Tíminn - 16.08.1955, Blaðsíða 4
4
TÍMINN, þriðjudaginn 16. ágást 1955.
182. blaS
Hversvegna var tilboði Snæfells hf
I Grímsárvirkjunina ekki tekið?
Hnekkt rógi Þjóðviljans um Eystein Jónsson
Þjóðviljinn réðst nýlega
harkalega gegn Eysteini
Jónssyni fyrir það, að ekki
var tekið tilboði Snæfells h.f.
í Grímsárvirkjunina, þar sem
þar hafi bæði verið um aust-
firzkt fyrirtæki að ræða og
það fyrirtæki, sem gert hafi
lægst tiiboð.
Eins og áður segir, var til-
boði Snæfells h. f. hafnað á
þeim grundveili, að raforku-
málaskrifstofan taldi það
ekki fært um að taka verkið
að sér. í tilefni af framan-
greindri árás Þjóðviljans þyk
ir rétt að birta hér þá kafla
úr áritsgerðum Eú-íks Briem
rafmagnsveHustj óra, þar
sem gerð er grein fyrir þess-
ari afstöðu raforkumálaskrif
stofunnar.
Hér er um tvær áÞtsgerðir
að ræða og er sú fyrri dag-
sett 8. júní þessa árs. Þar
segir svo um tilboð Snæfells
h.f.:
„Éins og fyrr greinir hafði
Snæfell h. f. orð á því, að það
mundi reyna að ná samvinnu
við önnur firmu og vitað er,
að þeir óskuðu eftir slíkri
samvinnu bæði við ABF og
Verklegar framkvæmdir en
báðir þessir aðjlar neituðu.
Þegar leiðréttar hafa verið
ýmsar augljósar reiknivillur,
sumar upp á þúsundir og tugi
þúisunda á einstökum liðum
og ein upp á 100 þús. kr., verð
ur tilboðsupphæðin kr. 8.464,
099,00. Eftir samræmingu við
hin tilboðin og að viðbættum
söluskatti verður upphæðin
kr. 8.792.490,00. Þetta er
hvorki meira né minna en
tæpum 2,3 millj. kr. lægra en
hm tilboðin.
Tilboðið gerir þann eina
fyrirvara, að leki í göngum
fari ekki yfir 8 1/s.
Aðspurt um tæknilega hlið
málsins upplýsir firmað, að
það eigi nú 2 steypuhrærivél
ar og auk þess eigi það í pönt
un einn bílkrana. Ennfremur,
að það bjóði ekki í samvinnu
við neitt verkfræðingafirma,
en geri ráð fyrir að leita til
útlanda um verkfræðilega að
stoð, ef ekki tekst að fá inn-
lenda verkfræðinga, sem hæf
ir mega teljast.
Þrátt fyrir hinn mikla mis
mun á tilboðsupphæð sjáum
við okkur ekki með nokkru
móti fært að mæla með því,
að Snæfell h. f. verði falið
það vandasama verk, sem hér
er um að ræða, og við erum
sannfærðir um að ef firm-
anu yrði fahð verkið mundi
það áður en lýkur verða dýr-
ara en ef annað hvort hinna
tilboðanna yrði tekið, svo
ekki sé minnst á þann drátt
á verkinu, sem léleg fram-
kvæmd gæti haft í för með
sér, ekki aðeins fyrir virkj-
unina heldur og rafveitur
Austurlands í heild.“
Þrátt fyrir þetta ákveðna
álit raforkumálaskrifstofunn
ar um vanhæfni Snæfells h.f.,
óskaði raforkumálaráðherra
eftir fyllra rökstuðningi og er
það að finna í álitsgerð, sem
ráðuneytinu var send
fikömmu síðar. Þar segír svo
3nm tUboð Snæfells h. f.:
„í framhaldi af bréfi mínu
um tilboðin í byggingarvinn-
una við Grímsárvirkjun vil
ég leyfa mér að upplýsa eft-
irtahð:
1) Þeim, sem að Snæfelli
h. f. standa er áreiðanlega
ljóst, ajð þeir verða að sýna
fram á, að þeir séu í sam-
v'nnu við hæft verkfræðinga
firma, ef þeir eiga að geta
gert sér vonir um að vera
þátttakendur í verkinu, og
þeir upplýstu okkur um að
þeir mundu leita samvinnu
við slikt firma og nefndu sér
staklega ABF. Ég spurði ABF
hvernig þeir mundu taka
slíkri málaleitan og kváðust
þeir mundu taka henni með
velvilja. Þetta skeði áður en
Snæfell h. f. var afhent út-
boðslýsingin og við sáum ekki
að það væri með nokkru móti
hægt að neita firmanu um
að fá lýsinguna og gera til-
raun til að verða þátttakend
ur í virkjunarframkvæmdun
um.
