Tíminn - 02.04.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.04.1955, Blaðsíða 5
TÍMINN, Iauggrdaginn 2. apríl 1955. S 77. blað. I Luugurd. 2. upríl Iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskolans rann- sakar neyzluvatn allra kaupstaða á landinu Verkefni deildarinnar hraðvaxandi og mest hagnýt . rannsóknarefni í þágu almennings og sérmenntun til að fram- kvæma prófanir og túlka rétti lega niðurstöður þeirra er nauðsynleg. i litlu bjóðfélagi virðist því eðlilegast að starf- rækja miðstöð er geti sinnt prófunum og rannsókoum þeim, sem iðnaðurinn þarfn- ast, jafnframt því sem bent er á nýjar leiðir. Iðnaðardeildinni er ætlað að vinna í þessum anda og vera slik miðstöð. Eftirlit meS vörugæðum. Eins og áður er getið er deildinni ætlað að annast prcf anir og rannsóknir fyrir opin bera aðila, einstaklinga og fyrirtæki. Þessi þáttur starf- seminnar hefir vaxið mjög á síðustu árum samfara aukn- um skilningi á gagnsemi slíkra athugana, auknu eftir- liti með framleiðslu og aukn um kröfum neytenda um tryggingu á gæðum ýmis kon ar framleiðslu og nauðsynja- vöru. Fjölmargar vörutegund ir, bæði neyzlu- og „kapital“ vörur eru þó að jafnaði ekki tryggðar með gæðaprófunum, aðrar svo sem olíur, benzm, salt fóðurefni o. fl. eru próf- aðar að staðaldri samkvæmt óskum innflytjenda. Gæðu- prófanir sem þessar hafa mik ið gildi. Verðgildi kola er t. d beint tengt hitagildi þeirra, sement af ýmsum tegundum hefir mismunandi eiginleika eftir samsetningu, sama gildir og steypustyrktarjárn og stál o. fl. o. fl. Af innlendum neyzluvörum, sem háðar eru eftirliti, má nefna ýms mat- væli og mjólkurvörur. Frjálst eftirlit er hins vegar á niður- suðuvörum, en framleiðendur láta þó fylgjast með þeirri framleiðslu að staðaldri, og er sú starfsemi, ásamt með rannsóknum á því sviði, í ör- um vexti. Til að gefa hugmynd um starf það, sem unnið er á þessu sviði eru hér gefnar nokkrar tölur úr yfirlits- skýrslu um starfsemina s. 1. ár. Samtals voru rannsökuð 2819 sýnishorn, sem skipta má í flokka þannig: 1. Fóðurefni ýmis konar og útflutt fóðurmjöl 400 2. Matvæli ýmis konar og niðursuðuvörui 379 3. Mjólk og mjólkurvörur 674 4. Eldsneytisolíur og benzin 368 5. Byggingarefni ýmis konar 289 6. Vatn 186 7 Gerlarannsókn á ílát- um undir matvæli, og vegna meðhöndlunar á matvælum 314 8. Ýms steinefni og málm ar 41 9 Önnur sýnishorn 166 Verkefnin hraðvaxandi. í samræmi við aukningu starfseminnar er stöðugt reynt að bæta vinnuaðstöðu og tækjakost. Nokkuö hefir áunnizt í þessu efni á síðustu árum. Þannig hefir gerlarann sóknastofa deildarinnar fe.ig ið stórbætt vinnuskilyrði í húsi fyrirhugaðrar rannsókn arstofnunar fyrir sjávarútveg c<;g fiskiönað, við Skúlagötu 4. Til rannsóknarstofa fyiir byggingarefni hefir verið afl að nýrra og fullkominna tækja fyrir togþols- og þrýstiþolsprófanir og ný „standard“ tæki til prófana við malbikslagnir er verið að taka í notkun. Á eínarann- sóknastofunni gegnir sama máli. Nýjum tækjum er ái- lega bætt við eða gömul end