Tíminn - 01.05.1955, Síða 5

Tíminn - 01.05.1955, Síða 5
97. blað. TÍMINN, sunnudaginn 1. maí 1955. 5. Alaska — „dýrasti ísklumpur, sem sögur fara af" Bandaríkjjamenn keyptn Alaska fyrir rúmar 7 milljjónir dala en lögðu veg þangað fyrir 318 milljjónir. Sunnud. 1. ittut Fyrsti maí Fyrsti maí er alþjóðlegur hátiðisdagur verkamanna, þótt í nokkrum löndum sé und antekning frá þessu, eins og t. d. í Bre|landi, þar sem verka menn hafa valið fyrsta laug- ardaginn í maí til þessara há tíðahalda. Hér á landi er 1. maí búinn að vera alllengi ná tíðisdagur verkamanna og er búinn að vinna sér viðurkenn ingu sem slikur. Það, sem mörgum mun hugs að um í sambandi við þenn- an hátíðisdag verkamanna, er hið nýiokna verkfall. Ekki sízt ætti það að vera íhugun arefni verkamönnum sjálf- um. Verkfallið hefir orðið verka mönnum þungbært. Eftir viku verkfall hefðu þeir sennilega gejað fengið 10% útborgaða kauphækkun. Því var hafnað og verkfallið drógst vegna þess í fimm vikur og þá var samið um 12% útborgaöa kauphækkun. Það mun taka langan tíma, að þessi 2%, sem hér munar, vinni upp tapið af fimm vikna verkfalli. Rétt er svo að geta þess, að við þétta bætast atvinnuleysis- tryggingarnar, en í raun réttri var það aðeins orðið tíma- spursmál, hvenær þær kæm ust á, þar sem þær hafa veriö teknar upp í öllum nágranna löndunum beggja megin At- lantshafsins. Þær hefði vafa laust verið hægt að fá fram í upphafi, ef það hefði getað orðið til að afstýra verkfall- inu. Þetta er um tap verka- manna. En tap atvinnuveg- anna er líka mikið og sama gildir vitanlega einnig um tap þjóðarheildarinnar. Þetta seinasta verkfall er því ný öflug sönnun þess, að fátt er þjóðinni nauðsynlégra en að fundin séu ráð, er komi í veg fyrir, að til verkfalla þurfi að koma. Nágrannalönd okkar hafa að mestu verið laus við verk föllin að undanförnu. Því valda ýmsar ástæður, en sú ástæðan er sennilega veiga- mest, að þar er styrkur verkalýðsins ekki aðeins fólg ínn í verkalýðssamtökunum, heldur í öflugum, lýðræðis- sinnuðum pólitískum flokks samtökum, sem oft hafa stjórnvölinn í höndum sér. Þannig geta verkamenn ráð ið miklu um það, hvernig þjóðfélaginu er stjórnað, og því ber þar miklu minna á þeirri tortryggni, sem er ein undirrót verkfallanna hér. Það er ógæfa íslenzkra verkamanna, að hér hefir skapazt annað stjórnmálaá- stand en á Norðurlöndunum hinum. Hér hafa hin lýðræð- issinnUðu flokkssamtök verka manna verið of veik síðan Sjálfstæðisflokknum tókst að efla kommúnista til að kljúfa bæði hin faglegu og pólitísku samtök verkamanna. Alltof stór hluti verkalýðsins hefir einangrað sig undir forustu öfgamánna, er taka fyrirmæli annars staðar frá. Þess vegna hefir ekki verið hægt að mynda hér vinstri stjórn um alllangt skeið og þess vegna er valdaaðstaða íhaldsins ó- eðlilega mikil. Það er þetta, sem íslenzkur verkalýður þarf nú umfram allt að skilja. Upplausninni í kaupgjaldsmálunum linnir og Margir vita ekki meira um Alaska en að þar er mikið um snjó, ís og kulda, að þar hefir fundizt gull og að Jack London hefir skrifað bæk- ur um það. Einnig að landið hefir einhvern tíma tilheyrt Rússum. Alaska er alltof lítið þekkt í heim- inum miðað við þá þýðingu, sem það þegar hefir og kemur til með að hafa á næstu áratugum. Alaska er ein og hálf miljón fer- kílómetra að stærð, eða eins stórt og fimmti hluti Bandaríkjanna. Þar búa 150 þus. manns, sem er mjög fátt fólk miðað við stærð landsins, og aðeins eru þar tólf smábæir. í- búar landsins eru frumstæðir. Þeir búa á sléttunum, í frumskógunum og meðfram ám og fjörðum, sem skerast inn í landið. Nútímamenn- ing hefir fyrst nú á