Tíminn - 27.04.1955, Síða 6

Tíminn - 27.04.1955, Síða 6
6. TÍMINN, migvikudaginn 27. apríl 1955. 93. blað. PJÓDLEIKHÖSID Krítarhringurinn Sýning í kvöld kl. 20. GULLNA HLIÐIÐ Sýning fimmtudag kl. 20. Næst síðasta sinn. Aðgöngumiðasalan opin frá kl 13,15—20,00. Tekið á móti pönt- unum, sími: 8-2345, tvær línur. Pantanir sækist daginn fyrir sýningardag, annars seldar öðr. GAMLA B!Ó Slmi 147» Ný Tarzan-mynd! Turzun ósiyrandi (Tarzan’s Savage Fury) Spennandi og viðburðarík banda rísk kvikmynd gérð eftir hinum heimsfrægu sögum Edgars Riee Burroughs. Aðalhlutverk: Lex Barker, Dorothy Hart. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 10 ára. Þetta yetur hvern . tnann hent Óviðjafnanlega fjörug og skemmtileg, ný, þýzk gaman- mynd. Mynd þessi, sem er af- bragðs snjöll og bráðhlægileg frá upphafi. Heins Ruhmann. Danskur skýringartextl. Sýnd kl. 7 og 9. Gullni haukurinn 6jóræningja- Bráðskemmtileg mynd. Sýnd kl. 5. T2ARNARBÍÓ Mynd hinna vandlátu Kvikmyndin, sem gerð er eítlr hinu heimsfræga leikriti Óscars Wilde The Importauce o€ Being Earaest Leikritið var leikið 1 Rikisút- varpið á s. 1. ári. Aðalhlutverk: Joan Greenwood, Michael Denison, Michael Eedgrave. Sýnd kl. 7 og 9. Pcnittgar uð heintan • Sýnd kl. 5. LEIKFÉLAG reykjavíkur' Kvennatnál kölska Gamanleikur eftir Ole Barman og Asbjörn Toms. Aðgöngumiðasala í dag eftir kl. 2. Sími 3191. Bannað bcrnum innan 14 ára. AUSTUR8ÆJARBÍÓ Kautabaninn (Builfighter ai'.d the Lady) Aðalhlutverk: Robert Stack, Joy Page, Gilbert Roland. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Blúi engiUinn (Der Blaue Engel) Afbragðs góð, þýzk stórmynd, er tekin var rétt eftir árið 1930. Myndin er gerð eftir skáldsög- unni „Professor Unrath" eftir Heinrich Mann. Mvnd þessi var bönnuð í Þýzkalandi árið 1933, en hefir nú verið sýnd aftur víða um heim við gífurlcga aðsókn og einróma lof kvikmyndagagnrýn- enda, sem oft vitna í hana sem kvikmynd kvikmyndanna. Aðalhlutverk: Emil Jannings, Marlene Dietrich. Aukamynd: Pianóleikur Einars Markússonar Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 4. Börn innan 16 ára fá ekki aðg. Hafnarfjarft- arbíó Síml 9249, Á örlagastundu (Lone Star) Stórfengleg bandarísk kvikmynd frá MGM. Aðalhlutverk: Clark Gable, Ava Gardner, Broderick Crawford. Sýnd kl. 7 og 9. HAFNARBIO Bími »444 i Neðansj ávar- borgin (City Beneath the Sea) Robert Ryan, Mala Powers, Anthony Quinn, Suzan Ball. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBIO - HAFNARFiRÐI - Alltaf rútn fyrir einn Aðalhlut/erk: Gary Grant, Bet Drake, Sýnd kl. 7 og 9. NÝJA BÍÓ Slml 1544. Frú Muir oy hinn fratnliðni Aðalhlutverk: Gene Tierney, Rex Harrison, George Sanders. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ríkisborgararéttur og nafnabreytingar Frumvai'p tU laga um veit- ingu ríkisborgarréttar var af greitt frá neö!'i deild í gær og fer það nú tU efri deildar. Eins og frumvarpið er nú, eiga 65 konur og karlar að öðlast íslenzkan ríkisborg- ararétt. Þingmenn höfðu bor ið fram margar breytingar- till. um að veita einstaklmg um ríkisborgararétt. Hafði allsherjarnefnd tekið þær tú athugunar cg valdi úr þá, sem fullnægðu þeim skilyrð- um, er nefndin fylgir í þess- um efnum. Voru tillögur nefndarinnar samþykktar, en einstakar tillögur þing- manna, sem ekki voru tekn- ar aftur, felldar. Einnig var felld með 18 atkv. gegn 13 að viðhöfðu nafnakalli breyting artillaga frá Gylfa Þ. Gísla- syni o. fl. um að hmir nýju rikisborgarar þyrftu aðems að taka upp íslenzkt fornafn, en mættu halda eftirnafni sinu. Hins vegar skyldu börn þeirra skýi-ð íslenzku for- nafni og kenna sig vi'ð föður, móður eða kjörföður. Eftir fi'umvarpinu er hinum er- lendu ríkisborgurum gert skylt að taka upp algerlega islenzkt nafn skv. ákvæðum í iögum frá 1952. 