Tíminn - 10.01.1956, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.01.1956, Blaðsíða 2
i i 1 -v > • ,(> l:\ti %_______________________________________________________TÍMINN, þrzðjudaginn 10. janúar 1956. ________________i 7. ^íaS. Grace Kcllv og t*lvonandi eig'nmaður hennar Rainier III. Prestur furstans var vinur Kellyfjölskyldunnar. Grace Keily kemur í vegfyrirað Frakkar geti skattlagt Monacobúa Fimmtudaginn 5. janúar barst eft'rfarandi tilkynn- ing frá dvergríkinu Mon- aco: Hans hátign Rainier fursta hinum þriðja veitist sú gleð' að geta tilkynnt trúlofun isíina og U;ngfrú Grace Kelly, dóttur herra cg frú John B- Kelly, Fíla- delfíu. Þar með lauk glæsi- legasti ungkarl Evrópu ein- lífi sínu og bjargaði jafn- framt furstadæmi sínu frá að vera skattþegið Frakk- landi. Gifting Bainiers fursta á sér a3- draganda allt aftur til þess að séra Francis nokkur Tucher*kemur til Monaco frá Bandaríkjunum og ger- Ist þar áhrifamikil persóna og verð- ur kapellán furstans. Rainier var þá trúlofaður frönsku leikkonunni Giseile Pascal, en hún hafði vei'ið trúiofuð ellefu sinnum áður, án þess að nokkur frekari árangur yrði, og þótti því efcki líklegt að þessi trútofun hennar yrði meira en nafnið tómt. Eitt af fyrstu verk- tim þessa bandariska prests var að Xáta furstann slíta trúlofuninni við Pascal. Erfingjann vanltar. En þótt þeirri vá væri stefnt frá dyrum dvergríkisins, að þar sæti franskt léttúðarkvendi í hásæti, þá stóð enn sá vandi eftir að afla dverg ríkinu nauðsynlegs erfingja. Pursta dæmi þetta verður rakið allt til þrettándu aldar og hefir því alltaf verið stjómað af svokallaðri Grim- aldiætt. Samkvaemt samningum, Bem gerðir voru við Frakkland í lofc siðustu heimsstyrjaldar, fellur furstadæmið sjálfkrafa undir for- sjá Prakklands, vanti karlerfingja til að halda við stjórn Grímaidiætt arinnar. Þar með þyrfti fursta- úaamið að greiða skatt til Prakk- Xands, en það er mörgum Monaco- búanum óbærileg tilhugsun. Þeir eru f ailt um þrjátiu þúsund og þótt þeir séu máske rómantískir í meðallagi, flögguðu þeir ekki ein- göngu vegna trúlofunar furstans né slógu hvem annan á bakiö þann 5. janúar og sögðu að þá væri þetta í lagi, heldur vegna þess, að nú þyfcix þeim nokkur von í að geta Útvarpíð ÚtvarpiS í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 1855 Tónieikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum (plötur). 20.30 Veðrið í desember (Páll Berg- þórsson veðurfræðingur). 20.55 Tónleikar (plötur). 21.10 Erindi: Prá ráðstefnu nor- rænna lestrarsrfræðinga (Ól- afur Gunnarsson sálfræð.). 21.35 Kórsöngur: Madrigalakór Xiá- skólans í Cambridge syngur). 22.10 Vökulestur (Helgi Hjörvar). 22.25 „Eitthvað fyrir alla“: Tónleik- ar af plötum. 23.10 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 12.50—14.00 Við vinnuna: Tónleikar ai plötum. 20.30 Daglegt mál (Eiríkur Hreinn Finnbogason kand. mag.). 20.35 Fræðsluþættir: a) Heilbrigðismál (Björn Sig- urðsson dr. med.). b) Bafmagnstækni (Steingrim ur Jónsson rafmagnsstjóri). 21.00 „Hver er maðurinn?“ — Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur stjóm ar þættinum. 