Tíminn - 16.11.1955, Page 4

Tíminn - 16.11.1955, Page 4
4 TÍMINN, miðvikudagínn 16- nóvember 1955. 261. blað, Þorsteinn. Sigurðsson: Feitar kýr og menningarmál Hinn 17. okt. s. 1. talaði skrifstofustióri útvarpsráðs, hr. Helgi Hjörvar, Um daginn og veginn í útvarpinu. Seinni hluti þessa erindis, sem nú •hefir þirzt í Tímanum, f.iall- aði aðallega um vissa þætti í menningu okkar Árnesinga, og var þó ræða hans fyrst og fremst bundin við þriá hreppa hér í Árnesþingi. Skrafdrýgst varð skrifstofu stjóranum um réttaskemmt- un, sem haldin var í emni af þessum sveitum. Sjálfsagt fer lýsing hans af þessari gleði- samkomu nærri sanni, en þó ætla ég að hér sannist hið fornkveðna. að sjaldan er nema hálfsögð sagan, þegar einn segir frá, jafnvel þó að stuðzt sé við lögregluskýrslu. Nú skal það játað, að ekki stendur það næst mér að fylla út í frásögn skrifstofu- stjórans, því að ekki gerðust þessi ósköp í minni sveit. Samt vil ég benda á það, að óviðkunnanlegt er að segja þannig frá, að engu er líkara en að forráðamenn þessarar samkomu hafi tekið hús á skólanum og gert það að ræningjabæli. í>að sanna í málinu er, að þetta er hinn löglegi samkomustaður sveit- arinnar, þingstaður hrepps- ins, aðsetur ungmennafélags ins og annarra félagasam- taka sveitarinnar. Samkomu salurinn var byggður sameig- inlega af sveitaríélaginu og ríkinu og skyldi notaður af barnaskólanum sem leikfimi- salur. Þetta mun hafa verið með fullu samþykki og vilja fræðslumálastjórnarinnar. Á þessum árum var það mikil tízka, að sameina í eina bygg ingu heimavistarskóla og sam komuhús, og fór þar saman vilji forráðamanna viðkom- andi sveitarfélaga og beirra, er réðu fræðslumálum þjóð- ar vorrar. Við, sem vorum á móti þessari skipan og bárum hærra hlut heima fyr'r vor- um álitnir af ýmsum óforsjál lr menn og óhagsýn:r sem ekki skildum tímanna tákn. Remslan hefir sýnt, að þetta fyrívkomulag er ekki heppi- legfc. Jafnvel, þó að skemmt- anir fari fram á hinn bezt.a hátt, sem venja er í sveitum, valda tiðar samkomur á skóla setri, ofmiklum truflunum og énæði. Að því er nú stefnt, samkvæmt fenginni reynslu, að fjarlægja samkomuhús frá heimavistarskólum af því. að þessar stofnanir eiga ekki samstöðu, þó að skemmtana- menning sé í bezta lagi. Það er fullvíst, að hinu mikla fé, sem féll í hlut sveitarinnar á hinni miklu réttarsam- kundu og sem Helgi Hjörvar sér ofsjónum yfir, mun vel varið og til menningarfram- kvæmda, sennúega til þess að byggja stórt og veglegt fé- lagsheimili, svo að barnaskól inn búii í friði að sínu hús- næði og minni þröng verði á skemmtunum í þessari fögru og ágætu sveit, þótt fjölsótt- ar verði. Um þessa hneykslanlegu réttaskemmtun vil ég enn segja þetta. Ástæðulaust er að varpa menningarlegum skugga á þessa sveit eða aðr- ar, þó að mikill mannfjöldi' steðji að samkomu og meiri en húsrúm er fyrir. Enginn sem boðar til skemmtunar, veit fyrírfram hve margir muni koma, og á einskis manns færi er að hamla fólki frá að sækja auglýsta skemmtun. Varla hefir þarna verið meira en fimmti hluti Ssamkomugesta innansveitar- ífólks, og hefði það verið ein- rátt, ásamt einhverju nær- sveitarfólki, myndi skemmt- unin hafa farið svo vel fram, að Helgi Hjörvar hefði ekki séð ástæðu W að offra rit- snilld sinni fyrir hana. Hætt er við, að æðimikill hluti sam komugesta hafi komið frá miðstöð menningarinnar, sjálfum höfuðstaðnum, nokk ur hluti frá þeim stað, sem haldið er uppi vörnum gegn hinni sterku, köldu járn- hönd austursins, og ýmsir fleiri frá þeim stöðum, sem sveitamenning ræður ekki ríkjum. Ofdrykkju mæli ég ekki bót. Hún er menningar- legt böl. Og mörgum finnst, að köld. séu ráð landsfeðr- anna, þó að óumflýjanleg séu talin, að selja landsins börnum áfengi fyrir svim- andi háar upphæðir til þess, að ekki verði greiðsluþrot í þjóðarkassanum. Til þessarar uppsprettu má rekja orsakir til myndanna af