Tíminn - 02.12.1955, Blaðsíða 4
*.
TÍMINN, föstudaginn 2. desember 1955.
275. blaS.
Aldarminning Þórhalls Bjarnasonar biskups
í dag eru liðin hundrað ár
frá fæðingu hins merka og
ástsæla kirkjuhöfðingja, Þór
halls Bjarnasonar, biskups.
Foreldrar hans voru þau
Björn prófastur Halldórsson í
Laufási og kona hans, Sig-
ríður Einarsdóttir bónda á
Saltvík á Tjörnesi. Þegar í
æsku var Þcrhallur námfús,
og naut þá vel hins góða bóka
safns föður síns í Laufási.
Tólf ára gamall kenndi hann
sér meins nokkurs, og varð
úr, að hann var sendur til
Danmerkur til Jóns læknis
Finsens, til að leita sér lækn
inga. Þar dvaldi hann einn
vetur, hlaut- fullan bata, og
settist emnig í skóla, þar sem
hann nam ensku og dönsku.
Næstu vetur eftir að hann
knm heim aftur, las hann
undir inntökupróf í lærða
skólann hjá Jóni Þorsteins-
syni á Hálsi, reyndi vorið
1871 inntökupróf í annan
bekk, en náði elcki. Fyrir á-
eggjan Jóns Sigurðssonar,
sem hafði tekið ástfóstri við
drenginn, er hann dvaldi um
hríð í Kaupmannahöfn í ut-
anförinni nokkrum vetrum
áður, settist Þórhallur í fyrsta
bekk það sama vor.
Sex vetrum síðar, eða 1877,
tók Þórhallur stúdentspróf,
og sigldi þegar tU guðfræði-
náms við háskólann í Kaup-
mannahöfn. Því námi lauk
hann á fimm og hálfu ári
með fyrstu einkunn. Var þá
faðir hans látinn fyrir
skömmu, og var lagt hart að
Þórhalli að sækja un: Laufás.
Svo fór þó, að Þérhallur sótti
ekki um prestaballið, en
fékkst við lcennslu í Reykja-
vik næsta vetur. llm vorið
sótti hann um Reykholts-
prestaball, sem þá var laust
og var vígður þangað 18. maí.
Skömmu soinna var hann
settur prófastur í Borgarfjarð
arprófastsdæmi.
' En 'hugur hans var heima
1 Eyjafirði, og bað varð úr,
að vni'ið 1885 skiptu þe'r Guð
mn.ndur Hélgason, þá prest-
ur á Akureyri, á prestaköll-
um. Þax þjónaði hann þó að-
eins fáa mánuði, þvi að
skcmmu síðar var laust ern-
bætti við prestaskólann, og
þar sem honum var kennslan
hugleikin, sótti hann um það,
og var veitt það 1886 Atta ár
um seinna var hann settur
skólasljóri, og geg.-uil þvi em
bætti tar úl hann va” sett-
ur biskup. árið 190J
Þegar eítir að Þórhaliu"
kom • suður til Reykjavíkur
hlóðust á hann margvísleg
störf. Hann varð skrifari Pét
urs Péturssonar biskups sum
arið eftir að hann setúst að
í Reykjavík. Litlu síðar gekk
hann í Búnaðarfélag Suður-
amtsins, og var kosinn vara-
maður í stjórn þess árið 1892.
En þegar það féiag var, árið
1899 gert að búnaðaríélagi
landsins alls — Búnaðarfélagii
ísiands — var Þórhallur kos
inn fuiltrúi á búnaðarþingi, |
sem kaus hann í stjórn fé-
lagsins. í stjórninni sat hannl
til dauðadags, og var fcrseti
félagsins árin 1901—1907. j
Jafr.framt var hann formað-l
ur Hins íslenzka garðyrkjufé
lags frá 1894, ng í stjórn Jarð
ræktarfélags Reykjavíkur þar
til hann baðst undan endur-
kosningu 1912.
Þórhallur Bjarnason varð
þingmaður Borgfirðinga 1894
og sat á þingi næstum óslitið
til ársins 1907, en eftir það
gaf hann ekki kost á sér. Með
an hann sat á þingi voru sam!
þykkt ýms merk lög, er land;
búnað varða, og mun það
ekki hvað sízt hafa verið að
þakka elju hans og áhuga,
þegar urn þau mál var að
ræða.
