Alþýðublaðið - 03.04.1920, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 03.04.1920, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ SummíRápur í stóru úrvali fyrir konur, karla og dreng-i í verzlun cfflarhins Sinarssonar S @o.f JSvg. 29. Þeir sem ætla að iáta leggja Rafm Jeiðslur í hús sín í tíma ættu að snúa sér sem fyrst til cJCallóors é^uðmunéssonar & @o Rafvirkjafélags. Bankastræti 7. Simar: 547 og 815. á Julíorðna og ungíinga nýRomið i síóru úrvali. 4 v ■•r Marteinn Binarsson & Co. Laugaveg 29. Xoli konnngnr. Eftir Upton Sinclair. Önnur bók: Prœlar Kola konungs. (Frh.). „Einmitt það, en það „merki“ þekki eg nú ekki“, sagði eftirlits- maðurinn. „En þú ert skynugur piltur, það finn eg. Svo eg ætla að segja eins og er, þá geturðu sjálfur séð. Þú verður aldrei vog- areftirlitsmaður í Norðurdal eða nckkursstaðar annarsstaðar þar sem „G. F. C.“ ræður nokkru. Og þú færð aldrei ánægju afþví, að koma félaginu í klfpu. Við ætlum einu sinni ekki að gera þér svó ilt, að þú getir orðið píslarvottur fyrir það. Mig sár- iangaði til þess í fyrri nótt, en eg er hættur við það“. „Ekki þó fyr en þeir höfðu snúið handleggi mína úr Iiði!“ „Við setjum þér tvo kosti“, hélt hinn áfram, án þess að skeyta nokkru orðum hans, „annað hvort skrifar þú undir viðurkenningu um það, að þú hafir tekið á móti tuttugu og fimm dölum frá Alec Stone, og við rekum þig, og má kalla það vel sloppið. Eða að öðrum kosti sönnum við, að þú tókst við þeim, og þá sendum við þig í fangelsi í fimm til tíu ár. Skilurðu það?“ Tveimur nóttum áður, þegar Halli hafði verið varpað í fangelsi hafði honum dottið í hug, að honum myndi verða varpað burtu úr Norðurdalnum, hann hafði líka hugsað sér að fara og telja þar með lokið námi sínu í ástandinu í námunum. En er hann nú sat gengnt ógnandi augnaráði þessa manns, ákvað hann, að Iáta ekki varpa sér þann veg á dyr. Hann ætlaði að vera kyr og kynnast út í ystu æsar þessum stórræn- ingja, General Fuel Cómpany. „Þetta er alvarleg hótun, he ra Cotton*, sagði hann. „Farið þið oft svona að ráði ykkar?“ „Já, þegar við neyðumst til þess*, svaraði hinn. „ Og þið eruð fullvissir um það, að þið hafið vaid til þess?" „Fuilkomlegal* „Það var einstaklega gaman að heyra þetta — segið mér ögn meira um það. Hvernig hljóðar ákæran?* „Eg veit það ekki vel, við lát- um málafærslumennina um það. Ef til vill kalla þeir það samsæri, kannske fjárnauðgun, það er undir því komið, hvað dæmt verður harðast*. „Áður en eg ákvarða mig, þætti mér gaman að sjá bréfið, sem eg á að hafa skrifað*. „Nú, þú hefir þá heyrt bréfsins getið, einmitt þaðl* sagði eftiriits- maðurinn og sperti brýrnar undr- andi. Þá tók hann bréfmiða og rétti Halli. Hann las: „Kæri herra Stone, þér þurfið engan kvíðboga að bera vegna vogareftirlitsmannsins. Greiðið mér tuttugu og fimm dali, þá skal eg kippa öilu i lag. Yðar skuldbund- inn, Joe Smith“. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Togaramannsstí gvél lítið notuð til sölu með gjafverði á afgr. Alþbl. Skiítar skoðanir. 111 eru þingsins afglöpin, Ólafs spyr ei heimskinginn, hvort að þurfi þrælmennin að þokast inn í tukthúsin. Mjög er ilt þá morðinginn makar blóði kutann sinn. Þingið veit ei sóma sinn Sekt um spyrja Ólaf minn. Þá er eins, ef þjófurinn þýfi fyllir vasa sinn; ekki er spurður Óli minn hver eigi að vera refsingin. Ljót er íslands löggjöfin, að leyfa ei Ólaf tröllarinn höndla megi hrognkelsin á höfninni í pokann sinn. tíamall i hettunni. Bitstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Fríðriksson. . Prentsmiðjan Gutenberg. i

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.