Tíminn - 08.05.1955, Qupperneq 8
19% barna 7—12 ára ekki talin
eiga heima í almennum barnaskóla
Yfirmaður hjáíparsfofnunar í
góðum félagsskap
Rannsókn kennara í MelaskólanMm. Skor-
aS á bæjarstjórn og fraeðsluráð að koma
afbrigðilegum böruum til bjálpar
Dagana 16^—20. marz fór fram í Melaskólanum sérsfök
rannsókn á því, hversu mörg böm á aldrinum 7—12 ára eg
nám stunda í skólanum ættu ekki að áliti kennara he«ma í
hinum almenna barnaskóla samkv. gildandi fræðslulögum.
Niðurstaðan af þessari athugun var sú, að 7,2% barna í
skólanum á ofangreindum aldri skorti hæfileika til að not-
færa sér nám í almennum barnaskóla, 10,2% hefðu dregizt
aftur úr við nám sökum annarra aðstæðna en greindarskorts
og 1,6% barnanna spilltu góðri reglu í skólanum og væru
miður heppilegt fordæmi öðrum börnum. Samkvæmt þessu
v'rðist í þessum skóla vera að áliti kennara hans 19% barna
7—12 ára í skólanum, sem þarfnast kennslu eða leiðbeiningar,
sem ekki er unnt að láta í té í hinum almenna barnaskóla.
Kennarafélag skólans hef-
ir sent blaðinu niðurstöður
þessar, svo og tillögur frá
tveim fundum, er haldnir
voru á vegum þess 23. og 29.
marz s. 1., þar sem þessi mál
voru rædd og tUlögur gerðar
á grundvelli áðurnefdra upp
lýsinga. Er þar bent á leiðir
Newcastle sigraði
Úrslitaleikurinn í ensku bik
arkeppninni var háður í gær
á Wembleyleikvanginum í
London. 100 þús. áhorfendur
voru. Leikar fóru þannig, að
Newcastle sigraði Manch.
City með 3-1, og er það í sjötta
skipti, sem félagið vmnur bik
arinn. Jafntefli var i hálfleik
1-1. Milburn skoraði á 1. mín.
fyrir Newcastle, en Johnstone
jafnaði á 44. mín. í seinni hálf
ieik skoraði Mitchell eftir 8.
mín. og Hannah á 13. mín.
Manch City lék með 10 mönn
um mest allan leikinn, því að
landsliðsbakvörður þeirra,
Meadows, meiddist eftir 20
mín. og varð að yfirgefa leik-
vanginn. Mun það hafa haft
úrslitaáhrif. Manch. hafði
nokkra yfirburði í fyrri hálf-
leik, en leikmennirnir höfðu
ekki úthald í seinni hálfleik,
mest vegna þess að innherjarn
ir ofreyndu sig í fyrri hálfleik.
Námsdvöl boðin
hjá S.Þ.
Norðurlandaskrifstofa Sam
einuðu þjóðanna hefir beðið
Háskóla íslands að koma á
framfæri tilboði um gistivist
í aðalstöðvum S. Þ. í New
York.
Umsækjendur verða að
leggja fram skilríki um 2 ára
háskólanám um það, að þeir
séu fullfærir í ensku og að
þeir séu 20—26 ára að aldri.
Sameinuðu þjóðirnar greiða
ferðakostnað til New York og
þaðan aftur U1 heimalands;
enn fremur $42,50 á viku í
dvalarkostnað.
Starfsemin hefst 1. ágúst
1955 og lýkur 30. júlí 1956.
Starfstími er kl. 9,30 til 6
fimm daga í viku. Tveggja
vikna sumarleyfi með kaupi.
Umsóknir skal senda Norð-
urlandaskrifstofu Sameinuðu
þjóðanna ekki síðar en 26.
inaí.
Skrifstofa háskólans veit-
þ' væntanlegum umsækjend-
um alla nánari vitneskju í
þessu eírJ.
til hjálpar afbrigðUegum
börnum. Fræðslufulltrúi
Reykjavikur, Jónas B. Jóns-
son, mætti á fundum þess-
um.
„Skólunum t«I vansæmdar“
í greinargerö sem fylgir
tillögunum segír m. a.:
„Kennarafélag Melaskólans
telur, að ekki verði hjá því
komizt, þar til þær sérstofn
anir, sem gert er ráð fyrir
í 2. kafla fræðslulaganna,
geta tekið við öllum af-
brigðilegum börnum, og til-
högun við kennslu slíkra
barna verði hagað með allt
öðrum hætti en nú, og þeg-
ar er orðið skólunum til
vansæmdar, en aðstandend
um skólabarna í Reykjavík
til ásteytingar, og spillir
því mjög fyrir góðu sam-
starfi heimila og skóla.“
„Verða fyrir andlegu
hnjaski.“
„Það er álit félagsins, að
starfshði skólanna sé ekki
fært með óbreyttri tilhögun
að forða því að stór hópur
barna verði fyrir meira og
minna andlegu hnjaski og
sztji árum saman í skólan-
um án þess að hafa af því
veruleg not.“
í lok greinargerðarinnar
skorar félagið á bæjarstjórn
og fræðsluráð Reykjavíkur
að gera strax nauðsynlegar
ráðstafanir til hjálpar þeim
afbrigðilegum börnum, sem
ekki eiga heima í hinum al-
menna barnaskóla.
