Tíminn - 02.04.1955, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.04.1955, Blaðsíða 3
77. blað. TÍMINN, Iaugardaginn 2. apríl 1955. / sienclirLgalDættir Dánarminning: Björn Sigurbjörnsson Björn Sigurbjörnsson var fæddur að Rauf á Tjörnesi 14. ágúst 1883. Poreldrar hans voru Sigurbjörn Guðbrands- son bóndi þar og kona hans Nikólína Priðbjörg Nikulás- dóttir. Guðbrandur faðir björns var Skagfirðingur að íett, en Nikólína móðir hans j var af ætt Jóns Sigurðssonar \ umboðsmanns á Breiðumýri og af Buchsætt. Björn flutt- ist tæplega ársgamall með foreldrum sínum að Ketils- stöðum á Tjörnesi. Bjuggu þau þar meðan faðirinn lifði, en hann dó 18. júní 1887. Vorið 1888 fluttis Björn með móður sinni að Vallkoti í Reykjadal til Jakobs móður- bróður síns, er þar bjó. Dvöldust þau þar í nokkur ár, en síðan á ýmsum stöð- um þar um sveitir, síðast á Stóru-Laugum, en þar létzt Nikólína 15. sept. 1926. Inn- an við og framyfir tvítugs- aldur, dvaldist Björn vinnu- maður á nokkrum bæjum í Suður-Þingeyjarsýslu, síðast hjá séra Helga á Grenjaðar- stað. Haustið 1907 hóf Björn nám á Hólum í Hjaltadal. Sóttist honum námið vel og lauk þaðan prófi í búfræðum vorið 1909. Að lokinni skóla- vist að Hólum fór hann norð ur að Syðra-Lóni á Langanesi og dvaldist þar í eitt ár við fjármennsku og önnur bú- störf. Haustið 1911 réðist Björn sem fjármaöur aö Söndum í Miðfirði til hins merka búhöldar Jóns Skúla- sonar. Dvaldist hann þar til vorsins 1914 en þá fór hann fjármaður að Hólum í Hjalta dal og stundaði þau störf á skólabúinu til vorsins 1916. Vorið 1916 hvarf Björn aft- ,ur að Söndum og dvaldist þar við fjárhirðingu og önn- ur búistörf að mestu fram til ársins 1937. Eftir það fékkst hann aðallega við refahirð- ingu á Barði og Melstað i Miðfirði til vorsins 1943. Þá ,um vorið fluttist hann til Reykjavikur og hirti refi á búi þar til vorsins 1945. Flutt ist hann þá sem starfsmað- úr að Vífilstöðum og stund- aði þar ýmis störf, þangaö til hann, farinn að heilsu, flutti á hjúkrunarheimilið Sólvang ur í Hafnarfirði árið 1945. Hin síðari ár, meðan Björn dvaldist á Söndum fór að bera á illkynjaðri kölkun í hægri mjöðm hans. Gerðist honum þessi sjúkdómur æ erfiðari er tímar liðu. Leit- aði hann bóta á meininu og varð oft að liggja lengi á sjúkrahúsum í Reykjavík, en sóttist litt batinn. Bar hann þetta mein til æviloka. Björn var fríður maður sýnum, ljóslitaður, tæpur meðalmaður að hæð, þéitt- vaxinn og beinvaxinn, vel meðalmaður að burðum, harð gerður og snar í hreifingum á meðan hann gekk heill til skógar. Hann var drengilegur maður í sjón og raun, í eðli sínu glaðlyndur og skemmt- inn en afar viðkvæmur í lund. Gat það stundum vald ið honum erfiðleikum, þegar á móti blés, enda olli sjúk- dómurinn oft þungum búsifj um. Björn var framúrskarandi trúr í öllum störfum sínum, verkmaður ágætur og skepnu hirðir og þá fyrst og fremst fjármaður svo af bar og- glöggur með afbrygðum. Verð ur hans minnst með þakklæti og virðingu fyrir prýðilega vel unnin störf. Björn var bókelskur mað- ur, las mikið og átti allgott bókasafn, sem hann gaf ungmennafélaginu í Miðfirði. Hann var alla ævi ógiftur og átti enga afkomendur. Björn létzt að Sólvangi í Hafnarfiröi 23. marz 1955 og verður jarðsettur að Melstað í dag. Blessuð sé minning þessa góða og mæta mans. H. J. H. Evrópuráðið veitir rannsóknarstyrki Evrópuráðið og stjórn kola- og stálsamlags Evrópu munu sameiginlega veita nokkra styrki á árinu 1955, til rannsókna á viðfangsefn- um er varða Evrópuráðslönd in. Ilver styrkur verður 300. 000. — franskir frankar. Skilmálar eru þessir: 1. Styrkþegar séu þegnar aðildaríkis Evrópuráðsins. 2) Umsækjendur skulu sanna hæfni sína til rann- sókna svo og færa rök að hæfileikum sínum til þess að kynna niðurstöður rannsókna sinna á prenti. 