Tíminn - 01.05.1955, Blaðsíða 4
'fl.
TÍMINN, sunnudaginn 1. maí 1955.
97. blaff.
SJÖTUGUR í DAG:
JÓNAS JÓNSSON
FRÁ HRIFLU
JÓNAS JÓNSSON frá Hriflu.
Mynrlln cr frá þeim árum, þegir hann var ritstjóri Skinfaxa.
þættiíium i steinu og starfi
JL.
Það, sem af er þessari öld,
<eru árin 1911—1916 einna
sviplausust í íslenzkri stjórn-
málasögu. Á stjórnmálasvið-
inu gætti þá ekki neinna stór-
menna og flokkaskiptingin
var á mestu ringulreið. Nöfn
eins og bræðingurinn, grútur-
.inn, fyrirvarinn og eftirvar-
inn gefa nokkra hugmynd um,
hvernig stjórnmálabaráttunni
var háttað þá. Mest snerist
hún um sambandsdeiluna við
Dani, en önnur mál voru
meira og minna vanrækt.
Á þessum árum eru þó aö
gerast atburðir, sem áttu eftir
að valda tímamótum í stjórn-
malasögunni. Segja má að að-
dragandi þehra byrji rétt eftif
aldamótin, þegar ungmenna-
i'élögin tóku að rísa á legg. í
tyrstu var þessi félagskapur
fremur ómarkviss og fálm-
andi og því óráðið, hvert veg-
ur hans mundi liggja. Honum
hafði enn ekki tekist að beisla
rétt þá krafta, sem raunveru-
lega voru uppspretta hans, en
það var áhugi æskunnar fyrir
hinum þjóðfélagslegu vanda-
málum, þótt hann á fyrstu
árum ungmennafélaganna
r'inndi sér farveg í ópólitísk-
um félagsskap. Framsýnustu
æskumennirnir fundu, að
kraftar þjóðarinnar eyddust
meira í baráttu um formsat-
riði en að koma fram raun-
hæfum umbótum. Það, sem
þurfti til að beizla hina sterku
umbótaþrá, sem var aflvaki
ungmennafélaganna, var leið-
sögumaður, er gat varpað
Ijósi á hin nýju viðhorf og
varðað veginn, sem fara
skyldi.
Þennan leiðsögumann fundu
uhgmennafélögin, þegar Jón-
as Jónsson gerðist ritstjóri að
címariti þeirra, Skinfaxa.
Margar stoðir runnu undir
pað, að hann var þessum
vanda vaxmn. Gáfur hans
voru í senn næmar og skarpar
Hann var uppalinn í því
sveitahéraði, þar sem vagga
ivrsta samvinnufélagsms
stóð, en hafði síðan farið í
námsferðir til helztu landa í
Evrópu og kynnst þar merk-
ustu nýjungum og stefnum
samtiðarinnar. Uppeldi hans
og menntun gerðu honum því
mögulegt að meta bæði kosti
þess gamla og nýja og gera
,sér þess Ijósa grein hvers
þjóðinni var mest vant. Við
þetta bættist svo, að hann bjó
yfir óvenjulegum hæfileikum
cil að túlka skoðanir sínar
með hrífandi eldmóði, hvort
neldur var í riti, ræðum eða
samtölum.
Með komu Jónasar Jónsson-
ar að Skinfaxa breytti ung-
mennafélagsskapurinn raun-
verulega um svip og tilgang.
Fullkomlega kom þetta þó
ekki í ljós fyrr en við stofnun
Framsóknarflokksins, þégar
mest allt áhugalið ungmenna-
célaganna skipaði sér um hinn
nýja flokk. Þegar Framsókn-
arflokkurinn var stofnaður,
er stefna hans því raunveru-
æga löngu mótuð og hann hef
:.r hundruð fylgismanna um
allt land. Með starfi sínu við
ákiníaxa á árunum 1911—16,
nafði Jónas raunverulega lagt
a.5 miklu levti grundvöllinn að
dokkaskiptingu og þjóðmála-
átaríi næstu áratuga. Þótt
•iann ætti eftir að áorka
.nikiu síðar, verður þessi á-
.angi þó jafnan talinn glæsi-
egastur í sögu hans.
