Tíminn - 17.01.1956, Qupperneq 5
XS. blað.
TÍMIN'N, þriðjudaginn 17. janúar 1956.
I
5
[ Þriðjud. 17. jan.
Sundrungin
til vinstri
’ í þættinum „Skrifað og skraf-
aS“, sem birtist í seinasta blaði
Tímans, var svo að orði komizt,
að menn myndu sætta sig betur
Við þær álögur, sem leggja verð-
Ur á til að tryggja rekstur útgerð-
arinnar, ef þeir gætu treyst því,
að þær bæru tilætlaðan árangur
til framþúðar. Því færi hins vegar
ver, að slíku væri ekki að heilsa,
heldur myndi það vera skoðun
flestra, að þessar ráðstafanir
myndu aðeins duga til bráða-
jbirgða.
Svo var einnig að orði komizt
l sama þætti, að svipuð myndu
verða örlög hverra annarra ráð-
Stafana, er gerðar kynnu að verða
í þessu skyni, að óbreyttu stjórn-
málaástandi. Meðan flokkur stór-
gróðamanna og milliliða hefði mik
il ítök í stjórn landsins, og verka-
lýðssamtökin öll stæðu utan við,
myndi hér ríkja áfram sú skálm-
öld og ringulreið í efnahagsmál-
um landsins, að sérhverjar slíkar
fáðstafanir myndu reynast bráða-
birgðaráðstafanir eða réttar sagt
neyðarráðstafanir til þess að firra
hruni um stundarsakir. Aðeins
stórbreytt stjórnmálaástand gæti
Bkapað þann grundvöll, sem hægt
væri að byggja á varanlegar við-
feisnarráðstafanir.
f Það þarf ekki langt mál til að
rekja orsakir þess óheiHavæn-
lega stjórnmálaástands, sem nú
er ríkjandi og er raunar búið að
ríkja hér um nær tuttugu ára
skeið. Upphaf þess má rekja til
þess, er hin pólitísku samtök
verkamanna klofnuðu og komm-
únistum tókst að ná fótfestu á
Alþingi og í verkalýðshreyfing-
unni með ötulli hjálp Sjálfstæðis-
manna. Þessi klofningur hefir
gert það að verkum að seinustu
15 árin hefir ekki verið hægt
að mynda hér starfhæfa vinstri
stjórn. Þessi klofningur jókst
enn meira við seinustu þingkosn-
jngar, þegar Þjóðvarnarflokkur-
inn kom til sögunnar, og fjölg-
aði enn liinum sundurleitu klofn
ingshópum til vinstri.
Afleiðingin af þessum klofningi
vinstri aflanna hefir orðið sú, að
Framsóknarmenn hafa að undan-
förnu ekki haft nema um tvennt
að velja: Samstjórn með Sjálfstæð-
isflokknum eða stjórnleysi og
glundroða. Af þessu tvennu, hafa
Framsóknarínenn heldur valið
fyrri kostinn, því að hann hefir
skapað þeim möguleika til að
koma fram ýmsum mikilsverðum
Umbótamálum. Á hinn bóginn hef-
ir svo hlotizt af þessu, að ekki
hefir verið auðið að hafa neitt
taumhald á efnahagsmálunum, því
að milliliðirnir og braskararnir,
sem hafa stjórnað Sjálfstæðis-
flokknum, hafa gert sér vel ljóst,
að ofþensla og verðbólga tryggðu
þeim mesta gróðamöguleika.
Þannig hefir sundrung vinstri
aflanna orðið til þess að skapa
Sjálfstæðisfiokknum óeðlilega mik-
il völd, þar sem ekki hefir verið
hægt að mynda stjórn án hans.
