Tíminn - 14.04.1955, Side 2

Tíminn - 14.04.1955, Side 2
2 TÍMINN, fimmtudaginn 14. apríl 1S55. 83. blað. Háði blaðastyrjöid við Hearst og lét blaðamenn sína bera hiaðnar byssur Nýlega er látinn i Bandaríkjunum hinn kunni blaSaát- gefandi, Robert McCormick, en hann var vel þekktur í ílestum löndum heims. McCormick varð 74 ára gamall. 30 ára gamall tók hann við blaðinu „Chicago Tribune“, sem afi hans, Joseph Mediel, hafði stofnsett og stjórnað einn i 44 ár. McCormick hélt fast við einræði gamla mannsins og frá skrifborði sínu stjórnaði hann öllu — allt frá verk- smiðjunum, sem framleiddu pappír í blöðin til útgáfu hinna tveggja blaða „Tribune" og „New York Daily News“, sem til samans hafa þriggja miljóna upplag á hverjum degi og fimm miljónir á sunnudögum. Stuttu eftir að McCormick tók >ið stjórn Chicago-blaðsins hóf toann ásamt frænda sínum blaða- styrjöld og takmarkið var að slá út blaðakónginn William Randolph Hearst. Á hátindi striðsins, — .,em háð var í Chicago, — báru allir blaða menn „Tribune“-hlaðnar skamm- byssur, og enn þann dag í dag er „Tribune“-byggingin í Chicago und ir eítirliti 45 vopnaðra manna úr lögregluliði blaðsins. McCormick átti engin börn og áform hans um eftirmann við blöðin meðal ættingja hans, sem eru um 9000, er ekki vitað um. Sumir telja, að þeir samverkamenn hans við blöð in, sem hann bar mest traust til, muni sjá um reksturinn. Einangrunarsinni. í mörg ár hafði McCormick gegn Um blað sitt mikil áhrif í Chicago og miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Á seinni árum minnkuðu þau áhrif mikið og oft heyrðist sagt i forseta- kósningum eða öðrum kosningum um frambjóðendur: „Nei, hann hef ir enga möguleika. McCormick styð- ur hann“. Siðasti frambjóðandinn, sem McCormick studdi, var Mac- Arthur. Ofurstinn, eins og hann var alltaf kaliaður í blaðahúsi sínu, var ein- angrunarsinni. Bandaríkin fyrir Bandaríkjamenn. Ekkert ofar eða jafnt USA. Evrópa getur átt sig. England getur átt sig. Þannig var hljóðið í „Chicago Tribune". Utyarpið íítvarpið í dae. ‘ Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Daglegt mál (Árni Böðvars- son cand. mag.). 20.35 Kvöldvaka: a) Séra Jón Skagan flytur ru- sögu eftir séra Vilhjálm Briem um kynni hans af Sölva Helgasyni. b) íslenzk tónlist: Lög eftir Björgvin Guðmundsson (pl.). c) Stefán Júlíusson yfirkenn- ari flytur síðari hluta írásagn ar sinnar um víðförulan hafn- firzkan sjómann. d) Ævar Kvaran leikari flyt- ' ur efni úr ýmsum áttum. 22.10 Sinfónískir tónleikar (plötur). 22.50 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir iiðir eins og venjulega. 20.30 Fræðsluþættir. 21,05 Tónlistarkynning: Lítt þekkt og ný lög eftir Björn Franzson og Pál Halldórsson. 21.30 Útvarpssagan: „Jómfrú Bar- bara“ eftir Aino Kallas; I. (Séra Sigurjón Guðjónsson í Saurbæ). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Náttúrlegir hlutir. 22.35 Dans- og dægurlög (plötur). 23.10 Dagskrárlok. Árnað heilia Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjóna band ungfrú Ester Kristinsdóttir, leikfimiskennari, og Þórir Þorgeirs son, leikfimiskennari, Laugarvatni. Heimili ungu hjónanna verður að Laugarvatni. Cy ■ Jif ROBERT McCORMICK allir kommar í Danmörku Góð fréttaþjónusta. Sjálfur kallaði hann blað sitt hið mesta í heimi — „the greatest news paper in the world". Það hefir aö- setur i skýjakljúf, sem fyrir mörg- um árum var byggt eftir ujndeilda keppni húsateiknara. Þar ílaut Finninn Sariinen önnur verðlaun, þótt hann þá hefði aldrei séð skýja- kljúf. Frá þakhæð þess er glæsilegt útsýni yfir Chicago í vestur, en yfir Michiganvatn í norður og austur. Fréttaþjónusta blaðsins er mjög ,;óð og það hefir fréttaritara i flestum löndum heims, þótt McCormick væri enginn alþjóðasinni. Hann skorti frjálslyndi og varð meir og meir óánægður með þá þróun, sem varð í alþjóðamálum. Hann gat ekki lið- ið Evrópu, og tilfinningum hans gagnvart Englandi má líkja 'við hat ur. Faðir hans var einu sinni sendi- herra í London, og ef til vill hefir sonurinn átt bitrar minningar það- an. Hann fyrirleit enska hefðarfolk ið os þar með konungsfjölskylduna. Hann réðist einníg á ,Wall Street“ og norðvestur fylkin og fékk lof frá mörgum fyrir. Einu sinni skrifaði hann í „Tribune", að blaðið berðist aðeins fyrir því sem það teldi rétt, “og þó að fjöldinn sé á móti okkur, vonum við, að skrif okkar um deilu málin séu nógu sannfærandi til þess að vinna fjöldann á okkar band“. Allt kommúnistar. En þessi von hans rættist