Tíminn - 21.04.1955, Side 8

Tíminn - 21.04.1955, Side 8
8. TÍMINN, fimmtudaginn 21. apríl 1955. 89. blaa. Er skólaskyldan of löng? Mætti e. t. v. afnema hana :með öllu? Eða er hún heldur of stutt? Ein grundvallarkrafa skóla skyldunnar er jafnrétti þegn anna, að allir hafi sömu að- stöðu til menntunar án tU- ,'Iits til búsetu og fjárhags. Þetta er fögur hugsjón, sem flestir munu lofa um sinn, en í framkvæmd skólaskyld- unnar rekst hún óþægilega á aðrar jafn hálofaðar hug- sjónir, svo sem frelsi og sjálfs ákvörðunarrétt. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki gengið, að sumum verður skólaskyldan ótvírætt til ang urs, og þá er hún orðin vafa- samt drengskaparbragð. Að vísú má gera ráð fyrir, að það 3é vegna mistaka í fram- svæmdinni, en geti „réttlæt- m5“ ekki komið í veg fyrir mis tökin, hættir það um leið að vera réttlæti og er ekki fram ar lofsvert sem slíkt. En skólaskyldan á sér önnur rök, m. a. þau, að sumt sé öllum mönnum nauðsynlegt að vita og kunna, og aðeins með skólaskyldu verði tryggt, að menn afli sér þessarar nauð- synlegu þekkingar. Ef til vill væri æskilegt, að allir menn vissu um alla hluti og kynnu öll fræði, en það er í fyllsta máta vafa- samt, enda gæti slíkt ekki urðið. Sérhæfingin er fyrir iöngu orðin ráðandi, emn ger '■'st bakari, annar eðlisfræð- ingur, þriðji læknir — tak- markar jafnvel starfssvið sitt við auga eða nef. Sér- hæfingin er ekki æskileg í eðli sínu. Ifún eykur .afköst- in og bætir framleiðsluna, en fyrir manninn sjálfan er hún neikvæð. Samt nemur sérfræðta ný og ný lönd, hjá því verður ekki komizt, þar sem þekkingin í heild vex án afláts og starfsgreinum fjölg ar, án þess að námsgeta mannsins og leikni vaxi að sama skapi. Um þessa eðli- fegu og óhjákvæmilegu starfs skiptingu segir Bertrand Russel m. a. í bók sinni Upp- eldið: „Þegar við gerum okkur grein fyrir því, sem fullorð- ínn maður ætti að vita, kom umst við fljótt að raun um pað, að sumt ættu alUr menn að vita, en svo sé annað, sem nauðsynlegt sé, að nokkrir menn viti, þótt ekki sé þörf á, að allir viti það. Nokkrir menn verða að bera skyn á læknisfræði, en langflestum er nóg að þekkja grundvall- aratriði lífeðlisfræðinnar. Nokkrir verða að kunna æðri stærðfræði, en frumatriðin nægja þeim, sem óbeit hafa á stærðfræði. Nokkrir ættu að kunna að blása básúnu, en til allrar blessunar er pess ekki þörf, að hvert skóla oarn kunni að meðhöndla pað hljóðfæri." Hagkvæmt gæti vertð að úkipta námsgreinum skólans þrjá flokka. Hið almenna nám nær yfir tvo þeirra: f :yrsta lagi það, sem nauð- iynlegt verður að telja, að allir kunni, t. d. lestur og skrift, og i öðru lagi það, sem £sk*legt er, að allir kunni, en •;il þess má vafalaust telja ;lest, sem nú er kennt í skylduskólanum, auk ýmis- i.egs, sem þar vantar. f þriðja rlokki eru sérgreinar. Um fyrsta flokkinn, nauð- synlegu gremarnar, verður ikki rætt i þetta sinn. For- íldrablaðið hefir áður vakið athygli á, að lestur og skrift þurfi að taka öruggari tök- p.m en núi er gert, og mun Guðjón Jónsson, kennari: SKÓLASKYLDAN enn gera því efni nánari skU síðar. Það er annar flokkur- inn, hinar fjölmörgu æski- legu námsgreinar, sem hér verður fjallað um, þessi flokk ur í heild, en ekki einstakar