Tíminn - 01.05.1955, Qupperneq 6
6,
TÍMINN, sunnudaginn 1. maí 1955.
t
)J
ÞJÓDLEIKHÖSIÐ
Í
Kntarhringurinn
Sýning í kvöld kl. 20.00.
Fívtld í gœr
Sýriing miðvikudag kl. 20.00.
Aðeins fáar sýníngar eftir,
IASgöngumiðasalan opin frft U.
13,15—20,00. Tekið & mótl pönt-
unum, slmi: 8-2345, tvær Unur.
Pantanlr sækist daginn lyrir
; sýningardag, annars seldar öðr.
GAMLA BÍÓ
einu 1471.
Óvænt heimsóhn
(An Inspector Calls)
Ensk úrva^skvikmynd gerð eftir
hinu víðfræga dulræna leikriti
J. B. Priestleys, sem Þjóðleikhús-
ið sýndi fyrir nokkrum árum.
Aðalhlutverkið leikur hinn
snjalli leikari
Alastair Sim.
Sýnd kl. 7 og 9.
v Tarzan ósiyrandi
með Lex Barker.
■ Sýnd kl. 3 og 5.
Bönnuð börnum innan 10 ára.
Ævintýr í Tíhet
Mjög sérkennileg og afburða
spennandi, ný, amerísk mynd,
sem tekin er á þeim slóðum í
Tíbet, sem enginn hvitur maður
hefir fengið að koma á til
skamms tíma. Mynd þessi fjallar
um.samskipti hvítra landkönn-
uða við hin óhugnanlegu og
hrikalegu öfl þessa dularfulla
fjallalands og íbúa þess.
Rex Reason,
Diana Iíouglas.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
----------------------i
Töfruteppiff
Spennandi og skemmtileg am-
erísk ævintýramynd í litum.
Sýnd kl. 3.
• ♦ ♦ ♦♦
TJARNARBÍÓ
Astríðuloyi 1
(Sensualita)
Frábærlega vel leikin itölsk
mynd, er fjallar um mannlegar
ástriður og Breyskleika.
Aðalhlutverk:
Elenora Rossi Drago,
Amedeo Nazzari.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Peningar n<)
heiman
Sýnd kl. 3.
SÆJARBÍÓ
- HAFNARFIROP -
Ditia mannsbarn
Stórkostlegt listaverk, byggt á
skáldsögu Martins Andersen
Nexö, sem komið hefir út á
íslenzku. Sagan er ein dýrmæt-
asta perlan í bókmenntum Norð
urlanda. Kvikmyndin er heil-
steypt listaverk.
Tove Moes.
Sýnd kl. 7 og 9.
Bonson
fer á háshóla
Amerísk gamanmynd.
Sýnd kl. 3.
n—'
AUSTURBÆJARBlÓ
Leigumorðinyjar
(The Enforccr)
Óvenju spennandi og viðburða-
rík, ný, amerísk kvikmynd, er
fjallar um hina stórhættulegu
viðureign lögreglumanna við
hættulegustu tegund morðingja,
— leigumorðingjana.
Aðalhlutverk:
Ilumphrey Bogart,
Zero Mostel.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Kúrehinn og
hesturinn hans
Hin afar spennandi og viðburða
ríka ameríska kúrekamynd með
Roy Rogers.
Sýnd aðeins í dag kl. 3.
Sala hefst kl. 1 e. h.
TRiPOLI-BÍÓ
Bláti engillinn
(Der Blaue Engel)
Afbragðs góð, þýzk stórmynd, er
tekin var rétt eftir árið 1930.
Myndin er gerð eftir skáldsög-
unni „Professor Unrath" eftir
Heinrich Mann. Mynd þessi var
bönnuð í Þýzkalandi árið 1933,
Aðalhlutverk:
Emil Jannings,
Marlene Dietrich.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Barnasýning kl. 3.
Fjjársjóður Afríhu
Afar spennandi mynd.
Hafnarfjarft-
arbíó
Gullni huuhurinn
(Golden Haivk)
Afburða skemmtileg og spenn-
andi, ný, amerísk mynd í eðli-
legum litum. Gerð eftir sam-
nefndri metsölubók, „Frank
Yerby", sem kom neðanmáls í
Morgunblaðinu.
Rhonda Fleming,
Sterling Hayden.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
> Bássneshi
cirhusinn
Sýnd kl. 3.
»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«
HAFNARBÍÓ
BlmS (444
Neðtmsjávar-
borgin
(City Beneath the Sea)
Robert Ryan,
Maia Powers,
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Að f jallabahi
Sprenghlægileg grínmynd með
Abbott og Costello.
Sýnd kl. 3.
♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
NÝJA BÍÓ
Voru það landráð?
(Decision Before Dawn)
Mjög spennahdi og viðburðahröð
amerísk stórmynd, byggð á sönn
um viðburðum er gerðust í Þýzka
landi síðustu mánuði heimsstyrj
aldarinnar.
Aðalhlutverk:
Gary Merrill,
Bönnuð fyrir börn.
Sýnd kl. 5, 7 og 9,15.