tómu flösk- unum, sem Hjörvar skreytir erindi sitt með í Tímanum 5. þ. m. Mikils væri um vert, ef vitrir menn, og vel hugsandi, gætu ráðið fram úr þessu vandamáli á farsælan hátt og ólíkt þjóðhollara, en þó að brugðið sé brandi að góðri sveit og jafnvel heilu héraði, þó að miður vel takist til um ema réttaskemmtun. En víðar er nú feill á stykk inu í erindi skrifstofustjór- ans, því að tveir aðrir hrepp- a í Árnesþingi fá sinn skammt. Þar segir frá því, samkvæmt heimildum blaðs- ins Suðurland, að tveir heima vistarskólar í einhverjum rík ustu og beztu héruðum á Suð urlandi séu nú kennaralausir og forstöðlausir, tveir skóla- stjórar þar hafi loksins hrak- ist burt nauðugir vegna ills aðbúnaðar, húsleysis og þrengsla. Síðan kemur lýs- ing á þvi hvernig bændabýl- in séu endurreist, „fagurlega hýst og stórhýst," bæði yfir fólk og fénað, jafnvel stein- steyptar réttúr þjóti þar upp, sem beri „fagran vott um vel líðan og nýjá menningu". En þessi nýja menning er held- ur gloppótt. Og taki nú allur landsins lýður eftir: „En þó reynast þarna vera tvö fögur og rík sveitarfélög, sem hafa engin ráð með að byggja á sínar spýtur í bráð eina ein- ustu íbúð handa kennara barnanna sinna, og það upp á vísa borgun frá Eysteini. Nei. Heldur tefla slíkir mekt- armenn á tvær hættur um það, að geta engan mann fengið í þá vistarveru, sem aðrir eru nýflúnir úr. Þessi sveitaríélög reynast ekki eitt, heldur tvö, í mesta uppgangs héraði landsins." Já, mikið er menningarleysið. En sagan er varla nema hálfsögð, Helgi Hjörvar. Nú byrja ég á því, að svipta hulunni af þessum tveimur sveitarfélögum, svo að ókunn ugir viti hverjir syndararnir eru. Hér er um að ræða Bisk- upstungna- og Hrunamanna hrepp. Víst eru þetta fagrar sveit ir og rikar. Þar eru „feitar kýr og kaígresi.“ eins og í sveitinni, þar sem vonda skemmtunin var haldin, fal- legar kindur, mjög mikil ræktun, margs konar búvél- ar á hverjum bæ og bílar ekki fáir. Það bezta er þó, að býl- um fjölgar til stórra muna, svo að nú eru um 80 bændur í hvorri sveit og fólkinu fjölgar. Og þó byggjum við ekki yfir kennara barnanna okkar. Vei, þeim, sem hneyksl unum veldur. En nú kemur það, sem vant ar í sögn skrifstofustjórans, og það er kannske vorkunn- armál, þó að hann kunni ekki þá sögu. Ég ætla, að þessi skólasaga, sé í höfuð- dráttum mjög lík í báðum þessum hreppum, en Hruna- menn eru menn til að svara fyrir sig. Það mætti kannske verða okkur Biskupstungnamönn- um til réttlætingar á degi dómsins, að við brutum þó ísinn, og byggðum fyrstir manna heimavistarbarna- skóla í sveit, steinsteyptan og að öllu leyti eftir forsögn lærðra manna. Þetta gerð- um við á því herrans ári 1927. Þessi skóli kostaði með vatns aflsrafstöð um 60 þús. kr., sem þótti mikið fé í þá daga. Bíkissjóður borgaði smátt og smátt sinn hlut, helming kostnaðar, eins og illa stæð- ur bóndi, sem vill þó standa í skilum. Þessi skólabygging þótti svo merkileg nýung og mikið framfaraspor, að henn or er getið, ásamt mynd, í bók, sem heitir Verkin tala og sem þótti umtalsverð á sinni tíð. í þessu sambandi má ekki setja undir mæhker, ljós þeirra Gnúpverja og Grímsnesinga, en þeir höfðu áður en þetta gerðist, komið á heimavistarskóla í sínum sveitum í ófullkomnum húsa- kynnum. Hjá Gnúpverjum slitnaði þráðurinn aldrei. og þeir byggðu sinn skóla bráð- lega, en Grímsnesingar héldu aðems nafninu um allmörg ár, en hafa nú byggt glæsi- legan skóla fyrir nokkrum árum í félagi við Þingvalla- sveitar- og Grafningsmenn. Segja má líka frá því, að Ár- nesingar luku fyrstir af öll- um sýslum landsins, bygg- ingu heimavistarbarnaskóla eða heimangönguskóla fyrir allar sveitir sýslunnar. Nú skal það játað, að á heimavistarskólanum okkar að Reykholti voru og eru margir gallar, enda var þá ekki á neinni reynslu að byggja. Plestir verða þessir gallar að skrifast á reikning þeirra vísu manna, sem réðu