Tíminn - 02.04.1955, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.04.1955, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, Iaugardaginn 2. apríl 1955. &W)J WÓDLEIKHÚSID Æílar konan að " deyja? °g Antigóna Sýning í kvöld kl. 20.00. Næst síðasta sinn. Pétur og úlfurinn og Dimmulimm Sýning sunnudag kl. 15.00. Seldir aðgöngumiðar að sýning unni sem féll niður 20. þ. m., gilda að þessari sýningu. Fœdd x gœr Sýning sunnudag kl. 20.00. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15—20.00. Tekið á móti pönt- unum. Sími: 8-2345, tvær línur. ► ♦♦♦♦■♦♦♦♦.»♦♦ Bruuð htrrleihans (Iíárlekens Bröd) Áhrifamikil og stórbrotin, ny, sænsk stórmynd. Leikstjóri Arne Mattson. Mynd þessi, sem vakið hefir geysi athygli og umtal á Norðurlöndum, er talin þriðja bezta myndin, sem komið efir frá Nordisk Tonefilm. Folke Sundquist, Sissi Kaiser. Bönnuð bömum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ Blml 147B. Kona plantehru- eigandans (The Planter’s Wife) Viðburðarlk og spennandi, ensk st’órmynd um ógnaröld þá, er ríkir á Malajaskaga. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. Ævintýrusháldið H. C. Andersen Barnasýning kl. 3. Aðgangur ókeypis. Aðgöngumiðar afhentir í miða- sölunni kl. 1-2 e. h. ♦ ♦ NÝJA BÍÓ Sími 1544. Aldrei shal ég gleyma þér (I’Il Never Forget You) Dulræn og afar spennandi, ný, amerísk mynd í litum. Aðalhlutverk: Tyrone Power, Ann Blyth, Michael Bennie. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Laugardag, sunnudag og mánu- dag klukkan 1,30: Atlantshafsbandalagið. (Alliance for Peace) os Sameinuðu þjóðirnar. (Tower of Destiny) Ókeypis aðgangur. eTæTarbíó — HAFNARFIRDI - Parts er alttal París ítölsk úrvals kvikmynd. Aðalhlutverk: Aldo Fabrizi (bezti gamanleikari ítala) Lucia Bosé, (Hin fræga nýja ítalska kvik myndastjarna, sem þér eigið eftir að sjá í mörgum vik- myndum) Franco Interlenghi. Danskur skýringartexti. : Myndin hefir ekki verið sýnd áð ur hér á landi. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. iT.EIKFELAfii 'REYKJAVÍKUR' 82. og 83. sýning Frænka Ckarleys í dag kl. 5 og á morgun kl. 8. Sala aðgöngumiða að sýningu kl. 5 eftir kl. 2, að sunnudagssýningu kl. 4—7. Síðustu sýningar fyrir páska. Ath.: Engin sýning í kyrru vik- unni og heldur ekki á annan í páskum. Sími 3191. AUSTURBÆJARBSÓ Yorh liðþjám (Sergeant York) Aðalhiutverk: Gary Cooper, Joan Leslie, Walter Brennan. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9. Dreymundi varir Hin framúrskarandi þýzka -'vik- mynd. Aðalhlutverk: Maria Schell, Philip Dorn. Sýnd . 7,15. Örfáar ýningar ir TRIPOLI-BÍÓ Slml ÍIKS Dauðinn við stýrið (Roar of the Crowd) Afar spennandi, ný, amerísk kappakstursmynd í litum. í myndinni eru sýndar margar af frægustu kappaksturskeppnum, sem háðar hafa verið í Banda- ríkjunum, m. a. hinn frægi kapp akstur á Langhornevellinum, þar sem 14 bílar rákust á og öldi manns létu lífið, bæði áhorfend ur og ökumenn. Aðalhlutverk: Howard Duff, Helene Stanley, Dave Willock, ásamt mörgum af frægustu kappaksturshetjum Bandaríkjanna. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 4. Hafnarfjarfr- arbíó Sími 9249. Fernandel í her- þjónustu Frönsk gamanmynd með hinum óviðjafnanlega franska gaman- leikara Fernandel í aðalhlutverk inu. Danskur texti. Sýnd kl. 7 og 9. Síðasta sinn. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦ TJARNARBIO Gullbúrið (Cage of Gold) Framúrskarandi spennandi og vel leikin brezk sakamálamynd, ein af þessum brezku myndum þessarar tegundar, sem eru ógleymanlegar. Aðalhlutverk: Jean Simmons, David Farrar. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ Siml 6444 Kvenholli shipstjórinn (The Captains Paradise) Hin fjöruga og sérstæða man mynd um skipstjórann, sem átti eiginkonu í hverri höfn. Alec Guinness, Yvonne De Carlo. