefnd miðstjórnar brezka Versa mannaflokksins ræddi við Bev- an í dag um afbrot hans gegn flokknum. □ 15 þús. hafnarverkamenn ru 1 verkfalli á vesturströnd Bret- lands. □ H. C Hansen, forsætisráðhcrra Dana og Adenauer undirrituðu í dag gagnkvæman samning um réttindi danska og þýzka þjóðernisminnihlutans í ríkjum Japönsku dansarnir í Þjóö- leikhúsinu vekja hrifningu Japanski listdansinn í Þjóðleikhúsinu vekur mikla hrifn- ingu og er aðsókn mjög mikil. Er hér um að ræða einstakt tækfæri, sem íslendingum gefst, til að kynnast list f jarlægr- ar og mikillar menningarþjóðar. Japanskur listdans á sér langa sögu að baki og hið á- gæta listafólk, sem er í fremstu röð túlkenda listar- innar í heimalandi sínu flyt ur hingað sýnishorn af aust- urlenzkri list, sem ekki er af lakara taginu. Á frumsýningunni í fyrra- kvöld var, dansflokknum á- kaflega vel tekið og var auð- séð að fölk kunni að meta það sem fram fór á leiksviði Þjóðleikhússins, enda þótt segja megi að það sé frá öðr um heimi lista en þeim, sem fólk hér á landi venjulegast á kost á að kynnast. Verið getur að vegna hinn ar ákaflega miklu aðsóknar verði ein eða tvær aukasýn- ingar á japönsku dönsunum, ef flokkurinn þarf vegna flugferða að dveljast hér eitt hvað lengur en upphaflega var gert ráð fyrir. Þykkvabæingar sigruðu Hellubúa í Bridge Frá fréttaritara Tímans í Þykkvabæ. Nýlega er lokið bridge- keppni, sem fram fór milli tveggja þorpa á Rangárvöll- um, Hellu og Þykkvabæjar. Fyrri keppnisdaginn var spil að á Héllu og sigruðu þá heimamenn. Síðari keppnis- daginn var spilað í Þykkva- bænum og sigruðu heima- menn þar. Heildarúrslit keppninnar urðu þau, að Þykkvabæingar sigruðu. Yfir 2 þús. íbúðir í sraíðum á öllu landinu Samkv. skýrslum Innflutn ing.'ískrifstofunnar, sem byggðar eru á tilkynningum byggingarfulltrúa og oddvita var tala íbúða í byggingu á fyrra árshelmingi 1954 eins og hér segir: Byggingarsvæði Rvíkur. Reykjavík (löglegar íbúðir) 815, Kópavogshreppur 296, Seltjarnarnes 27. Faxaflóa- svæði: Keflavík 123, Njarð- vik 52, Garðahreppur 13, Grindavík 19, Sandgerði 19, Akranes 69, Hafnarfjörður 92. Vestmannaeyjar 108. Aðr ir kawpstaðir og kawptún: Akureyri 60, Selfoss 32, Húsa vík 16, 39, aðrir kaupstaðir og kauptún með 172 íbúðir. í kaupstöðum eru þá sam- tals 1913 íbúðir í smíðum, en í sveitum 339. Alls eru þá 2252 íbúðir í smíðum á land- inu öllu. Misjafn afli hjá Faxaflóabátum Undanfarna tvo daga hef- ir afli Faxaflóabáta verið miklu misjafnari en hann var fyrij helgina. Til dæmis höfðu Akranesbátar mun minni afla í gær almennt en dagana áður. Fjórir eða fimm bátar voru með góðan afla, allt upp í 8—12 lestir. Aðrir voru svo með minni afla, eða 5—6 lestir. Athugasemd Herra ritstjóri! Varðandi frásögn í blaði yðar í dag af borgarafund- inum í Kópavogi, sem hald- inn var s. 1, sunnudag, lang- ar mig að biðja yður að birta þá athugasemd frá mér sem var fundarstjóri á fundinum, að það var vegna eindreg- inna tilmæla minna að eng- ar ályktanir eða tillögur voru lagðar fram, enda lýsti ég því yfir við fundarsetningu, að ég teldi mig ekki skuld- bundinn til að bera neinar tillögur undir atkvæði, þó fram kæmu. Ég þakka bæði meiri- og minnihlutanum að þeir urðu við þessum tilmæl um minum, enda bárust mér engar tillögur, og atkvæða- greiðsla þarna hefði verið ill íramkvæmanleg, þar sem á- heyrendur voru um alla ganga, úti í bílum og í kring um húsið. Með þökk fyrir birtinguna. Reykjavík, 29.3. 