Tíminn - 23.04.1955, Page 2

Tíminn - 23.04.1955, Page 2
2, TÍMINN, laugardaginn 23. apríl 1955. 90. blaff. „Fædd í gær” I kvöld verffur leikritið „Fædd í gær“ sýnt í tuttugasta sinn. Aðsókn hefir verið mjög góð og hafa um tíu þúsund manns séff leikinn. Myndin er af þeim Þóru Friðriksdóttur og Bene dikt Árnasyni í hlutverkum sínum. Klakksvík (Framhald af 1. síðu). Skoriff á landfestar. Þegar embættismennírnir og hinn nýi læknir voru komnir um borð, skáru Klakksvíkingar sem fljótast á landfestar Tjalds, og sá skipstjórinn sér ekki annað fært en halda sem skjótast á brott og fór til Fuglafjarð ar en þaðan hélt liðið úr hinni misheppnuðu herför heim með flóabát. Búizt t‘l varnar á ný. í fréttum frá Klakksvík í gær sagði, að Klakksvíking- ar, konur jafnt sem karlar, byggjust nú til nýrrar orustu og hennar öllu meiri en fyrri, eftir að það fréttist, að Djur huus lögmaður hefði beðið um aukið lögreglulið frá Dan mörku, og danska stjórnin hefði sent 120 vel vopnaða lögreglumenn af stað með skipi frá Esbjerg, og í gær var fáum störfum smnt í Klakksvik. Verðú vóru hafð ir á fjöllum í kring um bæ inn og við höfnina var unnið að því að koma upp hindrun um, svo að skip gætu ekki lagzt þar að bryggju. Augljóst er taM, að Klakks víkingar ætli ekki að láta undan síga í neinu og veita danska lögregluliðinu sömu viðtökur og.hmu færeyska og þó heldur verri. Flotinn kallaffur heim. Klakksvíkingar sendu í gær öllnm fiskibátaflota sínum, sem ekki er í höfn, I boff iim það í talstöð að hverfa sem skjótast heim og bað einnig fiskimenn úr öðr um verstöðvum, sem vildu veita Klakksvíkingum l‘ð, að koma. Er taUð, að ætlun in sé að leggja flotanum þétt fyrir víkina, svo aff ekk ert skip komist inn. En tak ist lögreglwmönnunum að komast á land, draga Klakksvíkingar ekki dul á, aff þeim skwli veitt hörð mót spyrna. Varff aff flýja. Stuðningsm.enn Halvorsens læknis höfðu sérstakan lista við síðustu bæjartjórnarkosn íngar og náðu fjórum mönn um af sjö og ráða því bænum. Hafa stuðningsmenn hans nú í hótunum við aðra, sem ekki eru á hans bandi og varð emn meðUmur sjúkra- húsráðsins, sem er á móti Hal vorsen, að flýja frá Klakks- vík í gær með konu og tvc bcrn. Hákon Hansen sýslumaður í Klakksvík sagði í viðtali í Ný fólksbifreiðastöð Ný fólksbifreiðastöð hefir verið stofnuð hér í Reykjavík undir nafninu „Bifreiðastöð in Bæjarleiðir h.f.“ og hefir opnað afgreiðslu í bráða- birgðahúsnæði á lóð sinni að Langholtsveg 117, sími 5000. Mun stöðin leggja áherzlu á að fá staðsetningu fyrir bif reiðasíma víðs vegar i bæn- um. Ennfremur verður mjög fljótlega hafizt handa um byggingu nýs stöðvarhúss á lóð stöðvarinnar. gær, að allt væri rólegt að kalla þá í bænum, en búast mætti við miklum óeirðum, ef iögreglumenn frá Kaup- mannahöfn kæmu. Sýslumað urinn hefir fengið skipun um að halda sig innan dyra ásamt þeim tveim lögreglu- þjónum, sem í bænum eru og hafa þeir lokað húsi sínu og búizt þar um og bíða átekta. Bannað hefir verið að selja skotvopn í Færeyjum. Erlend ur Patursson, formaður Þjóð veldisflokksins, hefir krafizt þess, að færeyska landsstjórn in hlutaðist til um, að skipið með dönsku lögreglumönnun um sneri þegar við, annars mundi koma til alvarlegra átaka. Þorlákshöfn (Framhald af 1. síðu) og varð að tvísækja. Afli þessi fæst rétt við land steinana, austur af nesinu, og er nú orðið þétt af bátum þar,- Aflahæsti báturinn nú er ísleifur, skipstjóri Svavar Karlsson, og er hann búinn að fá 800 lestir í 75 róðrum, þar af 30 á línu en 45 með net og í netin hefir hann fengið 660 lestir. Á land komu í Þorlákshöfn í fyrradag 90 lestir og 110 í gær. Er nú bú ið að afla 250 lestum meira en við vertíðarlok í fyrra, en frá þessum tíma til vertíðar loka þá öfluðust 1500 lestir, og sést á því, hve vertíðin get ur orðið miklu betri en í fyrra. Skip lestaði saltfisk í Þoriákshöfn til útflutnings í gær. Allir vinna nú sem þeir mega, og er vandséð, hvort undan hefst. Árnað heilia Trúlofim. Njlega opinberuðu trúlofun s:na í Vestmannaeyjum