Tíminn - 16.11.1955, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.11.1955, Blaðsíða 2
TÍMINN, míðvikudagínn 16- nóvember 1955. 261. blað. Er nýtt flóð af fölskum dollara- seðlum að koma á heimsmarkaðinn? Dramurimi um líf í makindum, þar sem ekk> þarf annað 3n styðja á hnapp til að miljónir króna berist manni í hend jr, hefir frá því peningar urðu tU frezstað margra til að gerast peningaframle'ðendur. Nýlega hefir orðið vart við nýja send»ngu af fölskum dollaraseðlum á heimsmarkað- inum, en dollarinn og sterlingspundið verða oftast fyrir barðinu á myntfölsurum. Umfangsmesta og kunnasta myntfölsun, sem hefir átt sér stað, fór fram á striðsárunum samkvæmt ósk Hitlers. í Þýzkaland1 voru þá prentaöir pundsseð'lar með þeim ágæt um, að lengi vel grunaði eng an neitt, en þessum seðlum i;ar að sjálfsögðu komið í hend ur Bandamanna. Att1 með ’pessu að grafa undan fjár- hagskerfi Breta og hafði nærri tek'zt, þótt ölíklegt sé. Efri hlutinn er ófalsaður, en neðan við strikið er um fals- aðan seðil að ræða. Sérleg löggæzla. Mörg lönd hafa á að skipa sérlegri lögreglu, sem er vakin og sofin yfir því að myntföls- un eigi sér ekki stað. Innan ieyniþjónustu Bandaríkjanna er t. d. stór og vel búin deild, sem hefir þann ema starfa að koma upp um myntfölsun. Og þessa dagana er bandaríska Leyniþjónustan að gefa út bæk íing, sem nefnist „Þekktu þína peninga". Bæklmgi þessum er dreift til banka víðs vegar um heim, en honum er ætlað það hlutverk að auðvelda grein- ingu á fölskum seðlum. Kampavíns-klæðskerinn. Athyglisverðasta myntföls- unarmál, sem upp hefir komið í Danmörku, er mál kampa- vínsklæóskerans, sagan af handverksmanninum. sem einn dag fór að gefa tiukrónu seðla í allar áttir, yfirgaf iðn sína og fór að halda stórfeng Ie,gar kampavínsveizlur- Það leið þó ekki á löngu þar til snurða hljóp á þráð klæðsker ans. í fyrstu var trúað sög- unni um „stóra vinninginn í þýzka happdrættinu‘‘, en þeg ar tengdasonur klæðskerans, sem var ljósprentari og fjöl- skylduvinur, sem var stein- prentari, fóru einnig að strá um sig tíu krónuseölum, þótti nóg komið. Þessi kampavíns- gleði klæðskerans endaði með þyí, að hann játaði myntföls un með aðstoð ljósprentarans og steinprentarans. Fyrsta „upplagið“ hafði numið tutt ugu og fimm þúsund krónum dönskum og því hafði næst- um verið eytt, þegar handtök ur fóru fram. Klakksvík (Pramhald af 1. síðu). fengu fjcgurra mánaða fang elsi óskilorðsbundið, tól'f hlutu skilorðsbimdna fangelsisdóma og aorir tólf voru dæmdir í tveggja mánaða óskilorðsbund ið fangelsi. Eimíarliðíii (Framhald af 1. síðu). síldarverksmiðjur ríkisins. Er breytingin í því fólgin, að gjald verksmiðjunnar á Rauf ai’höfn tú hreppssjóðs Rauf- arhafnarhrepps verð1 aldrei minna en 50 þús. kr. Þegar Raufarhöfn var gerð að sér- stökum hreppi, var gert ráð fyrir, að framleiðslugjald verksmiðjunnar stæði undir verulegum hluta af útgjöld- unum. Síldarbræðsla hefir verið mjög lítil hin síðari ár og tekjur hreppsins hafa þar af leiðandi farið mjög minnk- andi. ÚtvarpLð Útvarpið í day. Pastir liðir eins og venjulega. 