Allt í lagi lagsi
Hin sprellfjöruga grínmynd með
Abbott og Costelio.
Sýnd kl. 3.
Getraunirnar
Um þessa helgi lýkur deilda
keppninni ensku og verða því
á getraunaseðlunum hafðir
norskir og sænskir leikir. Á
18. seðlinum eru einnig úr-
slitaleikur bikarkeppninnar
ensku og 2 íslenzkir leikir. ís-
lenzku liðin munu yfirleitt
hafa æft allmikið í vor, en e.
t. v. ekki að sama skapi vel.
Hjá norsku og sænsku lið-
unum er keppninni skipt þann
ig, að fyrri hlutinn fer fram
að haustinu, en sá síðari að
vorinu. Eftir vetrarhléið verð-
ur oft mikil breyting á frammi
stöðu liðanna, frá því um
haustið. Siðar verða birtar
töflur um sænsku og norsku
keppnina.
Kerfi 48 raðir.
Fram-Valur X 2
KR-Þróttur 1
Newcastle-Manch.City 1 X 2
AIK-Norrk X 2
Degerfors-Göteborg 1
Djurgárden-Hálsing X
GAIS-Malmö FF 2
Halmst.-Sandv. AIK 1 2
Kalmar-Hammarby X
”Fram-Brann 1 2
Ranheim-Freidig X
Sarpsborg-Strömmen 1
Alaska . . .
(Framh. af 5. síðu.)
halda því fram að slíkt sé ekki
tímabært vegna þess, hve fólkið er
fátt á hinu mikla landssvæði, enn
aðrar að ekki eigi að ræða þetta
mál eitt sér, heldur taka það upp
með óskum Hawaii-búa um að
verða fyiki í Bandaríkjunum.
Þegar Wililam H. Seward keypti
Alaska af Rússum var talað um
atburðinn sem kaup á „dýrasta ís-
klumpi veraldar". Nú eru varnir
þessa lands orðnar svo nauðsynleg
ar bæði Bandaríkjamönnum og
Kanadamönnum, að eftir árás Jap-
ana á Pearl Harbour var ákveðið
að byggja 2500 kílómetra ianga ak-
bra'ut frá Bandaríkjunum gegnum
brezku Kólombíu og Yukon lands-
svæðið og alla leið til Fairbanks í
Alaska.
Þessi Alaska-þjóðbraut, eða Al-
can-þjóðbraut (Alaska/Canada)
eins og hún er einnig nefnd, var
gerð í varúöarskyni með tilliti til
japanskrar innrásar. Hún var byggð
af verkfræðingum ameríska hersins
og kostaði um 318 milj. dollara.
Vinna viff hana var hafin 12.
marz 1942 og henni lauk 1. des-
97. blað.
- s=a i 29.
IL, ■ V* ’ '1 -’v V*, Ib Henrik CavLing:
KARLOTTA
é
Þess vegna var hún hikandi í framkomu sinni þegar í.upp-
hafi.
— Ég þakka yöur fyrir blómin, sem þér senduð mér á trú-
lofunardaginn minn, sagði hún.
John Graham vissi mæta vel, að Karlottu hlaut að vera
lióst, að hann hafði ekki sent henni blómin vegna trúlofun-
arinnar, en hann sagði ekkert um það. Hann hörfi sém dá-
leiddur á hina ungu og fögru konu, sem hann hafði aldreí
getað gleymt, og hann virtist ekki vita, hvað hánn sétti að
segja. Hann roðnaði af reiði við sjálfan sig, þegar honum
varð ljóst, að Karlotta gerði hann vandræðalégan og ófrám-
færinn. Hann reyndi því að vera skrafhreifinn og talaði
ensku. Karlotta var þó ekki á því að láta hann sleppa. §vo
auðveldlega. Hún var gift frönskum manni og þau voru
stödd í Danmörku. Þess vegna svaraði hún honum á frönsku
John Graham beit á vörina en varð að láta sér lynda að
ræða við hana á því máli, þó að honum væri það ekki tungu-
tamt.
— Pardon, madame la comtesse, byrjaði hann á enskri
skólafrönsku. — Talið þér ekki ensku?
Karlotta átti bágt með að verjast brosi, þegar hún svar-
aði: — Svolítið, en alls ekki nema fyrir hádegi.
John Graham hélt fyrst, að hann hefði misheyrt, en þegar
hann leit í augu hennar og sá þar glettnissvip hennar, sá
hann, að hún var að hæðast að honum. Hann hugsaði með
sér, að hún ætti til fleiri hliðar en blítt bros og reyndi að
spjalla við hana á golfrönskunni sinni. Þótt franska Karlottu
væri heldur ekki lýtalaus, gat hún spjallað um dagleg mál-
efni nokkurn veginn viðstöðulaust.
Svo kom Brun lyfsali inn aftur með vínflöskuna. Á eftir
honum kom kona hans með glös á bakka.
