Tíminn - 30.03.1955, Blaðsíða 5
74. blað.
TÍMINN, miðvikudaginn 30. ítiarz 1955.
5
Miðvikud. 30. murz
SINGAPORE - hin þýðingarmikla
hafnarborg við Malakka-sundið
Kauphækkun
©g ríkisútgjöld
Skýrsla sú, er flutt var á
Alþingi af hálfu ríkisstjórn-
arinnar s. 1. föstudag um á-
hrif grunnkaupshækkunar á
ríkisútgjöld og þar með
skátta og tolla til ríkisins
hefir að vonum v.akið mikla
athygli. En nokkrar helztu
niðurstöður skýrslunnar eru
sem hér segir:
^f grunnkaup hækkar al-
mennt um 7%, hækka ársút
gjöld ríkisins um a. m. k. 17,2
miij. kri
7% grunnkaupshækkun
myndi á næstu mánuðum
hafa í för. með sér 4 stiga
vísitöluhækkun, Sú vísitölu-
hækkun hækk'ar ársútgjöld
ríkisins um a. m. k. 4,8 milj.
kr. Samtals myndi þá 7%
grunnkaupshækkun og sú vísi
töluhækkun, sem af henni
leiðir, hækka ársútgjöld rík-
isins um a. m. k. 22 milj. kr.
Ef grunnkaup hækkar al-
ménnt um 26%, hækka árs
útgjöld ríkisins um a. m. k.
60,7 milj. kr. vegna kauphækk
unarinnar.
26% grunnkaupshækkun
myndi á næstu mánuðum
hafa í för með sér 15 stiga
vísitöluhækkun. Sú vísitölu-
hækkun hækkar ársútgjöld
ríkisins um a. m. k. 18 milj.
krðna. Samtals myndi þá 26%
grunnkaupshækkun og sú vísi
töiuhækkúiv sém af henni
leiöir, hækka ársútgjöld rík-
isins um a. m. k. 78,7 milj.
króna.
Á árinu, sem leið (1954),
varð nokkur greiðsluafgang-
ur hjá ríkissjóði, enda þjóðar
tekjur í hærra lagi og mikil
viðskipti. Um yfirstandandi
ár er allt enn í óvissu, en út-
gjöldin hljóta að hækka
vegna nýrra löggjafa um fjár
framlög til almannaþarfa. Á
árinu 1956 munu þessi fjár-
framlög enn aukast, vegna ný
mæla í löggjöf, sem nú eru á
döfinni.. Og á því ári (þ. e.
næsta ári) myndu áhrif
grunnkaupshækkunar nú
koma fram i rikissjóði með
fuilum þunga. Hækkun skatta
og.tolla sýnist því óhjákvæmi
leg einhvern . tíma á þessu
ári, og mun sú skatta og tolla
hækkun þá fara eftir því, hve
mikil grunnkaupshækkunin
verður.
Á árinu, sem leið, voru skatt
ar .og tollar — í fyrsta sinn
— lækkaðir til verulegra
muna. Nú verður sýnilega að
breyta til í því efni — hækka
á ný í stað þess að lækka.
Þetta er sú hlið grunnkaups-
hækkunar, sem snýr að ríkis-
sjóði og þeim, sem standa
stráum af ríkisútgjöldunum,
með því að greiða skatta og
tolla í ríkissj.óðinn, en þar
eiga ráunar flestir landsmenn
hlut að máli.
Úm áhrif grunnkaupshækk
unar á útgjöld atvinnuveg-
anna fjallar skýrsla ríkis-
stjórnarinnar ekki. En þar
kemur að sjálfsögðu til greina
fyrst og fremst grunnkaups-
hækkunin sjálf svo og sú visi
töluhækkun, sem af henni leið
ir þegar á næstu mánuðum.