2) Það er upplýst, að Snæ-
fell leitaði til bæði ABF og
Verklegra framkvæmda um
samvinnu en samningar tók
ust ekki. Firmað skilaði því
eitt tilboðinu. Þar með er að
okkar dómi. grundvöllurinn
fyrir því að firmað geti orðið
þátttakandi í verkinu ekki
lengur fyrir hendi, svo ekki
sé minnst á að fela því emu
verkið.
Árni Snævarr sagði mér í
einkaviðtali, að þegar Bóas
Emilsson hefði leitað til sín
hefði hann fyrst spurt Bóas
að, hvað hann heföi fram að
færa af vélum, fagmönnum,
tryggingum o. s. frv. Það
hefði reynzt harla lítið. Árni
sagðist þó, eins og hann hefði
tjáð okkur áður, hafa vUjað
alvarlega íhuga samvinnu,
þar sem Snæfell hefði hæfi-
legan hlut. Hefði hann sagt
við Bóas, að þeir skyldu ræða
þessi mál nánar, þegar Sogs-
tilboðin hefðu verið opnuð
(Grímsártilboðin voru opnuð
i/2 mán. seinna) og þá sam-
tímis hver hlutur Snæfells
skyldi vera. Bóas heföi hins
vegar þá strax sagt að minna
en helmingaskipti kæmu ekki
til greúia hvað Snæfell snerti.
Þessu vúdi Árni ekki ganga
að, þar sem hann áleit, að
ABF hefði í slíkri samvinnu
orðið að bera megin þung-
ann af verkinu þæði tækni-
lega og fjárhagslega og í þýð
ingarmiklum málum orðið
e.ð hafa ótvíræðan ákvörðun
arrétt. Þar með fór Bóas án
þess einu sinni að ræða önn-
ur hlutföll og hefir ekki talað
við Árna síðan.
Þetta fór á líkan hátt í við
tæðunum við Verklegar fram
kvæmdir, að því er Rögnvald
ur Þorláksson hefir tjáð mér
í emkaviðtali.
3) Eysteinn Jónsson sagð'
í samtalinu við mig, að ef
Snæfell fengi ekki verkið
yrði það útlagt þannig, að
allt væri sett í Reykvík!nga
þrátt fyrir hærri t'lboð og
þeim þar með gefinn kostur
á 2 milj. kr. gróða, mm
Nú eftir á hef ég farið að
hugsa um það, að það eru
engin verkfræðingafirmu ttt
á íslandi nema í Reykjavik,
og allir okkar beztu verkfræð
ingar eru búsettir þar. Það er
því ekki óeðlilegt, að öll vanda
samari verk lendi í þeirra
höndum á e'nn eða annan
hátt.
Mér er ekki kunnugt um
álit manna almennt á Aust-
urlandi í þessu máli, en það
grunar mig, að mörgum Aust-
firðingum þætti undarlegt, ef
virkjunin yrði sett í hendur
Snæfells h.f. (þrátt fyrir
lægra tilboð) því þeir vita
ósköp vel, hvað firmað hefir
fram að færa.“
Það var fyrst eftir að þetta
álit raforkumálaskrifstofunn
ar lá fyrir, sem raforkumála-
ráðherra ákvað að taka ekki
tilboði Snæfells h. f., þótt það
væri m’klu lægra en hin til-
boðin.
Af framangreindum álits-
gerðum raforkumálaskrifstof
unnar er tvennt alveg aug-
ljóst:
1. Eysteinn Jónsson beitti
áhrifum sínum til að stuðla
að því, að tilboði Snæfells h.f.
yrði tekið, ef nokkur mögu-
leiki væri á því, og átt1 um
þetta efni viðtal við rafmagns
veitustjóra og færði fram sér
stöðu þess sem austfirzks fyrir
tækis. Það er því alger rógur,
að hann hafi átt þátt í því
að framhjá þessu fyrirtæki
var gengið.
2. Tilboði Snæfells h. f. var
eingöngu hafnað vegna þess
álits raforkumálaskrifstofunn
ar, að það væri ekki tæknilega
fært um að taka verkið að
sér. Þegar lægsta tilboðið var
þannig úr sögunni, voru tvö
jöfn tilboð eftir. Milli þeirra
tilboða valdi raforkumála-
(Pramnald á 6. sí5u).
iiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir
| RENNILOKAR
1 OFNKRANAR
| FITTINGS, alls konar.
| Bofuventlar og yfirfölZ fyr I
| ir baðkör (sambyggð). §
jj z
NÝKOMIÐ.
