Tíminn - 23.04.1955, Síða 6

Tíminn - 23.04.1955, Síða 6
1\. TÍMINN, laugardaginti 23. apríl 1955. 90. blað. m\m \( |Ji> PJÓDLEIKHÖSID Fœdd í gœr Sýtiing í kvöld Id. 20,00. 20. sýnLnsf. Pétur og úlfurinn og Dhnmalimni Sýning sunnudag kl. 15,00. Síðasta sinn. Krítarhr ingurinn Sýning sunnudag kl. 20,00. Aogöngumiðasalan opin frá kl. 13,15—20,00. Tekið á móti pönt- unum, sími: 8-2345, tvær línur. Pantanir sækist daginn fyrir sýningardag, annars seldar Ö3r. Þetta getur hvern . mann hent Sýnd kl. 5, 7 og 9. SöluUona Sprenghlægileg og fjörug gam- anmynd. Sýnd kl. 3. GAMLA BÍÓ Biml 1*7*. Astseða til lijóna- bands (Grounds for Marriage) Bráðskemmtileg ný bandarísk gamanmynd. Aðalhlutverkin leika: Van Johnson, Paula Raymond og Kathryn Grayson, sem syngur m. a. „aríur úr óp. „Carmen“ og „La Boheme". Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ Síml 15*4. Bakarinn allra brauða (The TJnknown Man) Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 16 ára fá ekkl aðg. ♦ l» — TJARNARBIO Mynd hinna vandlátu Kvikmyndin, sem gerð er eftlr hinu heimsfræga leikriti Óscar3 Wilde Tbe Importance of Being Earuest Leikritið var leikið í Ríkisút- varpið á s. 1. ári. Aðalhlutverk: Joan Greenwood, Michael Denison, Michael Redgrave. Sýnd kl. 7 og 9- Peningar að heiman Sýnd kl. 5. LEIKFÉIA6 REYKJAVtKUlO Kvennamál hölsha Frumsýning. annað kvöld kl. 8. Gamanleikur eftir Ole Barman og Asbjörn Toms. Leikstjóri: Einar Pálsson. Aðaihlutverk: Margrét Ólafs- dóttir og Brynjólfur Jóhanness. Aðgöngumiðasala í dag kl. 4—7 og á morgun eftir kl. 2. Sími 3191. AUSTURBÆIARBÍÓ AUtaf rúm fgrir einn (Room for one more) Bráðskemmtileg og hrífandi, ný, amerísk gamanmynd, sem er einhver sú bezta, sem Banda- ríkjamenn hafa framleitt hin síðari ár, enda var hún valin tll sýningar á kvikmyndahátiðinni í Feneyjum í fyrra. Aðalhlutverk: Gary Grant, Bet Þrake, og „fimn. oráðskemmtilegir krakkar“. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Blml 11» Líknandi hönd (Sauerbruch, Das war mein Leben) Aðalhlutverk: Ewald Balser. Sýnd ki. 5, 7 og 9. Myndin verður ekki sýnd utan Reykjavíkur. Hafnarfjarft- arbíó Siml 9249. Snjallir krakkar (Punktchen und Anton) Aðalhlutverk: Sabine Eggerth, Peter Feldt, Paul Klinger, Hcrtha Feiler o. fl. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Síðasta sinn. HAFNARBIO Biml S44* Barnakarl í konulcit (Weekend with fath'r) Van Heflin, Patricia Neai, Gigi Perreau. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBIO — HAFNARFIRDI - Glötuð œska Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Notið þetta einstaka tækifærl. Gög og Gokke Sýnd kl. 7. Sími 9184. IUU1 . 30V18 M0113A ÚjuJ d_ ovo QNnoaa moiioh ovo P_/XJT_y—v_n-TN_n IrvyT'——ua^iJ 4X 0109 SHÁH3S X í Þorm. Sigurðsson CFramhaid af 5. siðu). inni. — Þeir ætla að búa þarna í sumar. — Daginn eftir fór útförin fram á Ljósavatni. Þar voru viðstaddir átta prestar: Séra Fnðrik Friðriksson, prófast- v.r, Húsavík, séra Sigurður Guðmundsson, Grenjaðastað, séra Örn Friðriksson, Skútu- stoðum séra Björn O. Björns son, Hálsi, sr. Þorvarður Þor- mar, Laufási, sr. Kristján Ró- bertsson, Akureyri, sr. Benja- mín Kristjánsson, Tjörnum og séra Sigurður Stefánsson, prófastur, Möðruvöllum. Tveir binir síðast töldu voru bekkj arbræður séra Þormóðs. Fjölmenni var svo mikið, að margir komust ekki í kirkj una, var komið fyrir