25 lb Henrik CavLing: KARLOTTA Báðstcfnaii í Bandung TVamhald af 5. síSul Persónuleg kynni hafa oft melra að segja en ákveðnar samþykktir. Vel má því vera, að lagður hafi verið i Bandung varanjegur grunnur að samstarfi Asíu og Afríkuþjóða, þótt sjálfar ályktanir fundarins verði ekki taldar mikilvægar. Vel má því vera, að Bandungráðstefn- an reynist veigamikið skref í þá átt að auka samstarf hinna lit- uðu þjóðflokka og sé aðvörun til hins hvíta kynþáttar um að draga sig frá Asíu og Afríku, ef ekki eigi verr að fara. Ef til vill eiga þær spár eftir að rætast, að sá tími komi fyrr en varir, að Bandaríkja- menn og Rússar telji hyggilegra að snúa bökum saman en að eiga í deilum, sem gætu leitt af sér að hinir lituðu kynflokkar tækju þann sess, er hvíti kynflokkurinn skip- ar nú. Þ. Þ. Eiiska knattspyrnan (Framhald af 4. síðu.') Fulham 40 14 10 16 Nottm. Forest 40 16 6 18 Doncaster Hull City 40 14 7 19 40 12 10 18 Lincoln City 39 12 9 18 75-76 38 55-58 38 57-87 35 44-63 34 66-77 33 Port Vale Plvmouth Ipswich 39 10 11 18 46-70 31 41 11 7 23 55-82 29 40 11 5 24 Derby County 41 6 9 26 55-89 27 50-82 21 Síefnt í rétta útt (Framhald af 4. síðu). starfsemi og með því fara hag anlegar með verðmæti í stór um stíl? En þó sem stærra er, að fá samræmi og samvinnu í alla jákvæða baráttu fyrir betra, glaðara og þroska- meira lífi — og þar á meðal ekki sízt betra samkvæmis- lífi. V.G. karlmanna og vegna eftirsóknar þeirra höfðu gert hana kuldalega. — Henri, þetta kemur svo skyndilega og óvænt. Ertu sjálfur alveg viss um, að þér sé alvara? — Já, svaraði hann alvarlega, ég er alveg viss um það. — Þá gerum við eins og þú vilt, hvíslaði hún. Hann þrýsti henni innilega að sér. En svo kom áhyggju- svipur á andlit hans. — Ég vona, að þú látir mig samt ekki bíða mjög lengi. Karlotta hló og hristi höfuðið, en annað svar fékk hann ekki. Þegar Karlotta var háttuð gat hún að sjálfsögðu ekki sofnað strax. Til þess hafði of margt undarlegt drifið á daginn. Hún gat ekki almennilega áttað sig á því, að mað- ur eins og Henri gæti hugsað sér að giftast henni. Hún starði lengi út í myrkrið. Svo varð hehni allt í einu Ijóst, að innan skamms yrði hún greifynja. Sú hugsun hlaut að stíga ungri og fátækri stúlku allmikið til höfuðsins. Þetta var nokkuð stórt stökk — frá fangelsi til greifahallar. Kar lotta hlö með sjálfri séi\ Svo kveikti hún á náttlampanum og sneri sér í rúminu. Á horni spegilsins var greifamerki Henris greipt í gull. Svo slökkti hún aftur. Myrkrið leyndi brosi hennar. Hún varð víst að fara að venja sig á virðu- lega framkomu, sem hæfði hinni tignu greifafrú Karlottu de Fontenais. Svo varð henni hugsað heim til Börstrup. Drottinn minn dýri, skyldi ekki koma skrýtinn svipur á fólkið heima, þegar það frétti þetta. Hún ákvað að síma til Birtu þegar á morgun. Þegar Henri de Fontenais kom heim til hádegisverðar daginn eftir, gaut hann brosandi hornauga til fagurs rósa vandar, sem hafði verið sendur unnustu hans. Á nafn— spjaldinu stóð John Graham. 