Tíminn - 05.08.1955, Síða 5
173. blað.
TÍMINN, föstudagÍBn 5. ágúst 1955.
1
"ti
V: Föstud. 5. ágúst
«391;;.::; ’
Þrjú norræn ágrein-
ingsmál
■ Þessa dagana stendur yfir
hér í bænum fundur forseta
Noröurlandaráðsins og er það
m. a. verkefni hans að undir
búia næsta fund ráðsins, er
lialdinn verður í Kaupmanna
höfn í janúarmánuði næst-
Jcomandi.
• Það er óþarfi að taka það
fram, að íslendingar hafa
mikinh áhuga fyrir auknu
norrænu samstarfi og vilja
eiga sinn þátt í að efla það
og auka. Þess vegna binda
þeir góðar vonir við störf
norræna ráðsins. Að visu
hefir- starfsárangur þess ekki
verið mikill tU þessa, enda
ekki rétt að vænta þess, þar
sem bað er enn á byrjunar-
istigi. Margt bendir hins veg-
ar tii þess, að það geti haft
mikil áhrif, þegar meiri festa
kemst á starfsemi þess.
Ef norræna ráð*ð á að geta
fullkomlega náð tilgangi sín
um, þarf það m. a. að geta
haft bein eða óbe«n áhrif í
þá átt að jafna þau deilu-
má>, sem helzt valda erfið-
le>kum í sambúð norrænu
þjóðamia. Því þykir rétt að
nota það tækifæri, er for-
setar norræna ráðsins s'tja
hér á fundi, til að rifja upp
þrjú mál, sem nú valda nokk
urr> ósætt í sambúð íslend-
inga ög hinna Norðurlanda-
þjóðanna, því að lausn
þeirra mynd' mjög styrkja
tengsli íslands við hin Norð
urlöndin.
Það þessara mála, sem
fyrst ber að nefna, er að
sjálfsögðu handritamálið. ís-
.tendingar munu aldrei falla
frá þeirri kröfu að fá heim
íslenzku fornhandritin.sem nú
eru í Danmörku. Áreiöanlega
fjölgar þeím mönnum í Dan-
mörku, er skilja þetta sjón-
armið þeirra. Þvi fyrr, sem
dönsk stjórnarvöld skilja
þétta einnig, því fyrr mun
sambúð íslendinga og Dana
komast i það horf, sem vel
sæmir þessum þjóðum.
Ánnað mái, sem enn er ó-
leyst i sambandi við sam-
bandsslit Dana og ísleacíJnga
er Crrænlandsmáiið. Meðal ís
lendíhga mun ekki áhug: fyr
vir því, að ísland fari að gera
’tilkall til Grænlands, þótt
þeir kunni að hafa sögu’eg-
an rétt til þess. Annar réttur
er nú yfirleitt viðurkenndur
iæðri hinum söguiega rétti í
þes.sum efnum en það er rétt
ur íbúa viðkomandi lands til
að ráða sjálfir málum sínum.
Skoðun íslendinga er því á-
reiðanlega sú, að í framtíð-
inpi eigi Grænlendingar sjálf
j.r að ráða Grænlandi. Meðan
:'sú skipan kemst hins vegar
ekki á, vilja íslendingar
'ógjarnan þola það, að
:íþeir hafi t. d. ekki sama rétt
■til fiskvelða vð GrWnland og
Danir og Norðmenn. Þótt ís-
lendingar hafi enn ekki form
Jlega gert siikar kröfur, hlýt-
;ur fyrr en síðar að ciraga að
:því. islendingar hafa farið
sér hregt í Grænlanasniilinu
■og sýnt Döm m þar nrkia tU
hliðrunarsemi, m. a, seinast
á þingi S. Þ. í fyrra, þar sem
Hvernig eru kínversk dagblöð?