hátöl- urum utan dyra, fyrir þá, sem þar stóðu. Veður var hið fegursta, sólskin og sunnan þeyr. Söfnuðirnir sáu um út- förina. Séra Fr'ðrik Friðriksson prófastur jarðsöng með að- stoð «éra Sigurðar Stefáns- sonar, prófasts. Ennfremur fluttu þeir ræðu1', séra Sig- urður Guðmundsson, séra Benjamín Kristjánsson, Jón Jónsson, bóndi, Fremstafelli og Sigurður Eiríksson, bóndi Sandhaugum. Kvæði fluttu Jón Haralds- son, bóndi, Einarsstöðum og Karl Sigvaldason, bóndi, Fljótsbakka. — Kirkjukórar Þóroddsstaðasóknar og Ljósa vatnssóknar önnuðust söng. Sungu þeir sameiginlega bæði sálma og ættjarðarljóð undir stjórn Sigurðar Sig- urðssonar, Landamó'ti. Tví- söng, — Sólsetursljóð séra Bjarna Þorsteinssonar, — sungu þeir Sigurður Geh- finnsson, hreppstjóri, Landa- móti og Einar Árnason, Finns stöðum. Þannig bergmálað' frá sveit séra Þormóðs, kveðj an, er hann sendi úr fjar- lægu landi, heim til sín á öld um Ijósvakans Ræðurnf r, kvæðin og söng- urinn, var innilegur sam- liljómur, með grunntón sorg ar og saknaðar, en ívafið til- beiðslu á vorsins vaknandi lifi og tign íslenzkrar nátt- úru. — Slíkt hæÞr góðum dreng. Prestarnir báru kistuna úr kirkju í sáluhlið, en vanda- menn þaðan t.i) grafarinnar. Líkaminn var vígður mold inni, íóGtru okkar allra, en andinn var upprfsinn í ósýni iegum he>mi, sem eigi er fjar lægari cn svo að við erum í kallfærí, og getum tekið höndum saroan yfir landa- mærin. Við blessi m minningu séra Þormóðs og óskum guðs bless unar og hano’e’ðslu ekKjunni har.s, börnunum og ömmu þeirra. H Sigtryggsson. 22 Jffw* 1 " íKr ' JIh. lb Henrik Caviing: KARLOTTA mHMMiinnniiiniininnmiiiiinniinuuiiiniMiiinmim | Ingólfs | I Apótek | | er flutt í Aðalstræti 4, § | gengið inn frá Fischer- | 1 sundi. c Z ■ IIIKlll 11111111IIIII1111111111111111111111111III 11111)11111111111111 jtufhfoii í TímaHum Henri gerðist ekki nærgöngull við hana. Kossinn á kinn- ina, sem hún hafði fyrsta daginn tekið sem ástaratlot, fékk brátt aðra merkingu, hann var aðeins tákn franskrar kurteisi. Karlotta hafði verið boðin í tvö síðdegissamkvæmi, þar sem margir franskir stjórnarerindrekar voru gestir, og þar hafði hún séð þessa endalausu frönsku kossa. Jafnvel karlmenn- irnir kysstu hvor annan. Þetta fannst Karlottu skrítinn siður, en hún skemmti sér ágætlega. Þegar Karlotta var háttuð á kvöldin, gat hún ekki stillt sig um að hugsa um framtíðina. Þótt allt léki nú í lyndi, svo að ekki yrði á betra kosið, gat það auðvitað ekki varað enda- laust. Hún gat ekki lifað af fjármunum ókunnugs manns árum saman. Hún gat ekki þegið slíkt án þess að „borga“ nokkuð fyrir. Hvað skyldi það fólk halda, sem sá þau Henri og hana saman? Hún varð að horfast í augu við þá stað- reynd, að það gat ekki litið öðruvísi á en svo, að hún væri ástmey hans. Karlottu var farið að þykja mjög vænt um Henri, en þó var hún ekki viss um, að hún væri ástfangin af honum. Hún virti hann og dáði, og hún vissi, að henni yrði erfitt um neitun, ef hann bæði hana að verða sér meira en það, sem hún var nú. Málakunnátta Karlottu átti marga prófraunina um þessar mundir. Henri talaði auðvitað öll höfuðmál álfunnar af sama léttleika sem hann talaði dönsku. En það voru ekki allir kunningjar hans, sem gátu talað dönsku, en urðu að bjarga sér á frönsku eða ensku eftir því sem betur átti við. Karlotta hafði lært mál í gagnfræðaskóla, og hún