32.50—14.00 Tónleikar fyrir vinnu- staði (plötur). 20.30 Daglegt mál (Eiríkur Hreinn Finnbogason cand. mag.). 20.35 Smfóníuhljómsveitin; dr. Vict- or Urbancic stjómar. 21.00 Guðspekifélagið 80 ára. 22.10 Vökulestur (Broddi Jóhannes- son). 22.10 Létt lög (plötur). 23.10 Dag-skráriok. Útvarpið á morgun. Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Kórsöngur: Barnakórinn í Bielefeld syngur (plötur). 20.50 Biblíulestur: Séra Bjarni Jóns- son vígslubiskup les og skýrir Postul-asöguna; IV. lestur. 21.15 Tónleikar: Dinu Lipatti leikur á píanó valsa eftir Chopin (plötur). 21.30 Útvarpssagan: „Á bökkum Bola<fljóts“ eftir Guðmund Daníelsson; XI. (Höfundur les) 22.10 Náttúi-legir hiutir (Ingimar Óskarsson grasaíneðingnr). 22.25 Sirtfóniskir tónleik&r (plötutý. 23.10 Dagskrártok. og kersnslybók í békbandi Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, hefir sent á bókamarkaðinn tvær nýjar aukafélagsbækur, Heims bókmenntasögu, fyrri hluta, eft'r Kristmann Guðmundsson rithöfund og Kennslubók í bókbandi og smíðum, eft'r Guð- mund Frímann. Eru þetta hinar gagnlegustu og fróðlegustu bækur, hvor á sínu sviði. Heimsbókmenntasagan er alger nýjung í íslenkri bókaútgáfu. Má furðulegt teljas-t, að hjá jafn mikilli bókaþjóð skuli slík bók ekki hafa verið gefin út fyrr en nú, að Bókaútgáfa Menning- arsjóðs og Þjóðvinafélagsíns ræðst í þetta, og fær Krist- mann Guðmundsson til að vinna þetta verk. Má ætla að mikill fengur þyki í þessari bók, sem gefur öllum almenn ingi tækifæri til að víkka sj óndeildarhring sinn í heimi bókmenntanna og kynnast öndvegisskáldum annarra þjóða og bókmenntastefnum. Heimsbókmenntasagan verð- ur í tveim bindum, og er þetta fyrra bindi 272 bls. að stærð í Skírnisbroti og prýtt mörg um myndum af frægustu rit- höfundum og skáldum heims ins. | Kennslwbók í bókbfíííd' og smíöum er hin gagnlegasta bók og mun koma mörgum að góðum notum. Hér hefir verið tilfinn ar.legur skortur á handbók- um í flestum iðngreinum og mikil eftirspurn eftir slíkum bókum á erlendum málum. Bók Guðmundar Frímanns, bætír því hér úr brýnni þörf. Höfundurinn er reyndur fag maður í báðum þeim greinum er bókin fjallar um, og hefir jafnframt haft á höndum kennslu í þeim um langt skeið. Fjölmargir hafa áhuga á að binda bækur sínar sjálfir, en skortir tilsögn og leiðbeining- ar. Hið sama má segja um smíðar. Með hjálp þessarar bókar ætti hver sæmiléga lag hentur mað'ur að geta lært að bittda insa bækur og snaíða ýmsa nauðsynlega og gagn- lega muni fyrir heimili sitt, auk þess er bókin tilvalin kennsiubók við handavinnu í skólum. í bókinni eru um 100 teikningar til skýringar efiii hennar, sem sett er fram á auðskilin hátt en þó af ná- kvæmni. Ætti kennslubók í bókbáhdi' og smíðum að verð'a hin gagn iegasta bók, bæði fyrir þá. er eru að nema þessar iðngrein ar, og eins hina, er vilja fást við bókband og smiðar sem heimiUsvinnu. Bókin er rösk lega 200 bls. að stærð og vönduð að öllum frágangi. Sjo bækur. Með þessum bókum hefir Bókaúitgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins