Tíminn - 14.04.1955, Síða 8

Tíminn - 14.04.1955, Síða 8
39. árgangur. Reykjavík, 14. apríl 1955. 83. blað. Farfuglarnir að koma til Norðor- landsins Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Farfuglarnir eru óðum að koma hingað og bætist ein- hver í hópínn hvern dag. Ló- an.sást hér á skírdag, grá- gæsín og tjaldurinn sáust 1. apríl, þrösturinn sást á föstu daginn langa, og nú búast menn við nýjum gestum næstu daga. Skákmót Hafn- arfjarðar Eftir átta umferðir á skák móti ..Hafnarfjarðar er Sigur geir Gíslason enn efstur með 7 vinninga. Næstur er Ólaf- ur Sigurðsson með 5 og bið- skák. Jón Kristjánsson hefir 5. Magnús Vilhjálmsson 4,5. Stígur Herlufssen 4,5 og bið- skák. Sig. T. Sigurðsson 3 og biðskák. Ól. Stephensen 3 og biðskák. Trausti Þórðarson 1,5 og biðskák og Eiríkur Smith 1 og biðskák. Biðskák ir verða tefldar annað kvöld, en síðasta umferðin n. k. þriðjudag. Hver nrðn örlög hans? Fyrir skömmu heppnaðist hersveitum stjórnarinnar i Verksmiðjur hafa ekki vlð að framleiða hið nýja bóíuefni New York, 13. apríl. — Heilbrigðisvfirvöld í Bandáríkjunum ráðgera að bólusetja á næstunni ekki færri en 57 milljónir i barna og unglinga með hinu nýja bóluefni gegn lömunar- | veiki. Jafnframt hefir stjórnin í Washington Iýst yfir, að hún muni hafa eftirlit með útflutningi á bóluefninu og verði svo, unz það er framleitt í nægilega stórum stíl til að full- nægja eftirspurninni, en óhemju stórar pantánir berast nú hvaðanæva erlendis frá og væri þeim fullnægt.vmyndi ekki • nægilegt til fyrir Bandaríkjamenn sjálfa. , Bólusetning mun hefjast í borginni San Diego þann 16. þessa mánaðar og síðan mun hún hefjast í hverri borginni af annarri. Peningar til að bólusetj a án endurg jalds fyrstu 9 milljón börnin voru lagðir fram af félagsskap beim, sem berst gegn lömunar • /eikinni og afleiðingum henn ir í Bandaríkjunum. Einn bátur með 450 smál. á vertíð Sá e«ni bátur, sem gerður er út héðan, hefir nú aflað 450 smálest*r fiskjar. Verð- ur það að teljast mjög gott og sýnir að héðan frá Pat- reksfirði er gott að sækja t»l fiskjar á nærmið. Bátur- inn er 25 smál. og f<mm menn á honnm. Skipstjóri er Jón Magnússon. Molotov og Raab vongóðir um árangur Moskvn, 13. apríl. — Bæði Molotov og Raab kanzlari Austurríkis, létu í Ijós þá skoðun sína, að viðræður þehra myndu flýta fyrir endanlegum friðarsamn- ingum við Ansturríki. Þeir ræddust við um 4 klst. í dag og munu enn eftir að ræð- ast við. Búizt er við að sam eiginleg yfirlýsing verði gef •n út á föstudag og þá munu austurrísku ráðherrarnir hverfa heimleiðis. Laos í Indókína að hafa upp á flokki skæruliða, rétt í þann mund, er þc*r voru að leggja upp í leiðangur til að vinna meiri háttar skemmd- arverk á flugvelli einum í grenndinni. Skæruliðar flýðu sem me.st þeir máttu og sluppu allir nema leiðsögu- menn þeirra, feðgar tveir, sem voru handteknir. Son- urinn var bundinn við tré eins og sést á myndinni og þar skyldi hann bíða, unz á- kvörðun hefðr verið tekin um hvað vM5 hann yrðL gert. Framsóknarkonur MUNIÐ FUNDINN í kvölc'l kl. 8,30. Páll Þorsteinsson, alþingismaður, flytur er- indi. Einnig verða rædd fé- lagsmál. Á 10. ártíð Roosevelts. Hinn glæsilegi árangur af ■ ilraununum með bóluefnið var tilkynntur dag þann, er 10 ár