Sumum kann að koma í hug,
áð rétt geti verið að létta þessa
Singapore liggur við hið þrönga
Malakka-sund. Hún er mjög
þýðingarmikil hafnarborg og er
cinn af hornsteinum Breta í
Austurlöndum. Norðmaðurinn
Leif Borch-Olsen hefir tekið sér
ferð á hendur til borgarinnar
og Iýsir í þessari grein kynnum
sínum við hið gamla og hið
nýja, sem fyrir augun ber í þess-
ari borg, er jafnt og þétt að-
hyllist vestræna menningu, en
hverfur frá fornum venjum.
í Singapore, eru þó jafnan margir, ile:a svartar buxur- og hvít skyrta.
Margir þekkja Malakka-sundið,
og margir óttast það einnig. Það reykur....
hefir tæplega verið ætlunin frá
náttúrunnar hendi, að um sundið
yrði slík umferð báta og skipa, sem
raun hefir borið vitni. Gegnum
þetta sund, sem raskað hefir ró
margs skipstjóra og stýrimanns, er
stöðug umferð skipa nótt og dag,
allt frá litlum fiskibátum upp í
geysistór olíuskip, sem kljúfa haf-
flötinn með þúsundir smálesta af
olíu innanborðs. Þarna er ekki fyrir
að fara miklu athafnasvæði. Sjófar
endur þekkja ströndina beggja
vegna. Og slöngur og fleiri skrið-
dýr baða sig í marglitum sjónum.
Nóttin skellur snemma og fljótt
á þarna um slóðir. Um sexleytið á
kvöldin gengur sólin undir og svo
að segja strax á eftir er komiö
svarta myrkur. Og myrkrið orsakar
breytingu umhverfisins. Skellir frá
stórum og litlum vélum kveða við
og niðurinn, sem myndast þegar
skipin kljúfa sjóinn, heyrist greini-
lega. Alls staðar sjást ljós lyftast
upp og síga aftur niður á sléttum
haffletinum. Þau koma frá hinum
ótdlulegá aragrúa ^íiskiUáta, sem
þarna eru á ferð. Um borð í stærri
skipum hafa menn það á tilfinn-
ingunni aö þá og þegar hljóti skip-
ið að rekast á einhvern hinna litlu
báta. Og stundum munar líka litlu
að svo verði.
sem bíða þess að komast að. Ein-
stöku skip ferma eða afferma í
pramma, sem bundnir eru við skips-
hlið, því að tíminn er dýrmætur,
og kostar mikið að láta stór skip
bíða lengi. Hér er margt að sjá.
Skemmtiferðaskipin Æru út af fyrir
sig efni í heila sögu. Hópar af ferða
mönnum. á þilförunum, gagg í
hænsnum og hrinur í svínum, sem
alltaf eru meðferðis, því að fæðan
verður að vera ný af nálinni. Sums
staðar er fengizt við matseld á þil-
förunum, þaðan berst matarlykt og
Úr nokkurri fjarlægff er útsýnið
í land hið sama ng við sjáum í
kvikmyndum frá Suðurhafseyjum,
litlar, fallegar eyjar og blaktandi
pálmar, hvítfyssandi öldur við
langar, gular sandrákir, og lengra
inni í landinu kofar með stráþök-
um, reistir á háum stólpum. En
þessar hillingar verða fljótt að engu
þegar nær er komið. Pálmarnir eru
ekki eins fallegir og maður hélt,
sumir beinlínis Ijótir með berar
rætur, sem gína við vegfarandan-
um og tómar niðursuðudósir á víð
og dreif sanna það, að menningin
hefir haldið innreið sína.
í fiskibátunum virffast sjálfar fisk
veiðarnar ekki vera neitt aðalatnði.
Miklu fremur virðist manni hér
vera um skemmtisiglingu að ræða.
Fiskimennirnir sitja á þilfarinu í
makindum, rabba saman eða gera
sér eitthvað annað til dundurs.
Þeir hafa allir á höfðinu barða-
stóra hatta með uppmjóum kolli.
