Tíminn - 21.04.1955, Síða 2

Tíminn - 21.04.1955, Síða 2
2. TÍMINN, fimmtudaginn 21. april 1955. 89. blað. Þessi vetur rennir stoðum undir skoðun að hlýindi fari vaxandi Því hefur verið spáð, að loftslagsbreytingar séu í vænd- um á jörðinni og hlýindi fari vaxandi á kaldtempruðum svæðum hennar. Ef dæma á eftir vetrum hér, þá er þetta ekki ósennilegt, enda verða þeir stöðugt hlýrri með hverju árinu sem líður, þ|’tt inn í milli komi kuldaköst. Og sá vetur, sem nú er að kveðja er einn þeirra er renna stoðum undir þá skoðun aðl hlýindi fari vaxandi á norðurhveli jarðar. Eldri menn hér muna stórhríðar á sumardaginn fyrsta og fannalög framyfir sumarmál. Hörð vor þóttu í einn tíma engin stórtíðindi, en þótt jörð væri hvít, þegar sum- arið gekk.í garð, hefur sumar- dagurinn fyrsti löngum verið gleðidagur í hugum mnnna. Frá þeim degi gat bókstaflega ekki verið langt í sumarið, þótt óbilgjörnum vetri gengi hægt að víkja. Kannski gengur mörgu borg- arbarni erfiðlega að skilja hvers vegna helgi er lögð á sum- ardaginn fyrsta. En sá maður, sem héfur staðið í fjárhúsdyrum Útvarpið tjtvarpið í dag. (Surnardagurinn fyrsti). B.OO HeiIsað sumri: a) Ávarp (Vilhjálmur Þ. Gísla son útvarpsstjóri). b) Upplestur (Lárus Pálsson leikari). c) Sumarlög (plötur). 9.10 Morguntónleikar (plötur). 11.00 Skátamesa íDómkirkjunni (Biskup íslands, herra Ás- mundur Guðmundsson, mess- ard 13.30 Útvarp frá útihátíð barna í Reykjavík: Lýsing á skrúð- göngu og almennur söngur skólabarna. 15.00 Miðdegisútvarp: a) Lúðrasveit Reykjavíkur leik ur. b) 15.30 Upplestur og tónleikar. 19.30 Tónleikar (plötur). 20.20 Sumarvaka: a) Sumarmálahugleiðingar (Pálmi Einarsson landnáms- stjóri). b) Einsöngur: María Markan- Östlund óperusöngkona syng- ur). c) Hitt og þetta um fugla: Samfelld dagskrá undirbúin af Hildi Kalman. 22.05 Danslög (plötur). 01.00 Dagskráriok. Útvarpið á morgrun: Fastir liðir eins og venjulega. 19.30 Harmóníkulög (plötur). 20.30 Erindi: Norrænar konur á for- söguöld (Frú Málfríður Ein- arsdóttir). 20.50 Tónleikar (plötur). 21.25 Fræðsluþáttur um rafmagns- tækni: Eiríkur Briem verk- fræðingur talar um hitun húsa. 21.40 Útvarpssagan: „Jómfrú Barb- ara“ eftir Aino Kallas; III. — sögulok. 2.10 Náttúrlegir hlutir: Spurningar og svör um náttúrufræði (G. Kjartansson jarðfræðingur). 22.25 Dans- og dægurlög (plötur). 23.00 Dagskrárlok. Árnað heilla Hjónaband. Nýlega voru gefin saman i hjóna band ungfrú Sólveig Gunnarsdótt- ir, Grundarstíg 8 (nú nemandi i húsmæðraskólanum á Varmalandi) og Jón Snæland, verzlunarmaður, HaJ&wstíg 2, Reykjavik. ÍSSS5$S«S5S5$S$SSSSS53S$SS5SSSSS$S«S Orðsending frá Afurðasölu S.Í.S. Vegna verkfallsins biðjum vér alla þá, sem eiga geymd matvæli hjá okkur, að vitja þeirra eigi síðar en föstudaginn 22. þ. m. Eftir þann tíma verður frysti húsið lokað og ekkert afgreitt fyrr en verkfallinu lýkur. ^asalan SIMAR 7080 & 2678 O „Nýtt Iíf skýtur upp koIIi.“ með rekjur og moð á garða, en þurftarfrekar kindur komnar að burði, standandi i krónni, þeim manni gleymist ekki fyrsti vísir sumars og af hug þessa manns og ótal manna annarra, sem hafa staðið heyþrota yfir fé sínu, hefur helgi dagsins sprottið meir en af öðru. Vetrarlok. Þjóð, sem á sögur af hafís fyrir ströndum og kaldri grárri ísþoku liggjandi hráslagalega vordaga yfir byggðum, hefur lagt ást á þann dag, sem fyrstur er í sumri, þótt hann hafi ekki alltaf verið sem .bjartastur. Langar og myrkar vetrarnætur eru að baki, og þótt það væri ekki fyrir annað en það, að dag- inn er farið að lengja, hefur sumardagurinn fyrsti sína þýð- ingu í landi, þar sem margur góður maður hefur tæpast mátt hafa fótaferð sökum vetrarkvíða og depurðar, sem að honum hef- ur sótt í köldu og þrálátu skamm degi. Sumargjafir. Lengi tíðkaðist það, að gefnar voru sumargjafir. Ekki var um stórvægilegar gjafir að ræða, en þessar gjafir sýna þó að sumar- dagurinn fyrsti hefur gengið næst jólum að inntaki. Dagur- inn var barnahátíð, engu síður en þeirra er vonuðust eftir hlýju vori til tryggingar afkomu sinni. En það var annað og meira, sem sumardagurinn færði börnunum. Með honum fór í hönd sauð- burður og fá börn