voru liðin frá dauða Roosevelts forseta, en hann varð sem kunnugt er hart leik inn af völdum lömunarveiki. Hann stofnaði einnig samtök þau til baráttu gegn veikinni, sem áður var minnzt á. Mikill afli Vestmannaeyjabátar afla vel þessa dagana. í gær voru allir bátar á sjó og hafð' verið landlega daginn áður. Net voru því nokkuð flækt og erfiðara um vik að draga. Mikið annríki er i Eyjum við nýtingu aflans og má segja að milljóna verðmæti koma á land í Eyjum dag hvern, sem róið er. sameinuð sem víðast í landinu Á fundi sameinaðs Alþingis í gær var afgreidd sem ályktun til ríkisstjórtiarinnar tillaga til þingsályktunar um sam- einingu tollgæzlu og löggæzlu í landinu. Var tillagan sam- þykkt með 28 samhjóða atkvæðum. Flutningsmaður var Karl Kristjánsson, þingmaður S.-Þingeyinga. Hann var einnig framsögumaður af hálfu f járveitinganefndar, er f jall- aði um tillög'una ö«g veitti henni einhuga fylgi. Tillagan var á þessa leið: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að athuga, hvort ekki væri haganlegt og ávinningur til sparn- aðar að sameina á ýmsum verzlunarstöðum tollgæzlu og almenna löggæzlu“l I greinargerð segir m. a. að sums staðar á verzlunar- stöðum, þar-sem ríkið kostar tollgæzlumenn lengri eða skemmri tíma á ári, hafi þeir ekki viðfangsefni svo að teljandi sé nema~annað veif- ið. Vinnukraftur þessi nýtist því illa. Menn þessir gætu jafnframt “sinnt"' almennri löggæzlu, ef þeim væri ætlað það, en slíkrár þjónustu vant ar víða á þessum stöðum. Fjárveitingahefnd leitaði álits fjármálaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis á tillög unni, er lýstú y'fir eindregnu Kátlegur tunnuslagur menntskælinga og virkismanna á vegi norðan Akureyrar Frá fréttaritara Timans á Akureyri. Eins og áður hefir verið frá skýrt hafa verkfallsmenn á Akureyri sett upp vegvirki norðan Akureyrar og leita Bifreiðaeign iandsmanna var 12505 um síðastliðin áramót Blaðinu hefir borizt bifreiðaskýrsla vegamálaskrifstofunn- ar, en þar má sjá bifreiðaeign landsmanna um síðastliðin áramót, skiptingu eftir tegundum, fjölda í einstökum sýslum eg kaupstöðum. Bifreiðaeignin nam 12505, og var tæpur helmingur þeirra í Reykjavík. Á síðasta ári jókst bif- reiðaeígn um tæpar 1000 bif- reíðar, en á s. 1. 10 árum hef- ir b'freiðatalan meir en tvö- faldast. Af þessum bifreið- um eru 7105 fólksbifretðar fyrir allt að sex farþega og 313 fólksflutningsbifreiðar fyrir sex farþega og fleiri. Tala vörubifreiða er 4685 og tala tvíhjóla bifreiða 312. Af fólksbifreiðum eru 87 tegund ir, en 88 af vörubifreiðum. Elztu bifreiðarnar eru frá ár inu 1923. Flestar eru frá ár- inu 1946 eða 3264. Sýslur og kaupstaðir. Tala bifreiða í emstökum sýslum og kaupstöðum er sem hér segir: Reykjavík 6041, Akranes 196, Mýra- og Borgarfjarðarsýsla 365, Snæ fells- og Hnappadalssýsla 206, Dalasýsla 92, Barða- strandarsýsla 150, ísafjarð- arsýsla 283, Strandasýsla 68, Húnavatnssýsla 258, Skaga- fjarðarsýsla 235, Siglufjörð- ur 34, Eyjafjarðarsýsla og Ak ureyri 821, Þingeyjarsýsla 821, Múlasýsla 467, Skafta- íellssýsla 239, Rangárvalla- sýsla 362, Vestmannaeyjar 145, Árnessýsla 656, Gull- bringu- og Kjósarsýsla 1203, Keflavík 256 og Keflavíkur- flugvöllur 47. þar í bílum, sem koma eða fara. Einkum mun þetta vera