Tíminn - 08.05.1955, Qupperneq 5

Tíminn - 08.05.1955, Qupperneq 5
103. blaff. TÍMINN, sunnudaginn j. maí 1955. 5. Sunnutl. 8. maí Merkileg hátíðahöld hjá frændþjóðunum Um þessar mundir eru lið- In 10 ár síðan Danmörk og Noregur voru frelsuð undan oki nazismans. Afmælis þessa hefir þegar verið minnst með miklum hátíðahöldum í Dan mörku, en Norðmenn munu minnast þess síðar. Fá tíðindi hafa vakið meiri fögnuð hér á landi en þegar fregnir bárust af því, að Dan ir og Norðmenn hefðu hlotið frelsi sitt aftur. Það kom þá glöggt í ljós, að þetta eru þær tvær bjóðir, sem íslend- ingum finnst, að séu sér nán astar og skyldastar. Fögnuður íslendinga hefir þó vafalaust engan samjöfn- uð þolað við fögnuð Dana og Norðmanna sjálfra, er þeir losnuðu undan okinu. Enginn kann að fullmeta frelsið, nema hann hafi þurft að reyna, hvað það er að vera án þess. Þess vegna var fögn uður Dana og Norðmanna svo innilegur, þegar þeir hlutu frelsi sitt aftur, og þess vegna minnast þeir nú að tíu árum liðnum þessara atburða, sem emhverra hinna allra merkustu og gleðileg- ,ustu í sögu sinni. Fögnuður þessara þjóða er ekki sízt inndegur vegna þess, að þeim er ljóst, hvílík hamingja það var þeim, að hiioar vestrænu lýðræðisþjóð ir skyldu verða til þess að ieysa þær undan oki nazista. Aðrar þjóðir, sem voru leyst- ar undan þessu oki um líkt leyti, urðu ekki eins heppnar. Þær hlutu aðeins annað nýtt ok í staðinn. Þessi fagnaðarhöld, sem nú e’ga sér stað í Danmörku og Noregi, hafa orðið mörgum .tilefni til þess að rekja sög- una nokkru lengra til baka en til þess atburðar, þegar nazistar voru endanlega hraktir frá þessum löndum. Það hefir verið rifjað upp hver var orsök þeás, að þess at' cg aðrar smáþjóðir Evrópu lentu undir yfirdrottnun naz ista. Svariff við þeirri spurn- ingu er ofur einfalt. Þessar þjóðir trúðu því fyrir síðari heimsstyrjöldina, að hlut- leysi yrði þeim næg vörn gegn yfirgangi. Þess vegna höfðu þær ekki nein sameiginleg varnarsamtök og höfðu ófull nægjandi varnir. Nazistum veittist því auðvelt að leggja þær unchr sig, þegar þeim þóknaðist. Fimm löng ófrels- isár var verðið, sem þær uröu að borga íyrir hlutleysið. Þés^i sáia reynsla hefir kcniit þesum þjóðum, að hlutleysið er frelsi þeirra engin vörn. Þegar aftur tók að bóla á nýjum yfirgangi eft ir styrjöldina, gerðust þær því aðilar að varnarsamtök- um Atlantshafsþjóðanna. Þær hafa jafnhliða lagt á sig mikil framlög og langa her- skyídu til að treysta heima- varnir sínar. Slíkt eru vitan- lega miklar fórnir, en þeim þjóðum, sem hafa búið við ó- frelsi, finnast fáar byrðar of þungbærar, ef þær geta orðið til þess að tryggja þeim frelsi og frið. Margt bendir til, að þessi nýja stefna ætli að bera til- ætlaðan árangur. Nú er stór Fréttabréf frá ingi Horfur cru nú á því, a‘5 Alþingi ljúki um mið'ja þessa viku. Þetta hefir verið langt þing, en ekki að sama skapi sögulegt. Þó hefir það afgreitt ýms mál, sem geta átt eftir að hafa mikla þýðingu í framtíðinni. Meðal slikra mála má alveg sér- staklega nefna hina nýju húsnæðis málalöggjöf, sem kennd er réttilega við Steingrím Steinþórsson félags- málaráðherra. Hún er stærsta spor ið, sem hingað til hefir verið stigið, til að leysa húsnæðismúl kaupstaða og kauptúna á raunhæfan hátt. Hún tryggir, að tvö næstu árin verður 90—100 millj. kr. varið árlega til þessara framkvæmda sem lánsfé á vegum hins opinbera. Hér er um aukningu að ræða, sem nemur 