urnýjuð eftir því sem fjárhag ur frekast leyfir hverju sinni. Nú nýlega hefir þannig verið sett upp nýtt fullkomið tæki til ákvörðunar á eggjahvítu- efnum í fóðurefnum o. fl. og önnur aðstaða til efnagrein- ingar á fóðurmjöli stórbætt. Takmarkið að þessu leyti verður að vera það, að búa svo í haginn að stofnunin geti gegnt hlutverki sínu á hverjum tíma. Neyzluvatnið rannsakað. Af sjálfstæðum rannsókn arefnum, sem verið er að vinna að nú má nefna sem dæmi rannsókn á neyzlw- vatni og vatni, sem notað er til iðnaðarþarfa, í öllum kauptúnum og kaupstöðum landsins. Vatn er mikiívægt iðnað- arhráefni og sem neyzluvara stendur það í fremstu röð. Það er því mikilvægt að vita efnainnihald þess og gæði. Vatn hérlendis er yfirleitt talið gott. Þessari rannsókn er ætlað að skera úr um, hvort bessi skoðun er rétt, jafnframt því sem þess er vænzt að það geti orðið til leiðbeiningar og vakið til umhugsunar um gildi þess að velja gott vatnsból, hvort sem vatnið er ætlað til neylu eða iðnaðar. Hagnýt jarðefni. Starfsemi jarðfræðings deildarinnar er að mestu sjálf stæð rannsóknarstarfsemi og leit að hagnýtum jarðefnum. Árangur þeirra rannsókna er (Framhald ft 6. siðui. Húsbygginga- frumvarpið í samningi þeim, sem stjórn arflokkarnir gerðu við mynd- un núverandi ríkisstjórnar, var þetta einn liðurinn: „Tryggt verði aukið fjár- magn til íbúðabygginga i kaupstöðum, kauptúnum og þorpum, lögð áherzla á að greiða fyrir byggingu íbúð- arhúsa, sem nú eru í smiðum og lagður grundvöllur að því að leysa þetta mál til frambúðar.“ Eins og eðlilegt var sam- kvæmt verkaskiptingu í ríkis stjórninni, kom það fyrst og fremst í hlut Steingríms Stein þórssonar félagsmálaráð- herra að leita úrræða í þessu gtórfellda vandamáli. Hann hafði áður sem for- sætis- og félagsmálaráðherra í fyrrverandi stjórn beitt sér fyrir stofnun Lánadeildar siháíbúða. Lánadeildin hafði gert ómetanlegt gagn, af því að hún veitti lítilmögnum síð ari veðréttarlán. Þeir eru margir orðnir, sem eiga henni að þakka, að þeir hafa eignar hald á íbúð með þolanlegum kjörum. Hið fyrsta, sem félagsmála ráðherrann gerði eftir að gengið hafði verið frá stjórn arsamníngnum, var að beita sér. fyrir útvegun aukins fjár magns handa Lánadeildinni tjl þess að greiða fyrir bygg- ingu íbúðarhúsa, sem voru í smíðum. Þá, var einnig skipuð nefnd manna til þess að athuga gaumgæfilega með hvaða móti tryggt yrði nægilegt fjár magn til ibúðarhúsabygginga og á hvaða grundvelli helzt væri hægt að leysa húsnæðis vaniiamál þjóðarinnar til frambúðar. Nú hefir félagsir.álaráðhorr ann f. h. ríkisstjórnarinnar lagt fram á Alþingi „frum- varp til laga um húsnæðis- málastjórn, veðlán til íbúða þygginga og útrýmingu heilsu spillandi íbúða.