Oft getur verið skemmti-
,egt að hugleiða, hve viss at-
/ik geta ráðið miklu um ör-
ióg rnanna og þjóða. Ef J. J.
nefði ekki gerzt ritstjóri Skin-
.axa, gæti saga hans hafa
'jrðiö ailt önnur og hann
í annske komið lítt við sögu
þjóðmála, heldur aðallega gef
ið sig að uppeldis- og skóla-
málum, eins og hugur hans
mun hafa staðið til. En þá
hefði ekki aðeins saga ung-
mennafélaganna, heldur saga
þjóðarinnar getað orðið allt
önnur.
II.
Við lestur á Skinfaxagrein-
um Jónasar verður fljótt ljóst,
að þar er að finna grundvöll-
inn að stefnu og störfum
Framsóknarflokksins.
Jónas mótar í þessum grein
um allt annað viðhorf til sjálf
stæðisbaráttunnar en ríkt
hafði þá um alllangt skeið.
Hann sýnir fram á, að bar-
átta þáverandi stjórnmála-
flokka við Dani snúist meira
um form en raunverulegt
frelsi. Raunverulegt frelsi fá-
ist ekki með neinni formlegri
viðurkenningu, heldur sé und
irstaða þess fjárhagslegt og
menningarlegt sjálfstæði. —
Þetta tvennt þurfi þjóðin
fyrst og fremst að treysta, ef
hún vilji vera raunverulega
frjáls. Þetta er sama skoöun-
in og nú kemur fram hjá
franska stjórnmálamannin-
um Mendes-France, sem tel-
ur stefnu Frakka í utanríkis-
málum hljóta að- markast af
því, hve traust og heilbrigt
fjárhagslíf þeirra er. Þetta
hefir jafnan verið það sjónar-
mið, sem Framsóknarflokkur-
inn hefir fylgt. Öll hans bar-
átta hefir jafnan meira og
minna verið helguð hinu fjár-
hagslega og menningarlega
sjálfstæði þjóðarinnar. Án
þess er hið stjórnmálalega
sjálfstæði líka oftast lítils
virði.
í verzlunar- og atvinnumál-
um markar Jónas í Skinfaxa-
greinunum mjög glögglega þá
stefnu, sem Framsóknarflokk
urinn hefir fylgt. Hann ræðst
harklega gegn samkeppnis-
skipulagi stóriðjunnar og
bendir í mörgum greinum sín
um á spillinguna, sem annars
vegar hljótist af mikilli auð-
söfnun og hins vegar af mik-
illi örbirgð. Hann segir, að
framfarir atvinnuveganna
geti orðið mönnum meira til
bölvunar en blessunar, ef þeir
læri ekki að skipta arðinum
réttlátlega. Þess vegna þurfi
að kappkosta að tryggja öll-
um réttláta hlutdeild í arðin-
um, sem hin aukna tækni
skapar, en koma í veg fyrir,
að hann lendi í höndum fárra
manna. Hann trúir ekki á úr-
ræði ríkisrekstursins eða
sósíalismans til að ná þessu
marki. Hann telur, að þessu
marki verði aðeins náð með
úrræðum samvinnunnar. —
„Samvinnan er dýrðleg hug-
sjón,“ segir hann í einni Skin-
faxagreinni, „ein hin göfug-
asta, sem íslendingar geta
unnið fyrir, því að þar erum
við að bjarga þjóðinni og eft-
irkomendum okkar.“
í Skinfaxagreinum Jónasar
mun í fyrsta sinn í íslenzku
blaði hafin veruleg sókn gegn
hinu mikla fólksstreymi úr
sveitunum, sem var að hefjast
á þessum árum. Jónas bendir
á hina miklu hættu, sem sé
fólgin í þessu fyrir menningu
og afkomu þjóðarinnar og þó
alveg sérstaklega fyrir menn-
ingu hennar. Með þessum
greinum Jónasar er lögð und-
irstaðan að einum megin-
Framsóknarflokksins.
