Tíminn - 14.04.1955, Qupperneq 4

Tíminn - 14.04.1955, Qupperneq 4
 TÍMINN, fimmtudaginn 14. apríl 1955. 83. bla& Launakjör verzlunarfólks Undanfarnar vikur hafa att sér stað viðræður milli samninganefnda V. R. ann- ars vegar og samninganefnda Verzlunarráðs íslands, Sam- bands smásöluverzlana og KRON hins vegar, um kjara- samninga verzlunar- og skrif stofufólks í Reykjavík. Hefir 'V. R. haft með höndum samn :inga fyrir hönd þessa fólks am nokkurt árabil, en fyrstu heildar kjarasamningar verzl anarfólks voru undirritaðir 18. janúar 1946. Áður höfðu einungis verið gerðir samning ar um vissar launauppbætur iil handa verzlunarfólki, vegna verðbólgunnar. Samkvæmt núgildandi kjara samningi verzlunarfólks eru launakjör megin þorra verzl anarfólks mjög lág, svo lág, að þess finnast engin dæmi hér á landi og fyrir neðan það, sem hægt er að kalla 'lámarks þurftarlaun. Þessir óhagstæðu kjarasamningar 'V. R. stafa af bví, að félagið hefir haft erfiða samninga- aðstöðu fyrir hönd launþega, þar sem innan vébanda þess voru bæði launþegar og at- vinnurekendur og félagið því ■eigi stéttarfélag í skilningi vinnulöggjafarinnar. Á þetta ástand var endir bundinn á síðasta aðalfundi V. R., hinn 28. febr. sl.-, er lögum þess var jbreytt á þann veg, að atvinnu xekendur hurfu útr félaginu, og er það nú hreint stéttar- :félag. Sem dæmi um launakjör verzlunarfólks samkvæmt nú gildandi samningum má nefna, að afgreiðslumenn (með Verzlunarskóla- eða hliðstæða menntun) hafa í byrjunarlaun (allar eftirfar- andi tölur tilfærðar með nú- gildandi vísitöluuppbót) kr. 2.175,68, en pakkhúsmenn hjá , heildsölum hafa kr. 2.946,30 cr-á byrjun eða kr.' 770,62 hær-ra en afgreiðslumennirn Ir. Eftir tveggja ára starf eru taun afgreiðslumanna orðin ^r. 2.684,27 eða kr. 262,02 lægri en laun pakkhúsmanna og kr. 435,72 lægri en byrjun arlaun bifreiðarstjóra hjá heildsölum. En laun þessara manna hafa náð fullri hæð . oftir tveggja ára starf. Skrif stofumenn (með Verzlunar- skóla- eða hliðstæða mennt- un) eru enn ver settir. Eftir xveggja ára starf eru laun þeirra aðeins kr. 2.543,00 og eftir 3 ár kr. 2.684,27. Kaupsýslumenn hafa sum- :a hverjir haldið því fram, að verzlunarmenntuðum nönnum bæri eigi hærra saup, því þeir væru enn ó- reyndir í starfi eftir fjögurra ára skólamenntun. Þess má þó geta, að verzlunarskóla- ::clk vinnur margt í verzlunar [yrirtækjum og bönkum á sumrin. Verksmiðjuverkamað jr, sem vinnur í verksmiðju við vandasama framleiðslu á ymiskonar iðnaðarvörum t. d. skóm, hefir hins vegar kr. 2.946,00 eftir eins árs starf eða kr. 261,73 hærra en skrif stofumaður eftir þriggja ára starf. Kjötiðnaðarmenn, svein ar, hafa í vikukaup (4 ára nám) kr. 868,74 og rafvirkj- ar hafa svipað vikukaup eða kr. 876,12. Má þannig lengi telja. Afgreiðslustúlkur með verzl unarskólamenntun hafa eft- ir eins árs starf kr. 2.345,21 og aðrar afgreiðslustúlkur hafa eftir eitt ár kr. 1780,10 og eftir 3 ár kr. 2.189,60. Stúlkur i Iðju, félagi verk- smiðjufólks, sem vinna í verksmiðjum í bænum hafa eftir eitt