síðari tímum borizt til þessára auðugustu veiði- svæða heimsins. Sögnin um snjó- inn og kuldann hefir í hundrað ár aftrað möilnum frá að fara til þessa lands. Vitanlega er kalt í Alaska. En það er alveg jafn kalt í mörgum nyrztu ríkjum Bandaríkjanna, að ekki sé talað um Kanada, sem nær talsvert lengra til norðurs en Al- aska. En kuldinn er aðeins á vet- urna. í fyrra upplifði ég í Alaska hið dásamlegasta sumar, sem ég hefi nokkurn tíma lifað. Varla get ég ímynda-ð mér að í nokkru landi sé ákjósanlegra loftslag á sumrin en þar, og áreiðanlega ekki stór- fenglegri náttúra. Hin geysistóru snævi þöktu fjöll i baksýn og þús- undir skógi klæddra eyja milli hólma og skerja mynda skemmti- legar andstæöur. Sumarið meðfram ströndinni stendur um 3—4 mánuði. Japönsku straumarnir bera hita til strandar- innar, og inni í miðju landi verð- ur hitinn allt að 40 stig á Celsíus. Þrir fjórðu alls landsins eru í tempr aða beltinu, aðeins norðurströndin skagar út í íshafið og telst því til heimskautalandanna. Það er mjög áhrifamikiö að kynnast náttúru- fegurð landsins. Ekki sízt þegar maður veit, að inni í miðju frum- skógaflæminu hafast við birnir, úlfar, dádýr, elgir, fjallageitur, bif- ar og minkar o. s. frv. Menn venj- ast því fljótt, að ernir, fálkar, end- ur og villigæsir eru alveg eins geð- þekkir og þau dýr, er við eigum að venjast, og að sjórinn er fullur af fiski, sel, sæljónum og hvölum. Það væri ekki rétt að segja, að dýraveiðar, fiskveiðar og viðarhögg væru helztu atvinnugreinarnar. Því að þessar greinar, ásamt námu- vinnslu, eru einustu atvinnugrein- arnar. Alaska er land fjalla, grjóts, túndra, eldgíga og endalausra skóga, þar sem enginn maður, hvorki hvitur, gulur né svartur hef- ir nokkru sinni stigið fæti sínum. Ónotuð auðæfi bíða þess að menn- ingin haldi innreið sína og notfæri þau. Varnarframkvæmdir, vegalagnir og rekstur geysistórra sellulósaverk- smiðja veitir þúsundum vinnu árið um kring. Af hinum, sem fást við vinnuMÖurinn styrkist því aðeins. að hinn lýðræðissinn- aði verkalýður sameinist í pólitískum flokkssamtökum, er starfa á lýðræðisgrund- velli og .taka engum fyrirmæl um utan.frá. Þá skapast grund völlur tiLbatnandi stjórnar- hátta á íslandi. Jafnfrarnt þvi, sem verka- lýðurinn^íálenzki minnist eig veiðar, eru flestir komnir frá Banda ríkjunum og dveljast aðeins í land inu yfir sumarmánuðina. Það er alls ekki nóg af fólki í Alaska. En fólkið, sem býr þar, er stolt og hefir ríka þjóðerniskennd. Kjarni þess, er ibúarnir höfðu að segja, var þessi: „Við höfum ekki mikinn iðnað, og næstum eng an landbúnað. Allt, sem við not- um, matur, klæði, hráefni og vél- ar er innflutt frá Bandaríkjunum, á sama hátt og frumbyggjar vest- urríkja Bandaríkjanna urðu í fyrstu að flytja sínar nauðþurftir frá fyrri heimkynnum sínum, austur- ríkjunum. En þegar þeir urðu nógu margir lærðu þeir að ryðja skóg- inn, yrkja jörðina og framieiða sjálfir það, sem þeir þörfnuðust. í- búatala Alaska eykst hröðum skref um, en þó ekki nógu hratt. Á sama hátt og frumbyggjar vesturríkj- anna munum við finna ný verk- efni, nýjar aðferðir og nýjar af- komuleiðir. Við munum brjótast lengra og lengra inn í frumskóg- ana. Pyrst munum við leggja til atlögu við náttúruna og um síðir gera hana okkur undirgefna. Sameiginlegt markmið okkar er að gera Alaska að stærsta, ríkasta og blómlegasta fylki Bandaríkj- í Grein þessi, sem fjallar í um Alaska, sögu lands- \ ins og hina miklu mögu- ! leika þess, er rituö af j ! blaöamanninum Harald \ | Dietrich, er dvaldist þar j | í landi um fimm mán- j ! aða skeið í fyrrasumar. j anna — við munum standa sam- huga um það eins og frumbyggj- arnir á sinni tíð.