sent á markaðinn fjórar af sjö auka félagsbókum sínum á þessu ári. Þær sem áður voru komn ar eru Saga íslendinga, 8. bindi, 1. eftir Jónas Jónsson og Tryggvi Gunnairsson, 1. bindi, eftir dr. Þorkel Jóhann esson. Auk félagsbókanna koma út í bessum mánuði bækurn- ar; Frásagnir eftir Árna Óla ritstjóra, íslenzkar dulsagnir 2. bindi, eftir Oscar Clausen og Undraheimur dýranna, eft ir Maurice Burton, í þýðingu þeirra dr. Brodda Jóhannes- sonar og Guðmundar Þorláks sonar magisters. Tii sölu e'karborðsíofuhúsgögn og pianó. Söluskálinn KZfíppfírstíg 11. UNGLINGA vantar til að bera blaðið út til kaupenda á Tómasarhaga Afgreiösia TÍMANS SÍMI 2323. «5««SSSSSSSSSSSSSSS«ÍSSSSSÍSSSSSSSSSSS«SSÍSSSSSSÍÍSSSSSSSSS4SSS*ÍÍSS»3 Hugheilar þakkir fyrir hlýhug og hluttekningu við andlát og jarðarför. SIGMUNDAR JÓNSSONAR frá Hamraendum. Margrét Jónsdóttir og cðrir vandamenn. ÞÓRA ÞORVARÐSDÓTTIR frá Borgargerði í Stöðvarfirði lést mánudaginn 14. nóvember að heimili dóttur sinn- ar Vesturbraut 7, Keflavik. Börn hinnar látnu. ÞÖKKUM INNILEGA auðsýnda samúð við andlát og jarðarför JÓNS HALLDÓRSSONAR bóndfí Framnesi, Ásahreppi. Sérstaklega viljum við þakka Áshreppingum fyrir alla þeirra hjálp, er þeir létu okkur í té. Og einnig þeim sem heimsóttu hann og styttu honum stundir á banalegunni. — Biðjum algóðan guð að blessa ykkur og varðveita um ókomna tíma. Jónína Jónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Bílarsiir (Framhald af 1. síðu). an á vélarhúsi og aftan á bíl unum. Ein nýjungin er sú, aö hægt er nú að fá báðar þe'ssar bíla tegmidir með fjórum dyrum, en án gluggapósts og ínilli- gerðar ofan hurða, og gefur þetta bílunum nýjan svip þegar rúður eru niðurdregn- ar. Verða bílarnir lengri og lægri í útliti, þegar glugga- pósturinn er horfinn- Sérstak ar styrkingar eru gerðar á byggingu hússins og hurða- pósta með það fyrir augum að þola aukinn þunga. Vélaorka amerísku bílanna er nokkuð aukin enn frá því sem var á síðasta ári. en am- erískir bíleigendur sækj ast nú mjög eftir sem aflmestum bíl- um. Þykir afhð handhægt og þægilegt meðan verið er að koma farartækjimum á ferð og til þess að komast nógu fljótt fram úr öðrum farar- tækj um á þröngum vegum í mótiítnferð. Þannig er nú Supergerð af Buick komin með 255 hest- afla vél. Chevroletbíla af gerðinni 1956 er nú hægt að fá af 19 mismunandi gerðum hvað út- lit og byggingu snertir og hefir úrval þeirra bíla aldrei áður verið jafn fjöibreytt. Gerltardsen (Framhald af 8. síðu.) á daginn leið fjölgaði þeim,, sem lögðu niður vinnu. Kröfu göngur voru víða farnar og kom th óeirða. Hafa allmargir verið handteknir. Þátttaka f verkfallinu var mest í borg- um og bæjum utan höfuðborg arinnar. í næst stærstu borg landsins, Rosario, lögðu um 80% verkamanna og iðnað- armanna niður vinnu. Stjórn Aramburu forseta, sem seúð hefir tvo dága að völdum,, hafði hvarvetna herlið tií taks, ef skakka þyrfti.leikinn. Sagt er, að Lonardi, sem stóð fyrir uppreisninni gegn Per- on og tók vi$ af honum, sé nú í stofufangetei.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.