Þegar gestirnir bjuggust til ferðar litlu síðar, sagðist Kurt
um fram allt vilja sækja Birtu og Karlottu næsta kvöld á
dansleikinn, en það vildi Karlotta ekki heyra nefnt. Hún
kvaðst þekkja leiðina til Battenborgar. Hún gaf orðum sín-
um aukna áherzlu með því að líta fast á Kurt.
Birta var í sjöunda himni. Hún gat vart um annað talað
en þennan fyrirhugaða dansleik — en þó varð henni skraf-
drjúgast um Kurt í því sambandi.
Þetta er víst það, sem kallað er ást við fyrstu sýn, hugsaði
Karlotta með sér. Hún reyndi af fremsta megni að lækka
þann ástarblossa, sem virtist hafa kviknað í huga Birtu, en
það virtist lítinn árangur bera.
Karlotta og Birta sváfu í sama herbergi um nóttina, og
þegar þær voru háttaðar, varð Karlotta að segja Birtu allt,
sem hún vissi um Kurt greifa, sjálfsagt í tuttugasta sinn.
Hún var einnig að þylja upp allt, sem hún vissi um Beck-
stein-Waldow-ættina, og hún var orðin dauðleið á þessu
stagli.
— Kannske ég verði nú greifafrú eins og þú, sagði Birta
hin kotrosknasta.
Karlotta hristi höfuðið. — Þú skalt ekki treysta því, enda
er ekki allt fengið með því.
— Því gæti það ekki orðið? sagði Birta og fitjaði upp á
nefið. — Ég veit að vísu, að ég er hvorki eins falleg eða skyn-
söm og þú, en mér finnst nú samt, að þetta væri alls ekki
útilokað.
ember sama ár, fjórum mánuðum
áður en áætlað hafði verið. í samn
ingum við Kanada var tekiö fram
að Bandaríkjamenn skyldu sjá um
lagningu og viðhald vegarins með-
an á stríðinu stæði og sex mánuð-
um eftir að því væri lokið. 2. apríi
1946 tóku svo kanadísk yfirvöld við
þeim hluta vegarins, sem . liggur í
Kanada. Sumarið 1948 var vegur-
inn opnaður almenningi. Og nú
standa alls konar greiðasöluhús
meðfram þessum vegi, sem veita
ferðamönnum góðan beina.
Það er þannig hægt að komast
til Alaska einnig landleiðina. Það
út af fyrir sig mun í framtíðinni
auðvelda ferðamönnum að fara til
landsins, og einnig auka möguleik-
ana á því að fólk flvtjist þangað.
Aukning fólksfjöldans frá 1930—
1940 var 22,3 af hundraði, en frá
1940 og fram á þennan dag hefir
fjöldinn næstum tvöfaldazt. Meðal
íbúa Alaska eru 33 þúsund eski-
móar, indíánar og fólk frá Aleut-
eyjunum.
Karlotta hló og flýtti sér að gefa nánari skýringu á þessu.
— Ef litið er á þá hlið málsins skal ég gjarnan lýsa því
yfir, að þú ert bæði of falleg góð handa Kurt. En það er
nokkur munur á frönskum og prússneskum aðalsmönnum.
Þar að auki er faðir Kurts á lífi.
— Hvað áttu við með þessu?
— Það er ekki ólíklegt, að gamli Beckstein-Waldow vilji
hafa hönd í bagga með því að velja konu handa syni sín-
um og móður að börnum hans.
Birta gretti sig. — Áttu við það, að hann vilji um fram
allt hafa hana af aðalsættum?
— Já, það er ekki ólíklegt, sagði Karlotta.
— Ég hélt, að þessir þýzku aðalskarlar væru ekki svo fá-
fengilegir lengur. Hitler er nú ekki af neinum aðalsættum.
— Hann á nú víst ekki heldur upp á háboröið hjá prúss-
neskum aðalsmönnum, þótt þeir verði að tala varlega um
þessar mundir, sagði Karlotta.
— Kurt er yndislegur maður, sagði Birta af sannfæring-
arkrafti. .. ocídcír.-
— Væri ég í þínum sporum, mundi ég þá sýna nokkrá
varkárni í návist hans og gæta þess, að láta ekki úndan
sagði Karlotta aðvarandi.
— Heldurðu, að hann reyni eitthvað til við mig?
Karlotta heyrði vel eftirvæntinguna og ákafanh í .radd-
blæ Birtu, og hún vissi, að aðvaranir hennar ihúndú lítið
stoða. Til þess að leiða samtalið að öðru efni, sagði hún: —
En hvernig leizt þér á Graham?
— Hver er Graham?
Karlotta var nú alveg að missa þolinmæðina. — Nú, Eng-
lendingurinn, sem kom með Kurt hingað í dag.
— Já, alveg rétt, ég tók nú bara alls ekkert eftir honum.
— Hann var þó vel þess virði að líta á hann, sagöi Karlotta
með nokkui'ri þykkju, Það var eitthvað í raddblænum, sem
kom Birtu til þess að veita þessu nánari athygli.
— Hvers konar maður er hann, Karlotta? Þú gleymir þvl
þó vonandi ekki sjálf, að þú ert nýgift kona, Karlotta?