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 77. blaff. Styðjum gott málefni Kvenfélag Bústaðasóknar hefir á skömmum tíma unn- ið örðugt en farsælt braut- ryðjandastarf. Hafa félagskonur sýnt lif- andi áhuga á ýmsum menn- ingar- og kirkjumálum. En í nýbyggð þar sem að þessu hefir ekki verið neinn samkomustaður, er auðsætt, að öll félagsstarfsemi á erf- itt uppdráttar, þótt verkefn- in, sem að kalla, séu næst- um óteljandi. Nú hefir svo giftusamlega til tekist, að nokkuð hefir úrræzt með stað til menn- ingarlegrar starfsemi, enda hyggst kvenfélagið líka að herða enn sóknina til efling ar málum sínum. Meðal annars er ætlun þess að fegra að nokkru guðs þjónusturnar í hinum nýja messusal og leggja jafnframt hönd að því, að söfnuðurinn eignist sem fyrst sína eigin kirkju, sem honum er vitan- lega mikil nauðsyn. í þessu augnamiði stofnar kvenfélagið til kaffisölu í Breiðfirðingabúð n. k. sunnu dag kl. 2 e. h. Verða þar hin- ar ágætustu veitingar á boð- stólum við sanngjörnu verði. Þar gefst ekki aðeins Bú- staðasöfnuði heldur bæjar- búum almennt ákjósanlegt tækifæri til að ljá góðu mál- efni liö jafnframt því, sem þeir gleðja sjálfa sig. Ég vænti þess líka að fjöl- rnargir eigi hlýhug til þess- arar nýju þyggðar og sýni hann í verki með því að drekka þarna síðdegiskaffið. Og þannig leggja þeir og smá stein í þá byggingu, sem síð- ar á að verða áð fögru musteri. Gunnar Árnason. ■JwIÍIBbw- 9 lb Henrik Cavling: JKíf 1 KARLOTTA — Falleg, hún hlýtur að hafa kostað tvö hundruð að minnsta kosti. Hvar fékkstu hana? Ef það er að þakka hinni góðu ráðleggingu minni í gær, verð ég að segja, að þú hefir ekki verið sein að fylgja því. Karlotta beit á vörina. Hún ætlaði að taka töskuna, en Merete hafði haft hönd á henni og vildi ekki sleppa tak- inu strax. Hún sneri henni milli handa sér og horfði á hana ágirndaraugum. — Hvar fékkstu hana? — Ef þú vilt endilega fá að vita það, þá er hún jóla- gjöf frá kuuningja mínum, sagði Karlotta þungbúin. Henni var farið að renna í skap. — Jólagjöf frá kunningja. Jæja, er nú farið að gefa því það nafn? sagði Merete meinfýsin. — Ég hafði 70 krónur í nótt. Það voru líka eins konar jólagjafir frá kunningjum. Merete hló hátt að fyndni sinni. Augu Karlottu loguöu. Nú var hún reið. Henni tókst þó að hafa hemil á sér, og hún sagði kuldalega: —- Viltu ekki vera svo vingjarnleg að líkja þessu ekki við viðskipti þín. Merete hætti að hlægja. Hún starði undrandi á Karlottu. — Hvað gengur á? Ég ætlaði ekki að fyrta þig. Ég veit vel, að maður fer dálítið hjá sér í upphafi, en þú þarft ekki að þlygðast þín gagnvart mér. Karlotta kreppti hnefana aö baki sér. — Þú mátt trúa því, sem ég segi, þótt þér viröist það erfitt. Svipur Merete harðnaði sem snöggvast, en svo hætti hún við að fyrtast. — Jæja, þá segjum við það, sagði hún en bætti svo við: — En það er nú ekki þægilegt aö greiða húsaleiguna eða þess háttar með slíkum gjöfum. Karlotta horfði undrandi á hana. Hún var að því komin að missa stjórn á skapi sínu. — Nei, það veit ég vel. — Seldu mér hana þá fyrir sjötíu krónur. Karlotta hristi höfuöið. — Þessi taska er ekki til sölu. — Kemur hann aftur í kvöld? — Kemur hver? — Sá, sem gaf þér töskuna. Hann lilýtur þó að vilja fá eitthvað fyrir gjöfina. Við þessi orð var mælirinn fullur. Karlottu var nóg boðið. — Ef þú heldur, að þetta eigi eitthvað skylt við viðskipti þín, skaltu hugsa þig um tvisvar. Augu Merete drógust saman. Nú var hún orðin reið líka. Svo var sem ljós rynni upp fyrir henni. — Segðu mér ann' ars góða mín. Vinnur þú ekki í leðurvörudeildinni í verzl- uninni? Neyzluvatns* rannsóknir (Framhald af 5. slðu). meðal annars að fundizt hafa stórar perlusteinsnámur, svo sem áður hefir verið greint frá í blöðum. Athugunum þess um verður haldið áfram. Vinnsla þessa jarðefnis er þó hvergi nærri tryggð en nokkr ar vonir eru tengdar við mögu leika þá, sem fyrir hendi eru. Þá hefir nokkur undanfarin ár verið unnið að jaröfræði- korti fyrir Reykjavík og nær sveitir. Slík kortagerð heíir hvort tveggja vísindalegt og hagnýtt gildi. Fullkomið jarö fræðikort gefur glögga inn- sýn varðandi heppilegt skipu lagsform bæjanna, gefur bend ingar um hvar byggingarefna sé helzt að leita o. s. frv. Starfsemi jarðfræðingsins er og þjónusta vegna jarð- fræðilegra leiðbeininga og ráð legginga við ýmsar stærri byggingaframkvæmdir. Iðnaðardeild Atvinnudeild ar Háskólans er stærsta og elzta stofnun þessa lands, er vinnur að hagnýtum rann- sóknum. Deildin hefir í þjón ustu sinni sérfræðinga í efna verkfræði, efnafræði, gerla- fræði og jarðfræði. Það er von okkar, sem hér störfum, að starfsemin haldi áfram að eflast og dafna til hags'bóta fyrir land og lýð. Atvinnudeild háskólans. Iðnaðardeild. »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ tfuglijAití TíntanuB Roðinn þaut fram í kinnar Karlottu. Henni var ljóst, hvaö Merete átti við. Merete hélt áfram: — Ég afla mér að minnsta kosti tekna með heiöarlegum hætti og ég við'ur- kenni, hvernig ég fæ þær. Ég er að minnsta kosti ekki svo langt leidd, að ég steli. — Hvað áttu við með þessum orðum? — Ég á við það eitt, að stúlka eins og ég er ekkert verri en óvandaður þjófur, hrópaði hún. Varla hafði hún sleppt orðinu, er Karlotta lét löðrung- inn dynja á henni. Merete varð alveg ráðviUt fyrst í stað. — Berðu mig? sagöi hún og nuddaði kinnina. Karlotta réð nú ekki við sig lengur. Hún ýtti Merete óþyrmilega út úr dyrunum. — Út með þig og komdu aldrei fyrir mín augu framar. Merete áttaði sig ekki til fulls á þessu, fyrr en hún stóð úti í gangi, og Karlotta hafði skellt aftur hurðinni. En nú var hún hamslaus. Hún réðst á hurðina og barði hana báðum hnefum. Opnaöu strax, þjófur. Ég skal jafna um þig- Karlotta náði valdi yfir sér um leið og hún skellti aftur hurðinni. Hún settist og fól andlitið í höndum sér. Henni fannst líða eilífð, unz barsmíöar og ógnanir Merete utan dyra hættu. Heit og þung tár hennar féllu ofan á borðið. Karlotta barðist við grátinn. Myndir frá æskuárunum liðu henni fyrir hugskotssjónir. Hvað hefi ég gert svo aö ég eigi slíka refs- ingu skilið? spurði hún sjálfa sig. Hún sá mynd móður sinnar fyrir sér. Henni fannst hún brosa og kinka uppörvandi kolli til dóttur sinnar. Þá var Karlottu allri lokið. Hún lét höfuðið hníga fram á boröiö og grét ákaft. Tveir dagar voru liðnir síðan áreksturinn við Merete varð. Þótt enn væri hálfur mánuður til jóla, var ösin oröin mikil. Karlotta var þakklát fyrir aö hafa mikið að gera, því að það leiddi hugann frá eigin sorgum og andstreymi. Hún iðraðist þess mjög að hafa látið reiðina hlaupa með sig í gönur og slá Merete. Þegar á allt var litið, hafði Mer ete vafalaust ekki haft illt í huga með orðum sínum, þótt þau hljómuðu sem móðgun í eyrum Karlottu. Karlotta hafði ákveðið að segja nokkur afsökúnarorð víð Merete, þegar fundum þeirra bæri næst saman. En það virtist ætla að verða bið á því. Þegar hún kom frá því að afhenda vöruböggul við gjaldkeraborðið skömmu fyrir lok un þetta kvöld, kallaði deildarstjórinn til hennar. Hvað ætli ég hafi nú gert af mér? hugsaði Karlotta þeg- ar. Jörgensen deildarstjóri var svipþungur og rauður í kinn um. — Viljið þér koma með mér inn í skrifstofuna þegai í stað, sagði hann hvasst. Karlotta hlýddi þegjandi. Hún gekk að lyftunni, sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.