Ef Framsóknarflokksins hefði ekki
notið við, lnyndi og þessi sundr-
ung vera búin að tryggja honum
hreinan meirihluta á þingi. Þetta
sést t. d. á því, að í kaupstöðunum,
þar sem hin sundruðu flokksbrot
til vinstri eiga að hafa forustuna
gegn honum, hefir hann nú öll
þingsætin (nema í Reykjavík),
þótt hann sé í minnihluta í þeim
öllum. Það er að þakka hinum
örugga styrk Framsóknarflokks-
ins í dreifbýliskjördæmunum, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefir enn
ekki náð völdum. Það er gleggsta
sönnun þess, að hann er öflugasti
og áhrifamesti andstæðingur i-
haldsins.
Af þvi, sem hér er rakið, má
það vera ljóst, hver sú breyting
er, sem þarf að verða á stjórn-
málaástandinu, ef koma á efna-
Fyrirkomulag á atvinnurekstri
Raeða Skúia Guðmundssonar viS 1. umræiu s sameinuSii pingi um
Sjáifstæliismanna um hiuideiidar og arSskipiifyrirkomufag.
Fyrir Alþingi liggur nú til-
laga Framsóknarmanna um und
irbúning löggjafar um fram-
leiðslusamvinnufélög, eins og áð-
ur hefir verið skýrt frá liér í
blaðinu.
Þrír þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa lagt fram tillögu
í þinginu um athugun á lilut-
deildar- og arðsskiptifyrirkomu-
lagi í atvinnurekstri.
Fyrri umræða um tillögu
Sjálfstæðismanna hófst í sam-
einuðu Alþingi 11. þ. m. — Þá
flutti Skúli Guðmundsson þing-
maður Vestur-Húnvetninga ræðu
þá, er liér fer á eftir:
Eins og fram er tekið í grein-
argerð, sem fylgir þessari þings-
ályktunartillögu, hefir þetta mál
áður legið fyrir Alþingi.Það var
á síðara þinginu 1937, sem tveir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
báru fram tillögu til þingsályktun
ar um hlutdeildar- og arðskipti-
fyrirkomulag á atvinnurekstri
landsmanna,- Tillögu þessari var
vel tekið á þingi, en það urðu
litlar umræður um hana þar. Eft-
ir að annar af flutningsmönnum
málsins hafði gert grein fyrir því
í stuttri framsöguræðu sagði hátt-
virtur þáverandi þingmaður Barða
strandarsýslu (Bergur Jónsson)
nokkur orð um tillöguna. Hann
lýsti ánægju sinni yfir því, að til-
lagan var fram komin, en hann
benti á að það væri dálítið ein-
kennilegt að koma með þetta úr-
ræði á þeim tíma, þegar útgerð-
armenn hafa lýst því yfir, að ekki
væri hægt að reka útgerð með
neinum hagnaði hér á landi, held-
ur með 110 þús. kr. tapi á hverj-
um einasta togara, og hann spurði
flutningsmann tillögunnar að því,
hvað sjómenn mundu fá mikinn
arð með þessu fyrirkomulagi, ef
það væri rétt að árlegt tap á
hverjum togara sé 110 þúsund
krónur og hér um bil hlutfalls-
lega það sama á hverjum mótor-
bát, sem gerður er út. Framsögu-
maður svaraði ekki þessari spurn-
ingu, en sagði að þó að togaraút-
gerð hefði um thna verið rekin
með tapi, kæmi vonandi það ár-
ferði, að útgerð skili rekstrar-
ágóða, og þá mundi þetta fyrir-
komulag geta notið sín, ef því yrði
á komið. Fleiri töluðu ekki um
málið, og tillagan var samþykkt í
sameinuðu Alþingi 21. desember
1937.
