Tíminn - 26.08.1955, Page 4

Tíminn - 26.08.1955, Page 4
TÍMINN, föstudaginn 26. ágúst 1955. 191. blað. Nútímakirkjan tekur leiklistina í sívaxandi mæli í þjónustu sína Helgileiknr, sem séra Jakob Jónsson hefir samið, veknr athygli í Svíþjóft o«' verður sennilega sýndur þar Þess var getið í blöðum í vetur, að séra Jakob Jónsson hefði samið helgileik til sýn- ingar í kirkjum. Nú hefir sr. Jakob nýlega verið á ferð í Svíþjóð, en þar í landi er starfandi félag, sem heitir „Föreningen for kyrklig dramatik.“ Stendur til, að fé lag þetta taki leik þennan til meðferðar og verður hann þá gefinn út á sænsku í þýð- 'ingu próf. Sigurbjarnar Ein arssonar. Leikurinn heitir „Bartímeus blindi.“ Tíminn taldi vel viðeigandi að spyrja höfundinn nokkurra spurn- inga um þessa nýjung í kirkjulegri list. — Hver voru tildrög þess, að þú tókst þér fyrir hendur að skrifa helgileik? — Fyrstu tilraunir mlnar í þá átt mundi ég telja tvo litla leiki, eða öllu heldur helgisýningar, sem hafðar voru í kirkjunni minni í Wy- nyard um jólin. — Vestan hafs er algengt, að slíkar helgisýningar fari fram um jól og páska í stærri kirkjum, emkum í borgunum. Þegar séra Friðrik A. Friðriksson, núverandi prófastur á Húsa vík, var prestur í Wynyard, hafði hann efnt til mikilla og fagurra helgisýninga á fjórða sunnudag í jólaföstu. Sunnudagaskólinn hafði unn ið að þessu, og allt var miðað við, að unglingar og börn væru þátttakendur. — Þeg- ar ég var prestur í Vatna toyggðum, var orðið nokkuð langt síðan helgisýningar höfðu verið sýndar, en fólk- Ið hafði mikinn áhuga á að koma þeim upp aftur, og lagði sig mjög fram, en fjár hagsörðugleikar voru þá mikhr, svo að við gátum ekki kostað miklu til. Þetta varð til þess, að mig fór að langa til að gera tilraun til að semja helgileiki, sem ekki væru okkur ofviða. Ég samdi tvo, og báða á ensku, enda voru sýningarnar sóttar af allra þjóða fólki. — Þessir leikir eru af þeirri gerð, sem á ensku nefnast „pageant“. — Er þessi nýi leikur af sömu gerð? — Nei, hann er ekki „pag- eant,“ heldur helgileikur. Ekki sýning, heldur leikur. — Hvað kom þér til að halda áfram með þetta, eftir að þú varst kominn heim til íslands? — Eins og kunnugt er af kirkjusögunni og leiksög- unni, var það algengt á mið- öldum, að leikir færu fram í kirkjum, ekki til skemmtun- ár, heldur til trúarlegrar upp byggingar. Kirkjan tók ekki aoeins í þjónustu sína bæði sönglist og myndlist og mælskulist, heldur einnig leiklistina, en hjá fornum menningarþjóðum, eins og Grikkjum, hafði leiklistta verið mjög nátengd trúarlífi og trúariðkunum. — En á siðari árum hefir vaknað á- hugi á því víða í kristnum löndum að endurvekja þessa iistgrein innan kirkjunnar. — Fer nokkuð slíkt fram í nágrannalöndum vorum? — Ekki er alveg laust við Qsað. í Englandi er starfandi Séra JAKOB JÖNSSON félag, sem heldur uppi kirkju legri leikstarfsemi. Sömuleið is fara leikir fram á vegum skozku kirkjunnar. í Þýzka- landi er mikill og vaxandi á- hugi á þessu, en meðal Norð urlandaþjóðanna eru Sviar brautryöjendur Allt virðist benda til þess, að Danir ætli ekld að láta standa á sér, og í hinum löndunum eru menn farnir að gefa þessu alvar- legan gaum. í sumar var í fyrsta skipti boðað til þings með áhuga- mönnum af ýmsum þjóðum í Oxford í Englandi, og mun hinn ágæti, enski biskup, dr. Bell í Chichester, hafa átt mikinn þátt í að koma því til vegar. Ég hitti um daginn sænska prestinn og skáldið Olof Hartmann, sem þá var alveg nýkominn af þessum fundi og hafði frá mörgu merkilegu að segja. Þar höfðu verið meðal annarra hinir frægu rithöfundar, El- iot og Claudel. — Ég tel rétt !að taka þetta fram, til þess að menn viti, að sú firra að hafa leiksýningu í kirkju, er ekki sprottin upp úr íslenzk- um