gremar. Hve mikla áherzlu á að leggja á þennan flokk, hversu ríkt á að ganga eftir því, að allir nemi hinar æski legu greinar? Þar sem allrækilegri verka skiptingu mantia hefir verið komið á, þarf hver um sig ekki að kunna margt né vita mikið fyrir utan sitt eigið starfssvið, til að geta verið farsæll e'-nstaklingur og nýt- ur þjóðfélagsþegn. Meira að segja er fullkomið vafamál, að honum sé raunverulega greiði gerr með fræðslu um aðra hlutk Eigi að siður er það ef til vill gagnleg sann- færing og jafnvel nauðsyn- leg, þótt hæpin sé að sann- leiksgildi, að öllum sé bezt a,ð vita sem mest, því að hún örvar til æskilegrar stefnu, ef hún aðeins kann sér hóf. Nú getur enginn maður numið alla þekkingu né öðl- ast alla leikni, og flestir menn gætu aðeins náð ör- skammt á þeirri braut, þrátt fyrir hagkvæmustu aðstöðu í hvívetna. Reynslan sýmr, að okkur er örðugt að sætta okk ur við þessa staðreynd. Bera skólarnir bví ef til vúl ljós- ast vitni með fastheldni við hefð þeirra tíma, er enn þótti nokkur von um, að lærður maður næði tökum á allri þekkingu. Þetta var ekki svo alvarlegt, meðan nemend- urnir voru frjálsir að því, hvort þeir beygðu sig undir ok menntunarinnar, og með- an þeir hinir sömu voru úr- valsmenn að námsgáfum og siðferðisþroska. En málið horfir ólíkt við, þegar kom- in er á almenn skólaskylda. Mikið af hinu almenna, æskilega námi verður nem- endunum að litlu gagni í sjálfu sér. Að vísu getur næst um hvaða verkefni sem er, haft nokkurt gildi, þótt það komi ekki beinlínis í ljós, en þá er einkum um að ræða nytsemi, sem engan veginn er bundin ákveðnum grein- um, sem þess vegna sé rétt að skylda alla til að nema. Hlut verk hinna almennu, æski- legu greina og tUgangurinn með lögskipun þeirra hlýtur fyrst og fremst að vera að opna hug nemandans, að sýna honum möguleikana og halda sem flestum leiðum opnum, þangað til að hann getur sjálfur valið skynsam- lega á milli þeirra. Þetta er ágætt, en það má ekki leiða til þess, að reynt sé að steypa alla menn i sama móti. Ein- staklingarnir eru misjafnir, sem betur fer, það eru aðeins fáir, sem vilja blása básúnu og hentar að gera það að ævi starfi, aðrir eru efni í vís- indamenn, verkamenn og bændur o. s. frv., og þessi skipting er einmitt þjóðfé- lagsleg nauðsyn. Almenn skólaskylda verður að rúma alla þessa fjölbreytni, því að hvorki er mögulegt né æski- legt að gera alla einstaklinga eins. Skólaskyldan má ekki verða til þess, að tU ákveðins aldurs og um margra ára skeið sé hverjum nemanda skilyrðislaust ætlað að lúta ákveðnum lögmálum um nám og starf, þótt þar um GUÐJÓN JÓNSSON megi setja meginreglur til leiðbeiningar. Jafnvel einlæg asta sannfæring um hvað nemandanum sé æskilegast að vinna og kunna, má ekki leiða til slíkrar aðferðar, sem þó gætir mjög í skólum okk- ar og senndega í vaxandi mæli vegna landsnrófanna. Áður var tekið fram, að flestar námsgreinar, sem nú eru kenndar í barna- og ungl ingaskólum séu æskilegar, en þó álít ég ýmsar þeirra þarf- lausar þorra nemenda og sumar jafnvel gagnslausar með öllu. í stað þeirra þarf að koma annað, sem nú er vanrækt. Ég sleppi öllum rök stuðningi fyrir þessu áliti, en bendi aðems á sem dæmi, að mér virðist öllum þorra fólks koma að litlu haldi