gat bjargað sér á ensku og þýzku, en að ræða við menn á frönsku varð henni ofraun. Karlotta hafði því fengið sér kennslubækur í málum án þess að láta Henri vita af því. Hún las þær nú hvenær, sem færi gafst. Og einn daginn, þegar Henri kom óvænt heim fyrr en vant var, fann hann hana önnum kafna við lestur. Hann leit á bækurnar og kinkaði kolli. Karlottu brá, og hún eldroðnaði. Henni hafði allt í einu dottið í hug, að hann mundi misskilja þessa viðleitni hennar. Það hafði ekki verið á það minnzt, hve lengi hún ætti að dvelja hér. Hann gat kannske dregið þá ályktun af þessu, að hún gengi að því sem gefnu, að hún settist hér að. En Karlotta hefði mátt hlífa sér við þeim áhyggjum. — Sjálfsnám er mjög gott, sagði Henri, en það er erfitt að læra tungumál á þann hátt. Þú þarft að fá kennslu í tal- æfingum. — Ég les upphátt, sagði Karlotta hlæjandi. Ég held langar ræður yfir sjálfri mér. Henri var skemmt. S^vo sagði hann: — En viltu ekki fá kennslukonu? Og sannarlega vildi Karlotta það. Hún var ekki viss um, að þessir sjálfsnámstímar kæmu að notum. Henri lét ekki sitja við orðin ein. Þegar næsta morgun kom kennslukonan, og kennslan hófst, þrír tímar fyrir hádegi í ensku, þýzku og frönsku. Karlottu fannst höfuð sitt vera sem iðandi býkúpa næstu daga. Karlotta hafði að sjálfsögðu skrifað Birtu um það, sem á’ dagana hafði drifið, og Birta lét sér ekki nægja að svara bréfinu. Einn góðan veðurdag í ianúar skaut henni upp rétt eftir að kennslukonan var farin. Þetta bar nú heldur en ekki vel í veiði, þar sem Henri kom ekki heim til hádegis- verðar. Þær féllust í faðma æskuvinkonurnar, og Birta starði undr- andi á Karlottu. — Drottinn minn dýri, þú ert eins og dollaraprinsessa. ' Karlotta sýndi Birtu hina stóru og skrautbúnu íbúð, og augun ætluðu blátt áfram út úr henni. Þegar hún fékk að sjá svefnherbergi Karlottu, hrópaði hún: — Þetta er finna en í kvikmynd. Þú hefir sannarlega unnið í happdrættinu. . Þær borðuðu hádegisverð saman og ræddust við af trúnaði, er þær sátu yfir kaffinu inni í bókaherberginu. — Þetta er allt saman svo undarlegt, alveg eins og í draumi sagði Karlotta. Oft á dag hugsa ég með mér, að bráðum hljóti ég að vakna, og þá sé þessu öllu lokið. Birta hló og þrýsti handlegg vinkonu sinnar. — Nei, Karlotta, þú vaknar ekki eða þá að þú verður orðin greifafrú, þegar þú vaknar. — Ertu gengin af göflunum, Birta. Birta hristi hlæjandi höfuðið. Blasir þetta ekki við, góða mín? Hvar heldurðu að hann finni sér fallegri konu en þig- Hann getur leitað fram að níræðu, en það verður árangurs- laust. — Heldurðu það, Parísarstúlkurnar eru nú margar fallegar. — Vitleysa, sagði Birta. Ég þekki að vísu engar Parísar- stúlkur, en ég þekki þig, Karlotta. Það þýðir engri að reyna að keppa við þig. — Hvernig líður í Börstrup, sagði Karlotta til að leiða talið að öðru. Næstu klukkustundina lét Birta móðan mása um það, sem helzt hafði gerzt í Börstrup, og það var nú sitt af hverju, og Birta kunni að segja frá. Karlotta hló svo að tárin runnu niður kinnarnar. Og þegar Birta áleit, að hún væri búin að svala forvitni Karlottu, lét hún þá spurningu, sem lengi hafðl brunnið henni á vörum, dynja á Karlottu. — Heyrðu, Karlotta, hvar eruð þið saman? Birta horfðf forvitin á vinkonu sína. Karlotta skildi ekki, hvað hún átti við. I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.