Á víðavangi
Oftast aðeins 4 óásjálegar síðnr — imtihalda þó íalsvert mcira
efnismagn cn Vestnrlandabföð af sömu stærð
Við fyrstu sýn virkar kínverskt
dagblað alls ekkert girnilegt tii lestr
ar, a. m. k. ekki að áliti okkar Vest-
urlandamanna. Venjulega >er dag-
blaðið ekki nema fjórar síður, og
vegoir mjög lítið, þar sem pappir-
inn í því er töluvert þynnri en við
eigum að venjast. Af myndum er
ekki mikið, en hið litla oft merki-
legt, þar sem oftast er um að ræða
myndir af hinum ýmsu nýbygging-
um í landinu, sem fara fram sam-
kvæmt fimm ára áætluninni, og
eru stolt landsins. Nýjum vegum,
járnbrautum, stálverksmiðjum eða
skipasmíðastöðvum er ávallt veitt
gott rúm, sérstaklega hvað snertir
myndir, og er þá venjulegast tekið
fram, að rússneskir skipuleggjarar
og sérfræðingar hafi gert frarn-
kvæmdirnar mögulegar. G-jarnan
eru svo birtar myndir áf þvi, þegar
rússnesku sérfræðingarnir taka i
hönd brosandi Kínverja að verk-
inu loknu.
En enda þótt kínverskt dagblað
sé ekkert sérlega aðlaðandi, inni-
heldur það ótrúlega mikið efni.
Þetta kemur meðfram til af því, að
kínverska skriftin þarf lítið rúm.
Vesturlandadagbláð þyifti langtum
meira rúm til þess að segja nákvæm
iega hið sama og kínverskt blað.
Kínversku blöðin þuría ekki að
nota smáletur. Merkin eru af meðal
stærð; hyert einstakt tekur um 3x3
millimetra rúm. En allmörg þessara
merkja tákna heil orð. Það er erfitt
að læra merkjaskriítina, en hún er
ekki rúmfrek. Hins vegar er til-
tölulega auðvelt að nema bókstafa-
skriftina, en hún tekur aftur á
móti mikið rúm á pappírnum. Þann
ig hafa báðar sína kosti. Kínverska
skriftin hefir kosti í sambandi við
blaðaútgáfu, aðallega hvað snertir
pappírseyðsluna. En kostirnir eru
ekki að sama skapi miklir fyrir 3es
endurna. Það krefst talsverðrar
menntunar að lesa dagblöð í Kína
og þar er enn þá algengt að menn
kunni ekki lestur né skrift.
Voldugasta dagblað í Kína er nú
„Dagblað þjóðarinnar" í Feking eða
Jenmin jihpao, eins og nafnið er
á kinversku. Það gegnir svipuðu
hlutverki og Pravda í Sovétríkjun-
um, og líkist einnig rússneska blað-
inu bæði að útliti óg-'áhhihaldi. Það
hefir yfir sér oþihbéran blæ, og
ekki er mikið um drætti í útliti
þess, sem gefi þvi nokkur sérein-
kenni. En á löngum tima er þó hægt
að skynja breytingar jafnvel i þess
um tilbreytingarlausa- svip, meiz'i
eða minni breytingar, sem geta haft
sína þýðingu.
Eitt, sem vekur stnix eftirtekt,
Það er sennilega frem-
ur sjaldgœjt að íslend-
ingar, eða Norðurlanda
búar yfirleitt, eigi þess
kost að athuga kín-
verskt dagblað. Það er
því ekki úr vegi að birta
hér grein, sem fjallar
um hin kínversku dag-
blöð, sem svo mjög eru
frábrugðin þeim blöð-
um, er við eigum að
venjast, aðallega vegna
hins sérstœða kín-
verska merkjaleturs. -
Greinin er eftir norsk-
an baðamann Henry
Henne að nafni.
