Alþýðublaðið - 11.08.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.08.1927, Blaðsíða 2
ALÞYÐuBUADIÐ •' IALÞÝÐUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu vlð Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 siðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. J 9»/s-l0»/* árd. og kl. 8-9 siöd. | Simar; 988 (aigreiðslan) og 1294 | (skriístofan). « Verðlag: Askriitarverð kr. 1,50 á 1 mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 <j hver mm. eindáika. 1 Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan } (i sama húsi, sömu simar). - ■- -■ :■?; ■• •> ■ Sacco og Vanzetti. ii. Málið ikom fyrrr dómstói í fyrsta skifti j maí 1921. Dóm- néfndin rar- saman sett af vel stæðum borgurum, eins og venja er tU. Hvað fiafði nú ákíeruvaldiÖ fram að færa af sönnunum fyrir því, að Sacco og Vanzetti hefðu framið morðið í Braintree? A- kærunni gegn Vanzetti um hlut- deild í hinu morðinu líka slepp- um \dð hér. Vitni vom leidd i tugatali. Af þeihi voru vitanlega fremstir i fiokki þeir menn, er verið höfðu sjónarvottar að þessu fólskuverki. Þeir vöru aðallega fimm. Fyrsta vitnið var stúlka, sem var að vinna í \'erksmiðjunni, er þetta gerðist. Hún heyrði skotin og hljóp þegar út að glugga til þéss að sjá, hvað um væri að vera. Hún sá bifreið þeysa fram hjá. Aftan á bifreiðinni stóð mað- úr, sem hún eftir á þóttist viss úm, að hefði verið Sacco, enda þött hún hefði aldrei séð mann- inn áður. Fyrir réttinúm í maí 1921 — rúmu ári eftir þenna at- burð -- lýsir hún þessum manni eitthvað á þessa leið: Þreklegur móður og skarplegur, á að gizka 140—145 pd. að þyngd, klæddur bxúnni skyrtu. Hendumar sterk- iegar, hátt enni, afturkembt hár, 2—21/2 þuml. langt, dökkar augna- brúnir, gráleitur hörundslitur. Þetta var nú furðu nákvæm lýs- ing á manni, sem hún hafði fyrir augum að eins 3—4 sek. og það i 20—30 metra fjarægð. Bifreiðin var á hraðri ferð og hún sá hana út um glugga. Virðist að minsta kosti ótrúlegt, að hún hafi getað sé& þyngd mannsins. En lýsingin stóð nokkurn veginn heima, ef um Sacco var að raeða. En nú er. það að athuga, að stúlkukindin hafði verið yfirheyTð áöur, þrem vikum eftir morðið. Og þé gat hún ekki lýst mann- inum náhdar nærri svona ná- kvæmlega. Þá hafði hún heldur alls ekki verið viss um, að mað- turinn væri Sacco. Eftir rúmlega ár var hún aftur á móti orðin hárviss. Hvernig hafði hún getað orðíð svo viss i sinni sök á þessum ttma? Og hvers vegna mundi hún betur nú, hvernig maðurinn leit út? Svarið við þessum spurningum er ofur einfalt. Henni hafði gef- ist kostur á að sjá Sacco oft og mörgum sinnum og taka vel eftir útliti hans. Ekki á þann hátt, að henni væri' sýndúr hópur manna, svo að hún gæti bent á þann rétta. Nei, henni vora gefin tækifæri til að athuga hann eihan í góðu tónú. Nú vita það allir mehh og ekki sízt þeir, er við sakamái fást, að minni manna er skeikult. Og vart getur betri að- ferð til að brjála minni hlutað- eiganda — honum öidungis ó- sjálfrátt — en þá, er notuð var eð þessu sinni. Annað aðalvitnið vár líka vínriu- stúlka í yerksmiðjunni. FYam- burður hennar var mjög svipaður. Vorið 1920, skömmu eftir morð- ið, bar hún þab fyrir rétti, að Sacco líktist manninum, sem í bif- reiðinni stóð. Þó var hún engan veginn viss. Ári seinna ’— 1921 — var hún i engum vafa um, að Sacco væri maðurinn, og þá kvaðst hún frá þvi fýrsta hafa verið viss, en fundist það ábyrgð- arhluti nð fullyrða nokkuð. Þriðja vitnið var. unglingsmað- ur, Pelzer að nafni, sem vann i verksmiðjunni. Vorið 1920 þekti hann ekki heldur Sacco sem þann mann, er hann þóttist hafa séð í bifreiÖinni. 