30— 40 millj. kr. á ári. Jafnframt er ákveðið að koma upp föstu veðlána kerfi, sem vantað hefir undanfarið, og setja á laggirnar sérstaka hús- næðismálastjórn, sem hefir for- göngu um áframha'dandi fjárútveg- un oz ódjrari byggingarstarfsemi. Af öðrum nýmælum ber ekki sízt að nefna tvær tillögur Pramsóknar manna varðandi kaupgjaldsmálin. Önnur þeirra fjallar um samstarfs- nefnd vegna kaupgjaldsmála, er sé skipuð fulltrúum atvinnurekenda og verkalýðssamtaka. Verkefni hennar er að sjá um, að jafnan séu fyrir hendi réttar upplýsingar um af- komu atvinnuveganna og megi afla þeirra hjá henni, þegar kaupdeilur rísa. Hin tillagan er þess efnis, að ríkisstjórnin gangist fyrir samstarfi atvinnurekenda og verkalýðssam- taka um það, að reynt verði í vax- andi mæli að miða vinnulaun við afköst og vöruvöndun. Þá ber að nefna hina stórmerku tillögu Framsóknarmanna um skip un miiliþinganefndar til að gera tillögur um nýjar atvinnugr.einar og hagnýtingu. náttúruauðæfa. Verk- efni nefndarinnar er að gera tillög- ur um eflingu núverandi atvinnu- vega til framleiðslu- og atvinnuaukn ingar og hagnýtingu náttúruauð- æfa. Aukm framlög til landbúnaffarins. Á sviði landbúnaðarmála hefir þingið unnið ýms merkileg störf. Helztu landbúnaðarmálin, er það hefir afgreitt, eru þessi: Breytingar á jarðræktarlögunum, en samkv. þeim hækka allir styrkir til jarðræktar- og húsbyggingafram kvæmda um 15% og sumir meira, ríkið greiðir 65% kostnaðar við rekst ur skurðgrafanná í stað 50% nú, rík ið greiði framlag á súgþurrkunar- kerfi í þurheyshlöðuih (það hefir ekki verið gert áður) og framlag til handgrafinna- skurða hækki úr 1 kr. í 3 kr. á rúmmetra á þeim stöðum, þar sem skurðgröfum verð ur ekki komið við. Þá er aukinn ræktunarstyrkur tii þeirra býla, er hafa minna en 10 ha. tún, unz þau liafa náð því marki. Breytingar á lögum um jarðrækt ar- og. húsagerðarsamþykktir, en samkvæmt þeim leggur ríkið fram 6 miilj. kr.'samtals næstu 6 árin til vélakauþa .(nýtt’framlag), tryggður er forgangeréttur að fé úr vélasjóði þeim samböndum, sem enn hafa ekki fengið lán til vélakaupa eða orðið hafá' fyrir óhöppum, og sett Asgeir Bjarnason hefir verið aðalforustumaður þeirra endurbóta, sem þingið hefir gert á lögunum um landbúnaðarmáiin. eru nánari fyrirmæli um relcstur vél anna. Breytingar á lö:um um Ræktunar sjóð, en samkvæmt þeim hækkar árlegt framlag rikisins til sjóðsins um 1,1 millj. kr. eða úr 500 þús. kr. í 1,6 millj. kr. Þá hefir sjóðnum með öðrum lögum verið tryggt 8 millj. kr. óafturkræft framlag af tekjuafgangi ríkisins 1954. Samanlagt munu þessar lagabreyt ingar auka verulega fjármagn það, sem fer til landbúnaðarins. Sumar þessar breytingar hafa lengi verið á döfinni og hefir Búnaðarþing f jall að um flestar þeirra. Á Alþingi hefir Ásgeir Bjarnason, sem er fulltrúi Framsóknarflokksins í landbúnaðar nefnd neðri deildar, verið sá maður, sem mest hefir beitt sér fyrir fram- gangi þeirra. Vaxtahækkunin á landbúnaffarlánum. í þessu sambandi er ekki úr vegi að minnast gagnrýni stjórnarand- stæðinga á því, að þingið hefir sam þykkt lög um að hækka útlánsvexti Byggingarsjóðs og Ræktunarsjöðs um -1%%. Nauðsyn- þessarar ráð- stöfunar mætti þó vera öllum aug- ljóst. Sfðan útlánsvextir þessara sjóða voru seinast ákveðnir, hafa allir vextir stórhækkað. Þrátt fyrir þessa 1%% hækkun á útlánsvöxtum þessara sjóða, verða þeir því sízt hlutfallslega hærri en áður, miðað við