gert til þess að stöðva vöru flutninga til Reykjavíkur. Vegvirki þetta er skammt ut an við Lónsbrú. Akureyring- ar og Eyfirðingar eru slíkum aðförum óvanir, því að þetta er í fyrsta sinn, sem þessi menningarvottur að sunnan berst norðwr þangað. Hefir mönnum orðið tíðrætt um virkið og jafnvel 'gert sér ferðir til að skoða ummerkin. Hópur menntskælinga. Meðal þeirra, sem gerðust fcrvitnir um þessa hluíi, voru menntskælingar á Ak ureyri. Gerðu þeir ferð út að virkinu í hóp á föstudaginn langa, og er að virkinu kom, gaf þar á að líta valta á vegi miðjum, en bað var raunar tunna fyllt steinsteypu. Þar var einnig krosstré og nokk urt drasl annað lauslegt, svo og vörubifreið, sem stundum var sett um þveran veg. Munu piltarnir hafa tekið að spyrja hverju nývirkin sættu og hvaða markmiði þau þjónuðu en fengu köld svör um að halda kjafti og að þeim kæmi þetta ekki við. Munu piltar þá hafa byrjað glettingar og fleygt hinu lauslega út af veginum, svo að eftir stóð valtinn einn. Brugðu virkismenn við að sækja meira liö í bæinn. Valtinn seldur. Nú bar að kunnan borgara á Akureyri o*g kvaðst hann ( (Framhald á 2. síðu). samþykki sínu við hana. Hef ir tillagan fengig hinar beztu undirtektir og standa þvl fyllstu vonir til að ríkisstjórn in beiti sér fyrir, að hún nál tilgangi sínum í framkvæmd. ..— . .. í Nefndarálitið. í framsöuræðu sinni fyrir áliti fjárveitinanefndar rakti Karl Kristjánsson í fáum orðum tilgang tillögunnar og athugun þá, er fjárveitinga- nefnd hefði gert á henni. Kvað hann dómsmálaráðu- neytið hafa svarað fyrir- spurn nefndarinnar um til- löguna mjög ýtarlega og þar lagt til, að hún yrði gerð enn viðtækari og athugun látin fara fram á því, hvort ekki væri hentugast, „að sameina algerlega tollgæzluliðið hinu almenna tollgæzluliði" alls staðar á landinu. í samræmi við þetta lagði nefndin til að við tillögugreinina yrði bætt því ákvæði, að ef athugun leiddi i ljós, að sameming þessara starfa væri hentug, þá skuli það gert alls staðar þar sem það teldist vera til bóta. Kínverjar segja að skemmdar verk hafi valdið flugslysinu Flugvélasérfræðliigar ncila að svo sé Singapore, 13. apríl. — Pekingstjórnin heldur því fram í blöðum og útvarpi, að skemmdarverk hafi verið orsök þess, að flugvélin, sem flutti kínversku sendinefndina á ráðstefn- una í Bandung, hrapaði logandi í sjó niður skammt frá Borneo. Segir hún, að kínverskir þjóðernissinnar og Banda- ríkjamenn hafi unnið þetta verk, er vélin hafði viðdvöl i Hongkong. Hafa þeir sent brezku stjórninni mótmælaorð- sendingu. Pekingútvarpið segir, að hér sé um samsæri að ræða og hafi hún haft veöur af því og beðið yfirvöld í Hongkong að gæta sérstakxar varúðar. Yfir völdin þar segja, að vélarinnar hafi verið stranglega gætt og enginn komið nálægt henni. Eldur í aflvökva, Flak flugvélarinnar hefir enn ekki fundizt. Sex menn komust af og 3 lik háfa fund izt. Einn af áhöfninni, sem af komst, segir, að eldur hafi komið upp í aflvökva í hægri væng vélarinnar og hún strax hrapað i sjóinn. Flugvélasér- fræðingar telja mjög ósennh- legt af þessari lýsingu á til- drögum slyssins, að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Yfirvöld i Hongkong eru á sömu skoðun.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.