Tíminn - 17.01.1956, Síða 4
TÍMINN, þriðjudaginn 17. janúar 1956.
13. blaSJ
Jón Kristgeirsson, kennari:
Úr námsför vestur 1954-55
Skólahús — skólastofur •
komustaðir — móttökur
skólaborð — skemmtilcg tilviljuii — við
■ heiMarbragur — skólavist fullorðiuna
f Niðurlag.
Æska Norður-Ameríku er í
mörgu lík hinni íslenzku
æsku. Hún er djörf og frjáls-
mannleg, bein í baki, hrein-
skilin og fer lítt í manngrein
arálit, gerir sér ekki manna-
mun. Hún er óþústuð og sæl-
leg og ber það með sér að
hún er yfirleitt alin upp við
allsnægtir eins og æska þessa
lands. Hún er stórt númer á
heimilum sínum, og betra er
að hafa fylgi hennar en 10
annarra, eins og þar stendur.
Enda þótt fræðslumál séu sér
mál ríkja eða fylkja, er áber-
andi hve blær, yfirbragð og
hættir skóla eru svipaðir á
allri þessari viðáttu, og kerfi
er hið sama. Á umferð innan
skóla skrafar námsfólkið
saman, en er ekki mjög há-
vært. Það virðist líka tízka í
landi að tala lágt. Sennilega
veldur því þörf fjölbýlis.
Kennarar eru líka lágmæltir
og heyrast sjaldan eða aldrei
brýna rödd. Átök drengja á
göngum má heita að aldrei
sjáist. Og furöa er hve þeir
geta hemlað hraða, er þeir
eiga leið enda skóla í milli,
því að freistandi er að taka
sprett í löngum skólagangi.
Verið getur að hér sé einnig
um þjóðarsið að ræða, áhrif
frá vélamenningu. Því að sá,
sem stýrir vél, er oftast í
kyr-rð og er þögull.
Reglur eru um umferð í skóla.
í barnaskólum fer bekkur í
sína röð oftast á leiksvæði
áður en gengið er inn undir
leiðsögn kennara. Á hann
venjulega afmarkaðan blett
fyrir röð sína. í framhalds-
skólum er þetta fjölbreyti-
legra. Þar er bæði um röðun
á leikvelli að ræða, einkum í
yngri bekkjum, eða þá að nem
endur skipa sér einhvern veg
in í tvöfalda röð um leið og
komið er inn úr útidyrum, og
rekja sig þannig eftir göng-
um, þar til nemandi er kom-
inn að stofu sinni, þá víkur
hann úr röð. Þröng og troðn-
ingar við inngang eiga sér
ekki stað. Aðrar reglur gilda
þar sem vetrarríki er mikið og
kalt er í veðri. Þar þurfa nem
endur að komast í húsaskjól
sem fyrst. Þeir ganga þá beint
í stofu sína, er þá ber að garði,
enda eiga kennarar að vera
mættir í öllum skólum allt að
hálfri stund áður en kennsla
byrjar. Ekkert flaustur virð-
ist vera. Hringingar úr tíma
eru tvennar með 5 mín. milli-
bili. Sú fyrri er til aðvörunar
svo að tóm fáist til að slíta
starfi og komast af stað um
leið og aðrir. Leiksvæði eru
oftast rækilega afgirt og lok
uð. Eitthvað er í fari nem-
enda, er bendir á að þeim
finnist að þeir séu heima, og
að þeir viti vel af því að skól-
inn er fyrst og fremst þeirra.
Mér virðist þeim líða betur í
skólum þar en nemendum
hér í okkar skólum, og hafi
þar fastara land undir fæti.
Kemur þar sennilega margt
til greina. Nefna má, að nem-
andi er lengur daglega í skóla
þar. Fyrir því gefst færi á
fjölþættara starfi en við get-
um í té látið Margar náms-
greinar eru gjörgreinar, sem
nemendur velja sjálfir.
Vert er að drepa á það hér
er vel séð fyrir skólanámi full
orðinna, sem oft þurfa að setj
ast á skólabekk. Er það fólk
á öllum aldri, sem ekki hefur
áður sótt skóla, eða þeir, sem
vilja skipta um starf og vinna
sig upp í nýrri grein, eða
iðka framhaldsnám. Eru þar
bæði, auk bréfaskóla, dag-
skólar og kvöldskólar, eftir
vild. Þar ljúka menn prófi, er
þeir hafa hlotið viðeigandi
kunnáttu og þekkingu. Virð-
ist mér slíkar skólastofnanir
mjög fullkomnar í Vancouv-
er og Seattle. Enda eru þær
borgir systur um margt, loft-
slag, landslag, atvinnuvegi,
þótt önnur sé í Kanada en hin
í USA. Hér heima höfum við
Bréfaskóla og Námsflokkana,
sem ef til vill má nefna í þessu
sambandi. En þar vanta á-
byrg próf, er veita það sem
við á að éta og gefa aðalbak-
fiskinn.