Þannig mætti lengi telja,
hvernig Skinfaxagreinar Jón-
asar mynda undirstööuna að
stefnu Framsóknarflokksins.
Með þeim er ekki aðeins mörk
uð stefna, sem er miöuð við
líðandi stund, heldur stefna,
sem á stöðugt erindi til þjóð-
ar, sem vill vernda arfleifð
sína og vera jafnan á þroska-
braut. Þess vegna á stefna
Framsóknarflokksins sízt
minna erindi til þjóðarinnar
i dag en fyrir 40 árum.
III.
Jónas Jónsson hafði sýnt
það með ritstjórn sinni á
Skínnfaxa, að hann var í
senn mikill hugsuður og frá-
bær áróðurSmaður. Honum
hafði ekki aðems tekist á
ungum aldri að marka nýja
stjórnmálastefnu, sem sam-
ræmdist nýjum og breyttum
aðstæðum og átti varanlegt
erindi til þjóðarinnar. Hann
hafði jafnframt með tUtölu-
lega fáum greinum í litlu
blaði, túlkað þessa stefnu með
slíkum glæsileik, að hún varð
á stuttum tíma hjartansmál
mikils hluta æskufólksins í
landinu. Að þessu leyt1, var
þvi stofnun Framsóknar-
flokksins vel undirbúin, þeg-
ar hafist var handa um hana.
Vafasamt er þó, að Fram-
sóknarflokkurinn hefði náð
jafn fljótt slíkum vexti og
áhrifum og raun varð á, ef
Jónas Jónsson hefði ekki
reynst jafnslyngur skipuleggj
ari og hann var mikill hugs-
uöur og áróðursmaður. Hann
réð mestu um það, að við
stofnun flokksins var vahn
sú leið að leiffa saman ýmsar
félagshreyfingar eða áhrifa-
menn úr þeim og gefa honum
þannig traustan grundvöll í
upphafi. Eins og áður er get-
ið1, ríjrti mikil sundúung í
stjórnmálalífi þjóðarinnar á
þeþsum tíma. Þau samtök,
sem stefndu að framförum,
voru tvístruð og unnu sitt í
hverju lagi. Þetta átti v*ð um
ungmennafélagshireyfj'.nguna,
samvínnuhreyfinguna. og
bændahreyfinguna, sem hafði
birst í lauslegum samtökum
nokkurra bænda á Alþingi.
Með því að sameina áhrifa-
menn úr öllurn þessum hreyf
ingum, náði Framsókna1'-
flokkurinn strax i upphafi
mörgum þingsætum og fjölda
fylgi. Hann varð því strax
i öndverðu annar höfuðflokk
ur þjóðarinnar og heÞr hald-
ið því sæti fi'am á þennan dag.
Jónas Jónsson hefir haft
mörg járn í eldinum um dag-
ana og komig víða við. MikU
vægasta starf hans er þó óum
deilanlega það að hafa átt
meginþátt í stofnun Fram-
sóknarflokksins, markað
grundvallarstefnu hans og
veitt honurn aðalforustu um
langt skeiö. Vegna þessa
starfs hefir hann unnið sér
ógleymanlegt nafn í sögu
þjóðarinnar. Án þessa mikla
framlags hans,- hefði saga ís-
lenzku þjóðarinnar orð-
ið allt önnur á þessum tíma.