heila, — en sjálfum finnst mér engin fjarstæða, að listelsk og trúræn þjóð, eins og íslendmgar, geri emn ig tilraunir í þessa átt. — Heldurðu, að fólk hér á landi muni ekki eiga örðugt með að hugsa sér leiksýning ar í kirkjum? — Ég skal ekkert um það segja, að óreyndu. Auðvitað verða menn að gera sér Ijóst, að hér er um annars konar leik að ræða en þann, sem sýndur er í leikhúsum eða samkomuhúsum. til skemmtunar fólki. Helgileik urinn er guðsþjónusta, enda hafa þeir t. d í Svíþjóð stund um verið tengdir við sjálfa messuna. Einu sinni var upp risuleikur sýndur í sambandi við messugjörð, sem sjálfur erkibiskup Svía framkvæmdi. Sænska kirkjan hefir viður- kerint þessa starfsemi sem einn þátt þjónustunnar. — Jafnan fer fram sálmasöng- ur og bænagjörð við leiksýn ingar. — Helgileikurinn hef- ir sömu aðstöðu gagnvart veraldlegri leiklist, og kirkju hijómleikar gagnvart venju- iegum hljómleikum eða helgi myndir gagnvart veraldlegri myndlist. Sumir helgileikir eru skrifaðir fyrst og fremst til þess að sýna þiblíulega atburði á sviði, en aðrir má , segia, að séu tengdari helgi- siðunum. Annars eiga sjálf- sagt eftir að koma fram ótal afbrigði af þessum hlutum í framtíðinni. — Hvernig atvikaðist það, að þú komst í samband við Svía um þetta mál? — í vor kom hingað sendi nefnd frá sænsku kirkjunni til þess að kynna kristilega námsflokkastarfsemi, sem rnjög hefir rutt sér braut í Svíþjóð Einn sendimann- anna var prestur að nafni Gösta Herthehus, sem er yf- irmaður (studierektor) náms flokkanna. Hann skýrði með al annars frá því, að náms- flokkarnir stæðu að útgáfu kirkjulegra leikrita. Hann tók af mikilli velvild undir þá ósk mína að kynna sér helgileikinn minn, Bartímeus blinda, ef ég gæti sent sér hann í sænskri þýðmgu. En ég hafði ekki þýðanda á hrað bergi, og ég ræddi mábð við minn góða vin, séra Sigur- björn Einarsson, en hann er sænskumaður góður. Tók hann því fjarri, að hann gæti tekið að sér þýðinguna, en bað mig að lána sér hand ritið, til þess að hann gæti sýnt það einhverjum öðrum. Þetta var fyrir hvítasunnu. En viti mann. Að hátíðinni liðinni sendir prófessorinn mér sænsku þýðinguna, og hafði víst pælt í henni nætur og daga. Honum var það því að þákka, að séra Herthelius gat tekið leikinn með sér til Svíþjóðar. Herthelius bauð mér einnig sem fyrirlesara á námskeið, sem halda skyldi snemma í ágúst fyrir leik- stjóra á vegum félags þess, sem nefnist „Föreningen för kyrklig dramatik,“ og gæfist mér um leið kostur á því að kynnast leikstarfsemi sænsku kirkjunnar að nokkru. Nám- skeið þetta var haldið á stifts garðinum Graninge, á unaðs fögrum stað úti í skerjagarð inum. Þar dvöldum við hjón- in nokkra daga, og fékk ég þar tækifæri til þess að kynn ast þeim manni, sem unnið hefir brautryðjendastarfið á þessu sviði í Svíþjóð. Hann heitir Herman Greid, og er Austurríkismaður. Hann er lærður leikari og hafði stund að leiklist árum saman í Aust urriki og Þýzkalandi, unz hann fékk þá köllun að helga sig hinni kirkjulegu leiklist eingöngu. Greid hefir flokk manna, sem hann æfir sjálf- ur, og ferðast síðan með víðs vegar um Svíþjóð. Leiksýning arnar hefjast jafnan í Jó- hannesarkirkjunni í Stokk- hólmi, en hún mun taka um þúsund manns í sæti, en síð an flytur flokkurinn sig í aðrar kirkjur, og fer leikferð ir tiJ annarra landshluta. — Greid hefir sjálfur skrifað nokkra leiki út frá frásögn- um ritningarinnar. Félag þetta nýtur dálitils styrks írá sænska ríkinu. — Eru fleiri, sem leggja stund á kirkjulegar leiksýn- ingar í Svíþjóð? — Já, slíkir leikir hafa einn ig verið sýndir í Sigtúna- stofnuninni, þar sem Olof Hartmann er forstöðumaður. (Framhald á 7. síðu). Sundþing Norðurlanda íslendimgar lögðu frarn tillögur um nýjar íafmafiiaríjiSnr í næstu sanmorrænu sundkeppninni I sambandi við Sundmeist aramót Norðurlanda, sem haldið var í Osló 13,—14. þ. m., var baldjið sundþing Norð urlanda Þingið,,sátu forsetar sundsambanda Norðurlanda, og einn fulltrúi í viðbót frá hverju sambandi. Erlingur Pálsson mætti fyrir hönd Sundsambands íslands.