þegar bcrið er saman útlit blaðsins
í dag og fyrir -tveim árum síðan,
er hve pappírinn er betri nú. Að
v:su smávægilegur hlutur, en talar
samt sínu máli um möguJeika á út-
vegun betri blaðapappírs, en vissu-
lega gerir það mun auðveldara að
lesa hin litlu tákn, sem notuð eru
í dagblöðin. Gæði og hvítleiki papp
irsins getur áð vísu verið dálítið
breytilegur dag frá degi, svo að enn
þá lítur út eins og pappírsvanda-
málið sé enn ekki að íullu leyst.
Eins og flest hinna dagblaðanna,
er „Dagblað þjóðarinnar" venjulega
fjórar síður, aðeins á laugardögum
getur það boðið lesendum sínum
upp á sex síður. Þá er fimmta síð-
an aisett myndum írá verksmiðjum,
iþróttamótum eða heimsóknam
sendinefnda, venjule^a frá ein-
hverju landi bak við járntjaldið.
Ein undantekning er þó blaðið frá
31. maí í ár, sem var átta s:ður að
stærð. Fjórar síöustu síðurnar voru
þá helgaðar harðorðum greinum,
sem ritaðar voru gegn gagn-
byltingarmönnum. Þar gat að
líta nokkur vel valin orð
frá félögum verkamanna- og járn-
brautafélaga, embættismönnum og
nokkrum öðrum einstaklingum, par
á meðal þekktum vísindamönnum,
sem fyrir byltinguna tóku ekki þátt
í flokkspólitíkinni, en verða þó að
sýna hvar þeir standa.
Hér koimim við að öðru, sem nú
liggur sem farg á kínverskri blaða-
útgáfu, gagnstætt því, sem var fyr-
ir tveim til þrem árum síðan. Á
sama hátt og hér ræða biöðin í
Kína nú lítið um Kóreu
og sama er að segja um
Formósu, sem íyrir íáum mán-
uðum síðan lagði undir sig forsíð-
urnar. Sterk orðatiitæki gegn
Ameríku eru nú orðin sjaldséðari
en áður var, en koma þó jaínt og
þétt i heldur miidara fcrmi. í ný-
legu eintaki er þannig Jcng grein,
sem rituð er til að áfellast amenska
landkönnuði fyrir að hafa haít á
brott með sér írá Kína mikið list-
ræn verðmæti cg fornleifafunöi.
Vietnam skipar hærri sess en áð-
ur var, sama er að segja um Japan,
sem Kína hefir nýlega gert verzlun
arsamning við. Hið nýja, sem hefix
bætzt við i seinni t'ð, eru grein-
ar gegn ragnbyltingarsinnum - eins
og ég heíi nefnt, var hálft blaðið
31. maí helgað þeim. í langri grein
13. maí hafði Shu Wu, fyrrverandi
samsvarinn, lagt fram talsvert af
sendibréfum, meira en 30 talsins,
sem áttu að sanna, að flckkur gagn
bvltingarsinna, er nefndur
væri Hu Feng eftir foringja sínum,
hefði verið starfandi allt frá árinu
1943 og ætti stuðningemenn aðal-
lega meðal menntamanna og lista
manna. í mörgum næstu blöðum
var fjallað um sama efni undir fyr-
irsögninni „Niður með Hu Fenf“.
Með tilliti til þess, hve miklu rú:ni
var varið til slikra greina, og mál-
inu yfirleitt „slegið upp“, virðist
mega ætla, að talsverðs óróa haíi
gætt innan flokksins á þessum
tíma. Það er því ástæða til að veita
þessum má'lum. athygli í framtíð-
inni.
Lítið er um erlendar fréttir í
„Dagblaði þjóðarinnar", en hið litla
sem þar er, kemur venjulega beint
frá Tass fréttastofunni rússnesku.