22.10 Vökulestur (Helgi Hjörvar). 22.25 Létt lög (plötur). 23.10 Dagskrárlok. 'Árnað heilla Hjónahand. í dag verða gefin saman í hjóna- þand af séra Sigurbirni Einarssyni tihgfrú Rósa Magnúsdóttir, Mel- gerði 22, Kópavogi og Bárður BrynJ ólfsson írá Þykkvabæjarklaustri. losnað við að greiða skatta. Fursta dæmið lifir góðu liíi á ferðafólki og spilavítum. Að óbreyttu máli þurfa þeir ekki að greiða skatta, né að þeir haíi gert það. Þelr sem hafa aldur til fá tólf þúsund krónur í ellilaun á ári og hvert það fyrir- tæki sem af fjárhagsástaeðum lætur skrá sig í Monaco, verður að gera einhvern Monacobúa að meðeig- anda. Líf Monaoobúans er þvf orðið áhyggjulaust að nýju — ef Grace Kelly sér þeim fyrir erfingja. Stakb hendhmi í Ijónabúrzð. Grace Kelly er með yngstu og þekktustu kvikmyndaleikkonum bandariskum, sem við höíum séð i kvikmyndum hér á landi. Hún er sérkennilegrar og mikillar feg- urðar og frami hennar ótvíræður í kvikmyndum ,þótt hún verði nú að snúa við þeim baki til að bjarga þrjátiu þúsund sálum frá aö ger- ast skattþegnar Frakklands. Hún sá Rainier fursta i fyrsta sinn í fyrra og er það franskt myndablað, sem ber ábyrgðina á þeirri kynn- ingu. (Því verður víst áreiðanlega ekki hlíft við sköttum). Furstinn er myndarlegur maður og íþrótta- maður góður. Kellyfjölskyldan er einnig íþróttafólk, svo það tvennt fer saman. Fýrstu kynnin voru þannig, að Grace Kelly var heið'- ursgestur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fvrra. Myndablaðið Paris- Matoh íór þess þá á leit við hana, að hún léti mynda sig með Rainier fursta. Ungírú Kelly var til í þetta, ef blaðið annaðist allan undirbún- ing. Furstinn mun ekki hafa haft neitt á móti þessu heldur og svo var það einn daginn, að ekið var með Grace Kelly þessara erinda inn í Monaco. Furstinn lét hana bíða dálftið eftir sér, en um það bil, sem myndatökumenn og Kelly voru að fara aftur, snaraðist Rainier inn til þeirra, afsakaði sig mikið meðan Kelly beygði hné sín fyrir hans hátign. Engar bumbur voru barðar cg það var enginn lúðra- blástur. Þegar búið var að taka myndirnar af þeim, fór hann einn með Grace út í einkadýragarð sinn. Hann sýndi benni ljónin sín og tígrisdýrin. Kelly varð mjög hrifin af hetjuskap hans, þegar hann rak aðra höndina inn í Ijónabúrið. Hann sagði henni að Ijónin væru vinir sínir, enda bitu þau ekki höndina af honum. Kelly varð svo að fara, áður en hann hafði tíma til að reka höndina inn til tigrisdýranna. Kapellán finnur ráff við áhyggjum. Þótt Monaco sé ekki nema dverg- ríki og ennþá minna en ísland, hafði Rainier þriðji miklar áhyggj- ur út af ríkisrekstrinum. Sá svarti Grikki Onassis heíir verið að kvelja hann til viðbótar við áhyggjurnar út af erfingjaleysinu. Samkvæmt stjómarskrá Monacos er furstinn næstum einvaldur. Hins vegar er áhrifavald Onassis í dvergríkinu all mikið. Og Rainier heldur þvi fram, að Onassis muni stefna áhrifum sínum inn á þær leiðir, sem ekki reynist hollar þegnum sinum. í þessum raunum hefir séra Prancis verið mikill stuð'ningsmaður Rain- iers. Þunglyndi mikið sótti að furst anum, áður en presturinn kom til sögunnar, jafnvel