I
Auk þessara starfa var
bann bæjarfulltrúi 1888—
1906, skrifari Reykjavíkur-
deildar Bókmenntafélagsins
1888—1904, gjaldkeri Forn-
ieifafélagsins 1893—1906, og
síðast en ekki sízt ötull rit-
stjóri og útgefandi tveggja
rita, nefnilega Kirkjublaðs-
ins, sem hann hóf að gefa út
i 1891, og vakti þegar athygli
fyrir hve einarðlega var hald
ið á hinum ýmsu málum, og
síðar Nýs kirkjublaðs, sem
hann byrjaði að gefa út árið
1909 ásamt séra Jóni Helga-
syni, og gaf út tfl dauðadags.
Þórhallur var skipaður bisk
up 19. sept. 1908 ng vígður
af fyrirrennara sínum, Hall-
grími biskup Sveinssyni í
Dómkirkjunni í Reykjavík 4.
okt. sama ár. Vakti það mikla
athygli á þeim tíma, að hann
skyldi ekki fara til Danmerk
ur til að taka vígslu, eins og
venja var þá, og munu að-
e'ns tveir biskupar hafa tek-
ið vígslu hér heima á undan
honum, þeir Jón Vigfússon
árið 1674, og Geir Vídalín
1797.
Þann 16. septemer 1887
kvæntist Þórhallur. Valgerði
Jónsdóttur bónda á Bjarna-
stöðum í Bárðardal, fóstur-
dóttur Tryggva Gunnarsson-
ar bankastjóra. Þau eignuð-
ust fjögur_ börn, Tryggva, er
kvæntist Önnu Klemensdótt
ur landritara, Svöfu, konu
Halidórs Vilhjálmssonar,
skólastjóra á Hvanneyri,
Björn, er veiktist og andaðist
erlendis, og Dóru, forsetafrú.
Stuttu eftir að Þórhallur
varð biskup kenndi hann sér
þess meins, er dró hann til
bana. Ekki mun hann þó hafa
tekið það líkt því eins nærri
sér, og þá núklu sorg, er féll
í hans hlut, þegar knna hans
tók ólæknandi sjúkdóm, var
rúmföst í þrjú ár, og lézt síð
an 28. jan. 1913.
Þórhallur biskup lagðist
banaleguna í nóvember 1916.
Var hann nokkuð þjáður, en
„Ég sé mest eftir að fara
frá þúfunum hérna í túninu“
í dag minnist þjóðin hundr
að ára afmælis eins af sínum
gengnu sonum, biskups Þór-
halls Bjarnasonar, bónda í
Laufási við Reykjavík. Þór-
hallur var gagnmerkur mað-
ur fyrir margra hluta sakir.
Hann var prestur, kennari og
biskup, og rækti hvert þeirra
starfa með ágætum, eins og
þeir vita gerst er fróðastir
eru á þeim sviðum. Hann var
ritstjóri, og gaf út Kirkju-
blaðið, sem þótti cg þykir enn
taka fram öðrum blöðum um
sama efni. en auk þessa skip
aði Þórhallur sér á bekk með
þeim mönnum, hverra nöfn
eru skráð í búmaðarsögunni.
í mörgum búnaðarmálum
hafði hann forgöngu og sér
staklega þó þeim félagslegu.
Þannig var hann einn þeirra
manna er stofnuðu Jarðrækt
arfélag Reykjavíkur 1891 og
formaður þess og stiórnarfor
maður í mörg ár. Hann var
líka einhver mesti jarðrækt-
armaður bæjarins, og rækt-
aði að fullu allt land býlis
síns, Laufáss, og rak þar gott
kúabú. Áhugi hans á jarð-
rækt kemur ef tú vill hvað
bezt fram í þeirri stuttu setn
ingu er hann sagði við burt-
för sína frá Reykholti, en þ_ar
var hann prestur eitt ár: „Ég
sé mest eftir að fara frá þúf-
unum hérna í túninu“. Á því
eina ári sem hann var þar,
hafði hann sléttað mikið, og
hann sá mest eftir því að
geta ekki haldið áfram við
það verk. Hversu margir prest
ar hugsa þannig nú?