Það er ginnandi að drepa á
eitthvað fleira en skólamál af
því, sem fyrir augu og eyru
bar í þessu Gósenlandi vest-
urs. En hér er þröngur stakk
ur skorinn, og komið að enda.
Ég leit eftir í blöðum og víðar,
sem vænta má auglýsinga o.
fl., hvort nokkuð væri að sjá
frá Fróni. Uppskera varð rýr.
Auglýsing frá Loftleiðum bar
fyrir augu í blaði í Los Ang-
eles, og nöfn íslenzku fisk-
sölufirmanna vestra skarta í
símaskrá New York-borgar,
hógvær og mjög lítil fyrirferð
ar. Kunnugir tjá að nær
aldrei sjáist orð frá okkur á
vestrænni grund. Við erum
ekki menn auglýsinga.
Oft var einkennileg tilvilj-
un eða ótrúlegt atvik því vald
andi, að ýmis konar fólk bar
að garði, er hafði áhuga á
landi íssins. Skólanemar
eru auglýsingartæki. Eitt sinn
drápu á dyr atorkumenn í síld
armálum. Höfðu oft rennt
girndarhug til íslenzkrar síld-
ar án aðgerða. Nú fundu þeir
lykt af íslending og færðust
1 auka. Þeir létu standa hend-
ur fram úr ermum. Enda kom-
ið í eindaga, síðustu dagar
apríl. Samið var kauptilboð
um 50 þús. tunnur, helming
Faxa- og helming norðansíld.
Verð á höfn hér 25 dalir tunna
Faxa og 32 dalir hin. Banka-
trygging fyrir viððskiptum.
Bögull sá fylgdi, að einkaleyfi
á vörunni til US fengist í 3—
5 ár. En forlög eru óhagstæð.
Þegar til kom upplýstist, að
þá þegar hefði verið samið
um einkaleyfi á sölu síldar til
þess lands við aðra það árið.
Þessir karlar virtust alt vita
um síld og fisk, og tróðu alla
vasa, ytra og innra, fulla af
fróðleik um verzlun með þá
hluti vestur frá. Verður þeim
kapítula sleppt hér í þetta
sinn. En góð hlýtur upplýs-
ingaþjónusta um viðskipti að
vera þar í landi. íslenzk síld
er æðsta nafn síldar á mark-
aði þar í landi. Undir þtví
merki hefur hún verið seld
þar í mörg ár frá öllum Norð-
urlöndum, nema gamla Fróni.
Norðmenn nefna sína síld að
vísu norsk-íslenzka, og var
nokkuð af henni á markaði í
vor ásamt ofurlitlum slatta frá
Danmörku.Var brennimerkt á
botn þeirra tunna dularfullt
merki: Faxa-síld, var sagt.
Verð tunnu í útsölu $31,75.
Tímanum þakka ég einlæg-
lega fyrir varanlegt langlund-
argeð að birta greinar mínar
nú um nokkurt skeið, enda
þótt ég hafi þjappað efni full-
mikið saman, svo að einungis
er að mestu um beinagrind
að ræða. Orlofskennurum hef-
ur oft verið legið á hálsi fyr-
ir þagmælsku yfir því, sem
þeir hafa heyrt og séð erlend-
is. Þó er þeim það nokkur af-
sökun, hversu erfitt er um vett
vang fyrir slíkt. Því að þrátt
fyrir mikinn blaða og ritkost
okkar, er mikið af rúmi þeirra
bundið föstu efni og margir
þurfa að láta ljós skína. Sama
máli skiptir um útvarp. Þegar
það hefur lokið föstum liðum
hljómlist og sögum, er dagskrá
öll.-----Að leiðar lokum er
ég ánægður. Að vísu eyddist
talsvert fé í ferðinni og skuldir
söfnuðust.
Að lokum vil ég eindregið
skora á kennara, sem hafa tök
á, að fara í Vesturveg, ef þeir
ætla að lyfta sér upp og hressa
í starfi. Það er áreiðanlega
betur farið en heima setið,
10. — 1. — 1956.
Jón Kristgeirsson.