aðra vexti. Sjóðirnir afla sér nú aðallega fjár með lántökum og verða að greiða af þeim um 6%—7% vexti. Árlega þurfa sjóðirnir að taka að láni yfir 30 miilj. kr., ef þeir eiga að fullnægja eftirspurninni. Það getur hver og einn séð, að hér hlýtur að myndast stórfcllt vaxta- tap, ef sjóðirnir ættu svo að lána þetta fé út aftur með 2% og 2%% vöxtum. Með 214% útlánsvöxtum, sem hafa verið hjá Ræktunarsjóði, myndi vaxtatapið verða 40 þús. af hverri milli. kr., sem sjóðurinn fengi að láni með 6 Vi % vöxtum. Af 30 millj. kr. yrði þetta 1,2 millj. kr. árlegt vaxtatap. Hver og einn getur séð, að slíkt tap myndi brátt éta upp eigið fé sjóðanna og ríða þeim að fullu. Því er reynt að draga úr þessu vaxtatapi með því að hækka vextina nokkuð. Þrátt fyrir þá hækkun, sem samþykkt var, Eiríkur Þorsteinsson hefir verið heizti forvígismaður þcirra endurbóta, sem þingið hefir gert á Iögunum um Fiskveiðasjóð. verða sjóðirnir þó fyrir verulegu vaxtatapi. Eftir að útlánsvextir Ræktunarsjóðs eru orðnir 4%, verð ur tap hans af hverri milljón, sem hann tekur að láni með 6 '4 % vöxt- um, 25 þús. kr. árlega eða 750 þús. kr. af 30 millj. Er þetta að sjálf- sögðu hið mesta vaxtatap, sem sjóð urinn getur risið undir. Því hefir verið haldið fram, að vaxtatapið mætti greiða með ríkis- framlögum. Bændum mun það hins vegar bezt kunnugt, að svo mikil er eftirspurnin eftir lánum úr þessum sjóðum, að ekki veitir af að hægt sé að verja sem mestu af því, sem ríkið getur lagt af mörkum, til út- lána. Efling Fiskveiðasjóðs. Á sviði sjávarútvegsmála er efling Fiskveiðasjóðs merkilegasta nýmæl ið, sem þingið hefir afgreitt. Sam- kvæmt hinum nýju lögum um hann, hækkar lánsheimild sú, sem sjóðn- um er veitt með rikisábyrgð, úr 4 millj. kr. í 50 milíj. kr. Þá er sjóðn um tryggt tveggja millj. kr. árlegt framlag úr rikissjóði. Lán úr sjóðn um út á 1. veðrétt í nýjum bátum mega nú nema allt að 75% af kostn- um fri&ýænlegra í Evrópu en þegar þessi varnarsamtök voru stþfnuð. Öll ástæða er til að aötla, að friðarhorfurn ar þar .j^iMi áfram að styrkj- ast. Sliítf gæti þó breytzt, ef lýðræðis|ijóðirnar gleymdu vöku siþni og hyrfu aftur til hlutleýsis- og andvaraleysis- steínunnar íyfir styrjöldma. Þá gæti-áftur skapazt ástand eins og það, sem ruddi naz- istum bþþutina. Slík reynsla er alltof eftirminnileg til þess, að-.'gkki verði reynt að varast, að svipuð sorgarsaga endurtaki sig. íslend’ngar samfagna Dön um og Norðmönnum, er þeir hylia nú hið endurheimta frelsi sitt. Þeir vona ekki að- eins, að þessum nánu frænd- þjóðum megi jafnan heppn- ast að verja þetta fjöregg sitt heldur séu þeir tímar einnig skammt undan, að allar þær þjóðir, sem nú . þúa við ó- frelsi, öðlist sjálfstæði og njóti þeirrar hamingju, sem frelsið eitt getur veitt. aðarverði í stað 50% áður. Heimild þessi nær einnig til opinna vélbáta, en þeir hafa verið alveg útundan hingað flí. Þá hefir sjóðnum með sérstökum lögum verið trvggt 8 millj. kr. fram lag af greiðsluafganvi ríkisins 1954. Það voru þeir Eiríkur Þorsteins- son og Gisli Guðmundsson, er áttu frumkvæði að því á seinasta þingi, að hafizt var handa um endurskoð- un laganna um Fiskveiðasjóð. Fluttu þeir þá og fengu samþykkta tillögu þess efnis að lögin um sjóðinn yrðu endurskoðuð með það fyrir augum að auka fjárráð hans. Sú endurskoð un fór fram á s. 1. sumri og var frumvarpið um eflingu sjóðsins byggt á henni. Greiffsluafgangurir.n 1954. í seinustu viku var lagt fyrir þing ið frumvarp, sem hefði þótt ótrúlegt fyrir 6—7 árum síðan. Þetta frumvarp var um ráðstöfun á greiðsluafgangi rikisins 1954, en hann mun samkvæmt bráðabirgða- yfirliti nema 35 millj. kr. Samkvæmt frumvarpinu skyldi honum ráðstaf að á þennan hátt: Til Ræktunarsjóðs .... 