Margir útlendingar telja það
eitt hið mesta æyintýri, sem
gerst hefir á tuttugustu öld-
inni, að jafn fámenn þjóð og
íslendingar eru, búsett í harð
býlu og stóru landi, skuli hafa
treyst sér til algers sjálf-
stæðis, og þó sé það enn meira
ævintýri, hve vel þeim bafi
farnast það til þessa dags. f
þessu ánægjulega ævintýri,
á Framsóknarflokkurinn vtssu
lega glæsilegasta þátt-
inn. Ef ekki héfði notið við
traustrar og framsýnnar for
ustu hans, þegar mest hefir á
reynt, en í stað þess hefðu
öfgarnar tú hægri eða vinstri
borið sigur úr býtum, þá væri
ekki fjarri að álykta, að ekk-
ert íslenzkt lýðveldl myndi
vera tU í dag .
Framsóknarflokkurinn hef
ir m. a. náð þessum árangri
vegna þess, að hann hefir
aldrei vújað skorast undan
vanda eða ábyrgð, þótt lítil
von hafi oft verið um vin-
sældir. Hann hefir jafnan
metið það mest áð reyna að
gera sitt bezta. Hann varð
að hefja göngu sína með því
að mynda samsteypustjórn
með íhaldsöflum landslns,
þótt hugur hans stefndi tÚ
alls annars, en um aðra sam-
starfsaðila var þá ekki að
ræða, og enn í dag þarf hann
að standa í sömu sporum
vegna þess, að ekki er annar
kostur fyrir hendi, eins og á-
statt er. Þessi aðstaða flokks-
ins hefir hins vegar oft gert
honum erfitt um vik og hindr
að hann í bví að ná eins mikl
um árangri og hann hefðl
getnð, ef aðstaða hans hefði
verið betri. Því fremur ber
líka að þakka honum, hve
miklu hann hefir áorkað.
IV.
Hér er þess ekki kostur að
rekia frekar starfssögu Jón-
asar Jónssonar eða gera grein
fyrir þeim eiginleikum hans,
sem hafa gert hánn sérstæð
asta leiðtoga íslendinga á
fyrra helmingi þessai'ar ald-
ar. Saga hans er svo marg-
þætt, að hún verður ekki sögð
nema í stórri bók, ef hún á
að verða anr.að og meira en
þurrar upptalningar. í hönd-
um mikils höfundar gæti hún
orðið hið stórbrotnast verk.
Hún gæti auðveldlega skipað
sæti við hlið þeirra fslend-
ingasagna, þar sem sagt er
frá glæsilegusfum hæfileikum,
mestum frægðarverkum og
meinlegustum örlögum. Um
margt’ gæti hún líka Ver-
ið áþekk sögu annars mesta
st.iórnmálaforingjans, sem
Bretar hafa á'tt á besseri
öld. Lloyd George. Báðir hóf
u-«t beir til mestu áhrifa vegna
óveniulegra hæfileika. báðir
voru beir mestu umbótafröm
uðir þjóða sinna um all-
lan<rt skeið og báðir áttu
beú svo eftir nð ljúka stlórn-
mélasnp-u sir.ni sem einskon-
ar póUtískir ntjaea,r. Að einu
(Framhald á 5, siðu.)
Tímaritið SAMTIÐKN
fjytur framhaldssögur, smásögur, kvennaþætti, bókafregnir, get-
raunir, bráðfyndnar skopsögur, víðsjá, ferða- og flugmálaþætti,
samtalsþætti, frægar ástarjátningar, bridgeþætti, úrvalsgreinar
úr erl. tímaritum, nýjustu danslagatextar o. m. fl. 10 hefti ár-
lega fyrir aðeins 35 kr. Nýir áskrifendur fá 1 eldri árgang 1 kaup-
bæti. Póstsendið í dag meðfylgjandi pöntun:
Ég undirrit.......óska að gerast áskrifandi að SAMTÍÐXNNI
og sendi hér með árgjaldið, 35 kr.
Nafn ........................................................
Heimili .....................................................
TJtanáskrift vor er: SAMTÍÐIN, Pósthólf 75, Reykjavlk.
.»SSSS5S5S5S5555S5SSSS5SSS«S55S5SSSS5«S555SS$SS55S$5$5$55S$5S5Si$í$$$$$3