1921 segir hann þó, að Sacco sé afskaplega líkur þeim manni. En tveir af vinnufélögum Pelzers báru það, að hann hefði orðið svo hræddur við skotin, að hann hefði undir eins skriðið und- ir borð og hafst þar víð þangað til alt var afstaðið. Hann hefði því ekki getað séð neitt af því, er gerðist. Fjórða vitnið var stúlka, sem hafði konúð i verksmiðjuna i at- vinnuleit kl. 11 árdegis þenna dag — morðið fór fram kl. 3 síðdegis. Þegar hún kom út úr verksmiðj- unnni, kvaðst hún hafa séð bifreið þar úti fyrir og tvo meim, annan ljóshærðan, hinn dökkhærðan. Sá síðarnefndi lá undir bifreiðinni og var áð gera við eitthvað. Hún spurði ’þá til vegar. Annað för ekki þeirra á milli. Stúlka þessi var þá i fylgd með annari konu og sú neitaði, að þær hefðu spurt nokkurn til vegar. Seinna kvart- aði hún um það við smákaup- mann einn i nágrenninu, að lög- reglan væri alt af að nauða á sér meÖ það, hvort hún myndi ekki geta þekt þessa menn, ef hún sæi þá. Fanst henni þetta heimsku- legt, þó hún hefði séð bifreið með tveims mönnum úti fyrir verksmiðj- unni fjórum stundum áður en morðið var framið. Fimtavitnið — maöur að nafni Goodrigde — hafói að nokkru leyti verið sjónarvottur að atburð- inum. Hann var inni í búð einni þar nálægt og þaut út, er háhn heyrði skotin. Hann sá bifreið ’kÖmá á móti' ser ‘bg i hénni stóð m’aður, sem miðaði á hann skamm- byssu. Hanri hörfaði þá í 'skyndi inn í búðina aftur og sá ekki meira til bifreiðarinnar. Kunningi hans einn, er hann sagði frá þessu atviki rétt á eftir, hvatti hann tií að gefa sig fram sem vitni. Það vildi hann ekki þá og kvaðst eng- án geta þekt. En nú bar svo til, að lögreglan hafði hendur i hári Goodrigde þessa. Hann var , sett- uf inn‘‘ fyrir einhver afbrot og þar sat hann 1921. Þá var hann látinn laus ,,til reynslu" og jafn- framt notaður sem eitt aðalvitnið í máli þeirra Sacco og Vánzetti. Þetta voru nú aðalvitnin gegn Sacoo. Undir sekt Vanzetti runnu enn þá veikari stoðir, að því er Frankfurter prófessor segir. Auk vitnaleiðslunnar var einn- ig leitað álits sérfræðinga um ýms atriði málsins. Helztur þeirra var Proctor kapteinn, maður i hárri stöðu innan lögreglunnar og sér- fræðingur í skotvopnum. Þegar Sacco var tékinn höndum hafði hann á sér Colt-skamm- byssu allstóra. Eftir ’ nákvæma rannsókn var því slegiÖ föstu, að kúlunum, sem fundust í líkum hinna dauðu, hefði verið skotið úr Colt-skammbyssu. En var nú hægt að sanna það, að kúlunum hefði verið skotið úr byssu Sacco? Á sumum kúlunum fundust nokkr- ar einkennilegar rispur. Rispaði skammbyssa Sacco kúlur þær, er skotiö var úr henni ? ÞaÖ var eitt af þeim atriðum, er Proctor átti að skera úr. Hann gat ekki fund- ið, að hún gerði þaö, en hinu sló hann föstu, að morðvopnið hefði verið sains konar og vopn Sacco, Fvrir réttinum voru að eins tvær spurningar lagðar fyrir hann. Þær hljóðuðu svo — ásamt svörum hans: „Hafið þér nokkra skoðun um þaö, hvort kúlu nr. 3 hafi verið skotið úr skammbysu Sacco ?“ ,,Já, það hefi ég.“ „Hver er þá yðor skoðun?