Tíminn - 21.04.1955, Qupperneq 9

Tíminn - 21.04.1955, Qupperneq 9
89. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 21. april 1955. 9. Fimmiud. 21. apríl Sumarkoraan og verkfallið í dag fagna íslendingar nýju sumri að vanda. Það er gamall íslenzkur s^ður að fagna sumarkomunni sérstak lega. Slíkur siður þekkist ekki annars staðar eða a. m. k. ekki með þeim hætti, sem hér tíðkast. Það er ekki ein- kennilegt, þótt slíkur siður hafi skapast hér. Kúguö þjóð, sem býr við strangan og dimman vetur, fagnar birt unni og sumrinu af meiri einlægni en þær, sem minna hafa haft af örðugleikum vetrarins að segja. Þótt miklar breytingar hafi orðið á högum íslenzku þjóð arinnar seinustu áratugina, er draga stórum úr örðug- leikum vetrarins, er full á- stæða tU þess að halda við þessum gamla og þjóðlega sið. Það er líka vel fallið að helga surr.ardaginn fyrsta hinni uppvaxandi kynslóð í landinu. Með því er verið að styrkja þann gróður, sem mestu skiptir að hlynnt sé að af alúð og árvekni. A sumardaginn fyrsta er mönnum að jafnaði létt í skapi. Veturinn er liðinn með sínum löngu nóttum og ó- blíðu veðráttu, en framund- an eru langir dagar og vax- andi gróður. Menn hyggja því öðru vísi til framtiðar- innar en áður. Að þessu sinni er hins veg ar óvenjulega þungt yfir mönnum, þegar sumarið geng ur í garð. Ekki stafar það af því, að veturinn hafi verið erfiður, eða illa horfi með vorkomuna. Það eru verk mannanna sjálfra, sem valda því, að flrungi hvílir nú yfir sumar- komunni á íslandi. í stærstu kaupstöðum lands ins er nú búið að standa langt verkfall mörg þúsund manna. Eins og sakir standa, eru þær vonir tvísýnar, hvort þessi alvarlega deila leysist fljótlega. Hér skal ekki rætt um or- sakir þessarar deilu. Um það munu líka vera skiptar skoð- anir. Eitt ættu þó allir að geta verið sammáia um. Slík deila hlýtur að stafa af því, að eitthvað er öðru vísi I þjóð félaginu en þáð ætti að vera. Það er eitthvað meira en lít- ið, sem laga þarf, ef slík ó- tíðindi eiga ekki að endur- takast. Hugsandi mönnum ætti líka að geta orðið það ljóst, hvað þarf að gerast. Það þarf að skapa hinum vinnandi stéttum aukna hlutdeild í stjórn atvinnuveganna og þjóðfélagsíns og jafnframt aukna ábyrgð á því, hvernig atvinnulífinu og þjóðarheild- inni vegnar. Ekkert úrræði er áreiðanlega öruggara tú að draga úr vinnudeilum. Þessari nauðsynlegu breyt- ingu, sem gerast þarf, verð- ur tvímælalaust ekki komið fram á annan hátt betur en með úrræðum samvinnunn- ar. Þau úrræði má hagnýta með ýmsum hætti. Heppileg ast er, að þeim sé beitt fyrir tiiverknað þátttakenda Þekktasta sönglag heimsins Ný foók eftir Eiigleitdmginn Perey SeSioles skýrir frá |»ví, ltvern- ig' „Koiiungssöngurinn“ — Eldgamla Isafold — náði gífurlegri át- breiðslu í Evrópu. Vitneskjan um að Henry Carey var ekki höfundur konungssöngsins svonefnda, heldur að John Bull væri höfundur lagsins, hefir áreiðanlega vakið þjóðernistilfinningar í brjósti höfundar bókarinnar „Guð blessi drottninguna", sem nýlega ér kóm in út hjá Oxford University Press forlaginu í Englandi. Höfundurinn er dr. Percy Scholes, en utan heima landsins mun nafn hans þekktast af tveim ritverkum, nefnilega „The Oxford Companion of Music“, sem hann hefir séð um ritstjórn á, og „The Columbia History of Music", sem fjallar um hljómpiatux~Á seinni árum hefir dr. Scholes rann sakað líf og hætti Breta kring um árið 1700 og er bókin um konungs- sönginn síðasti ávöxtur þeirra rann sókna. „Guð blessi drottninguna”, eða eins og við þekkjum