Árið 1892 var hann kosinn
í stjórn Búnaðarfélags Suður
amtsins. Þá byrjaði hann að
vinna að þvf með Páli Briem,
að breyta Búnaðarfélagi Suð
uramtsins í félag er næði yfir
allt landið, næði til allra
bænda út til nesja og inn til
dala, og blési þeim í brjóst
eldlegum áhuga fyrir búnað-
arframkræmdum, og fengi þá
til að vinna saman. Árið eftir
fékk hann skipaða fimm
manna nefnd í málið. En það
gekk ekki eins fljótt og hann
hafði ætlað, því að það tók
6 ár, og fyrst 1899 var Búnað-
arfélagi Suðurlandsins breytt
í Búnaðaríélag íslands.
Við stofnun Búnaðarfélags
íslands var Þórhailur Bjarna-
son kosinn í stjórn þess, og
í henni sat hann óshtið til
dauðadags 15. des. 1916. í
mörg ár var hann formaður
stjórnarmnar og markaði sem
slíkur stefnu félagsins og
starf á meðan það enn var
ungt og stefnan nokkuð
óljóst mörkuð.
1894 tök Þórhallur við
stjórn Garðyrkjufélagsins og
var formaður þess lengi.
Öll þessi félög og fleiri, sem
Þórhallur Bjarnason var með
til að stofna og stjórna fyrstu
starfsárin, lifa og starfa enn-
Starf þeirra hefir nokkuð
breytzt með árunum og breytt
um viðhorfum, en ávallt hafa
þau dreift fróðleik meðal
bænda, veitt þeim marghátt-
aðar leiðbeiningar, og reynt
að efla áhuga þeú’ra fyrir um-
bótum í búnaði.
Þórhallur Bjarnason var
gjörhyggjumaður. Hann skoð
aði hvert mál frá öllum hlið-
um, vó kosti þess og galla,
og gerði þá öðrum ljósa. Hann
vildi síðan láta hvern einstak
an mynda sér skoöun á mál-
inu.
Vegna þessa var hann ekki
eins góður áróðursmaður og
þeir, sem aldrei sjá nema aðra
hjið máilanna, og ætlð eru
sannfærðir um að þeirra sjón-
armið sé hið eina rétta.
Þórhallur Bjarnason var
óvenju víðsýnn maður. Hann
fann guðsneistann í hverri
mannssál og skildi, að allir
menn voru bræður og systur,
og þeir því alhr jafningjár,
þó að þroskinn væri enn mis-
jafn. Hann skildi líka manna
bezt, að ekkert gefur einstakl
ingnum betra tækifæri til
þroska en að geta unnið sam
an með Guði að því að bæta
og fullkomna sköpunarverkið.
íslenzkir bændur þakka Þór
halli Bjarnasyni fyrir starf
hans í þágu landbúnaðarins.
Þeir eldri minnast Ijúf-
mennsku hans og stöðugrar
viðleitni til að þroska þá og
fræða. Þeir óska þess, að
bændastéttin megi eiga og
eignast enn flesta hans líka,
menn, er reyna að auka mann
gildi samborgaranna, en ekki
svæfa heilbrigða hugsun með
múgsefjun.
1. des. 1955.
Páll Zóphóníasson.
þó með fullri rænu, og um
eitt skeið virtlst hann jafn-
vel vera á góðri leið að fá
bata’ aftur. Börn hans, þau
séra Tryggvi og Dóra, önnuð-
ust hann i banalegunni. Þar
kom, að honum þyngdi skyndi
lega þann 15. des., og lézt
hann að kvöldi þess dags.
„Guð gefi góðu málefni sig-
ur“ voru síðustu orðin, er
Tryggvi sonur hans heyrði
hann segja skömmu áður en
hann lézt.
iiiiiiMiiiiiiiiFiiiiiiiiiiiniiiiumiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMH
i TRÚLOFUNARHRINGAR í
1 OG STEINHRINGAR
| JÓN DALMANSSON, |
i gullsmiður, Skólavst. 21 A. I
£ i
IMUmillllMMUItCIIUIUMMMMIMMMHIIMMIMIIMiminBv
Verið vandlát ... verið viss ... veljið Westinghouse!
Westinghouse heimilistæki
í miklu úrvali. Komið og skoðið. D RÁTTARVÉLAIi, Hafnarstræti 23