Á fundi í sameinuðu Alþingi
næsta dag, 22. desember 1937, var
nefndin kosin. Kosnir voru tveir
menn af lista Sjálfstæðismanna,
sjálfir flutningsmenn tillögunnar;
ennfremur voru kosnir í nefndina
tveir Framsóknarmenn og einn
Alþýðuflokksmaður. Nefndin var
kölluð saman til fundar skömmu
síðar. Eg hygg að það sé rétt
munað að það hafi verið í janúar-
mánuði 1938, eða nú fyrir um það
bil 18 árum. Á þessum fundi var
kjörinn formaður nefndarinnar og
varð fyrir valinu annar fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, sem var jafn
framt flutningsmaður tillögunnar,
eins og ég hefi áður vikið að. En
fulltrúi Alþýðuflokksins í nefnd-
inni var kjörinn ritari. Nefndar-
menn munu að sjálfsögðu hafa
gert ráð fyrir því, að formaður
mundi innan skamms boða til ann
ars fundar í nefndinni, en það hef-
Skúli GuSmundsson
ir nú ekki orðið. Bendlr það ekki
til þess, að það hafi verið mjög
brennandi áhugi fyrir málinu hjá
upphafsmönnum þess. — Þeir tím
ar komu nokkru eftir að þessi til-
laga var samþykkt á þingi og
nefndin kosin, að ýmiss atvinnu-
rekstur hér á landi varð arðvæn-
legri heldur en verið hafði um
skeið áður, og t. d. útgerðin, sem
nokkuð var minnst á í umræðun-
um um tillöguna 1937, var þó
nokkur ár rekinn með hagnaði, en
þá var ekkert á þetta úrræði
minnst af upphafsmönnum máls-
ins. I
Mér skilst að það sé m. a. til-
gangurinn með flutningi þessa
máls, að bæta sambúð atvinnu-
rekenda og verkamanna. Oft hafa
risið deilur milli þessar aðila, og
víst væri það gott, ef finna mætti
nýjar aðferðir við rekstur atvinnu
fyrirtækja, sem hefðu í för með
sér hagkvæmari rekstur og bætta
sambúð allra þeirra aðila, sem þar
starfa.
í sambandi við þetta mál vil ég
leyfa mér að minna á það að fyrir
þinginu liggur einnig önnur til-
laga, áður fram borin, á þingskjali
46, um undirbúning löggjafar um
framleiðslusamvinnufélög. Sú til-
laga er til athugunar í þingnefnd.
Þar er bent á fyrirkomulag við
framleiðslustörf, sem margir munu
telja einna vænlegast til þess að
setja niður deilur, því að í slíkum
félögum eru sömu mennirnir at-
vinnurekendur og verkamenn. Þar
gerist það, að í stað þess að ganga
í þjónustu einstakra atvinnurek-
enda, stofna verkamenn, fleiri eða
færri saman, sjálfir atvinnufyrir-
tæki, sem þeir reka í félagi,
vinna við og skipta með sér arð-
inum af rekstrinum eftir reglum,
sem þeir hafa samþykkt.
Samvinnufélögin hér á landi
hafa verið áhrifamest á verzlunar
sviðinu, þó að þau hafi látið mörg
fleiri viðfangsefni til sín taka. —
Víða um landið hafa menn eð
mestu leyti tekið ómökin af kaup-
mönnunum. Menn hafa stofnað
samvinnufélög um viðskiptin og á
þann hátt tekið í sínar eigin hend
ur útvegun á vörum, er þeir þurfa
að kaupa, og sölu á þeim fram-
leiðsluvörum, er þeir þurfa að
selja. Með þessu fyrirkomulagi
hafa þeir tryggt sér betri útkomu
á viðskiptunum en þeir hefðu get
að fengið með öðru móti.
hagsmálunum í heilbrigt horf.
Gróðamennirnir og milliliðirnir
verða að missa þá óeðlilegu valda
stöðu, sem sundrungin til vinstri
skapar þeim nú. Þetta getur að-
eins orðið með þeim hætti, að
Framsóknarflokkurinn eflist og
aukin samstaða náist með hin-
um lýðræðissinnuðu flokksbrot-
um til vinstri. Sú fylking, sem
þannig yrði mynduð, væri líkleg
til að geta haft gott samstarf
við samtök hinna vinnandi stétta
til lands og sjávar. Hún ætti og
að geta hlotið skilning margra
þeirra, sem að undanförnu hafa
skipað sér í sveit með millilið-
unum og Moskvuvaldinu af hrein
um misskilningi.
