Tíminn - 24.12.1955, Qupperneq 12
V>'
TÍMINN, langaráagina 24. ðesem-ber 195S.
294. bla5.
Það er ekki nóg að framleiða góð
matvæli, ef ekki er hægt að koma þeim
óskemmdum og heilum til neytenda.
Þess vegna skiptir dreifing matvæla,
geymsla þeirra, flutningur og umbúðir,
jafn miklu máli og varan sjálf.
Eitt af höfuðhlutverkum samvinnu-
félaganna hefur frá upphafi verið dreif-
ing matvæla, aðallega úr sveitum lands-
ins. Þau hafa selt meira af kjöti, smjöri,
ostum og fleiri slíkum vörum, en nokk-
ur annar aðili í landinu, og eru í dag
langstærstu samtök á þessu sviði.
Kaupfélögin og Samband íslenzlcra samvinnufélaga
hafa á margan hátt reynt að gegna þessu hlutverki eftir
fremstu kröfum tímans. Þau voru brautryðjendur í
byggingu kjötfrystihúsa og sendu menn alla leið til
Astralíu til að kynnast fullkomnum aðferðum í meðferð
kjöts.
kjötgeymslur og tæki til kjötmeðferðar, sem til eru í
landinu.
SÍS hefur einnig komið upp fullkomnu reykhúsi, og
nýtur hangikjötið þaðan hinna mestu vinsælda.
Með kjörbúðunum hefur SÍS stigið stórt skref í áttina
til fullkomnari kjötdreifingar og hreinlegri meðlerðar
kjöts í búðunum. Hvers konar kjöt er nú hægt að fá
innpakkað í cellophane, þannig að húsmæður geta valið
kjötið og þreifað á því án þess að misbjóða hreinlætis-
kröfum. Þessi cellophaneinnpökkun má einnig heita bylt-
ing í meðferð á áleggi.
Reykjavík er nú langstærsti markaður íslenzkra mat-
væla og því er það höfuðhlutverk að skipuleggja kjötsölu
til höfuðstaðarins á sem fullkomnastan hátt. Þetta hefur
SIS viljað gera með byggingu fullkominnar og mikillar
kjötmiðstöðvar, þar sem verið gæti skoðun og flokkun á
kjöti eftir kröfum tímans, fyrsta flokks kæligeymslur,
aðstaða-til kjötvinnslu og önnur tæki til geymslu og inn-
pöldcunar kjöts og annara afurða.
Útflutningsdeild SÍS, sem stjórnar sölu kjöts og ann-
ara innlendra afurða, mun halda áfram að sækja fram
á braut tækninnar og finna fleiri og fleiri nýjungar til
þess að gera dreifingu og meðferð kjöts og annara inn-
lendra afurða sem bezta, hreinlegasta og fullkomnasta.
SIS hefur átt við ótrúlega örðugleika og andstöðu að
etja í þessii efni, en hefur þó tekizt að koma upp Afurða-
söíu sinni við Kirkjusand, sem þó er aðeins hluti af hin-
um fyrirhuguðu mannvirkjum. Eru þar fullkomnustu