ung/tú Guð- láug Ásrún Kristinsdcttir, Suður- iandsbraut 86 og Rósant Hjörleifs- son, Arnarbæli, Ölfusi, Árnessýslu. Kópavogur ennþá Þar sem ég tel „verst hin þöglu svik, að þegja við öllu röngu", hefi ég að nokkru látið 1 ljés skoðanir mínar á stofnmi kaupstaðar í Kópa- vogi, i tveimur örstuttum greinarkornum í Tímanum. En skoðanir mínar eru þess- ar: 1. Sá stofnaður kaupstaður má búast við að hlaðist vígi, sem siðar verði þrándur í götu saméiningar við Reykja- vík. Byggi ég þetta m. a. á kynningu minni víða úti í heimi, þar ssm svipað stend- ur á og hér. 2. Ég tel ofbeldiskennt að ryðja nýlega tvíkosinni, lög- legri stjórn hreppsins úr vegi með lagasetningu frá löggjaf arþingi þióðarinnar. Það sé tæplega forsvaranlegt í lýð- ræðislandi, og með því sé gef ið hættulegt fordæmi fyrir ókominn tíma. 3. Þar sem Kópavog vant- ar nær alla atvinnuvegi og þar er ekkert sérstaklega heppilegt til rekstrar atvinnu tækja, þá er það stórhætta fyrir íbúana þar, að einangra sig, einkum þó, þegar harðn- ar í ári. 4. Margt er og verður sam- eiginlegt með Kópavogi og Reykjavík, sem gerir það eðli legt og sjálfsagt að þessar byggðir séu eitt bæjarfélag. Og ætti þá Kópavogur eins og ýmiss önnur úthverfi Reykja víkur að hafa nokkur sérráð í bænum, sem hér er ekki rúm til að ræða nánar. 5. Þar sem atvinnurekstur, efnamenn og margs konar fyrirtæki eru og verða í R- vík, á að geta verið stórhag- ur við uppbyggingu ýmiss konar menningarverðmæta í Kópavogi, að njóta gjaldþols slíkra. 6. Vegna legu sinnar eiga úthverfi Reykjavíkur eins og Kópavogur og Seltjarnarnes að tilheyra höfuðstaðnum. Og þar sem 2/5 íbúa landsins eru í Reykjavík, er sanngjarnt að þeir hafi þennan litla skika landsins til afnota og um- ráða. 7. í stað þeirrar orku, sem fer í baráttu fyrir kaupstað- armyndun i Kópavogi, væri miklu nær að beita kröftun- um til vakningar og eflingar því, að sameina Reykjavík og Kópavog í eitt bæjarfélag eins og þau eiga að vera á ókomn- um árum. Þótt þrír af fimm bæjarráðsmönnum nú í Reykjavík séu á móti samein ingunni, þá sannar það lítið um hug hygginna og fram- sýnna manna yfirleitt. Ég hefi sett fram þessar skoðanir mínar sem íslend- ingur, er ann höfuðstað okk ar með öllum sínum úthverf- um, — en ég hefi ekki gert það sem flokksmaður neins stj órnmálaf lokks. Og er hér með lokið af- skiptum mínum af þessu máli. Vigfús Guðmundsson. Útvarpið Útvarpið í dag. Fastir liðir eins og venjulega. 18.50 Úr hljómleikasalnum (plötur). 20.30Tónleikar (plötur).' 21.00 „Já eða ‘nei“. — Sveinn Ás- geirsson hagfræðingur stjórn- ar' þættinum. 22.10 Danslög (plötur). 24.00 Dagskrárlók. S.K.T. Oömlu dansarnir í GT-húsinu í kvöld kl. 8. Hljómsveit Carl Billich Aðgöngumiðasala kl. 8. ÁN ÁFENGIS — BEZTA SKEMMTUNIN. JAZZHLJÚMLEIKAR í Austurbæjarbíói mánudaginn 25. april kl. 11,30 Hljómsveit Gunnars Ormslev Hljómsveit Björns R. Emarssonar Tríó Ólafs Gauks Söngvari Haukur Morthens Kvartett Gunnars Sveinssonar Trfó Kristjáns Magnússonar Kvartett Eyþórs Þoriákssonar Jam Session, sem 15 þekktir hljóðfæraleikarar taka þátt L Kynnir Svavar Gests Hljómleikar þessir eru kveðjuhljómleikar fyrir Gunnar Ormslev, sem er senn á förum ttt Sví- þjóðar, og mun þar leika með einni þekktustu hljómsveit Svía, hljómsveit Simon Brehm. Aðgöngumiðar eru seldir í Músíkbúðinni, Hafnarstr. 5. f B Ú Ð 3 herbergi og eldhús, ásamt bíLskúr ttt sölu á Selfossi. Upplýsingar gefa: Haraldur Bachmanu og Suorri Arnason, SELFOSSI Alúðarfyllstu þakkir ttt allra, nær og fjær, fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa SIGURÐAR GOTTSKÁLKSSONAR, Kttkjubæ, Vestmannaeyjum. Dýrfinna Ingvarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. HJARTANLEGA ÞOKKUM við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför KRISTÍNAR JÓHANNSDÓTTUR Læk, Ölfusi. ÍSLEIFUR EINARSSON börn, tengdabörn og barnabörn. ÞÖKKUM AUÐSðNDA samúð við andlát og útför GUÐRÚNAR BJÖRNSDÓTTUR frá Guðlaugsstöðum. Eiginmaður og börn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.