“ Eru með frumvarpi þessu, ef að lögum verður, mörkuð tímamót í sögu húsnæðismál anna. íbúar kaupstaða, kauptúna Og þorpa; sem engin lánsstofn un hefir talið sér skylt að veita lán, nema Lánadeild smáibúða að því leyti, sem hún hefir getað, eiga skv. frv. að hafa tryggingu fyrir að fá Í70 til 100 þús. kr. lán út á íbúð, sem þeir byggja eða kaupa handa sér sjálfum til íbúðar. Þá er í frumvarpinu ákvæði um, að ríkissjóður leggi fram fé til útrýmingar heilsuspill- andí íbúðum. Gerður hefir verið samn- ingur Við Landsbankann til tryggipgar því, að fé fáist til lánveitinganna. Um leið hefir Byggingar- sjóði svéitanna verið tryggð ar 12 milj. kr. til starfsemi sinnar 1955 og 1956, hvort ár. Þjóðbankinn hefir tekið aö sér í sambandi við þetta mál hlutverk, sem honum og for- Etöðumönnum hans er til sóma. Mun það ekki sízt vera að þakka Vilhjálmi Þór banka Etjóra. - Jóhann Jakobssoni, for- stöðumaður Iðnaðardeildar Atvinnudeildar háskólans, skýrði fréttamönnum í fyrra dag frá störfum deildarinn- ar og sýndi þeim starfsem- ina. Hafði forstöðumaðurinn að beiðni tekið saman eftir- farandi yfirlit um starfsem ina: Iðnaðardeildinni er ætlað að styðja að þróun iðnaöar í landinu með því að vinna að ýmsum sjálfstæðum rannsókn um á hví sviði og jafnframt annast prófanir og athuganir fyrir opinbera aðila, einstak- linga og fyrirtæki. í reglu- gerð um starfssvið Iðnaðar- deildar segir svo: „Iðnaðar- deild annast rannsóknir í þágu iðnaðar og verzlunar. Rannsóknarefni eru einkum þessi. Rannsóknarefni. 1. Hvers konar iðnaðarhrá- efni. 2. Orkulindir landsins aðr- ar en fallvötn. 3. Efnavarningur, innlend- ur og erlendur. 4. Matvæli, þar með taldar mjólkur- og kjöt, neyzlu- og nauðsynjavörur, þ. á. m. nið ursuðuvörur. 5. Útflutningsaf urðh, lan 1- búnaðar og sjávarútvegs, nema öðruvísi sé ákveðið í lögum eða samningum. 6. Fjörefni og öimur bæt:- efni matvæla. 7. Gerlarannsóknir. 8. Jarðefni hvers konar 9. Byggingarefni.“ Af þessu er ljóst að starf- svið deildarinnar er mjög um fangsmikið og fjölbreytilegt. Ef gera ætti öllum þessuin greinum full skil, væri það starf sem þarfnaðist stórauk inna starfskrafta, fjár og hús rýmis fram yfir það sem deild in hefir nú yfir að ráða. Hvers konar iðnrekstur hér á landi ei^nú í örum vexti, og þess er að vænta, að starfsemi Iðn aðardeildarinnar eflist og auk ist samfara þeirri þróun. Prófanir fyrir einstaklinga og opinbera aðila. Allur iðnaður grundvallust á prófunum og rannsókna- starfsemi. Leit iðnrekandaiis að bættum framleiðslu aðferð um og betri framleiðslu er driffjöður hagnýtra rann- sókna. Fyrirtæki með tak markaða framleiðslugetu og sölumöguleika hafa erfiðar aðstæður til slíkra prófana og athugana af eigin rammleik. Rannsóknatæki eru flest dýr Ekki er í frumvarpinu að- eins hugsað fyrir lánsfé til í- búðarhúsabygginga. Þar er einnig svo fyrir mælt, að hús næðismálastjórnin skuli vinna að umbótum í bygginga málum með því m. a. að koma á leiðbeiningastarfsemi í því skyni að lækka byggingar- kostnað og koma til leiðar hvers konar umbótum í húsa gerð og vinnutækni við húsa byggingar. Gangast fyrir tæknirannsóknum og kynn- ingu nýunga í byggingariðn aði með sýningum,_ námskeið um og útgáfu rita. Útvega hag kvæmar teikningar o. s. frv. Ennfremur er húsnæðis- málastjórninni gefin heimild til þess að