Tíminn - 10.11.1955, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.11.1955, Blaðsíða 1
Bkrifstofur 1 Edduhúsi. Préttasímar: B1302 og 81303 Aígreiðslusimi 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 19. árg. Reykjavík, fímmtudaginn 10. nóvember 1955. Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Útgefandi: Pramsóknarflokkurinn 256. blaff. Fiskveiðisjáður íslands 50 ára í dag: ing bátaflotans hefir að veru- legu leyti byggst á starfsemi hans Vegna mikilla Isáíabyg’ginga vanáar miki’ð' á að lasegt sé siS sinna nanðsynl. lítlsmmnj f dag eru Ziðin fimmtíu ár síðan Fiskveiðisjóðu?- íslands var stofnaður með lögum. Var það Valtýr Guðmundsson, er bar máliö fram á þingz. Þótfi það þá hin mesta nýlunda að styrkja sjávarútveginn, en híutverk sjóðsins var þá sem nú ! að efla fiskveiðar og sjávarútveg landsmanna. í tilefni af afmælinu hefir sjóðurinn gefið út fróðlegt yfirlit um starfsemina þessi fimmtíu ár, og er það yfirþt að sjálfsögðu aðallega í töl- um. Ennfremur eru í bækl- ingnum lög þau, er upphaf- lega giltu um sjóðinn og eins þau, er nú gilda. Margir bundið vonir sínar við starfsemi sjóðsi?ts. Fiskveiðisjóður íslands hef ir haft mjög mikilvægu hlut- verki að gegna varðandi efl- ingu sjávarútvegsins, og við starfsemi hans hafa fjölmarg ir beir, Sem ráðist hafa í út- gerð, bundið vonir sínar.^— Blaðamenn ræddu nýlega við stjórnendur _ sjóðsins og bankastjóra Útvegsbankans í tilefni af afmæli stofnunar- innar. Kom þar greinilega fram, að nú þarf sjóðurinn mjög aukið fé, ef styðja á þær framkvæmdir, sem þegar er byrjað á.við bátabyggingar, verbúðir og vinnslustöðvar. Fyrirliggjandi eru lánbeiðnir að upphæð 59 milljónir, sem helzt þarf öllum að sinna, en hins vegar hefir sjóðurinn ekki handbærar nema um 16 milljónir króna. Af reksturs- afgangi síðasta árs veitti rík issjóður átta milljónir króna. Var hægt að styrkja sjóðinn á þann hátt, vegna gætilegr- ar fjármálastjórnar ríkis- sjóðs. Gera forráðamenn sjóðsins sér vonir um, að rík issjóður geti á sama hátt að þessu sinni stutt starfsemina með ríflegu fjárframlagi, helzt ekki mmna en 10 millj. króna tekiua,fgangi ríkis- sjóðs síðastiiðið ár. Engu að síður mun vanta mikið fé til þess að sjóðurinn geti sinnt öllum nauðsynlegum lán- beiðnum. Án ábyrgrar fjár- málastjórnar ríkisms heföi ekki verið hægt að láta hetta fé renna til endurbyggingar bátaflotans. Fyrsí hjá Isindsstjórninni, nú hjá Útvegsbanka?iií?n. Fyrstu 25 árin var sjóður- inn í höndum landsstjórnar innar sjálfrar, en síðan Út- vegsbanki íslands var stofn- aður fyrir 25 árum hefir sjóð urinn verið hjá honum og Elías Halldórsson veitt hon- um forstöðu af hagsýni og gætni. Enda þótt sjóðurinn sé mikið fyrirtæki og hafi velt miklum fjárhæðum í hálfa öld, hefir rekstur hans verið jafnan mjög hagkvæm ur. Hefir kostnaður ekki num ið nema um tveimur millj. króna allt tímabilið. En alls hefir sjóðurinn veitt lán, að upphæð um 112 milljónir kr. Aðaltekjur Fiskveiðisj óðs hafa verið útflutningsgjöld sjávarafurða og nema þau samtals um 65 milljónum kr. í árslok 1954 átti Fiskveiði- sjóður útistandandi 402 lán með veði í skipum og 126 lán með veði í hraðfrystihúsum, fiskimjölsverksmiðjum og öðr um fasteignum útvegsins. Við skiptamenn sjóðsins eru í öll um sýslum og kaupstöðum landsins að Vestur-Skafta- fells- og Rangárvallasýslum undanskildum. Síðastliðin 25 ár hafa banka stj órar Útvegsbanka íslands verið í stjórn sjóðsins og eru hað nú þeir Helgi Guðmunds son frá 1932, Valtýr Blöndal 20 kindur farast í tjörn við Sauðárkrók Frá fréttaritara Tímans á Sauðárkróki. Fj^rir nokkrum dögum bar svo við, að 20 kindur fórust í fergintjörn hér skammt innan v»ð bæ'nn, og var þetta helm- ingur fjárstcfns bræðranna Sigurðar og Guðmundar Jósa- fatssona á Sauðárkrók- Fé þeirra bræðra hafði ver ið í húsi og hleypt út að aiorgni. Runnu ærnar fram í mýrar framan við kaupstað- .inn. Þar voru tjarnir á ís, en þíða