“ Og ef menn hafa séð hverju frumbyggjarnir hafa áorkað, fá menn hugmynd um, hvað bíður þessa lands, sem innþá liggur frið- samt í dvala langt úti í Kyrrahafi. Það var Danin Vitus Bering, sem fann Alaska árið 1741. Það varð rússneskt land (Bering var foringi í rússneska flotanum) til ársins 1867, þegar Bandaríkin keyptu landssvæðið fyrir 7 milj. og 200 þús. dollara. Prá þeim tíma hafa Bandaríkjamenn sótt til landsins námaafrakstur að virði 1 miljarð dollara og einnig húðir fyrir 150 milj. dollara. Piskafurðirnar hafa gefið í aðra hönd upphæð, sem er hærri en hinar báðar til samans. Gull hafði fundizt meðfram Stik- ine-fljóti þegar áður en landið skipti um eigendur. Hópur gullleit- armanna brauzt gegnum Alaska til Klondike. Árið 1899 fannst gull í Yukon og streymdu þá gullgrafar- ar til landsins frá mörgum lönd- um heims. Þeir börðust, þjáðust og dóu í gráðugri leit sinni að hin- um dýra málmi. Borgin Nome blómstraði um aldamótin, þar bjuggu þá 10 þús. manns og til- einkuðu sér siði „villta vestursins". in máléfna í dag, mun hann einnig minnast stéttarsyst- kinanna um víða veröld. Hann mun votta hinum undirok- aða verkalýð í kommúnista- ríkjunum og nýlendunum samúð sína. íslenzkir verka- menn vænta þess áreiðanlega einlæglega, að verkalýður þessara landa öðlist sem fyrst frelsi sitt. Meirihluti fólksins bjó í tjöldum. Lagabrot, sjúkdómar og morð voru daglegir viðburðir. Á tveim mán- uðum fluttu þrjú þúsund gullgraf- arar eina miljón dollara i gulli frá ströndinni við Nome. Fyrir árið 1906 voru miljónirnar orðnar sjö. Það fínnast einnig aðrir málmar í Alaska, þótt gullið standi efst á listanum, nefnilega silfur, platína, kopar, tin, antímon, þungsteinn, kvikasilfur, blý, sink, kol, olía, gips, króm, marmari og sandsteinn. Mesta námuvinnslan fer fram ná- lægt Fairbanks. En nú skulum við snúa okkur að sögu landsins. Það er erfitt að skrifa grein um Alaska án þess að neína hin rússnesku áhrif. 150 k:ló metra frá höfuðborginni, Juneau, liggur hinn gamli höfuðstaður Rússanna, Sitka, sem er bezt stað- settur hinna tólf bæja landsins. Þar ríkti Alexander Baranov í 30 ár. Orðstír hans flaug um allan heim. Hann var strangur, réttlátur og slægur — og drakk mikið af vodka. Hann setti á laggirnar Rússnesk- ameríska verzlunarfélagið. Það rak verzlun meðfram hinni 5000 kíló- metra löngu strönd fjarri menning unni. Skip frá öllum þjóðum heim sóttu höfuðborg Baranovs. Árið 1812 — þegar Napóleon réðist á Moskvu — sendi hann leiðangur til Kaliforníu, þar sem San Franc- isco er nú. Þaðan fékk hann land- búnaðarafurðir til handa nýlend- unni. Það var áður en nokkurn grunaði, hve þáttur Kaliforníu ætti eítir að verða mikill í sambandi við landbúnað. Baranov lézt 1819. Rússnesk- ameríska verzlunarfélagið lognaðist útaf. Harka Rússanna hafði næst- um valdið borgarastyrjöld. Þeir eyddu þá heilum þorpum og tóku af lífi íbúa þeirra. Englndingar stóðu í stöðugum viðræðum við Rússa um þetta landssvæöi, og það, ásamt lélegri stjórn eftir að Bara- nov féll frá, varð orsök þess, að Rússar misstu ítök sín í landinu. En menjar þeirra standa þar enn. í Three Saints Bay á eyjunni Kod- iak skipulögðu Rússar fyrsta að- seturstað sinn. Fyrsti rússneski skólinn var reistur þar árið 1785. Það var fyrsta tilraun hvíts manns til að gera nýlendu úr löndum við Kyrrahafsströnd norðan Mexíkó. Baranov flutti aðalstöðvar sínar frá Kodiak til Sitka, sem varð höf uðborg árið 1900 og ber með sínum öldnu byggingum vitni yfirráða zarins. í dag situr stjórn landsins í Juneau. Þar er landsstjórinn, sem er útnefndur af ameríska forset- anum á fjögra ára fresti. Alaska er stjórnað af landsráði, þar eiga sæti 16 þjóðkjörnir þingmenn og 24 fulltrúar, einnig þjóðkjörnir. Þingmennimir eru kjörnir til fjögra ára, fulltrúarnir til tveggja. Einn maður, sem kosinn er annað hvert ár, er fulltrúi Alaska j Washington. En þar sem Alaska er ekki ennþá orðið ríki í Bandaríkjunum hefir það ekki atkvæðisrétt á þingi Banda ríkjamanna. Árið 1946 gekk þjóðin til atkvæða um það, hvort Alaska skyldi verða fylki í Bandaríkjunum. 