mikill hluti þess, sem numið er í málfræði og stærðfræði, svo að nefndar séu tvær greinar, sem einna veglegastan sess skipa i íslenzkum skólum. Og á hinn bóginn virðast menn hafa komizt allvel af án þeirrar kunnáttu og gera það enn. Ég hefi sjálfur haft mikla ánægju af þessum greinum og tel • æskilegt, að alhr kunni sem mest í þeim, en þarflaust sýnist mér það mörgum eigi að síður. Segja má raunar, að nemandinn hafi óbeinlínis margvíslegt gagn af að ná tökum á þessum fræðum, en það gildir ekki slður um önnur viðfangsefni, sem hefðu um leið meira hag- rænt eða siðferðilegt gildl. Börn eru fróðleiksfús og at- hafnasöm. Þau vilja læra, þau vilja taka á öllum kröftum við nám og starf, ef allt er með felldu. Því er ástæða til að ef- ast um, að sú fræðsla eigi rétt á sér, sem barn notfærir sér ekki af frjálsum vilja. Sá grunur vaknar, að annaðhvort sé óheppilegt, viðfangsefnið eða kennsluaðferðin — nema annað sé að, t. d. heilsa barnsins eða heimilisástæður, sem þá er brýnni þörf að bæta úr en að knýja barnið til náms. Sumir halda, að með þessu sé átt við, að ekkert nám eigi rétt á sér nema það sé skemmtilegt, það sé leikur. En það er mikill misskilning- ur. Börn geta engu síður en fullorðnir leyst af hendi ó- skemmtilegt verk af eigin hvötum. Sumt þarflegt nám hlýtur alltaf að vera leiðin- legt einhverjum, sem engu að síður vilja tileinka sér það og hafa þess full not. Ef barn vill læra grein, þrátt fyrir að því leiðist hún, er það því að- eins holl áraun, sem að vísu þarf að stilla í hóf. En skyld- an býður þeirri hættu heim, að barninu finnist námið — að minnsta kosti hið ieiðin- lega nám — stundað öðrum til þægðar, og sú afstaða er rót margs ills. Nauðungar- vinna er eitt ljótasta orð tungunnar, og vel mætti okk- ur vera ljóst, að hún er háska legri börnum en fullorðnu fólki. Russell segir í bók sinni, sem áður Var vitnað í: „Leiðinlegt verk, sem nem- endunum er þröngvað til aö gera af kennaranum, er af- leitt, en leiðinlegt verk, sem nemandinn tekur sér fyrir hendur af frjálsum vilja og gerir að metnaðarmáli sínu, er verðmætt, ef það lendir ekki í öfgar“. Sannast sagna rennum við svo blint í sjóinn um það, hvað verða muni hverjum einum til mestrar farsældar, að okkur er skylt að fara mjög varlega á þeirri braut að „hafa vit fyrir“ öðrum og þvinga þá til hlýðni, þótt það sé í góðu skyni gert. Minni á- byrgðarhluti er að gefa ein- staklingnum frelsi til að vera sinnar gæfu smiður, og það ætti að gera í sem ríkustum mæli. Framtak hans ætti að hefta eins lítið og sæmilegt öryggi samborgaranna leyfir, og það ætti sem minnst að knýja hann til verka. Rétt er að laða hann og lokka til að gera það, sem við álítum honum bezt, honum skyldu veitt tækifæri, hann ætti að fá ráð og leiðbeiningar, en síðan ætti hann að vera frjáls að því, hvað hann gerir í sj álfs sín þágu. Fáeinir -munú nota frelsið til að sleppa tæki- færunum, en er það háska- legra en veilur valdboðsins? Enginn þarf að ætla sér þá dul, að hindra með valdi og skipulagningu að tækifæri glatist, að tryggja, að einskis verði að iðrast um meðferð liðins tima. Skólinn ætti hins vegar ævinlega að vera reiðu- búinn að svala þekkingarþrá, hvort sem hún vaknar hjá barni, unglingi eða fullorðn- um