Tíminn - 29.11.1955, Blaðsíða 3
TÍMINN, þriðjudaginn 29. nóvember 1955.
r
272. blað,
GUARANTEED
FOR
99 YEARS
' FILTERS THE
OIRT BUT NOT THE
OETERGENTS
ONLY F1LTER
THAT OESTROYS
ENGME ACIDS
Dánarminning: Jóhann Tómasson,
Arnarhóli
„Römm er sú taug, sem
rekka dregur föðurtúna
' 'tii“
Þessi setning flaug mér í
hug, er ég heyrði að Jóhann
frá Arnarhóli yrði fluttur
sunnan úr Reykjavík í sínu
hinzta hvílurúmi austur í
Landeyj ar aðeins til að kveðja
byggð og bæ. — Það var laug
ardaginn 3. september þessa
árs að það fór fram fjölmenn
jarðarför að Akureyjarkirkju
1 Landeyjum, er Jóhann Tóm
asson frá Arnarhóli var þar
jarðsunginn, og að lokinni
þeirri kirkjuathöfn var fólki
því, er þar var saman komið,
boðið til myndarlegrar erfi-
drykkju að fornum sið, —
gem framreitt var i hinni
nýju Njálsbúð, sem er þar
skammt á brott. — Þá vék
sér þar að mér einn gestanna
og mæitist til að ég skrifaði
íáar línur um Jóhann. Ég
svaraði fáu til og lofaði engu,
en ég fann, að þessi horfni,
háaldraði bóndi, var vel þess
verður að hans yrði að em-
hverju leyti minnst, sem ann
arra mætra manna úr ís-
lenzkri bændastétt.
. Jóhann var fæddur í marz
1873 að Arnarhóli í Landeyj-
um. Foreldrar hans voru Tó-
mas Jönsson og Salvör Snorra
dóttir, mæt og dugmikil
myndarhjón. Tómas heitinn,
faðir Jóhanns, féll frá á bezta
aldri frá konu og 6 ungum
börnum, 5 bræðrum og einni
dóttur. Af þessum aðstæðum
lærðu þessi börn fljótt að
vinna og bjarga brínustu
þörfum heimilis mömmu
smnar, sem með dugnaði sín-
um klauf þrítugan hamarinn
til að halda heimilinu sam-
an — eða gangandi, eins og
maður gæti órðað það — þar
til að Sahör giftist öðru
sinni Einari Þorsteinssyni frá
Akurey.
Arnarhólsheimilið var hirðu
og snyrtibær og hafa öll börn
Salvarár, sex af fyrra hjóna-
bandi og ein dóttir af því
síðára, sýnt og sannað, að
það „nema börn sem á bæ er
títt“. Vinnusemi og hirðusemi
eru að jafnaði hollar fylgikon
ur hverrar ættar, og svo reynd
ist hér sem fyrr, enda voru
báðir menn Salvarar myndar
bændur.
Kona Jóhanns var Katrín
Jónsdóttir frá Strönd í Land
eyjum, sem var honum sam-
hent og góður maki. Þeim
varð tveggja barna auðið. Eru
þau Halldór bóndi að Úlfs-
stöðum í Landeyjum og Sig-
ríður, sem á heima í Reykja-
vík. Auk þessara eigin barna
ólu þau upp 3 fósturbörn með
prýði og móðurlegri umönn-
un. Hjón þessi munu hafa
búið um fullan aldarhelming,
— fyrst að Tjarnarkoti í Aust
ur-Landeyjum nokkur ár, en
allan seinni hlutann á Arn-
arhóli í Vestur-Landeyjum á
litlum jarðarparti. Jóhann
sló ekki mikið um sig, en
komst samt prýðilega af, var
vel byrgur fyrir sitt heimili,
bæði menn og málleysingja,
sem hann átti yfir að ráða —
og traustur skilamaður. Sem
sagt, hann galt keisaranum
sem hans var og Guði sem
Guðs var. Hann virti kirkju
og kristni og sómdi sér vel
með söngflokki kirkjunnar
meðan hann var enn á góð-
um aldri. Jóhann var vel hlut
gengur bæði til sjós og lands,i
verkhagur og glaður og reifur
í allri viðkynningu, átti hlýtt
handtak. sem talar vanalega
sfnu máli um hvað Jnni fyrir
býr.
Arnarhóll er snotur jörð á
sjávarbakka. Á meðan skipa-
stóll Landeyinga var í blóma,
allt fram yfir síðustu aldamót,
var oft margt um manninn
á vertíðinni á þessum þæ og
var þar gott að koma í báða
bæi, þæði fyrir menn og
hesta, sem mættu þar hlýju
og risnu í ríkum mæli. Þegar
maður minnist þessara föllnu
gömlu manna, sem voru for-
menn og fyrirliðar í hinni
karlmannlegu sjósókn, voru
þeir nokkurs konar bjarg-
vættir fjöldans. Þeir kölluðu
saman hásetana, þeir tóku
lagið, þegar ýtt var frá landi,
og þeir skiptu aflanum, og
þeir voru oft drjúghentir að
aefa af aflanum þeim, sem
bröngan báru stakkinn eða
höfðu ekki ástæðu til að
stunda sióinn. Ailt ber þetta
að þakka að leiðarlokum,
bæði fyrir fjöldan og einstakl
inga. Vil ég vera einn í hópi
Frú Stefanía Ferd-
inantsdóttir 80 ára
7. nóv. 1955
AFMÆLISKVEÐJA
Áttræð geymir ást og trú
auðguð seymi völdum.
Kannað heiminn hef'r þú
hluta úr tveimur öldum.
Þjóðin ofur þunga þar
þar um lof ei glæddist.