3) Hljóti umsækjandi styrk skal hann skuldbundinn til þess að gera skýrslu á ensku eða frönsku um niöurstöður rannsókna sinna. Skal senda skýrsluna aðalskrifstofu Evrópuráðsins áður en styrk tíma lýkur eða í síðasta lagi þrem mánuðum siðar. Styrkþegar mega stunda rannsóknir sínar heima eöa erlendis. Styrkur verður ein- ungis veittur til rannsókna á þessum viðfangsefnum: Efna hagssamstarf Evrópulanda, stj órnmálatengsl Evrópu- landa, saga og heimspeki í ljósi vandamála Evrópuríkj- anna nú. Ennfremur verða veittir styrkir til rannsókna á ýms- um málefnum er varða kola- og stálsamlag Evrópu. Umsóknir skulu ritaðar á sérstök eyðublöð, sem fást afhent í menntamálaráðu- neytinu og skulu sendast hingað fyrir 20. apríl 1955. (Me'nntamá!)|iráðuneytið,' 31. marz 1955). Gasol, ný eldsneytisteg- und reynd hér á landi Samkvæmt upplýsingum frá Guðna Jónssyni og Cc. er nii hafinn innflutningur til landsins á nýju eldsneyti á vegum þessa fyrirtækis, og telur fyrirtækið, að þetta eldsneyti getf komið að góðu gagni, einkum þar sem erfitt er vegna að- stæðna eða fjarlægðar að afla rafmagns, olíu eða kola. 0- - Gasol hefir hlotið allmikla úí; breiðslu á seinni árum bæði á,' heimilum og í iðnaði. Einkum telja innfiytjendur, að gasoJ. sé heppilegt þar sem rafmagn verður ekki viðkomið, svo sem á afskekktum býlum. Einföld tæki. Tæki þau, sem nota má gas- ol við, eru margvísleg, en flest einföld og ódýr. Þar má nefna, gaseldavélar, hitunartæki, ljós, logsuðutæki, ferðaeldun- artæki o. fl. Gasið er leitt úi' kútunum í koparleiðslum eða, gúmmíslöngum. Þá hefir gasoi breiðzt töluvert út í fiskibát- um við Noi-eg og Svíþjóð, og er bað eldsneyti einkum talið heppilegt til langrar útilegu, þar sem svo lítið fer fyrir eldsi neytinu. Verð á gasol hér ei.’ 8 kr. í iðnaði er gasol talið nyt- samlegt, og í heimahúsum og: á verkstæðum eru gasol-tæki. talin heppileg til vara, ef raí! magn fer af um sinn. Þegar rafmagnið fer telur húsmóðirin goít að grípa til lítzls gasol-suðutækis. Gasol nefnist þetta nýja eldsneyti og er sænskt heiti á gastegundunum Butan og Propan. Er hægt að geyma þessar gastegundir í vökva- formi undir tiltölulega lágum þrýstingi. Eru gæöi þess fyrst og fremst talin byggö á því. (juimto4ur Sal^fmMcw í Gamla Bíói, þriðjudaginn 5. apríl kl. 19,15. Við hljóðfærið dr. Urbantschisch Aðgöngumiðar seldir hjá Eymundsson, Bókábúð Lárus : ar Blöndal, Bókum og ritföngum og Ferðskrifstofúnni Qrlofi. Yfirlýsing í tilefni af skrifum „Þjóð- viljans“ um samkomulag Iðju og þvottahúsaeigenda, viljum við undirrituð gefa eftirfarandi yfirlýsingu: Þótt samkomulag hafi orð ið um tímabundna kauphækk un, þá felst ekki í því nein viðurkenning á réttmæti kaupkrafna, sem núi eru fram settar. Vegna samkeppni frá hálfu þvottahúss bæjarins í Sundröllinni, sem ekki er í verkfalli, vorum við neydd til að skrifa undir bráða- birgðasamkomulag, til þess að geta haldið starfsemi á- fram að einhverju leyti. Þó er okkur ljóst, að þvottahús- um er ógerlegt að standa und ir slíkum kaupgreiðslum og hlýtur að því að reka, að þvottahúsin neyðist til að hækka verð á seldri þjón- ustu í tilsvarandi mæli. Reykjavík, 27. marz 1955. F. h. Borgarþvottahúsið, Sigurjón Þórðarson (sign.). F.h. Fél. þvottahúsaeigenda Jóna Pálmadóttir (sign.). REYNIÐ I DAG Notið HONIG makka- rónur í súpur yðar, eða berið þær fram sem að- alrétt með kjötbit- um eða pylsum, lít- ið eitt af smjöri og tómatsósu. ED 9 merkir fyrsta flokks vöru á sanngjörnu . verði LYFTIDOFT reynist bezt mnitlimnnni WAVrtVVVV.WAW/V.VW^WWV.VJVWA'AVWU’JVÓ Bezl að auglýsa í TÍMANUM SnAVWVWVWWWVVWWWVWWJVWVWWWWVVWWVWWÍ 1 PILTAR ef þið eigið stúlk- | | una, þá á ég HRINGANA. \ i Kjartan Ásmundsson, i i gullsmiður, - Aðalstræti 8. í I Síml 1290. Reykjavík. I eiititmiiiiiuiiiiiuiiiiiiiiiiiiiitfttiiiuimuuutuiiiniiiui vö>-oumYkU1gáf* AF *b*u'****,rru« ^JJúómœÍur I Ný útgáfa ai Royal kökuuppskriftum hefur nú verið prentuí Látið okkur vita simið eða skiifið, ef þér óskið að fá sent eintak. Sendum ókeypis til allra er nota Royal lyiliduíl. Samband ísl. samvinnufélaga Innílutningsdcild - Sími 7080

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.