svo, að hann lok- aði sig inni dögum saman. Þetta sálarástand hans hefir farið bat-n- andi. Og eftir að Grace gekk með honum um dýragarðinn í íyrra, hefir hann oft minnzt á hana við séra Francis. Það vill svo vel til, að presturinn þekkir Kellyfjölskyld una, svo nærri má geta, hvort þeir hafa ekki rætt hugsanleg hjúskap- armál aftur og fram á margri einka stund. Enda hefir séra Pi'ancis sjálf sagt talið hollara fyrir furstann að ræða um hina björtu Grace, heldur en liggja í sekk og ösku út af ein- um svörtum Onassis. Það mun hafa verið séra Francis, sem kom vest- urförinni í kring með þeirrl áður útgefnu yfirlýsingu furstans, að hann færi þangað í konuleit og að séra Francis myndi verða ráðgjafi hans í þeim efnum. Grace Kelly fædd furst- ynja- Fyrir nokkrum dögum upplýstist það, að Grace Kelly og James Stew- art hefðu aflað kvikmyndaframleið- endunum mestra tekna á árinu sem leið. Grace Kellv er þó engin Mary- lyn Monroe. Hún kemur inn í kvik niynaimar eftir allt öðrum leiðum en venjan er í Hollywood og virð- ist ætla að fara úr þeim aftur mjög skaplega. Hún er frá efnuðu en teprulausu heimili í Fíladelfíu og hún komst sæmilega áfram í New York, sem leikkona og tízkudama, áður en hún hélt til kvikmynöa- bæjarins. Og þegar hún kom þang- að var hún ekki á hnjánum, eiaís og venjan er að sögn skilrík'ra manna um þær konur, sem leita sér, -'frama d Holljjwood. , „í - íyrsta sinn í sögu'nni kemur stúlka' s«m Hollywood ræður ekki við. Það er ekki hægt a.ð kaupa hana og það er ekki hæ_t að freista hennar með stórum ncínum. Hún er aðeins föl, þegar um gcð hlutverk er að ræða.“ Þannig hijóðar sú einkunn, sem henni er gefin. Og hún fékk bæði stór hlutverk og stór nöfn í með- leik: Clark Gable, Ray Milland, James Stewart, William Holden, Bing Crcsby og Gary Grant. Þann- ig hljóðar sá listi, sem þó er ekki fullkominn nema aö aftan við hann komi Rainier þriðji fursti af Mon- aco. Allir eru sammála um það, að á lífi hennar sé hvergi að finna þá snurðu, sem valdi því að hún sómi sér ekki vel sem furstynja. Blaðamenn hafa alltaf verið í dá- litlum vandræðum með hana, þar sem hún befir aldrei brugðizt við, eins og aðrar konur í kvikmynda- heiminum, þegar frétta hefir verið leitað hjá henni. Hún hefir aldrei gefið upp mittismál sitt, né brjóst- mál og lenda. Og hún hefir aldrei skýrt írá náttkjólum sínum. Þegar Rainier fcr i vesturför sína, lýsti hann þeirri konu, sem hann myndi kjósa. séT meðal þeirra tuttugu milj óna bandariskra kvenna, sem eru á lausum ikili. Hún átti að vera á þrítugsaldri (Grace er 26), hafa sítt Ijóst h.ár, helzt rauöljóst hár (það heíir Grace), vera ljós yfir- litum (eins og Grace), helzt með gulýrð blá augu (augun hennar Grace) og umfram allt kaþólsk (eins og Grace).’ Skyldi nokkurn undra, þótt eitthvað hefði farið að fara um ungfrúna, i þegár húii Iás lýsinguna í heimspressunni, vitandi manninn á leiðinni vestur ásamt heimilisvini fjölskyldu sinnar, §em nú var orðinn einkavinur furstáns. Það var því heimspressan, sein bað hennar fyrir hönd Rainiers, að minnsta kosti að einhverju leyti. Hækkandí blóðþrýstingur. Furstinn og Grace Kelly ætla að gifta sig í júní í sumar. Giftingin fer fram í Monaco. Við giftinguna verður Grace Kelly meðlimur Grim- aldifjölskyldunnar og öðlast ríkis- borgararéí.t í Monaco, jafriframt því að hún heldur hinum banda- ríska ríkisborgararétti sínum. Trú- lofunarveizla þeirra var haldin í New York á föstudaginh, en þar voru einn eða fleiri'áf kunrííngjum Kelly viðstaddir, sem' höfðu verið orðaðir við hana áður en furstinn kom til sögunnar. Á laugardaginn fylgdi prinsinn unnustu sinni á ílugvöllinn, en hún flaug til Hoily- wood til að ijúka þar gerð kvik- myndar, sem er hálfnuð. Eftir brúð kaupið verður hún að 'leika í enn einni mvnd vegna þeirrá safrininga, sem hún gerði, áður erí hun vissi, að þessi ósköp ættu eftir ap' íiynja yfir hana. Það mun vefa í fýrsta sinn, sem furstynja leikur aoalhlut- verk í kvikmynd. Má vera áð ein- hverju slekti suðiir í Evrópú 'kunni að grána í geði við slíkt briarí,' en heimur versnandi fei' og þar við situr. Veizla þeirra Grace og Ráin- iers fór hið bezta fram, en hún var haldin í Waldorf Astoria. Þegar parið gekk í salinn, var þjóðsöngur Monacos leikinn. Fimmtán hundr- uð manns sátu veizluna, 'erí dyra- verðir og leynilögreglumenn höfðu nóg að gera við að koma í'veg fyrir að fólk smyglaði sér inn.'Símarnir hringdu stanzlaust, en Rainier neit aði að svara, og eins þótt hringt væri í hann frá Sidney í Ástralíu. Blöðin segja að Rainíer 'h'afi' efcki kunnað meir en svo við" sig'i'ðílum gauraganginum, en Grace hafi leikið á alls oddi í veizlunrri og hafi mátt á henni sjá, að húii' sé mjög ástfangin. Er vonandi að þáð hald- ist, svo hann þurfi ekki að hietia handlegg sínum inn í ljórta'búrið' aftur til að vinna hjarta héríírtar að nýju. Danska blaðið Politiken heíir það eftir hirðfólki í Monaco að furstinn þjáist stöðugt af of lág- um blóðþrýstingi. Blaðið bæ'tir síð- an við, áð líklega muni Grace Kelly geta bætt úr þessu. Vonum vér að með hækkandi blóðþi'ýstingi farl velgengnin vaxandi í Monaco og óskum brúðhjómmu-m árs og frið- ar og að Onassis leiði ekki litla ríkið til glötunar. Séra Francis hlýt- ur einnig blessun vora fyrir sam- særið og er ekki mjög langsótt að segja að hjónaband þetta sé runn- ið undan rifjum Spellmans kard- inála i Bandaríkjunum, en hann sencli manninn austur yfh' Atlants- hafið. | Mf.Bc árlcga ÚTSALA Hefst í dag 10. janúar, og verður margt selt á \\ ctrúJega lágu verði, svo sem: Kjólaefni á 12,oo tJl 29,50 j: \ m, morgunkjólar á 68,oo kr. alullar kvenpeysur á 130,oo |: i golfpeysur, alullar á 185,oo, kvenpeysur, baðmullar á |: ; 54,00, barnapeyisur ullar á 80,oo, baðmullar á 39,oo kr. || l kvenbolir, gallaðir á 16,oo, kvenpeysur, gallaðar á 16,oo j ‘ telpubuxtur stór nr. á 12,50, kvensokkar, baðmullar á | \ 9,5o, nælon dökkir litir á 20,oo karlm. sokkar á 8,oo, Á karlm. nærbuxur síðar á 25,oo drengja sportblússur á ; 39,00, kvenundirkjólar á 65,oo, o. m. fl. Einnig mikið ,i|; ;| af góðum taubútum. • ..;j| Verzlun H. TOFT | :l Sl: ólavörðustíg 8 Sími 1035 á eS$$$$$$$$S$$$$$»$$$${$S$S$$$$ií$$í$$i$$$$S$$Sííi»$S$iíiS$i$S$K$ií$M

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.