manni, að sjálfsögðu inn- an einhverra skynsamlegra takmarka. Réttlætishugsjón skólaskyldunnar ætti þannig meir að beinast í þá átt að fullnægja óskum um mennt- un, þegar þær raunverulega koma fram. Fræðsluskylda ríkisins ætti ekki að vera ríg- bundin við ákveðinn aldur, miklu fremur t. d. við ákveðna tímalengd. Ýmsir hinna lærð- ustu manna voru smalar eða skútukarlar fram eftir aldri og höfðu þaðan eigi ódrýgra veganesti en hitt, er sótt var til háskólanna. Ekki er hægt að ræða um skólaskyldu £n þess að minn- ast á prófin. Bæði nemendur og kennarar stynja undir prófum, en í beggja hópi eru líka margir, sem hrósa happi yfir þeim. Vél er hægt að prófa-, þvl að hún gengur eftir föstum, ó- hagganlegum lögmálum. Geri hún það ekki, er hún gölluð og verður brædd upp. Nem- andi í skyldunámi verður ekki bræddur upp, hvernig sem úrlausn hans er. Hann er heldur ekki nema að litlu leyti prófaður, hversu mörg nöfn, ártöl og formúlur sem hann hefur skrifað á próf- blaðið sitt. Manngildi hans kemur að minnstu leyti fram x því, enda verður það ekki metið í tölum. Þó er það ein- mitt aðferð vélprófandans, sem setur allan svip á ís- lenzka skóla. Ýmsar helmild- ir eru veittar um undanþágu frá prófum. Samt er prófað. Sum próf veita réttindi, öll próf veita heiður eða skömm: Kennari, sem vanrækti prófs- undirbúning, sviki nemendur sina. Hin vélræna hringrás er fullkomnuð. Af þessum ástæðum er það aðeins þvaður, sem ýmsir bera sér í munn, þegar kvartað er yfir ófrelsi í kennsluháttum, að lög og reglur leyfi kenn- urum að haga störfum í sam- ræmi við hæfileika og þarfir nemendanna. Jú, lög og regl- ur leyfa það — en prófið kemtir bara á eftir, miskunn arlaust uppgjör andlausrar itroðsluhyggju, hvað sem reglurnar leyfðu, hálfs mán- aðar strit við mat úrlausna og talnagerð, sem veitir ekkert í aðra hönd. Margir nemendur eru reknir áfram eftir námsskrá, ekki vegna námsskrárinnar, held- ur vegna prófsins, þótt vitað sé fyrirfram, að þeim væru allt önnur vinnubrögð heppi- legri. Ef kennarinn leyfði sér að hundsa prófið og kenna eftir beztu samvizku, myndu þessir nemendur að vísu hafa miklu meira gagn af skóla- vistinni, en þeir mundu fá lægri einkunn á prófinu. Þá myndi verða rennt hornauga til kennarans úr öllum áttum, foreldrarnir yrðu annaðhvort hryggir eða reiðir eða hvort tveggja, og nemendurnir yrðu næstum neyddir til að álíta sig svikna. „Það er sitt hvað að búa nemendurna undir próf og að búa þá sem bezt undir lífið“, sagði einn þrautreyndasti skólastjóri þjóðarinnar við eitt tækifæri. Svo rammt kveð ur að til dæmis að taka, að ágætur og mikils virtur leið- beinandi í ákveðinni náms- gvem bendir byrjandi starfs- bróður á að æfa nemendur sína vel í tilteknum reglum, tiltölulega fánýtum, því að þá muni þeir slampast á að fá góða einkunn á prófinu, þótt kunnátta þeirra að öðru leyti sé hvorki fugl né fiskur. Próf geta verið hin gagn- legustu, séu þau hagnýtt rétti lega. Stundum eru próf í ein- hverri mynd nauðsynleg, t. d. þegar veita skal réttindi til ákveðins starfs, sem útheimtir vissa hæfileika og kunnáttu. Framh. á 9. siðu. r Gleðilegt sumar! Hótel Borg. Gleðilegt sumar! Ohemia h.f., Sterling h.f.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.