ár kr. 2.109,00. — Stúlkur í verkakvennafélag- inu Framsókn hafa svipað kaup í almennri vinnu og stúlkur í Iðju, en þó heldur hærra. Með þessar staðreyndir í huga setti samninganefnd V. R. fram kröfur um samræm ingu á kjörum verzlunar- fólks til samræmis við aðrar starfsstéttir auk svipaðra kaupkrafna og önnur stéttar- félög settu fram, sem sögðu upp samningum frá sama tíina og V. R. Þessar sjálf- sögðu sérkröfur verzlunar- fólks hafa kaupmenn enn eigi léð máls á að ræða, en virð- ast vilja halda sig við það, að verzlunarfólk fái einungis sömu grunnkaupshækkun og önnur stéttarfélög. Slíkt er algjörlega óviðunandi fyrir verzlunarfólk, sérstaklega það lægst launaða, eins og ljóst má vera með saman- burði á kjörum verzlunar- fólks, samkvæmt samningum við kjör annarra stétta, eins og hér hefir lítillega verið gert. Af þessum ástæðum hef ir kjaramálum verzlunar- manna verið vísað til sátta- semjara og harmar stjórn V. R. að eigi hefir náðst sam- komulag um hinar sérstöku launakröfur V. R. innan samninganefndanna. Virðist auðssett að kaupsýslumenn geti eigi og ættu eigi að vænta þess, að geta haldið launum verzlunarfólks langt fyrir neð an laun annarra starfsstétta og á hinn bóginn, að þeir geti varla vænst þess að fá fólk, sem er starfi sínu vaxið, fyrir þau lágu kjör, sem það nú hefir, en án slíks fólks geta kaupsýslumenn eigi innt af höndum bá mikilvægu þjón- ustu fyrir þjóðfélagið og neyt endur í landinu, sem vissu- lega, er vilji þeirra að fari þeim sem bezt úr hendi. Engu skal um það spáð hvernig þeirri kjaradeilu verzlunarmanna, sem nú stendur yfir lýkur, hins veg- ar má öllu verzlunarfólki vera ljóst, að því er lífsnauð syn að standa saman um hags munamál sín og efla og treysta samtök sín, Verzlun- armannafélag Reykjavíkur. Félagsstjórn V. R. Kirkjukóramót á Akranesi Á pálmasunnudag héldu kirkjukórar Akraness og Borgarness söngmót á Akra- nesi. Mótið hófst með guðs- þjónustu í Akraneskirkj u og sungu báðir kórarnir við guðsþjónustuna. Sóknar- presturinn, séra Jón M. Guð- jónsson, messaði og ávarp- aði kórana. Úr kirkju var l’arið í Bíóhöllina, en þar fór mótið fram. Á söngskrá voru 18 lög. Sungu kórarnir 6 lög hvor og 6 sameiginlega. Söngstj órar voru: Geirlaug- ur Árnason, Akranesi, og Hall dór Sigurðsson, Borgarnesi. Undirleikarar á orgel: frú Stefanía Þorbjarnardóttir, Borgarnesi og Bjarni Bjarna son, Akranesi, á píanó: frú Fríða Lárusdóttir, Akranesi. Áheyrendur tóku söngnum mjög vel, enda er hér um vel þjálfaða kóra að ræða, og, án efa, meðal beztu kirkju- kóra í landinu. Voru þeir oft klappaðir upp. Söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar, Sigurö ur Birkis, var heiðursgestur mótsins. Flutti hann ávarp, þakkaði kórunum mikinn á- huga og fagran ávöxt af fórn fýsi þeirra. Sóknarprestur flutti lokaorð. Söngstjóra kirkjukórs Borgarness var færður blómvöndur sem vin- áttu- og þakklætisvottur frá Akurnesingum til hans og kórs hans fyrir komuna. For maður Borgarnesskórsins er Símon Teitsson og kirkju- kórs Akraness Finnur