Leiðrétting við Jcafla 7. þ.m.:
Um heimavinnu átti aö
standa meðal annars: Heima-
vinna er aðaltengiliður heim-’
ila og skóla. Hún gefur nem-
anda tækifæri og hvöt til að
vinna sjálfstætt. — Leið er
villa af því tagi fyrir: af þvi
tæi. — Viðvíkjandi ferð nem
enda milli bekkja á daginn
féll niður: Er furða hve á-
rekstralítið það tókst. Við
annað brengl verður að sitja
— J. Kr.
JHDRARínnJbrtsscít
I IOGGÍLTUR SÍUALARYÐANDI
| • OG DOMTOUAJR l ÍNSRU •
1 KUJVK70&1 - áau SISSS
Refur bóndi er kominn og hef-
ir kvatt sér hljóðs:
Heill og sæll Starkaður!
Ýmislegt í óði og sögu
enn þá hef ég geymt í muna.
Loksins eftir langa þögn
lít ég inn í baðstofuna.
Þar sem mjög langt er síðan ég
hefi heimsótt ykkur í baðstofuna,
datt mér í liug að líta inn til ykk-
ar og rabba við ykkur litla stund,
bæði í bundnu og óbundnu máli,
og segja eitthvað af því, sem á
daga rnína hefir drifið.
Næstliðinn vetur var ég á Stað-
arstað, sem áður hét Staður á
Ölduhrygg og vann þar að skepnu
hirðingu. Reisti ég mér þar veg-
legan varða, sem þó mun nú kom
inn veg allrar veraldar.
Varðanum lýsti ég á eftirfar-
andi hátt:
Víða hér á voru landi,
varla held ég gruni að
minnisvarða úr mykju og hlandi
mér ég hefi reist á Stað.
Annars þannig í því liggur,
— augum það ég rétturn lit.
Þetta er annar ölduhryggur
útbúinn úr kúaskít.
Á Staðarstað voru 10 náms-
menn síðastliðinn vetur, flestir úr
Reykjavík og fóru 9 þeirra fyrir
jólin til heimila sinna. Þá kvað
ég:
Lífsins vegur liggi beinn,
lærisveinum tíu.
Nú er hérna heima einn
Hvar eru hinir níu?
Síðastliðið vor lagðist ég veik-
ur og var all þungt haldinn, með
háan hita og kvað þá:
Mannalega ég mig ber
margt þó reyni slarkið.
Meðan hitinn ekki er
yfir suðumarkið.
eftirfarandi hend-
Ennfremur
ingar:
Hjartað er á fleygi ferð,
í framan er ég hálfrauður.
Það endar með því að ég verð
einhverntíma — sjálf-dauður. —
Næstliðinn vetur var sem' kunn-
ugt er góður og hægviðrasamur
og kvað ég þessa vísu á þorráþræl:
Logn og blíða landi í
lýða efldi gengi.
Minnisstæður þessi því
þorri verður lengi.
Eftirfarandi vísa er kveðin á
nýársnótt:
Nóttin hún er dökk og dimm,
dróttir söngva kyrja,
1955
farið er að byrja.
í júní síðastliðnum fór ég svo
norður í land, og kom m. a. til
Siglufjarðar. Þar þótti mér fall-
egt, og fólkið sérstaklega alúðlegt.
Frá Siglufirði fór ég með póst-
bátnum „Drang“ til Akureyrar.
(Framhald á 6. síðu.)
555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555553
Næturafgreiðsla
r
I
Að fengnu samþykki heilbrigðisyfirvalda verður
næturafgreiðslu í apótekum framvegis hagað þannig:
Eftir kl. 24 (kl. 12 að kvöldi) verða aðeins afgreidd
lyf og annað samkvæmt nýjum lyfseðlum (frá kvöld-
og næturlækni og öðrum læknum, enda séu lyfseölarn-
ir sérstaklega auðkenndir) svo og nauðsynjar vegna
fæðinga samkvæmt ávísun ljósmóður.
APÓTEKARAFÉLAG ÍSLANDS.
WSSS5555S5555S55555555555555555555555555555S5555555553 5
Skíði með skíðaböndum
— fyrir börn og fuilorðna
Skíði
2—3 ára frá kr. 75.00
3_4------------ 85.00
4—6--------—165.00
6—8--------— 172.00
8- -10 ára frá kr. 195.00
10- -12 — 210.00
12- -14 — 250.00
14- -16 — 260.00
Allt með góðum skíðaböndum
Ennfremur:
áföstum
Skíðastafir barna frá kr. 34.75
unglinga — — 38.00
fullorðins — — 48.00
Smásala
Sendi gegn
póstkröfu
U llER
urn land
allt.
555555555555555555555555555555555555555555555555555555 555555555555555555555555555555555555555555555555555555) 1