Sérbekkir og námsskrá.
Tillögur þær er fundur
Kennarafélagsins samþykktu
eru í mörgum liðum. Lagt er
til, að stofnaðir verði sér-
Þýzkur styrkur
handa íslenzkum
lækni
Styrkur W Islenzks læknis
eða kandidats til framhalds-
ráms við háskólaspítalann í
Múnster.
Með því að engin umsókn
hefir borizt um styrk þenn-
an, er umsagnarfrestur fram
iengdur til 1. júní. Styrkur-
inn er fyrst og fremst ætl-
aður til náms í barnalækn-
ingum. en komi engin um-
sókn til þessa, verður styrk-
urinn veittur ' til annars
náms.
Umsóknir skal senda skrif
stofu Háskóla íslands.
Mynd þessi er jif Stassen yfirmanni hjálparstofnunar þeirrar
í Bandaríkjunum, sem veit»r öðrum þjóðum tækni- og efna-
hagsaðstoð. Hann er í góðum félagsskap námsmeyja frá ýms-
um þjóðum, sem voru í heimsókn hjá Sameinuðu þjóðunum.
Á myndinni sest meðal annars stúlka frá íslandi, Indlandi,
Pakistan, Kóreu, Finnland« og Nigeríu.
t'
Hljómsveit Kristjáns Kristjáns-
sonar er ráðin til Þýzkalands
Kristján Kristjánsson, hljómsveitarstjóri, er nýkominn
he>m frá Þýzkalandi, þar sem hann réði hljómsveit sína til
að leika í Frankfurt að minnsta kosti í mánaðartíma hjá
bandaríska setuliðinu þar.
Fer hljómsveitin með Gull-
bekkir fyrir þau börn, sem
skortir hæfileika til að stunda
nám í almennum barnaskóla.
Einnig verði samin námskrá
fyrir barnaskólana og í henni
tekið fullt tilht til afbrigði-
legra barna.
Flest 10 í hjálparbekk.
Stofnaðir veröi sérstakir
lijálparfcvkkir fyrir þau böm
sem dregizt haía aftur úr
við nám vegna annarra á-
stæöna en gremdarskorts.
Ilámarksfjöldi í hjálparbekki
um verði 10 nemendur, svo
r..ð unnt sé aö sinna hverjum
einstakling sem bezt.
VandræðabörH á
uppeidisslof na&ir.
Börnum, sem spilla góðri
reglu í skólanum og eru mið-
ur gott fordæmi öðmm börn
um, verði komið fyru á sér-
stökum uppeldisstofnunum,
eins og fræðslulogin mæla
íyrir. Þá skulu einmg sett á-
kvæði um viðurlög við brot-
um á reglum skólans.
Eruð þér frímúrari,
frumsýnt á Suður-
eyri
í kvöld verður frumsýnt
hér á Suðureyri, leikritið Er-
uð þér frímúrari? eftir Arn-
old og Bach. Þetta er gam-
anleikrit og standa íþrótta-
féJagið Stefnir og kvenfélag
ið Ársól að sýningunum. Leik
ritið er sýnt tú ágóða fyrir
félagsheimiiið, en það er nú
komð undir þak. Fjórtán leik
endur fa.ra með hlutverK, en
leikstjóri er Baldur Hólm-
geirsson. Leiksviðsútbúnað
sá Þorbjörn Gissurarson um.
Til orða hefir komið að
sýna þetta leikrit á fleiri
stöðum. JÞJ.
Getraunirnar
Nú þegar ensku deildakeppninni
er lokið, eru aðallega norskir og
sænskir ieikir á getraunaseðlunum.
Á 19. seðlinum eru auk þess einn
íslenzkur, Valur-Þróttur, og lands-
leikur milli Frakklands og Englands.
England hefir oftast unnið lands-
leikinn milli þessara landa, en
Prakkland vann þó í París 1946.
Franska landsliðið er talið gott nú,
og t. d. unnu þeir Spánverja í
Madrid 2-1 í landsleik nú í marz.