stofna til sam- keppni milli þeirra, er taka að sér íbúðarhúsabyggingar með ’-Tú að bjóða lán þeim, er taka að sér að byggja og selja íbúðir af ákveðinni með alstærð fyrir lægst verð. Þessi hlið málanna er líka mjög þýðingarmikil og fer sannarlega vel á því, að um leið og komið er upp lána- kerfi fyrir almenning til þess að styðja hann til aö koma sér upp íbúðarhúsum, þá sé einnig veitt aðstoð til þess að hafa íbúðirnar hentugar, vand aðar og þó svo ódýrar sem hægt er. Þjóðverjar standa þjóða fremst í byggingarmálum, eins og uppbygging borga V- Þýzkalands eftir siðustu styrj öld ber vott um. Hannes Jóns- son félagsfræðingur fór fyrir tilhlutun félagsmálaráðuneyt isins til Vestur-Þýzkalands og kynnti sér skipulag þessara mála þar. Hann starfaöi síð- an í nefndinni, sem vann að undirbúningi frumvarps þessa og munu fyrirmyndir um sumt í frumvarpinu vera sött ar til Þjóðverjanna og hafa íengið hjá þeim reynslugildi. Útgjöld ríkisins vegna grunnkaups- hækkana Vegna 7% • liækkunar: Samkvæmt skýrslu ríkis- stjórnarinnar um áhrif kaup hækkana á ríkisbúskapinn mun 7% grunnkaupshækk- un hafa í för með sér hækk un á útgjöldum ríkissjóðs á næsta ári svo sem hér segir: Hækkun launa ca. 12 milj. Hækkun trygging- arútgjalda, vega- viðhalds, sjúkra- kostnaðar o. fl. 5,2 — Hækkun verðlags- uppbóta vegna vísitöluhækkunar 4,8 — Samtals ca. 22 milj. Þetta er eigi lægri f járhæð en veitt er í f járlögum þessa árs til brúargerða og raf- orkumála. Vegna 26% hækkuuar: Af 26% grunnkaupshækk- un myndi leiða hækkanir á ríkisútgjöldum á næsta ári svo sem hér segir: Hækkun launa ca. 42,2 milj. Hækkun tryggingar- útgjalda, vegavið- halds, sjúkra- kostnaðar o.fl. ca 18,5 — Hækun verðlags- uppbóta vegna hækkunar á vísitölu ca. 18 — Samtals ca. 78,7 milj. Þetta er eigi minna fé en greitt er úr ríkissjóði sam- kvæmt fjárlögum þessa árs til nýbygginga vega, vegavið halds, brúargerða, sam- gangna á sjó, vitamála, hafn argerða og flugmála. ' ' ..—- 1 ^ Þeir gömlu góðu dagar Aðeins fáein orð vegna hins óstöðvandi lofsöngs, er Morgunblaðið og Þjóðvilj- inn syngja sí og æ um „Ný sköpunar“-stjórnina sáluðu. En hver voru gæði henn ar? Hún keyþti nokkra tog- ara fyrir lítið brot ai verð miklum peningum, sem landsmenn voru áður búnir að safna saman með dugn- aði og sparsemi. Og það var nú meira þrekvirkið að telja yfir 20% af þeim út fyrir togarana! En hvernig var svo við- skilnaðurinn? Jú, þeir félagar „rauðu“ og „blökku“ hafa Iengi gum að af framkvæmdunum: Síld arverksmiðja á Skagaströnd fyrir 30—40 miljónir króna, önnur álíka í Örfirisey, Hær- ingur o. m. fl. af slíku tagi. — Þegar þeir hrökkluðust í sundur eftir rúm tvö ár með hárreytingum og hrinding- um, hafði dýrtíðin tekið helj arstökk, auðmenn flutt pen inga úr landi í stórum stíl, bændurnir verið settir hjá og svívirtir, grundvöllurinn grafinn undan heilbrigðu fjármálalífi landsmanna, allar stórinnstæður erlendis uppeyddar, aðeins loft í rík- (Fxamhald á 7. Uiðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.