En ysinn og erillinn á fisksölu-
torgunum á morgnana sannar, að
þrátt fyrir allt hafa þeir fiskaö
vel. Bátarnir koma inn hver eftir
annan, og fiskurinn, sem er stutt-
ur og breiður og mínnir á karfa,
er settur á land. Utan um fiskinn
er hörð skel, og þarf bæði æfingu
og afl til þess að ná henni af.
Borgarljósin skina út á dimmt og
kyrrt liafið og bátarnir liggja hlið
við hlið við iegufæri. Þarna eru
einnig skemmtiferðaskip, kaupskip
og olíuskip frfá mörgum þjóðum
heims. Þó að bryggjur séu margar
Singapore — brezk krúnunýlenda
síðan 1946 — liggur á suðurodda
Malakka, 580 ferkílómetrar að stærð,
um miljón íbúar. 80 af hundraði
þeirra eru Kínverjar. Helzta verzl-
unarhöfn Austur-Asíu. Geysimiki)
umferð skipa, stór flotastöð o. s. frv.
— Það er lítið meira, sem alfræði-
bókin segh- okkur um þennan stað.
Miðbærinn er byggður eftir brezk
um og amerískum fyrirmyndum.
Pagrar, breiðar götur, stórar og
glæsilegar verzlanir með margvís-
legum útstillingum, alls staðar regla
og hreinlæti. Þarna er hægt að
kaupa hvað, sem hugurinn girnist.
Jafnvel þótt hitinn sé óskaplegur,
er vöruúrvalið svo mikið, að ekki
þarf að ganga langt til að fá keypt
an þykkan vetrarfrakka eða loð-
íeld.
Enginn skortur er á samgöngu-
tækjum í Singapore. Þar ganga
strætisvagnar, sams konar og við
eigum að venjast, og richshaw-
ökumennirnir — þ. e. þeir. sem
ganga sjálfir fyrir léttivögnum —
hafa nú tekið tæknina í sína þjón-
ustu og nota reiöhjól fyrir vögn-
um sínum f stað þess að hlaupa á
tveim jafnfljótmn.
Gangstéttirnar eru yfirleitt undir
þakskeggi húsanna, þannig að þótt
rigning sé, eru menn í skjóli á gang
stéttunum. Þar fara einnig fram
fjörug viðskipti. Umferðin er mikil
og hitinn óskaplegur. Englendingar
ganga yfirleitt í al-hvítum fötum,
en klæðnaöur innfæddra er venju-
Jakki er sjaldséð fyrirbrigði. Kven-
fólkið hagar klæðnaði sínum eí-
fellt meir eftir Evrópu- eða Vest-
urlandasniði, pils og blússur í ljós-
um litum. Annars er hinn venju-
legi klæðnaður kvenna hinn svo-
ka’laði „sarien“, víður jakki og ví-
ar luxur, sem svipar talsvert til
náttfata þeirra, sem við eigum að
venjast, nema hvað efnið i kven-
fatnaðinum er yfirleitt gult, gljá-
andi silki.
Þegar komiff er frá miðbænum
verður mikil breyting á. Opin skolp-
ræsi liggja meðfram upphækkuð-
um gangstéttum. Að vísu sjá menn
ekki hvað rennur eftir skolpræs-
unum, en ódaunninn í hinum steikj
andi hita villir ekki á sér heimildir.
Hér hafa verzlanirnar austurlenzk-
ari svip en í miðbænum, jafnvel
þótt einnig hér séu á boðstólum
amerískar vörur. Meirihluti kaup-
manna verzlar með ávexti, annað
hvort á sjálfum gangstéttunum. eða
í smákompum, og bíður þá kaup-
maðurinn bak við forhengi inn af
búðinni ásamt konu sinni, börnum
og hundi. Þar er beðið eftir við-
skiptavinum.