það betur, „Eldgamla ísafold", er elzti þjóð- söngur í Evrópu og sá útbreiddasti. Já, það má fullyrða, að lagið er hið þekktasta í heiminum. Mátt hefði ætla, að þjóðsöngur breiddist ekki langt út fyrir landsteina þeirr- ar þjóðar, er hann ætti. En þannig er ekki um brezka þjóðsönginn. Percy Scholes fullyrðir, að lagið hafi verið notað í þjóðernislegum tilgangi í a. m. k. 20 sjálfstæðum ríkjum Evrópu. Skýringin liggur ef- laust í því, að Bretar voi*u fyrsta þjóðin, sem eignaðist þjóðsöng. „Þjóðsöngur" varð eiginlega sama hugtakið og „Guð blessi konung- inn“. Lagið festí rætur í hverju landinu á fætur öðru. í mörg ár var það notað, er hylla átti zarinn i Rússlandi, og í Ítalíu var það tákn konungsins á Sardinlu. í Sviss gegn ir það hlutverki þjóðsöngs. Og í Þýzkalandi eignar fólk sér þetta lag. Þegar Paganiiii lék fyrir Prússa konung árið 1829, lék hann tilbrigði byggð á laginu, og sama gerði Brahms, er hann lék fyrir Wilhelm I. keisara árið 1870. En upphaf þessa lags sem þjóð- söngs er eins brezkt og það getur orSið. Þó ef til vill ekki brezkt, held ur enskt. Lagið var gamalt og þegar vel þekkt, er það var tekið til þjóð söngs, en sá atburður skeði árið 1745. England vár í hættu. Það voru hvorki Frakkland, Spánn eða Niðurlöndin, 'sem þá ógnuðu John Bull, heldur höfðu Skotar gert upp reisn undir forustu Stuartanna. Uppreisnin breiddist út eins og eld ur í sinu. í miðjum ágústmánuði 1745 hafði Charles prins 600 manna undir vopnum, en í byrjun septem- ber var her hans orðinn 10 þúsund manns. 18. séptember tók herinn Edinborg og tveim dögum síðar vann hann sigur sinn yfir herjum enska hershöfðingjans Copes. :0ng- lendingar voru óttaslegnir og leit uðu hjálpar hvarvetna, m. a. í Dan mörku. í London þyrptust mcnn í bankana til að taka út sparifs sitt, og bankarnir sáu ekki annað ráð til að minnka úttektir en að greiða allt fé í smæztu myntinni, sexpenc- um, þannig, að fólkið fór með pen- ingana í sekkjum. Uppreisni.be’ - inn færðist suður á bóginn. Georg XI konungur kom í flýti frá Hannover. en þorði ekki að sjá af meira en 8000 manna her til að mæta óvin- unum. Englendingar sáu i anda London tekna af Skotunum, kaþólska trú innleidda og enskt sjálfstæði úr sögunni. Á þessari hættunnar stund sá j.Guð blessi konunginn" fyrst dagsins ljós. Það fæddist á leik- sviðinu í Drury Lane leikhúsinu, Lane leikhúsinu þann 28. septem- ber. Örlögin hafa hagað því þann- ig til að fyrir valinu varð hið gamla lag, „Guð biessi konunginn", sem í fyrsta sinn hafði birzt á prenti árið áður í lagasafni, sem bar heitið „Thesaurus Musicus." Guð blessi stjórnanda vorn, konunginn, og gefi honum langt líf. Guð blessi konunginn. Þessi orð voru of tvíræð í þá daga, þvi að margir vildu vera konungar i ríki sínu, og voru, jafnvel þótt ríkið næði ekki vfir heilt land. Þess vegna varð að breyta textanum fyrir áhorfendur í Drury Lane og segja: Guð blessi Georg, hinn mikla konung vorn, og gefi honum langa lífdaga. f > t . „Konungssöngurinn” — Eldgamla ísafold — eins og hann birtist á prenti í fyrsta sinn, áriff 1744. sem þá var hið konunglega leikhús í London. Laugardaginn 28. sept- ember bað leikhússtjórinn um leyíi til að safna 200 sjálfboðalið- um í herinn til þess að „vernda konunginn og ráð hans“. Fjöldi leik ara og söngvara við leikhúsið gáfu sig fram. Og sama kvöld, þegar tjaldið féll, hljómaði „Guð blessi konunginn" frá sviðinu. Lagið vakti feikna vinsældir og var endurtekið kvöld eftir kvöld í marga mánuði. Önnur leikhús i London tóku lag- ið