Hungurvofan hér og þar
um húsakofa læddist.
Örðug vinna vakti þor
vart mun sinnið gleyma
frægðar þinnar fyrstu spor —
í fátækt'nni heima.
Sem verndarhönd á horfnum
vin
hæpið önd þín gleymir.
Bernskulönd með skúr og skin
Skagaströndin geymir.
Stofni dáða ertu af —
unnin þráðu löndin.
Styrk til dáða og djörfung
gaf
Drottins náðarhöndin.
Lífsins brennur loginn skir
ljósin enn þá skína.
Hrjáðir menn og ipállaus dýr
miskunn kenna þína.
Vefur nafn þitt virðmg full
völd ei dafna sorgar.
Þér hefir safnast gæfu-gull
Guð fyrir hrafninn borgar.
Vizka og gæði veittust þér
vald sem bræðúr klakann.
Oft hafa í næði ornaö hér
íslenzk kvæði og stakan.
Heima óðalseldinn við
innri glóðir hlýna.
Börnin góðu hlið við hlið
hylla móður sína.
Þakkaróðmn ég þér gel
ósk mín hljóðar svona:
Lífs á slóðum, lengi og veí
lifðu góða kona.
þeirra, — já, með hlýhug og
þökk fyrir allt og allt. — í
Guðs friði.
Guðni Gíslason, Krossi.
Gísli Olafsson
frá Eiríksstöðum.
*
Hætti við Islandsfúi
f sumar var dönsk stúlkr
búrn að ráða sig til starfa i
sveitaheimili á íslandi og va:
búið að ganga frá nauðsyn ■
legum landvistarleyfum ol
senda henni farseðil til ís
landsfarar.
Var stúlkan búin að gangv.
frá öllum sínum málum heimr
fyrir og búin að búa sig und
ir eins árs dvöl á íslandi ai
minnsta kosti.
En þegar leggja skyldi a.
stað til íslands kom óvæm
atvik fyrir. Það hafði gleymz,
að fá landvistarleyfi fyrfc
uppáhaldshund ungfrúarinn-
ar og það landvistarleyfi va:.
ekki fáanlegt á íslandi. __
Stúlkan sendi því farseðil ■
inn aftur til íslands og sagð-
ist ekki geta hugsað til þesí
að skilja hundinn sinn eftii.
í Danmörku og fara án ham
til íslands. Var ráðningunn:
því riftað og hætt við alli
saman.
MICRO-BRONZE OLÍUHREINSARINN ER NÝUNG SEM
MUN BYLTINGU í OLÍUHREINSUN í BIFREIÐUM
MIORO-BRANZE olíuhreinsarinn er úr málmi, hann
þarf því ekki að endurnýja — að-
eins skola hann endrum og eins úr
benzíni og láta hann í aftur.
MICRO-BRONZE hreinsar öll óhreinindi úr olíunni
fullkomlega en hefir engin áhrif á
þau olíubætiefni, sem í henni kunna
að vera.
End Fiher Replacemenf FOREVER!
TRY THIS TEST
This simple “bronze thnt
breathes” smoke test demon-
strates the amazing porosity
of a Micro Bbonze oil filter.
Metallurgists call bronze “the
í , t&ÍSl timeless metal." Thanks to
war-time and post-war sci-
entific development, Micro
Bronze engineers now use sin-
tered bronze to prevent imdue
engine wear and eliminate
frequent oil changes.
ORIGiMALLY EiVELOKD FOR THE U.S. GOVERNMENT for use in
supersonic aircraft and guided missiles, Micbo BRONtE-type fiíters are the only
fiiters made that provide full lubrication protection íor modern automobiles!
wsth Revolutfonary How Typo
fljf j
Permanent úil Filtet
CHANOE Oli ONLY ONCE A YEARI Here at last i* an oil filter r
that never needs replacing increases your engine powcr . enás I
monthly oil changes adds thousands oj miles to engxne life . stops I
tvaste of valuable oil additives and saves you worthwhile money in I
the bargain!
THE SECRET IS THE "BRONZE THAT BREATHES”
Millions of tiny bronze balls are fused or "sintered" together to form the |
astonishing, microscopically-fine filter screen that never wears out! Tests |
in huge gasoline and diesel trucks give conclusive proof that Micro Bronze j
^yrpe hlters are the finest, most eoonomical oil filtering units ever made. L
MAGNiFIED
PORTION
of Micro Bronzz filter showing mi-
croscopic metal bails fused together
to make a solid. but porous. filtcr.
Micro Bronze metal can't absorb
additives. can't 'chanheK’ can't
"blow;‘ yct screens out finest parti-
•cles of grit and metal which drop to
bottom of filter housing as “sludge!«
Laugavegi 105
MICRO-BRONZE hleypir ekki gegnum sig
vatni og hreinsar því allt vatn úr
olíunni, sem í henni kann að vera.
MICRO-BRONZE er eini olíuhreinsarinn í
heiminum, sem eyðir sýru úir oli-
unnt, því í honum eru sýrueyðandi
efni, ver þess vegna hreyfilina
gegn sýrutæringu.
MICRO-BRONZE hreinsar jafnvel í hita og
kulda. Hreinsar olíuna svo vel að
sagt er að ekki þurfi að sfeipta um
olíu fyrr en eftir 16 þús. km. akstur.
MICRO-BRONZE er til í allar stærðir og
gerð'ir bifreiða.
MICRO-BRONZE má einnig nota við öll
olíukyndingatæki.
MICRO-BRONZE olíuhreinsarinn er nú
kominn á íslenzkan markað. —
Takmarkaðar þirjgðir.
Sveinn Egilsson h.f.
Sími 8 29 50