1955, Þórður Magnússon. Andcrsen (Framhald aí 8. bISu). Kveðja til Danmerkur: Tóm as Guðmundsson skáld, flytur frumsamið ljóð. Ræða: Einar Ólafur Sveins son, prófessor. Einsöngur: Þuríður Pálsdótt ir, óperusöngkona syngur iög við ljóð eftir II. C. Andersen. Upplestur: Séra Bjarni 16-05 son, vígslubiskup, og Arndís Björnsdóttir, leikkona, lesa upp úr verkum skáldsins. Frumvarpið um íbuðalán (Framhald af 4. £Ju>. notkun nær eingöngu í Rvík Áætlar nefndin aff þeirra vegna þurfi um 500 nýjar íbúðir. Alger útrýmzng þeirra á 5 áram verður aff teljast viffunandi lausn, en af þcim sökum mun þörfin fyrir nýjar byggingar enn aukast «m 100 nýjar íbúffir á ári. Skv. þessu er þá þörfin á nýjum íbúðum árlega samt. um 900, auk endurnýjunar í sveitum. Væri aðeins um eðli lega fólksfjölgun að ræða mætti áætla að nauðsynlega fjölgun íbúða á ári væri um 600—750. Af framangreind- um ástæðum og fleiri má reikna með að á næstunni dragi heldur úr húsnæois- þörfinni á næstu árum, en hún mun hins vegar stór- vaxa aö nýju að tæpum ára- tug liðnum. nHiiiiiMnnmiiirfliiiiNiiMiiiMiiiiiiiiiiunmiiiiiMiiiiiav | Þrykkimyndir | f í eldhúis, baðherbergi, | | Barnaherbergi, á leikföng, | | glös (tvöfaldar), og á tau. j \ FrímerUjasalan, Lækjargötu 6A. 5 : TitliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiMiiiriiiiiii MOTOR 011 Ein þyhkt, er ketnur i stað SAE 10-30 (Olíufélagið h.f. 1 SÍMI: 8160« IIIIIMIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIlltlllMIMIIIMIIIIIllllllMllllllllin* Rafveitur I I Útivír í heimtaugar 10 og | 116 kváðratmillimetrar fyr | irliggjandi. í Véla- og raftækjaverzlun 1 í Bankastræti 10 - Sími 2852 | = 3 | Tryggvagötu 23 Sími 81279 1 ÞðKAíimnJbHsseit LOGGIITUR SÍUALAMOANDI • OG DÖMTOLILUR i ENSRU • mzmmi-rni trn F.iiska knattspyrnan (Framhald af 3. síðu). eins hlotið eitt stig í þremur leikjum. Chelsea er komið í efsta sæti, en slíkt hefir ekki komið fyrir í fjölda mörg ár. 1. deild Chelsea 35 16 10 9 69-51 42 Wolves 34 16 9 9 78-56 41 Portsmouth 33 15 8 10 61-48 38 Manch. City 33 15 8 10 63-55 38 Everton 33 15 8 10 56-48 38 Sunderland 34 11 16 7 50-44 38 Burnley 35 15 8 12 45-41 38 Manch. Utd. 33 16 5 12 65-61 37 Charlton 33 15 5 13 68-55 35 Arsenal 34 13 8 13 56-53 34 Preston 34 14 5 15 69-48 33 Tottenham 33 13 7 13 63-58 33 Sheff. Utd. 34 14 5 15 54-71 33 Bolton 33 11 10 12 51-53 32 Cardiff 33 12 8 13 56-62 32 West Bromw 34 12 8 14 64-77 32 Aston Villa 33 13 6 14 53-66 32 Huddersf. 33 10 11 12 52-61 31 Newcastle 31 12 5 14 67-67 29 Blackpool 34 10 8 16 46-57 28 Leicester 33 8 9 16 59-76 25 Sheff. Wed. 34 5 7 22 49-85 17 2. deild. Luton Town 33 19 5 9 71-41 43 Blackburn 35 20 3 12 104-70 43 Leeds Utd. 35 18 5 12 56-50 41 West Ham 33 16 8 9 65-56 40 Rotherham 32 17 t \ 11 71-54 38 Notts County 33 17 4 12 60-57 38 Birmingham 31 15 7 9 62-32 37 Stoke City 32 14 9 9 48-37 37 Middlesbro 34 16 4 14 62-65 36 Bristol Rov. 33 14 7 12 65-60 35 Fulham 32 13 8 11 64-63 34 Liverpool 33 14 6 13 73-73 34 Swansea 32 13 7 12 66-63 33 Bury 33 12 8 13 63-62 32 Nottm. Forest 33 13 5 15 44-48 31 Hull Ctty 33 10 9 14 39-51 29 Doncaster 33 12 5 16 49-74 29 Linooln City 33 10 8 15 58-69 28 Flymouth 35 9 7 19 50-73 25 Port Vale 33 7 10 16 36-60 24 Ipswich 34 9 4 21 51-79 22 Derby County 35 6 9 20 46-66 21

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.