1 1 SJÖUNDI KAFLI. Karlotta og Henri giftu sig í París 1. febrúar 1939. Sú há- tíðlega athöfn fór fram í lítilli en gamalli og fallegri kirkju að baki Pantheon. Vígslan fór fram í kyrrþey, og voru ekki aðrir viðstaddir en nánustu ættingjar Henris og svaramaður Karlottu, Kurt von Beckstein-Waldow. Faðir hans var náinn viðskiptavin ur Henris, en raunar var hann fyrst og fremst valinn vegna þess, að hann talaði reiprennandi dönsku. Kurt greifi var hernaðarráðunautur við franska sendiráðið í Paris, en raun ar var hann af gamalli danskri aðalsætt öðrum þræði. Það hafði verið ætlun Henris að opna hið stóra hús sitt í París af þessu tilefni, en Karlotta hafði verið því and- víg. Hún áleit, að það borgaði sig varla þar sem þau ætluðu að fljúga sama kvöldið til Monte Carlo, en það var fyrsti áfangastaðurinn í brúðkaupsferð þeirra. Karlotta hafði raunar undrazt enn meir, er hún komst að því, hve auðugum manni hún giftist. Henri mundi vegna auðæva sinna einna hafa getað valið sér nær hvaða konu sem var, jafnvel frægustu kvikmyndadísir mundu hafa hugsað sig um tvisvar áður en þær hryggbrutu hann. En hann hafði valið Karlottu. í morgungjöf gaf hann henni herragarðinn Karlottuhæð með öllu innbúi. Þetta var yndislegt landsetur við Furuvatn á Sjálandi. Henri hafði keypt þessa eign og skírt hana í höfuð Kar- lottu. Húsið var nú endurbætt meðan þau voru í brúðkaups ferðinni, svo að þau gætu flutt þangað, þegar heim kæmi. Þau ætluðu að yfirgefa íbjiðina í Amaliegötu, en frú Olsen ætlaði að flytjast með þeim að Karlottuhæð. Brúðkaupsferðin varð Karlottu mikil ævintýraferð, þvl að hún hafði ekki áður farið til útlanda. Að hálfum mán- uði liðnum í Monte Carlo flugu þau til Rómar og þaðan til Sikileyjar og að síðustu til Marakesh í Afríku. Svo luku þau brúðkaupsferðinni með hálfs mánaðar dvöl í London, þar sem Henri sinnti jafnframt viðskiptaerindum. Karlotta vissi að vísu lítið um það, hvers konar viðskipti það voru, en þau hlutu að vera allumfangsmikil, því að Henri var önnum kafinn við þau flesta daga. Hún var því ein síns liðs og fór langar gönguferðir um stórborgina. Þau höfðu lagt af stað í brúðkaupsferðina með fjórar ferðatöskur. Þegar þau komu úr henni, voru þær orðnar tuttugu. Það varð ekki meö tölum talið, sem Henri keypti handa henni í París, Róm eða London. Þú skalt bara birgja þig vel upp, sagði hann alltaf við hana. Þegar stríðið skellur á, verður erfiðara að fá það, sem mann langar til. Henri talaði alltaf um stríðið, sem koma múndi, eins og sjálfsagðan hlut. Þegar Karlotta hreyfði efasemdum um það, að stríð mundi skella á, sagði hann, aö stórveldin hervæddust af meiri ákafa en nokkru sinni fyrr, og stríðið væri á næstu grösum, þótt menn veittu því ekki athygli í daglegu lífi. Sú gjöf, sem mest hafði glatt Karlottu, var greiðsla á öll um gömlum skuldum föður hennar í Börstrup. Henri hafði hka viljað, að þau byðu Birtu með sér til Parísar í brúð- kaupið, og Birta hafði ekki hafnað þvi boði, en tveim dög- um áður en hún átt að leggia af stað, hafði hún fengið inflúensu og orðið að sitja heima. Birta var óhuggandi yfir þessum óförum, og Karlottu þótti mjög miður að hafa ekki vinkonu sína hjá sér á þessum heiðursdegi. í byrjun apríl sneru Karlotta og Henri aftur heim tll

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.