Þegar kvölda tekur, er kveikt á
ljósum fyrir utan búðarholurnar,
olíuljósum eða tólgarljósum. Slík
ljós sjá menn hvarvetna. Fólks-
mergðin eykst á götunum, það er
heldur svalara og því aðgengilegra
að fá sér gönguferð. Strætisvagn-
arnir aka ungu fólki í áttina til
miðbæjarins, þar sem litauðgar aug
lýsingar og klingjandi músík laða
inn á dansstaðina og kvikmynda-
húsin, þar sem Bob Hope leikur við
hvern sinn fingur. Kvikmyndirnar
eru með ensku tali en kínversk-
um texta. Kvikmyndahúsgestir
masa og hlæja, og masið heyrist
álengdar eins og þegar þúsund berir
fætur skella á harðan stein.
bjTrði með því að láta ríkissj óð
greiða niður t. d. einhvern
hluta af vísitöluhækkuninni,
eins og áður hefir átt sér stað.
Það er því fróðlegt að gera sér
grein fyrir, hvað sli'k niður-
greiðsla myndi kosta, ef til
kæmi.
Samkvæmt fyrrnefndri
skýrölu ríkisstjórnarinnar lít-
ur út fyrir, að niðurgreiðsla
vísitölu um eitt stig muni um
þessar mundir kosta sem næst
5 millj. kr. á ári.
Samkvæmt framansögðu
myndi þá niðurgreiðsla vísi-
töluhækkunar vegna 7%
grunnkaupshækkunar (4 stig
um) kosta 20 milljónir króna
og niöurgreiðsla vísitöluhækk
unar vegna 26% grunnkaups-
hækkunar (15 stigum) 75
milljónir króna. Auk þess er
svo sjálf grunnkaupshækkun-
in, sem atvinnuvegirnir yrðu
að standa straum af, þótt vísi
tala yrði greidd niður.
Það er að sjálfsögðu öllum
fyrir beztu að íhuga vel þær
tölur, sem nú hafa verið nefnd
ar í sambandi við lausn vinnu
deilunnar. Það er engum til
góðs að gefa í skyn, að tölurn
ar séu „falsaðar". Það eru þær
ekki. Sérfróðir menn telja þær
nærri lagi eftir þeim gögnum,
sem tiltækileg eru, og að þær
muni þó fremur reynast of
lágar en of háar. En af þeim
má ýmislegt ráða um þau við-
fangsefni, sem fyrir hendi
verða, ef grunnkaup hækkar,
sem af mörgum er nú líklegt
talið.
Eitt mikiff skemmtihús nefnist
„New World“. Það liggur um tíu
mínútna ferð með almennings-
vagni frá miðbænum. Tveii' ind-
verskir risar gæta aðaldyranna, en
allir komast inn. Þegar inn er
komið fara fram allar tegundir
skemmtana, sem menn geta hugsað
sér, nútíma dans, kínverskur dans,
sýningar alls konar, kvikmyndir o.
fl. Þar geta menn fengið keypta
lifandi hænu og fengið hana mat-
reidda á skömmum tíma. Þessi
staður er mikið sóttur af sjómönn-
um af öllum þjóðernum.
í Singapore eru bjórstofur með
amerísku sniði, veitingahús eftir
Parísartízku, sóðalegar knæpur og
björt kaffihús. Og ekki rná gleyma
Bugis-stræti. Það þekkja allir sjó-
menn, sem þarna hafa komið, og
í þetta stræti fá þeir ávallt að-
gang, þegar annars staðar hefir
verið lokað. Hér getur þú fengið
mat og gistingu á hvaða tíma sem
er. Litlar innfæddar stúlkur með
blóm í hárinu bera fyrir þig rétt-
ina og syngja fyrir þig. Þar eru
ekki bornir fram gafflar til að
snæða með. Ef menn geta ekki etið
með prjónum, er ekki álitið ókur-
teislegt að grípa til fingranna.