gerð skólans. Þeir, og reynd- ar sumir ráðandi menn hér í sveit, komust að þeirri merkilegu niðurstöðu, að skólastjóri við slíkan skóla, yrði að lifa einlífi. Við, sem höfðum fengið stutta en góða reynslu af því gagn- stæða, fannst undarlegt að kona og börn skólastjórans, gætu orðið skólanum til skaða. En við urðum að láta í minni pokann og skólastjór anum var sniðinn hinn þröngi stakkur, og við það situr enn. Og nú kemur lausn á þess- ari krossgátu. hvers vegna við höfum ekki byggt, sem Helgi Hjörvar réði með einu orði, sem var að vísu ekki sagt eða ritað, en mátti þó lesa á milli línanna, þetta ljóta orð: Menningarleysi. Árið 1929 fengum við að skólanum einn hinn ágæt- asta og fjölhæfasta kennara, sem kennarastéttin átti þá, og á jafnvel enn. í 11 ár undi hann einlífinu, en gerði þá, þá sjálfsögðu uppreisn gegn þessari undarlegu ákvörðun, sem áður er lýst, að festa sér konu. Nú voru góð ráð dýr. Ungu hjónin vildu vera og við með engu móti missa þau, en húsnæði vantaði. Þau sættu sig við þrengslin í bili, en í þeirri frómu von að bráð lega yrði byggt. Og skömmu seinna hófst — ekki þrjátíu ára stírð — en þrettán ára stríð, látlaust þrettán ára byggingarstríð. Á hverju ári, og oft á ári í þrettán ár, hef- Tr skólanefndin og þó eðlilega fyrst og fremst formaður hennar, þreytt göngur til þeirra manna, sem þessum málum ráða og beðið um að litið væri á þörf okkar um endurbygging skólans. En sjá, enn þann dag í dag stönd um við í sömu sporum, knýj- andi á dyrnar í kristilegri þol inmæði og trú og von, sem þó er að þrotum komin. Fyrir gengisfellinguna áttum við 100 þús. kr. í sköaby.ggingar sjóði. Þetta vár ekfeí- stór fjár hæð til mikilja framkvæmda, en við gátum baétlr við og byggt á eigin- spýtur, þótt Eysteinn væri ekki við kass- ann þá. En vill nú ekki Helgi Hjörvar vera svo vænn og reikna hvað þessi sjóður okk ar hefir rýrnað við þessa löngu bið og aðgerðir ríkis- valdsins í fjármálum þjóðar vorrar á liðnum árum? Eins og áður ér sagt, gerist hér sú góða saga, að fólkinu hefir fjölgað um tæp 11% á síðastl. 4 árum. Við eigum nú yfir 160 börn innan við 16 ára aldur. Það er. fallegur hópur og framtíðarinnar mikla von. En þessi mörgu börn þurfa stær*-a skólahús, og ennfrem ur batnandi aðbúð fyrir þá, sem eiga að kenna- þeim ver- aldarvizku og vísa þeim á guðsvegu. Við verðum í haust að setja 20 börn í 16 barna skólastofu. Mega allir sjá, hve gott það er. Þó er ekki sagan öll. Næsta haust munu i það minnsta 6 elskuleg 10 ára börn standa fyrir utan skólann þegar hann byrjar; þau komast ekki inn. Það verður ekki til rúm í gesta- herberginu, eins og forðum daga. Frá þessu hefir verið sagt á hærri stöðum. En ann irnar eru svo miklar í þessu þjóðfélagi, sem við lifum í. Það hefir t. d. enginn mátt vera að því að koma hingað og athuga hvernig við eigum að byggja. Þó eru þetta ekki nema 100 km. og tekur ekki lengri tíma að fara hvora leið, en ég þurfti W að ganga til kirkjunnar minnar í mínu ungdæmi. En vonandi rætist úr þessu innan skamms. Af þessum þáttum úr skóla sögu okkar Biskupstungna- manna, mætti Helgi Hjörvar sjá, að okkur vantar ekki vilj ann W að byggja yfir kenn- ara barnanna okkar, eða stækka skólann, svo að börn in þurfi ekki að standa 4Éi, þegar hann byrjar. Við vM- um, að þau komist inn í yí- inn, sem streymir þar um stofur frá brjóstum jarðar, og v«ð viljum, að þau geti not ið þar, þess Ijóss og yls, sem góður kennari veitir. Og ekki þarf að efast um getu okkar og það gerir ekki heldur Helgi Hjörvar. Við bú um við meiri jarðhita en í nokkurri annarri sveit á land (Framhaltl á 6. síðu.) ALLTASAMA STAÐ JEPPAKERRUR ( ÁN BLÆJU) !só;í NYKOMNAR Hjólbarðastærð '. ^ íii<- 6 strigalaga 600 x 16 '::;f — Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er — H.f. Egill Vilhjálmsson Le&iggvegi 118 — Sími 8-18-12.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.