9630 greiddu atkvæði með því, en 6822 á móti. Þetta mál hefir oft verið rætt, bæði í heimalandinu og Bandaríkjunum. Margar raddir hafa komið fram í Washington, sem álíta upptöku Al- aska i Bandaríkin æskilega, aðrar (Framh. á 6. síðu.) Jónas Jónsson (Framh. af 4. síðu.) leyti er hins vegar megin- munur á gæfu Jónasar og Lloyd George. Lloyd George skyldi við flokk sinn í slíkum rústum, að hann hefir ekki risið á legg aftur. Flokkur- inn, sem Jónas stofnaði, hef- ir hins vegar haldið styr-k sín um og þjónað áfram hug- sjónum sínum með sízt minni trúmennsku en áður. Undir vendarvæng1 hans hefir sam- vinnuhreyfingin eflst meira síðustu árin en nokkru sinni fyrr. Undir forustu hans hef- ir meira fjármagni verið veitt til sveitanna á undanförnum árum en nokkru sinni áður, og framfarir orðið bar stór- felldari að sama skapi. Fyhr einbeitta forgöngu hans hef ir verið hafist ötullega handa um rafvæðingu dreifbýlisms. Undir leiðsögn hans hefir fjárhagur ríkisms verið rétt- ur við, eftir ellefu ára óstjóm og varnarmálunum komið úr niðurníðslu í sæmilegt horf. Og þannig mætti lengi telja. Þrátt fyrir örðugar aðstæður, er Framsóknarflokkurinn nú sem fyrr hinn vökuli og ó- trauði umbótaflokkur. Sá arf- ur, sem J. J. lét eftir fyrri samverkamönnum og læri- sveinum, þegar hann lét af beinni þátttöku í stjórnmál- um„ hefir því vissulega verið ávaxtaður með glæsilegum árangri. V. Það væri í andstöðu við upplag Jónasar Jónssonar, ef sjötugsafmæli hans væri notað til ag skrifa um hann eins konar grafskrift og þinda sig eingöngu við það, sem lið- ið er. Það er í betra samræmi við fyrri störf hans og stefnu, að slík tímamót séu ekki síð- ur notuð til að horfa fram á veginn. Þótt íslenzku þjóð- inni hafi um margt farnast vel seinustu áratugina og mikið hafi áunnist tú að tryggja henni aukið sjálf- stæði og batnandji lífskjör, þarfnast hún eigi að síður á- fram vakandi og hygginnar leiðsagnar, ef rétt skal stefnt á komandi árum, en það ekki látið tapast. sem áunnist hef ir og jafnvel meira til. Slík leiðsögn verður ekki veitt af öfgaflokkunum, sem ýmist sækja fyrirmyndir austur fyr ir járntjald eða tú Suður- Ameríku, og annað hvort vilja koma á ríkiskúgun eða al- ræði fámennra auðkónga. Slík forusta verður aðeins veitt af þjóðlegum umbóta- flokki, sem með jákvæðu starfi heldur öfgaflokkunum í skefjum og dregur úr deh- um og viðsjám með því að beita úrræðum samvinnunn- ar. íslenzka þjóðin á framtíð sína. undir því, að Framsókn arflokkurinn efhst og geti fylkt um sig því liði, sem þarf th þess, að honum verði auðið að inna þetta mikil- væga hlutverk af höndum. Alveg eins og ýmis sundruð öfl voru leidd til samstarfs við stofnun hans fyrir 40 ár- um, verður það nú að verða hlutverk hans að leiða sundr- uð öfl til samstarfs og skapa bannig þá fylkingu, sem sé þess umkominn að leiða þjóð ina áfram á heilbrigðri fram farabraut. Þetta er sú dag- skipan, sem ein er samboðin sjötugsafmæli þess manns, sem átti mestan þátt í að stofna Framsóknarflokkinn og færði honum hina sígildu stefnu hans í vöggugjöf. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.