Nokkrir leikir hafa farið fram í
sænsku og norsku keppnunum. T. d.
vann AIK Gais 3-1, Göteborg Halm
sted 1-1, Malmö FF Degerfors 0-1
og í Noregí: Válerengen Sparta 3-2,
Fredrikstad Lilleström 6-3, Brann
Odd 0-1, Fram Viking 2-0 og Sarps
borg Skeid 5-3, Strömmen Asker 2-2,
Sandefjord Ranheim 1-0.
Kerfi 48 raðir.
Valur-Þróttur 1
Frakkland-England 2
Hammarby-Gais 1 . x
AIK-Halmstad 1 2
Degerfors-Kalmar x
Göteborg-Sandviken 1
Malmö-Djurgárden x
Norrköping-Hálsinborg 1 2
Fram-Sparta 1
Brann-Lilleström 2
Fredrikstad-Cdd 1 x
fossi til Kauþmánnahafnar
21. maí n. k., en í Kaupmanna
höfn mun hún leika fyrir
framkvæmdastjóra Storck-
klúbbsins, með þáð fyrir aug
um að hefja þar leik, er
hljómsveitin hefir lokið við
samninga sína, í Þýzkalandi.
Ef til yill mun hljómsveitin
einnig fara til Svíþjóðar
seinni hluta sumars. Þess má
geta, að íslenðirígar í Höfn
sækja mjög Storck-klúbbinn.
Þetta er i annað skipti, sem
Drap konu sína og
barn og síðan
sjálfan sig
Helsmgfors, 3. maí. Sá öm-
urlegi atburður gerðist í bæ
einum ekki alllangt frá Hels
ingfors, að Kuusela iðnaðar-
verkamaður kom í heimsókn
til fyrrverandi konu sinnar
cg sonar síns S ára að aldri.
Kom til ákafrar orðasennu
milli foreldranna. Þreif þá
maðurinn veiðibyssu niður af
vegg, sem var hlaðin, og skaut
konuna tU bana og síðan son
sinn og sjálfan 'sigj .
----- ° --------------
4 sundmét
Á innanfélagsmóti. KR s. 1.
föstudag setti Helg^Haralds-
dóttir fjögúr ísláhdsmet í
skriðsundi. 300 m. synti hún
á 4:45,4 mín. Eldra metið átti
Kolbrún Ólafsdóttir,, 5:10,9
mín. 400-metrana sýþ.ti Helga
á 6:29,5 mín. EldráJ^aetið átti
hún sjálf, 6:33)5 n^p., 500 m.
synti Helga á 8:12,4|jiin. Eldra
metið var 8:21,5, sepýhún átti
einnig. Þá synti He|p5, 1000 m.
á 16:50,0 mín. Eldrtóhetið var
17:15,4 og átti hiji^i'ð. Helga
mun keppa á íwroiirlanda-
meistaramótinu í suntíi, sem
verður við Osló 15. ágúst. Pét
ur Kristj ánsson mun einnig
keppa þar.
hljómsveit Kristjáns fer ut-
an. en í íyrrasuxnar lék hún
í Noregi og D-tnmörku við á-
gætan orðstír. Samningar
þeir, sem hljómsveitin hefir
nú fengið í Þýzkalandi, eru
hagstæð'ir, en þetta verður í
fyrsta skiptþ sem íslenzk
hljómsveit leikur þar í landi.
Kaupfél.
Berg'firðinga
(Framhald af 1. síðu)
Fundurinn mótmælti ein-
dregið hinu nýja skattmati á
búpeningi. Einnig mótmæltl
hann ráðagerðum um inn-
flútning nautgripa af holda-
kyni.
Með öllum atkvæðum fund
armanna var svohljóðandl til
laga samþykkt:
„Aðalfundur K: B. 1955 skor
ar á stjórn S.Í,S. að halda fast
við fyrri ákvörðun sína um að
flytja Samvinnuskólann aö
Bifröst. Lítur fundurinn svo
á, að þannig sé bezt séð fyrir
samvinnufræðslunni í landinu
og á þann hátt einan verðl
Bifröst sú miðstöð fræðslunn
ar, sem þeim stað var í upp-
hafi ætlað að verða“.
Úr stjórn áttu að ganga Jón
Steingrímsson sýslumaður og
Jóhann Guðjónsson, bóndi á
Leirulæk, og voru báðir endur
kosnir. Sömuleiðis var endur-
kosinn aðalendurskoðandi Þór
ir Steinþórsson, skólastjóri,
Reykholti.
Að kveldi fyrri fundardags
var fundarmönnum og alj-
mörgum gestum boðið til sam
komu í samkomuhúsinu. Var
þar fyrst kórsöngur. Kirkju-
kór Borgarness söng undir
stjórn Halldórs Sigurðssonar,
fulltrúa. Forstjóri SÍS, Erleud
ur Einarsson flutti erindi um
samvinnumál og sýnd var sam
vinnukvikmyndin Viljans
merki. HúsfylJr var og góður
rómur gerður ag atriðum sam
komunnar.