“ „Min skoðun er sú, að kúlan geti verið úr þeirri skammbyssu." Hér var, eins og allir skilja, ekkert fullyrt. En upp úr þessum framburði var Iagt afarmikið í réttinum. Sækjandinn gerði hann að nieginatriði í sóknarræðu sinni og dómsforsetinn dvaldi lengi við hann í réttarskýringimni. Og Sacco og Vanzetti voru sek- ir fundnir og dæmdir til lifláts. Seinna kom það upp úr kafinu, að þetta síðasta atriði — og e. t. v. það, er úrslitum réði — hafði verið skrípaleikur einn og prettir. Proctor játaði, að það hefði verið um það samið fyrir fram, hvernig spurt yrði og svar- að. Á undan yfirheyrslunni höfðu þeir átt tal saman, hann og rík- islögmaður (sækjandi málsins). Proctor hafði þá látið uppi, að hann teldi enga vissu fyrir þvi, að kúlurnar væru úr skammbyssu Sacco. Þá háfði lögraaöur stung- ið úpp á því, áð spurningUm og svörum yrði hagað svo, að hægt væri að : taka framburð Proctors séin sönnun gegö Saccö, .þótt hann í raun og veru segði ekki neitt. Og svo var samningurinn gerður. Þessu Ijóstaði Proctor upp seinna, er hann var orðinnn leiður á þessum ljóta skripaleik. Vildi hannn nú ekki lengur bera ábyrg'ð á því hneyksli, sem öll réttarrann- sókn þessi var orðin að. Lét hantj nú afdnáttarLaust uppi, að engin sönnun væri fengin fyrir sékt. þeirra félaga. Og hann gaf upp stöðu sína við lögregluna — eftlr 30 ára þjónustu — þegar yfirvöld- in vildu i engu srnna þessari rödd vaknandi samvizku og réttvísi. (Frh.) Sildveiðar Norðmanna (einkum siðustu árin). Eftir Olaf Friðriksson. —— (Frh.) Vorsildarveiðarnar eru mikiivægustu sildveiðar Norð- manna, þó veiðítíminn sé sumpart ó sama tima og aðal þörskveið- árnar. Vorsíldin er ’veldd bæði lippi i landsteinum og úti á opnii hafi, og allar veibiaðferðir, sem taldar eru hér að framan, eru notaðar. Arið 1924 stunduðu 1325 bát- . ar netaveiði við land, en rekneta- veiði 175 bátar. Af „nötabrúkum“ ,við land voru 400, en 150 stund- uðu herpinótaveiði í dýpra sjó. Veiðin þótti ekki takast vel þetta ár, enda lítill afli fyrr en í fe- brúar; netaveiði, bæði lagneta- og reknetaveiðar, þótti ágæt, en nótaveiði mjög léleg, bæði land- nóta og herpinóta. Árið 192S byrjaði veiðin í janúax (við Björg- vin) og varð heldur góð. Sérlega góð varð landnötaveiði, og gátu þeir, sem síldarlása áttu, selt siíd til útflutnings kælda, löngu eftir að sild var hætt að veiðast. Síld- véiðar hættu 5. aprií, en síld vár tekin upp úr lásum til 6. mai. Það er þó alt af niinsti hdut- innn, sem fæst í landnót, eins og sjá má á því, að 1925 fengust í net 9191/2 þús. hl. — í laridnót 2591/2 — — — i herpinót 412 — — Alls 1 591 þús. hl. En meðalverð netjasíldar var þetta ár kr. 5,70, herpinótasíidar kr. 7,20^ og landnótasíldar kr. 13,56 hver hl. Vorsíldarveiðarnar urðu 1926: meiri en þær hafa verið xmdan farin tíu ár, að árinu 1923 þó undanteknu. Síldin var komin snemma; menn urðú varir við hana í miðjum janúar, en þá vár, ótíð. Nokkuð fékst þó í reknet, einkum fyrir utan Björgvin og viö' tltsiri. Seinni hluta mánaðarins var hún gengin upp að landi, svo aö. síðustu vikú hans fengust 10 þús.. <hl. í landnætur, auk þess, sem 51 þús. hl. fékst i herpinætur og 39 þús. hl. i reknet. Verð'ið var þá 10 kr. fyrir landnótasíld, kr. 530 fyrir hexpinótasíld og 5 kr. fyrir reknetasild. MeðaJverðið, sem félCst fyrir sildina allan veiðstimanix,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.