Á fyrstu síðu hafa verið fréttir af
verkföllum í Bretlandi og r*tt hef
ir verið um frönsk stjórnmál í Norð
ur-Afriku. Sama er að segja um
heimsókn rússneskra ieiðtoga i Bel
grad, og stjórnarskýrslu, sem fjallar
um orsakir glæpahneigðar meðal
amerísks æskulýðs. Næstum allt,
sem Nehru segir, er forsíðufrétt,
en annars virðast Indnesía, Egypta-
lánd og Austur-Evrópulöndin skipa
fvrsta sætið. Skjaldan kemur fyrir
að Skandinavía er nefnd á nafn.
Þá sjaldan sem norræn nöfn sjást
þar á prenti, eru þau varla þekkjan
leg vegna þess hve erfitt er að rita
þau nveð kínversku merkjunum.
Á laugardögTim eru á öftustu síðu
„Frjálsar upplýsingar frá lesend-
unum“. Þar kærir samyrkjubcnd-
inn yfir því að einhver hafi stolið
frá honum átta öndum meðan hann
var á fundi í samyrkjustjórninni,
skrifstofumaðurinn kærir son póst-
meistaranS, af því að hann ha-fði
mislesið utanáskriftina á bréfi, og
af þeirri ástæðu sent bréfið til
(Framhald á 6. síðu).
þeir hreyfðu engum mótmæl
um gegn innlimun Græn-
lands í Danaveldi, Þetta meta
Dan'r vonandi að verðleikum
og ætti það að auðvelda sam
kotnulag þeirra og íslend'nga
um Grænlandsmálið.
Þriðja máhð og það málið,
sem er mest aðkallandi að
leysa nú, er loftferðasamn-
ingurinn mili íslands og Sví-
þjóðar. Um langt skeið hefir
enginn atburður komið ís-
lendingum e'ns á óvart og
uppsögn Svía á þessum samn
ingi. í lengstu lög vilja ís-
lendingar vona, að það sé
ekki ætlun Svía að neita ís-
lenzkum flugvélum um lend
ingarleyfi í Svíþjóð, enda væri
ekki auðið að sýna ísienzku
þjóðinni öllu meiri fjandskap.
Það er á vissan hátt auðið
að skilja þau þröngsýnu sjón
armis brezkra togaraeigenda,
sem valda iöndunarbanninu
í Bretlandi, en h-'tt má telja
nær ofvaxið mannlegum
sk'Jningi. ef ríkisstJórn Sví-
þjóðar mc'inar íslenzkuni flug
vélum um lendingarieyfi í
Sviþjóð. Slik þjónusta við auð
nu nnina, sem eiga SAS, væri
meira að segja óhugsanleg í
Bandarikjunum, þótt völd og
áhrif auðfélaganna þar séu
mikil.
Það er því rétt að segja
það strax, að kom' til þess,
sem í lengstu lög verður að
te'ja óhugsand', að íslenzk-
um flugvélum verð' ncitað
um lendingarleyfi í Svíþjóð,
þá mun íslenzka þjóðin telja
það eitt hið mesta f jandskap
arbragð. sem hægt vær' að
sýna henn', cg ekkert væri
líklegra t'I að losa um tengsl-
in milli ísiands og hinna
NorðurJandanna.
Hér hefir þá nokkucfc verið
drepið á þau þrjú mál, sem
nú valda_ helzt ágreiningi í
sambúð íslendinga og frænd
þjóða þeirra á Norðurlönd-
um. Þessi mál eru ekki rifjuö
hér upp til þess að auka um
þau deiJur, heldur til að
benda á, hvað laga beri og
leysa þurfi tiJ þess að styrkja
hið norræna samstarf sem
bezt
Það skal svo enn á ný árétt
ai\ að það er einlæg ósk ís-
lendinga, að norrænt sam-
starf eflist cg íslendingar geti
átt sum þátt í því, að svo
verðk En að sjálfsögðu er
það jafnframt ákveðín krafa
íslendtnga, að beim sé sýnd
íullkomin réttsýni af þessv.m
samstarfsþjóðum, enda getur
samstarfið sldrei crðið heil-
brigt og bróðurlegt á öðrum
grundvellt.