ekki. McCormiek dró hinar fáránlegustu ályktanir af ýmsu, sem ekki komu málinu við. Eitt sinn kom hann til Kaupmannahafnar í eigin flugvél ásamt miklu fylgdarliði. Hann lagði undir sig stórt hótel, en varð svo að leggjast í rúmið með inflúenzu, og þar lá hann í þrjá daga, sem heim- sóknin stóð. Þegar hann kom aftur til Chicago, skýrði hann frá því, að öllum blöðum í Danmörku væri stjórnað af kommúnistum. Útbreitt blað. En útbreiðslu hlaut blað hans. Það var vinsælt af mörgum vegna skoð ana, sem þar var haldið fram, þótt fólk vissi innst inni, að þessar skoð anir stæðust ekki alltaf. McCormick-fjölskyldan átti einn- ig stórblað í Washington, sem fyrir nokkru var selt Washington Poft. Það sýndi, að McCormick var ekki eins sterkur og áður, og meðan hann lá banaleguna milduðust skrif „Tribune" mjög. vmyn i Listamamialíf ~ Bæjarbíó í Hafnarfirði sýnir franska mynd um bóhema í arís um eða fyrir aldamótin s’ðustu. Myndin greinir sérsíaklega frá skáldi, málara, tónskáldi, kærustum þeirra og einum heimspekingi. Um vorið og sumarið er lifsgleðin á há- stigi en þegar haustar, er ölið af könnunni og kærustur k'oina og fara. Á gamlárskvöld heyr unnusta skáldsins dauðastrið sitt og ung- mennunum skilst, að æska þeirra ré horfin. Með hlutverk skáldsins fer Louis Jourdan með goðumlíka ásjónu, sem hefir fleytt honum lengra en leikhæfileíkarnir..: Unn- ustu hans leikur Maria Denis-og svip ar mjög til Kamelíufrúarinnar í -,am nefndri mynd, enda er efnið líkt. Markverðast er líklega það, nve Louis Saloun í hlutverki heimspek ingsins tekst með stólskri ró að halda stefnunni á ólgusjó lífsins, þrátt íyrir allar ástríðuágjafir. H.S. Akureyri iFramnaid af 8 slðu). eiga valtann, og hefðu virkis menn hnuplað honum á gras býli, sem maðurinn á þarna. Virkismenn töldu þetta ósatt og sögðu valtann eign brezka- heimsveldisins. Þá vék sér að einn menntskælinga og spurði, hvort eigandi valtans vildi selja gripinn, og var það auðsótt. Var nú setzt á þúfu, afsal gert með undirritun votta og andvirðið reitt af hendi — 30 kr. Komu nú menntskælingar til virkis- manna og sýndu skjalið og heimtuðu eign sína. Ekki vildu virkismenn laust láta, og leituðu piltár aðstoðar lög reglunnar að ná eign sinni, en lögregla Akureyrar kvað þetta ekki í sínu umdæmi, og yrðu piltar að leita til hrepp stjóra að ná rétti sínum. Skólameistari kemur. Nú dreif að meira lið til virkismanna og voru þar komnir æðstu menn komm- únista á Akureyri. Einnig hafði einhver úr verkfalls- stjórn símað til skólameist- ara og sagt honum, að piltar hans stæðu í stórræðum og beðið hann að koma á stað- inn. Kom skólameistari von bráðar, bað pilta að segja sér alla málavöxtu og mælt- ist síðan til, að þeir létu við svo búið sitja og kæmu með sér. Tóku þeir því vel, en áð ur vildi sá, er keypt hafði valtann, draga hann út af vegi, kvaðst ekki leyfa, að eign sín væri höfð har. Urðu þá nokkrar sviptingar og aur kast milli virkismanna og pilta, sparkaði einn virkis- manna í hönd pilti, svo að dreyrði nokkuð úr. Eftir það fóru piltar með skólameist- ara, og var allt kyrrt síðan. Brotfzt inn I verzlun í fyrrinótt var brotizt inn í verzlunina Skálinn, Lauga- vegi 66. Komst þjófurinn inn í verzlunina með því að brjóta glugga á bakhliðinni og skríða þar inn. Stolið var 400 krónum úr peningakass- anum, en annað mun ekki hafa verið tekið. Karltekár Reykjjavtkur í Sjálfstæðishúsinu, föstudaginn 15. þ. m.- kl. 20,30. KÓRSÖNGUR — EINSÖNGUR — DANS Styrktarfélagar og aðrir, sem þess óska/éru velkomnir ’< meðan húsrúm leyfir. Aðgöngumiðar verða seldir i miðasölu hússins í dag og á morgun. »5* SS'JsI s* - »- ** «-• ií. d Ád a Tvær stúlkur óskast 'H uf tx i •í u J í eldhús Vifilsstaðahælis. Önnur vön bakstri. Upplýs-.. ingar gefur ráðskonan. Sími 9332. s v. u átiu Skrifstofa ríkisspltalanna. «S5*55*5: I’H Vatn þar, sem vantar Það fæst bezt með „ALKATHENE“ plastik-pípum, - sem þola frost og sýrur. Koma í allt að 500 feta rúllum. Eru sterkar, léttar og auöveldar í meðferð. Endast endalaust UMBOÐSMENN: Kristjdnsson h.f. Borgartúni 8 Reykjavík Sími 2800 ssssssssssssssssssssssíssssssssíssssææiisííssæsssssssssssssssssssísa Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR verður jarðsett laugardaginn 16. þ. m. að Gaulverjabæ. Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hennar Læk í Ölfusi kl. 1 e. h. Bílferð verður frá Ferðaskrifstofunni kl. 9 f. h. ÍSLEIFUR EINARSSON börn og tengdabörn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.