einnig upp. í Covent Garden — segir í bréfi tll hins fræga leikara Garrick — stóðu 20 manns á leik- sviðinu eftir hverja sýningu og sungu konungssönginn, og „einn leikaranna gekk fram fyrir hina og söng með upprétta arma og horfði til himins”. Þar með var lagiff orðið þjóðsöngur í eitt skipti fyrir öll. Aldrci hcfir nokkurn hljómsveit- arstjóra dreymt um slíkar afleið- ingar einnar útsetningar. En hljóm sveitarstjórinn, sem sá þennan ár- angur koma í ljós hét Thomas Arne. Það var hann, sem kom laginu á rekspöl, og án hans hefði heim- urinn sennilega aldrei eignast nokk urn konungssöng. Thomas Arne er þekkt tónskáld og nokkur verka hans hafa verið leikin víða um heim. Ef til vill hefir tíminn verið 'nokkuð naumur til að semja nýtt I lag í tilefni herútboðsins í Drury sjálfra, þ. e. vegna áhuga þeirra fyrir því að leysa sam eiginleg vandamál með sam- starfi. Hinu opinbera ber hins vegar að styðja alla slíka viðleitni, þar sem hún rís á legg. Vel má vera, að slík þróun taki nokkurn tíma. En hún er efalaust hin eina heil- brigða lausn þessara miklu vandamála. Á sumardaginn fyrsta er hugurinn fyrst og fremst bundinn gróðrinum og fram tíðinni. Á þeim tímamótum er þvi eðlilegt að hugleiða það, hvernig bezt verður hlúð að gróðri og vexti þeirrar stofnunar, sem þjóðin öll á mest undir, þ. e. þjóðfélags- ins sjálfs- JIver og einn ætti að spyrja sig þess, hvað hann áliti bezt og heillavænlegast til þess að hlynna að réttum vexti þessarar mikUvægu stofnunar. Svarið við þessari spurn- ingu getur ekki orðið nema á einn veg, ef þess er vand- lega leitað. Það er réttlætis- og bræðralagshugsjón krist- indómsins og samvinnustefn unnar, sem skapar bezta jarð veginn fyrir heilbrigðan gróð ur og vöxt þjóðfélagsins. Þessi hugsjón er það merki, sem þjóðinni ber að sameinast um, ef hún vill skapa sér hamingjusama framtíð. Með þeirri ósk, að hinn rétti gróður í þjóðfélaginu megi tíafna sem bezt, óskar Tíminn lesendum sínum gleðilegs sumars. Þcssi breyting textans varð enn- þá nauffsynlegri þegar á það var litið, að Jakobítarnir höfðu notað þetta lag í sama tilgangi áður. Orðin „Guð blessi konunginn" hafa viða fundizt greipt í drykkj- arkrúsir Jakobíta frá fyrri tímum. Það sannast einnig að bæði text- inn og lagið var vel þekkt áður, þegar athugað er gamalt tónverk eftir Henry Purcell, sem Scholes getur um í bók sinni, en í tónverki þessu fléttar höfundurinn skyndi- lega laginu inn í og notar viff það textann „Guð blessi konunginn". En tónskáldið Purcell var uppi heil um mannsaldri á undan Henry Carey. Upphaf konungssöngsins var kunnur samkvæmisdans á dögum Elísabetar drottningar. í Englandi var dansinn nefndur Gaillard. Dans þessi var léttur og fjörugur og var gjarna leikinn á eftir hin- um hátiðlegri dönsum. Lagið var leikið í „þremur fjórðu" sem kall- að er, en dansinn einkenndist af smástökkum, en einmitt þessi stökk gefa konungssöngnum takteinkenni sín, en þau bera þess vitni að lagið er greinilega sprottið frá Gaillard — já það er raunverulega Gaill- ard. Og svo vill þannig til, að John Bull var tónskáld, sem samdi fyrir hina elztu tegund slaghörpu og lagöi oft Gaillard til grundvallar verkum sínum. ________ Ef mcnn þekkja vöitlisv um 1700 rétt, má ganga út frá þvi vísu, að við, börn tuttugustu aldarinnar, myndum reka upp stór augu, eða öllu heldur eyru, ef við heyrðum konungssönginn leikinn og sung- inn eins og og gert var í Jlrury Lane leikhúsinu. Lagið var leikið hraðar en við erum vön, og einn- ig var laglínan dálítið öðruvísi, næst