____ Rædd voru mörg þýðingar mikil mál og margar sam- þykktir gerðar og þar á með al eftirfarandi; Næsta Sundmeistaramót Norðurlanda, fullorðinna skal haJdið í Finnlandi 1957 i Danmörku 1959, í Sviþjóð 1961 og í Noregi 1963. Næsta Sundmeistaramót Norðurlanda, fyrir unglinga, skal haldið í Danmörku 1956, i Svíþjóð 1958. í Noregi 1960, í Finnlandi -1962. Sundknattleiksmeistara- mót Norðurlanda fari fram í Svíþjóð 1957, í Finnlandi 1959, i Noregi 1961, í Danmörku 1963. Samþvkkt var, að hámarks altíur í unglingakeppni skuli vera 18 ár fyrir karla, miðað við almanaksárið, en 17 ár fyrir stúlkur. í sambandi við framanrit- aðar niðurraðanir kvaðst full trúi SSÍ samþykkja þær með þeim íyrirvara, að SSÍ heimil aðist að bera fram tillögu um það i Nordisk Svömmefor- bund, að 5 keppnin í hverri grein yrð' háð á íslandi, ef hægt yrði að bjóða upp á full komnustu aðstöðu. Var fall- izt á þetta. Þá var rætt um Samnor- rænu sundkeppnina 1957 og samþykkt endanlega, að hún skyldi þá fara fram. Upplýst var, að Finnlands forseti mund.i gefa bikar fyr ir náéstu keppni. Lagðar voru fram tillögur frá Sundsambandi íslands um nýjar iöfnunartölur í næstu keppni, sem samnor- ræna sundnefndin og stjórn SSÍ höfðu orðið sammála uni. Byggjsst þær á því, að sigurinn falli þeirri þjóð í skaut, sem fær hæstmjsam- Olu úr þátttökuaiifehingu frá siðustu keppni miðaö við 100 og hundraðstölli'íþátttöku allra íbúanna. Samkvæmt þeim útreikningi þi^fðu ís- ler.dmgkr unnið keppr.ina 1954 með 31 stigi, en ..Svíar hefðu orðið næst hæstir með 15,1 stig. Sýnt er fram, á það i tUIögunum, að- ísland eigi þess litinn 1 ost að aiika þátt tckutölu tíná sökum’ hárrar þátttckutöJu á aðálkeppnis- altírinum, 10- 59 'áiiai. þar sem hinar þjóðirriár ættu' þess kost áð margfalda þátt tokutölu sína, sökum íyrir- liggjandi lítillar þátttöku. Tillögurnar fengu íremur góðar undirtéktír óg var við- urkennt að taka bæri meira tillit til heildarþátttcku hverrar þjöðar éfí áður hefði tiðkazt í þessafi keppríi. A. W. Floer táídi ishmzku tillögurnar í “höfúðát^iðum sanngjarnar, þar sem fyrir- fram væri vitað.;'áð'Ýsíending ar ættu þess. 'lítinií kost að bæta við sig nemá lítilíi tölu irá síðustu keppni; ", Fredde Borre lagði 'til, að reynt yrði að semja nýjar jöfnunartölur upp úr áðferð unum 1951 og 1954 óg ís- lenzku tillögunum. Samþykkt var, að hvert sambariö' skyldi athuga málið rækilega og senda tillögur sínar í því eigi síðar en 31. des þ.’á. til stjórn ar Nordisk Svömmeforbund. Málið skyldi svo ú-tgert end- anlega á sundbingi Norður- landa í Danmörkr. 1956, sem hað ^erði um leið og unglinga sundmeistaramót Nprður- landa, sem bá fer bar fram. Kosmn yar nýr forseii Sund sambands Norðurlanda ,til tveggia ára. Var það Öyriajö Walkama, núverandi fots; ti Sundsambands Finnbxncls. Aksel W. Floer gaf ekki kost á sér lengur sem forseta. Var hann kj örijin heiðursforseti sambandsins og honum þökk uð hei'darík störf í þágu þess og írábær dugnaður, en hann hefir verið forseti þ$í>s frá Lyrjun og þar til nú. ffí Urvals fataefni ; ’ ■ ■ 'Hilinöd. ensk, fyrirliggjandi. Margar tegundir. ’i: .■Aisiit'B Föt afgreiðast með stuttum fyrirvara; i'-v’jlr sl £.fi Vönduð vinna. Arne S. ujxcíC Laugavegi 27, III. hæð. — Sími 1707. eða iðnfræðingur i óskast til starfa hjá traustu fyrirtæki. Tilboð merkt „Verkfræði“ sendist blaðinu. Vlnnlð öíulleaa að Útbreiðslu TlMJAS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.