8 millj. kr. Til Fiskveiðasjóðs .... 8 — — Til veðd. Búnaðarb. .. 4 — — Til útrýmingar heilsu- spillandi íbúða...... 3 — — Til uppbóta á sparifé .. 1,5 — — Til Brúarsjóðs......... 1,5 — — Til skóla, sem þegar hafa verið byggðir eða eru í byggingu........... 2 — — Til hafnargerða, sem hafa verið framkv. .. 1 — — Til atvinnuleysistr....6 — — Það talar sínu máli um hina traustu fjármálastjórn Eysteins Jóns sonar, að 35 millj. kr. greiðsluafgang ur skuli hafa örðið á s. 1. árí, þrátt fyrir þá miklu skattalækkun, sem kom til framkvæmda á árinu. Slík- ur árangur hefði vissulega ekki náðst, ef fjárstjórnin hefði ekki ver ið i traustum höndum. Þess er t. d. skemmst að minnast, að ekki skorti á miklar umframtekjur á árunum 1947—49, en þrátt fyrir það var alltaf mikill tekjuhalli. Það hefir vissulega ekki lítið að segja hver á heldur. Palla-Gestur. Dietrich - Fischer- Dieskau Það er táknrænt að Diet- rich-Fischer-Dieskau kom hingað til lands í fyrsta sinn um haust. Það var i septem- bermánuði 1953. Söng hann þá „Vetrarferðina“ eftir Schu bert, og síðar sönglög eftir Beethoven, Schubert og Hugo Wolf við ljóð eftir Goethe, við innilega hrifningu og þakklæti áheyrenda. Haustið er tími uppsker- unnar. Þá er hinum fullþrosk aða jarðargróða safnað í hús og haldin uppskeruhátíð. Söngvarinn, tónskáldin og ljóöskáldið eru fullþroskaðir listamenn, með þeim beztu sem jörðin hefir alið. Þessir hljómleikar um haustið voru því sönn uppskemhátíð, há- tíð ljóða, laga og hins feg- ursta söngs. Hún lifir skýrt í minningum okkar, og mun ávallt lifa þar. Slíkir menn eru alltaf hinir mestu aufúsugestir, og þó að koma Fischer-Dieskau bæri óvænt að garði, og fyrr en búist hafði verið við, var hann ekki síður velkominn fyrir það. Hin æðsta fegurð, hinn æðsti kærleikur og hm æðsta vizka eru eitt og hið sama og „alls staðar er hinn \ifri velkominn.“ Aö þessu smni kom hann að vori, á tíma hins vakn- andi lifs, ljóssins og hækk- andi sólar, og söng hma feg- urstu ljóösöngva eftir Schu- bert, Schumann, Brahms og Hugo Wolf. í þeim er lýst öllrm mannlegum túfinning um, og skiptist þar á gleði og sorg, líf og dauði, myrk- ur og ljós. Fischer-Dieskau hefir full- komið vald á öllum þessum viðfangsefnum, þar er ekki um sviðtækni að ræða, held- ur algera innlifun og hina sönnu listtúlkun, sem streym ir frá hjartarótum og hrifur hlustendur með sér. Röddin er skínandi fögur, hlý og björt, og meðferðin á henni er hámark nákvæmni og í'ullkominnar raddbeitingar. Þetta er hin hreina Þst og hún er sönn. Hin rómr.ntíska söngskrá kom sem hressandi vorboði og giaddi hjörtu áheyrenda. Lögin urðu að glitrandi perl- um í meðferð Fischer-Dies- kau og var ekki unnt að gera app á milli þeirra þó að sum þeirra, eins og til tíæmis Mondnacht eftir Schumann séu þekktar' en önnur. Hinn frægi brezki píanó- leikari Gerald Moore lék und ir og veitti honum þann bezta stuðning sem hugsast getur. Leikur hans var ákveð- inn og skarpur en mjög á- ferðarfallegur og stílhrcinn. Fagnaðarlæti og hnfning áheyrenda var geysimikú og langvinn. E. P.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.