Árna- son, en hann er jafnframt formaður kirkjukórasam- bands Borgarfjarðar. Að lokn um söng kom söngfólkiö sam an til kaffidrykkju . í Hótel Akraness og kvaddist í ræðu og söng eftir mjög ánægju- legan dag. Var söngmála- stjóri hylltur og honum þakk að frábært starf. Sunnudaginn 27. marz var söngmót þriggja kirkjukóra, Saurbæjar, Leirár, og Innra- Hólmskirkju, haldið að Leir- á í Borgarfjarðarprófasts- dæmi. Kjartan Jóhannesson, söngkennari, þjálfaði kór- ana og stjórnaði mótinu. Mótið hófst með guðsþjón- ustu í Leirárkirkju. Fór það hið bezta fram, til uppbygg- ingar og yndisauka öllum við stöddum. Voru Kjartani söngkennara færðar einlæg- ar þakkir. Ferðast hann nú um milli kirkjukóranna í uppsveitum Borgarfjarðar og leiðbeinir þeim. j. Enska knattspyrnan Urslit á föstudaginn langa og 2. páskadag. 1. deild. Arsenal—Cardiff 2-0 2-1 Bolton—Sheff. Wed. 2-2 2-3 Burnley—Blackpool 0-1 0-1 Chelsea—Sheff. Utd. 1-1 Everton—Newcastle 1-2 0-4 Manch. City—West Bromw 4-0 1-2 Portsmouth—Charlton 2-0 2-2 Preston—Leicester 2-4 1-0 Tottenham—Huddersfield 1-1 Sunderland—Manch. Utd. 4-3 2-2 Wolves—-Aston Villa 1-0 2. deild. Blackburn—Lincoln City 1-0 1-2 Bristol Rov.—Plymouth 3-1 1-0 Bury—Hull City 4-1 0-1 Derby—Swansea 1-4 0-3 Doncaster—Notts County 4-2 0-4 Luton Town—Leeds Utd. 0-0 0-4 Middlesbro—Birmingham 1-5 0-3 Nottm Forest—Rotherham 0-2 2-3 Port Vale—Liverpool 1-0 1-1 West Ham—Fulham 2-1 0-0 Stoke City—Ipswich 2-0 tffy7?^i?^reyreSS*^???*;,^??SSSS,rSSSSS?SSSgass:5!S;SSa;S!SS&S5s53SSSSSSSSSSS^ðag^ Aðalf undur Barnavinafélugsins Sumartjjafar verður haldinn laugardaginn 16. þ. m. að Tjtarnar- götu 33 (Tjarnarborg) og hefst kl. 4 e. h. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. » ** Nýft heimsmef í 880 yards Nýlega setti Bandaríkja- maðurinn Lon Spurrier nýtt heimsmet í 880 yards hlaupi á móti í Berkerley. Hljöp hann á 1:47,5 mín., en eldra metið var 1:48,6 mín. e,g áttu það Withfield, Banda ríkjunum og Gunnar Niel- sen, Danmörku. Frakkar unnu Svía Á sunnudaginn léku Frakk ar og Svíar landsleik í knatt spyrnu og var hann háður í París. Leikar fóru þannig, að Frakkar unnu með 2—0, og höfðu þeir rnikla yfir- burði, án þess ^ð sýna nokk uð sérstakan leik. Svíarnir voru greinilega æfingarlaus- ir. Urslit á laugardag: 1. deild. Arsenal—Blackpool 3—0 Burnley—Huddersfield 1—1 Cardiff—Aston Villa 0—1 Chelsea—Wolves 1—0 Everton—Tottenham 1—0 Leicester—Manch. Utd. 1—0 Manch. City—Sunderland 1—0 Newcastle—Sheff. Wed. 5—0 Preston—Bolton 2—2 Sheff. Utd.—Charlton 5—0 West Bromw.—Portsmouth 3—1 2. deild. Birmingham—Plymouth 3—1 Bury— Swansea Town 2—1 Hull City—Blackburn 1—4 Ipswich—Bristol Rov. 1—0 Leeds Utd.—Notts County 2—0 Lincoln—Pulham 2—2 Luton Town—West Ham 2—0 Middlesbro—Port Vale 2—0 Notm. For.