var. Fóru tuttugu ær út á eina tjörnina að bíta ferg- 'n og brast ísinn undan þeim. Drukknuðu allar ærnar þarna í tjörninni. Er þetta mikill skaði fyrir þá bræður að missa þannig hálfan ærstofn sinn en þó var hægt að nýta kjötið af fénu. — GÓ. frá 1938 og Jóhann Hafstein frá 1952. Elías Halldórsson tók við umsjón sjóösins, þeg ar rekstur hans var tengdui Útvegsbankanum árið 1931. Undirsíaða írcnnfara við sjávarsíðuna. Þegar búiö var að kaupa til landsins h'nn m'kla fjölda fiskibáta í lok styrjaldarinn- ar, varð nokkurt hlé á aukn ingu bátaflotans. Nú er aftur hlaupinn fjörkippur í endur nýjun og aukningu bátaflot ans, sem áreiðanlega stend- ur í sambandi við auknar aflavonir vegna nýju land- helginnar. Á þessu ári munu íslendingar eiga í smíðum, eða vera að festa kaup á um 40 nýjum og notuðum vélbát um. Nokkrir bessara báta eru smíðaðir í landinu sjálfu, en margir keyptir nýsmíðaðir, eða notaðir frá úitlöndum. Vegna þessarar miklu aukn- ingar þarf sjóðurmn mjög á auknu starfsfé að halda, og (Pramhald á 2. síðu.) Framsóknarvist í Hafnarfirði Framsóknarfélag Hafnar- fjarðar efnir tiZ Framsóknar v'star í Alþýðuhúsinu í kvöld klukkan 8,30. Búast má við spennandi keppni, en kvöld- verðlaun verða ve'tt. Eft'r að stað'ð er upp frá spilum verður dansað. Aðalfundur Stú- dentafélags Reykja- víkur Aðalfundur félagsins var hald'nn í fyrradag. Guðmund ur Benediktsson héraðsdóms- lögmaður, fráfarandi formað ur, flutti skýrslu um starf fé lagsins á liönu ári, sem var mjög fjölbreytt. Guðmundur minntist látinna félaga, en þe'r voru Bened'kt Sve'nsson, Jakob Möller og S'gurður Ás- kelsson. Þeir Benedikt og Jakob voru á sínum tíma for menn félagsins, en Sigurður var endurskoðandi. Barði Fr'ðriksson héraðs- dómslögmaður var kjörúin formaður félagsins- Aðr'r í stjórn voru kosnir Björn Þór- hallsson viðskiptafræðingur, Jónas Hallgrímsson stud. med. Sveinbjörn Dagfinnsson, lögfræðingur og Eyjólfur Jóns son fulltrúi. Umræður voru fjörugar. Sex úthafsdrottningar í höfn Sex h'nna stærstu úthafsfarþegask'pa lágu um dag'nn sam- tímis í höfn New York og sjást þau hér á mynd'nni tal'ð að neðan: Independence frá Bandaríkjunum, Andrea Doria frá Ítalíu, United States frá Bandaríkjunum, Liberte frá Frakk- land' og Queen EZ'sabet og Mauretan'a frá Cunard-línunn'. Frá fyrirspnrnutn á Alþingi: Engar aukareglur gefnar öt um diplomatavegabréf GyZfi Þ. Gíslason bar fram fyrirspurnir á þingfundi í gær hvernig útgáfu d'plomatavegabréfa vær' háttað- Kvaðst hann hafa grun um það, að ýms'r hefðu slík vegabréf með höndum, sem ekki hefðu rétt t'l þess. Sagði þ'ngmaður'nn, að hann hefðz orðið var við slíkt á ferðum sínum erlend's. Utanrík'sráðherra, dr. Kristinn Guðmundsson, varð fyr'r svörum og vísaði til reglugerðar, sem um þetta fjallar, og sagði, að engu hefð' verið hreytt í þeirri reglugerð. Kvað hann fullyrð ingar Gylfa byggðar á mis- skilningi og missögnum. Fjöldi diplomatavegabréfa. Gylfi bað um upplýsingar um fjölda slíkra vegabréfa og svaraði utanríkisráðherra því til, að ár'ð 1951 hefðu verið gefin út 49 slík vegabréf. Ár'ð 1952 voru þau 30- 1953 39 og árið 1954 voru þau 71. 36 yega bréf hafa verið gef'n út á þeim 10 mánuðum, sem liðnir eru af ár'nu 1955. 108 menn hefðu nú slík vega bréf undir höndum og þar af 60 í höndum starfsmanna ut- anríkisþ j ónuatunnar og skylduliðs þeirra. Fjölmennur fulltrúa fundur um stjórn- arsamstarfið Á þriðjudagskvöldið var fundur í fulltrúaráði Fram- sóknaríélaganna í Reykjavík. Frummælandi var Jón ívars son, forstjóri en á dagskrá var stjórnarsamstaríið og framtíðin. Fundurinn var fjöl mennur og voru umræður hin ar fjörugustu. Meðal þeirra, er töluöu, voru Hermann Jón asson, formaður Framsóknar flokksins, Hjörtur Hjartar, framkvæmdastjóri, Sigurvin Einansson, Ólafur Jóhannes- son, prófessor, Bjar»i Y. Magnússon, form. FUF, Björ* Guðmundsson og Sksúli B«»® diktsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.