í sveit munu ekki helga sér kind eða eiga kind. Fæðing lambs af slíkri kjörskepnu var að sjálfsögðu stórviðburðar. Stundum fylgja sauðburðinum heimalningar og grunurinn um þetta eykur gleði barnsins yfir vorkomunni. Allt er þetta meira og minna bundið sumardeginum fyrsta. Annatími og nýtt líf. Það, sem tengt er sumardeg- inum fyrsta er að mestu gengið hjá. Hann er þó enn mikill há- tíðis^agur og mun verða það lengi, eða þar til spá um lofts- lagsbreytingu hefur rætzt. Mörg vötn verða runnin til sjávar, áð- ur en Islendingar hætta að fagna sumri. Með sumarkömu hefst annatími og nýtt líf skýt- ur upp kolli. Þá eru b.jartar næt- ur í vændum og fuglasöngur í lofti og barnið man ekki vetur í þann mund það lætur heim- alninginn sjúga, krjúpandi fyr- ir framan það á bæjarkambi einhvers ókennds bæjar ónefnd- ar sveitar undir bláum vorhimni með bráðþey yfir hvítum fönn- um fjarlægra fjalla. Opinber fundur um friðarmál og und- irskriftir gegn undir- húningi kjarnorku- styrjaldar verður í Austurbæjarbíói, laugardaginn 23. þ. m. kl. hálf þrjú síðdegis. Ræðumenn og dagskrá fundarins nánar auglýst á laugardag. Samtök íslenzkra friðarsinna. »SSSSSSSSSSSSSSSSS5SSSSSSSSSSSS3 Nýting mittúru- auðæfa (Frámhald af 1. síðu) Skulu rannsóknarstofnanir, sem starfa á vegum ríkisins, veita nefndinni aðstoð eftir þörfum. Enn fremur skulu aðrar opinberar stofnanir og embættismenn greiða svo sem verða má fyrir störfum hennar. Nefndin skal gera tillögur um framkvæmdir og rekstrarform, gera grein fyrir þjóðhagslegri þýðingu framkvæmdanna og f járþörf og benda á leiðiir til fjáröfl- unar. Þá skal nefndin gera tillögur um ,hvernig bezt verði til frambúðar skipu- lögð og samræmd starfsemi þeirra rannsóknarstofnana, sem nú vinna að rannsókn- um á náttúruauði landsins, og Ieita úrræða til að auka og endurbæta afköst í ýms- um atvinnugreinum. Skal nefndin endurskoða gildandi lagaákvæði um þessar stofn anir. Nefndarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. Hermann Jónasson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, þakkaði fjárveitinganefnd fyrir ágætar undirtektir hennar við tillöguna og fram sögumanni hennar Halldóri Ásgrímssyni fyrir, hversu ít- arlega hann hefði rakið verk eíni nefndarinnar og hefð* HJARTANLEGA ÞÖKKUM við öllum þeim, er auð- sýndu okkur samúð við fráfall og jarðarför konu minn ar, móður og tengdamóður GUÐRÚNAR ÞORSTEINSDÓTTIR Tryggvagötu 1, Selfossi. Jón Böðvarsson, börn og tengdabörn. hann af þeim sökum litlu við að bæta. Niðurstöður rannsókna birtar Hann kvað breytingar nefndarinnar frekar til bóta og þó emkum þá, að nefnd- inni væri falið að gera tillög ur um hvernig bezt yrði sam ræmd starfsemi hinna ýmsu rannsóknarstofnana, sem nú yinna að rannsóknum á nátt úruauðæfum landsins og að öðrum athugunum í þágu at vinnuveganna. Þessar rannsóknir færu eins og kunnugt væri fram vlða á landinu, en þær hefðu aldrei verið samræmdar. Nú gæfist tækifæri til þess. Jafnframt taldi hann nauð- syn að gefa árlega út á prenti niðurstöður þeirra, svo að alþjóð gæfist kostur á að fylgjast með því, sem væri að gerast í þessu efni. Að lokum lét Hermann Jón- asson í ljós þá skoðun sína, að ef vel tækist til um val manna í milliþinganefndina, þá myndi starf hennar verða t*l mikils gagns fyrir alla þjóðina. l»ríþætí verkefni Úr ræðu fram framsögu- manns fjárveitinganefndar fyrir tillögunni, Halldórs Ás- gvímssonar, sem verður birt síðar í heild, skulu hé aðeins tilfærð þau ummæli hans, er hann skilgreindi hlutverk hinnar fyrirhuguðu milli- þingnefndar, sem væri þrí- þætt: a) Athugun og tillögur til umbóta í þágu núverandi atvinnuvega. b) Rannsóknir á möguleik- um á að stofna til nýrra atvinnugreina til nýting- ar náttúruauðæfa lands- ins og gera tillögur þar að lútandi. c) Athuga starfsemi, skipu- lagningu og samvinnu hinna ýmsu tilrauna- og rannsóknarstofnana rík- isins og gera tillögur til breytinga, ef þörf krefur. Einar Olgeirsson hafði flutt breytingartillögu við þings- ályktunartillöguna, en tók hana aftur. Einnig tóku tU máls Magnús Jónsson og Bergur Sigurbjörnsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.