síðasti takturlnn var gjöró- líkur, og þar að auki var lagið, að þeirra tima sið, bundið þeim á- herzlum, er þá tíðkuðust. Við allt þetta bætist svo að útsetning dr. Arnes var miðuð við að leika skyldi lagið í leikhúsi. Fyrstu þrjár línurn ar voru sungnar af þrem einsöngv- urum, en kórinn kom aðeins inn í með orðin „Guð blessi konunginn“. Frá Covent Garden bárust fregnir um einsöngvarann, sem gekk fram fyrir hópinn, og því getum við gert ráð fyrir að einnig þar hafi lagið verið sungið á þann hátt, að einsöngvarar og kór skiptust á. Skólaskyldan... (Framhald af 8. slðu). En prófhugsjón skylduskól- ans í dag er á refilstigum. En um leið og þetta er sagt, verður að taka fram, að hér verður ekki auðveldlega bót á ráðin. Það er ekki hægt að fella niður próf né draga úr þeim að neinu ráði nema breyta jafnframt mjög veru- lega um starf og starfshætti í skólunum. Og sú breyting, sem verður að koma, hlýtur að taka alllangan tíma, því að kennararnir kunna aðeins þær starfsaðferðir, sem þeir hafa vanizt og geta ekki tekið upp nýja háttu fyrirvaralaust. Aðeins fáir kennarar myndu kunna fótum sínum forráð, ef þeir einn góðan veðurdag væru sviptir hinum einfalda ramma prófsins og fengju í staðinn frjálsræði til þess að „búa nemendurna sem bezt undir llfið“. Þá eykur það vandann um allan helming, hversu fátækir skólarnir eru að kennslutækjum, vöntun þeirra er bærilegri undir nú- verandi háttum. Það er sann- arlega kominn tími til að snúa við á þeirri braut að fórna öllu fé og allri orku fyrir glæsi- leik og skart skólahúsanna, en vanrækja að mestu leyti eða öllu miklu þýðingarmeiri hluti. Enn er ótalin ein veiga- mikil ástæða, sem hamlar gegn breytingum, en það er hið mótaða viðhorf nemend- anna sjálfra til starfs og starfsaðferða. Nýjar leiðir myndu reynast þeim torsótt- ar, jafnvel undir handleiðslu slyngasta kennara. Þegar allt þetta leggst á eitt, ásamt öðru ónefndu, er augljóst, að hér bíður mikið og erfitt verk úr- lausnar. Þeim mun ötullegar þarf að hefjast handa. Kennaraskólanum ber að sjálfsögðu að hafa forystu um að bæta úr skorti á verkkunn- áttu kennara. Til þess vantar hann hins vegar öll skilyrði. Prófhyggja og værugirni sam- tímans örvar lítt til stórra átaka eða nýrrar stefnu í menntun kennara. En jafn- vel ofurmannlegur kraftur, hugvit og snilli gæti heldur ekki bætt upp hina ömurlegu aðstöðu kennaraskólans. Eitt allra þýðingarmesta atriðið í skólamálum okkar er því það, að koma málum hans í við- unandi horf, búa hann svo að húsum og áhöldum, að hann geti oröið sinu mikil- væga hlutverki vaxinn. Á starfi hans grundvallast að verulegu leyti starf allra ann- arra skóla, og ætti því að vanda þeim mun betur til hans á allan hátt, í stað þess að láta hann vera eins konar Öskubusku meðal skólanna. Hinn fullkomnasti kennara- skóli getur að vísu ekki gefið tryggingu fyrir misfellulausu starfi annarra skóla, en léleg- ur kennaraskóli er sæmileg trygging þess, að flestir aðrir skólar misheppnist að meira eða minna leyti. Hlutverk þjóðfélagsins er að efla farsæld þegnanna, hóps- ins alls, en um leið sérhvers einstaklings, því að einstakl- ingarnir mynda hópinn, sem einstaklingar reyna þeir far- sæld eða ófarsæld. Geti ein- staklingurinn ekki aflað sér lífsnauðsynja, er bein skylda þjóðfélagsins að koma honum til hjálpar, hvort sem hann skortir líkamsburði, vit eða framtak. Þessi skylda þjóðfé- lagsins rekur ekki uppruna sinn til kristindóms né ann- Framh. & 10. sfðu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.