Glíma hændamia
við veðráttuna.
Bændur á Suðurland' og
Vesturlandi verða nú fyrir
þungum búsifjum af völdum
óþurrkanna. Af því tilefn'
Játa e'nstaka menn sér það
nú um munn fara, að þetta
sanni. að ísland sé land, er
sé 'lla fallið til búskapar.
Þess vegna er ekk' úr vegi
að benda á það, að víða
verða bændur nú fyrir barð-
inu á veðurfar'nu, þótt með
öðrum hætti sé en hér.
í Noreg', Svíþjóð og. Dan-
mörku hafa verið svo miklir
þurrkar og h'tar að undan-
förnu, að þegar hefir orð'ð
mik'ð tjón á uppskerunni og
horfir t'I stórkostlegra vand.
ræða, ef ekki rignir fljótlega.
Á undanförnum árum hafa
þurrkar vald'ð gífurlegu upp
skerutjón' i ailmörgum fylkj
um Bandaríkjanna. Þar hafa
meira að segja blásið upp
stór landsvæð' og munu þau
ekki verða bygg'leg næstu
misseri. Þá herma fregnir
frá Sovétríkjunum, að þar
horfi víða 'Ila með uppskeru
vegna þurrka og þó e'nkum f
þeim héruðum Síberíu, þar
sem hafizt hefir ver'ð handa
um mikla nýræktun. Svona
mætti halda áfram að rekja
það frá fleiri löndum, hve
örðugt veðurfar'ð er oft við
landbúnað'nn.
Enginn skyld' m'ssa trú á
íslenzka landbúnaðinn, þótt
erfið!ega horfi nú um sinn í
mörgum héruðum. Þetta er
hlutskipti bænda í öllum
Iöndum að e'ga hag s'nn und
*r sól og regn' og hafa íslenzk.
ir bændur enga sérstöðu,
hvað það snertir. Þeim hefir
hins vegar tekizt með batn-
andi árangr' að s'grast á öil-
um slíkum erf'ðleikum. Þ6
munu þeir ná enn meiri og
betri árangri, ef þeir njóta
fulls skiln'ngs og velvilja ann
arra stétta og þeim tryggt
fullt jafnrétt' og‘ v'ðunanleg
aðstaða til að stunda þann
atvinnuveg, sem efnaleg og
menningarleg framtíð þjóð-
arinnar byggist á, að vel sé
ræktur. Þetta síðasta er m.
a. sagt með tillit' t'l þe'rrar
baráttu i verðiagsmálum,
sem bændur e'ga nú fram-
undan.
Óvænt vísitöluhækkun
í Danmörku.
Um seinustu helgi varð al-
menn kauphækkun í Dan-
mörku, er kom öllum á óvart.
Vísitalan hækkaði þá allt í
e'nu um 4—5 st'g og var aðal
orsök'n bráðabirgðaverð á
nýjum kartöflum. Stjórnar-
völd'n höfðu ekki áttað sig á
því, að þetta verðlag g'lti
e'nmitt þá daga, sem vísita*-
an var reiknuð út, en að sjálf
sögðu lækkar það mjög fljót
lega aftur. Stefna stjórnar-
'nnar hefir ver'ð sú að reyna
að halda verðlagi og kaup-
gjaldi sem mest í skef jum cg:
hefir þetta geng'ð furðan-
lega að undanförnu eða
þangað til að vísitalan gerð'
óvænt þetta strik i re'kning-
'nn. Talið er, áð vísitölu-
hækkun þess1 muni saman-
lagt auka kaupgre'ðshir f
Danmörku um 250 millj.
danskra króna. Jafnframt
er svo óttazt, að í kjölfar
hennar fylgi ýmsar aðrar
hækkanir. Hækkun þess*
veldur dönskum stjórnmála-
mönnum talsverðum áhyggj
um, því að efnahagslíf Bana
cg útflutningsatvinnuvegir
standa nú höllum fæt'. J