—Liverpool 3—1 Rotherham—Derby County 2—1 Stoke City—Doncaster 3—0 Þrjár umferðir voru háðar um páskana. Aðeins sjö lið unnu alla leikina, Arsenal og Newcastle í 1. deild, Birm- ingham og Rotherham í 2. deild og Brentford í 3. deild. Oftast er það svo eftir þess- ar umferðir að úrslitin eru nokkuð ráðin, en nú er ann- að uppi á teningnum. Þó má segja, að Chelsea sé orðið nokkuð öruggt með meistara titilinn, einkum þar sem Úlf arnir töpuðu á þriðjudaginn fyrir Aston Villa með 4-2. Sama dag vann Huddersfield Tottenham með 1-0, en þess- ir leikir eru ekki komnir á töfluna. Sheff. Wed, er ör- ugglega fallið niður, en óvíst er enn hvaða lið fylgir þvl niður í 2. deild. Leicester stendur verst að vígi, en á þó tiltölulega létta leiki eft- ir. Cardiff er einnig í hættu, því liðið hefir ekki unnið leik að undanförnu. Sigur Hudd- ersfield á þriðjudaginn var sá fyrsti í 16 leikjum. Þá eru Bolton. Tottenham og Black- pool ekki sloppin úr allri hættu, því reikna má með áð stigatala annars fallliðsins verði nú mun hærri 'en oftast áður, getur jafnvel orðið 38 stig. Þá má geta þess, að Arsenal hefir unnið sjö leiki í röð, og er nú komið í fimmta sæti. Sennilega verður liðið I einhverju af fjórum efstu sætunum, en þau lið fá all- ríflega peningaupphæð. í 2. deild er enn meiri ó- vissa. Sjö lið hafa mögu- leika til þess að sigra i deild inni, og stendur Birmingham þar bezt að vígi. Sennilega fylgir Stoke með upp í 1. deild, þótt önnur Iið hafi einnig mikla möguleika. —■ Derby County er þegar fallið niður í 3. deild og er það mik ið áfall fyrir þetta fræga lið, sem fyrir tvéimur árum lék í 1. deild. Sennilega verður Ipawich hitt liðið, sem fell- ur niður, eftir eitt ár I 2. deild, en Plymouth er einnig í mikilli hættú. í 3. deild syðri eru mestar líkur til að Bristol City berl sigur úir býtum, en Barnsley. í þeirri nyrðri. "’WWI 1. deild. 39 19 11 0 77-55 49 37 17 10 10 80-58 44 37 17 9 11 67-53 43 38 17 9 12 71-60 43 38 17 8 13 64-54 42 39 12 18 9 58-53 42 37 17 6 14 75-68 40 8 13 68-57 40 9 15 47-47 39 8 15 73-85 38 7 16 75-55 37 7 15 71-65 37 6 14 79-69 36 6 15 57-68 36 6 16 61-77 36 8 15 66-64 34 37 11 12 14 59-64 34 38 13 8 17 52-60 34 37 12 9 16 58-68 33 36 10 13 13 64-64 33 Chelsea Wolves Portsmouth Manch. City Arsenal Sunderland Manch. Utd. Everton Burnley 37 16 39 15 West Bromwic 38 15 Preston Charlton Newcastle Aston Vilia Sheff. Utd. Tottenham Bolton Blackpool Cardiff Huddersfield 38 15 37 15 35 15 36 15 37 15 36 13 (Framhald & 6. síðul. YINNA Einn matreiðslumaður, tvær frammistöðustúlkur og tvær stúlkur til eldhússtarfa óskast frá 1. maí eða fyrr að Hótel Tryggvaskála, Selfossi. — Upplýsingar gefnar á staðnum og hjá Gísla Gíslasyni, Hofteig 12, Reykjavík, milli kl. 5—9. SSSSSSðSSSSSSSSSSSsSSSSSSSSSSSSftSSSSSSíð WSSStíSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSðSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSðSSSSSSðSSSSÍSía Tilkynning Heiðruðu viðskiptavinir, sem orðað hafa við mig smíði á þjóðbúníngasilfri fyrir 17. júní, ættu að tala við mig sem fyrst. — Afköst vinnustofunnar eru tak- mörkuð, tíminn gerist naumur. Virðingarfyllst, Borsteinn Finnbjjarnarson Njálsgötu 48 — Sími 81626 SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSCSSSSS^

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.