Það er ekki hægt að ræða um
Singapore án þess að minnast á
mr. Haw. Nafn hans er á allra
vörum í borginni, ekki af því að
hann sitji á valdástóli og stjórni
öllu með harðri hendi, heldur af
því, að hann fann upp meðal, sem
innfæddir nota við öllu. Méðal
þetta er í sjálfu sér ágætt við höf-
uðverk og öðrum svipuðum kvill-
um, enda fór svo, þegar hann hóf
á því framleiðslu, að miljónir og
aftur miljónir lítilla bauka með
pillum þessum seldust á augabragði.
Og miljónir runnu í kassann til mr.
(Framhald á 6. siðú)
Tillaga um
skólamál
Skólalöggjöf sú, er nú gild
ir, veitir nemendum aðstöðu
til þess að flytjast milli skóla
stig af stigi án sérstakra inn
tökuprófa. Áður en gildandi
lög um þetta efni voru sett,
þurftu nemendur að þreyta
sérstök pröf til að geta setzt
í menntaskóla og ýmsa sér-
skóla. Þá lék það orð á, að
æskufólk utan af landsbyggð
inni stæði höllum fæti í þeirri
samkeppni gagnvart þeim, er
búsettir væru í grennd við
menntaskólana og gætu afl-
að sér aukakennslu, er væri
miðuð við það að standazt
inntökuprófin. Með lögum
um skólakerfi var stefnt að
því að ráða bót á þessum
annmörkum.
En reynslan af framkvæmd
hinna nýju laga um skóla-
kerfi og fræðsluskyldu hefir
leitt í ljós, að einbeita þarf
kennslunni að ákveðnu marki
til þess að nemendur mið-
skóla standist landspróf, er
jafnframt gildir sem inn-
tökupróf í menntaskóla. í
framkvæmd hefir þetta orð-
ið svo, að sumir skólar gagn
fræðastigsins halda tvenns
konar miðskólapróf, svo að
eins nokkur hluti nemenda
bóknámsdeilda gengur undir
landspróf. Og nemendur verk
námsdeildar taka ekki lands-
próf, enda ekki til þess ætl-
ast.
Eðlilegt virðist, að fræðslu
málastjórnin beiti sér fyrir
því, að verkaskiptingu verði
komið á milli skóla gagn-
fræöastigs.ins, þannig að sum
ir skólarnir búi nemendur
bóknámsdeilda undir lands-
próf og að þá skóla sæki fyrst
og fremst þeir, sem hafa
framhaldsskólanám að mark
miði. En aðrir skólar gagn-
fræðastigsins haldi ekki lands
próf, en fái jafnframt meira
frjálsræði um tilhögun náms
og starfs.
Nú hafa fjórir þingmenn
Eramsóknarflokksins borið
fram á Alþingi tillögu um að
skora á ríkisstjórnina að
hlutast til um að á næsta
skólaári starfi einn eða fleiri
æskulýðsskólar með svipuðu
sniði og fylgt var áður í hér-
aðsskóium, meðan þeir störf
uðu án sambands við mennta
skóla og sérskóla enda verði
landspróf ekki haldið í þeim
skólum.
Allvíða í sveitum eru hin
nýju fræðslulög ekki komin
til fullra framkvæmda, svo
að unglingar ljúka skyldu-
námi með fullnaðarprófi um
fermingaraldur. Ef þeir ung-
lingar stunda störf á sveita-
heimilum eða annars staðar
nokkur ár eftir að skyldu-
námi lýkur, en vilja síðar
afla sér framhaldsmenntun-
ar, eiga þeir ekki fulla sam-
leið með nemendum, sem búa
sig undir landspróf og að
jafnaði eru á aldrinum 14—
16 áva.
Verði framkvæmdum hag-
að í samræmi við tillögu
Framsóknarmanna, veitist
ungu íólki, sem gert hefir hlé
á námi eftir fullnaðarpróf,
betri aðstaða en ella til stuttr
ar skólagöngu.
Þess veröur að vænta að
tillögunni verði vel tekið og
aö hún hljóti samþykki Al-
þingis. ,,