Póstkröfusendum.
| Sighvatur Einarsson & Co., |
I Garðastræti 45. Sí,mi 2847.I
i i
viiiumiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiHiiuiniminiiii
Falsanir Mbl. um
útsvörin d Akranesi
Við útsvarsálagningu á
Akranesi 1955 voru útsvör
einstaklinga og félaga lækkuð
um 5% miðað við sömu tekj-
or og i fyrra. Hefir frá þessu
verið skýrt í fréttum og eitt-
hvað minnst á lækkun þessa
í blöðum að óðru leyti. Og af
því jaínframt var minnst á
5% hækkun útsvara í Rvík
hefir Mbl. orðið ókvæða við.
Birtir það í dag „rosafrétt“
um 100% útsvarshækkun á
Akranesi. Mun margan reka
í rcgastanz við þann lestur,
en átta sig fljótlega á ósvífn
um blekkingum og óvandaðri
b'aðamennsku.
Mbl. ruglar saman lækkun
útsvarsstigans og heildarupp
hæð útsvaranna, sem oft get
ur ekki farið saman. Þegar
fóiksfjölgun verður í bæjum
og tekjur manna hækka að
krónutölu vegna aukinnar
dýrtíðar, þá hlýtur útsvars-
upphæðin að hækka ár hvert,
enda þótt skattstiginn lækki
eitthvað. Dýrtíðin sneiðir
ekki fram hjá útgjöldum bæj
arfélaganna. Með sömu „rök
um“ mætti halda því fram,
að útsvarsstiginn í Reykjavík
hefði hækkað um 100% á ör-
fáum árum, því stutt er siðan
útsvörin voru kr. 62 millj. en
eru í ár nálægt 123 millj.
Nægir þetta til að skýra þá
einstöku blekkingu, sem Mbl.
leyfir sér að bera á borð fyrir
lesendur sína.
Og þegar blaðið gerir sam-
anburð á skattstiga í Rvík
og á Akranesi lækkar það
ekki skattstigann á Akranesi
um 5% svo hann komi út,
eins og hann raunverulega
varð. Jafnvel svona einfalt
atriði þarí Mbl. að falsa.
Það stendur því eft»r sem
áður óhrakid að úísvör á Akra
nesi hafa Zækkað um 5% í
ár miöað við söm’a tekjur og
í fyrra, en úísvör í Reykjavík
hafa hækkað um 5% á sama
tíma. Þetta finna þeir glcggt
á Akranesi, sem ekki hafa
þærri tekjur Í954 en áfið á
undan, hvað sem blekking-
um Mbl. líður.
Hitt er annág mál, að út-
svör á Akranesi hækkuðu
nokkuð 1954 frá því seip áður
var. Ekki var þa^ af neinum
illvdja v'nstri flokkanna. eða
óstjorn, því þeir tóku raun-
verulega við stjórn bæjarins
rnánuði áður en niðurjöínun
útsvara hófst. Hækkun þessi
var af augljósri og brýnni
þörf. Þeita var arfur, sem nú
verandi bæj arstj órnarmeiri-
hluti átti ekki sök á. Þeir-.sem
skiluðu teim arfi eru syo ná
komnir Mbl. að það ætþ.ekki
að óska eftir .umræðum um
þau mál. Bæjarstjóyiyarraeiri
hlutinn hefir gert Akurn.es-
ingum grein fyrir fjármálum
bæjarins síðustu árin r j.gér-
stakri skýrslu, sem geíin,var
út í fyrrahaust. Tald- hann
ekki ávinring fyrir bæinn eða
álif.sauka að gera þau má) að
umræðueíni á cpinberum vett
vangi, því hér er fyrst og
fremst um heimamál að
ræða.
Hins vegar yæri mjög eðli-
legt að útsvör i Rey.kjavík
væru lægri én í öðrum bæj-
um. Mikill hluti af verzlun
landsmanna er á einn eða
annan hátt skattlagður þar.
Vegna þess að Reykjavík er
höfuðborg er þar fjöldi fast-
launamanna. sem vinnur hjá
ríkinu eða ríkisstofnunum —
bænum óviðkomandi — og
geíur það Reykjavík jafnar
og öruggar tekjur. Þar eru
ýmsar stofnanir fyrir lunds-
byggðina, sem gefa Reykjavík
miklar tekjur, sem önnur
bæjarfélög njóta ekki. Spurn
ingin er því: Hvað á Rsykja-
vík að geta haft útsvörin
iægri en aðrir bæir í landinu?
Akranesi 11. ágúst 1955,
Daníel Ágústinusson.
Braga kaffi
bregzt engum
W.V.V,V.V.W.V.V.V.V.V,V.".V.V»W.V.V.V.V.V.%W\
í Gerist áskrifendur
s
að TÍMANUM
Áskriftasími 2323