Til þess hlýtur að koma mjög
fljótlega, að úr því verði skorið,
hvort slík samstaða næst. Tilraun-
um, sem gerðar verða í þá átt,
mun mikil athygli veitt. Þeir for-
ingjar eða flokksbrot, sem skerast
úr leik, sýna með því og sanna,
að þeir vilja halda áfram glund-
roðanum, sem nú er, þótt þeir tali
á aðra leið. En kjósendur munu
gera sér grein fyrir slíkum lodd-
araskap og fella dóm sinn í sam-
ræmi við það.
Vafalaust má telja að það væri
lieppilegt að úrræðum samvinn-
unnar yrði beitt við framleiðslu-
starfsemina meira hér eftir cn
hingað til. Ef verkamenn, sem
vinna við ákveðna framleiðslu-
grein, taka síg saman og stofna
sitt eigið framleiðslufélag, eru
þeir um leið sjálfir orðnir atvinnu
rekendur. Þeir hafa þá eignaum-
ráð og alla stjórn þeirra íyrir-
tækja, er þeir starfa við, og ráð-
stafa hagnaðinum af þeirn, þegar
um hann er að ræða. Með þessu
geta þeir bezt tryggt sér sann-
virði vinnu sinnar. Með þessu
létta þeir einnig fyrirhöfn og á-
hyggjum af mörgum einstökum
atvinnurekendum, sem bera sig
oft illa yfir ýmis konar örðugleik-
um, er að þeim steðja.
Margt bendir til að þetta muni
vera heppilegasta fyrirkomulagið
og að það muni verða upp tekið
í ýmsurn greinum atvinnulíísins.
Vera má að einhverjir atvinnu-
rekendur og verkamenn hafi trú á
því hlutdeildar- og arðskiptifyrir-
komulagi, sem um getur í þings-
ályktunartillögunni og vilji koma
því á. Ef svo er, á það rétt á sér,
og mæli ég því ekki gegn tillög-
unni, þó að ég líti svo á, að hægt
muni að finna fyrirkomulag i at-
vinnurekstri, er muni vera heppi-
legra heldur en það, sem um get-
ur í þessari tillögu. En það vil ég
segja að síðustu, að verði slíkt
fyrirkomulag upp tekið, þá ætti
það ekki við aðeins á þeim tím-
um, þegar sérstaklega gengur erf
iðlega fyrir atvinnurekstrinum,
heldur ætti það einnig að gilda
þegar betur árar.
Getraunlrnar
í þrioju umferð bikarkeppn-
innar urðu aðeins fjórir leikir
jafntefli, þrem varð ekki lokið og
einum var frestað alveg. í síðast-
liðinni viku tókst að ljúka öllum
þessum leikjum og er það venju
fremur fljótt. Leikir þessir fóru
þannig: Bedford-Arsenal 1-2 (eft-
ir framlengdan leik), Bury-Burn-
ley 0-1, Bolton-Huddersfield 3-0,
Exeter-Stoke 0-3, Hull-Aston Villa
1-2, Luton-Leicester 0-4, Manch.
City-Blackpool, 2-1 og Scunhorpe-
Rotherham 4-2. Á 1. deildar lið-
unum 22 eru þá 7 fallin út úr
bikarkeppninni, þar af féllu þrjú,
Luton, Manch. Utd. og Preston fyr
ir 2. deildar liðum. Um þessar
mundir eru vellirnir yfirleitt lík-
astir drullupollum og í vikunni
var svo mikil rigning og vatn á
mörgum þeirra, að segja má, að
eðlilegra hefði verið að leika þar
sundknattleik.
Spáin fyrir næstu viku:
Aston Villa-Chelsea ....... lx
Burnley - W. B. A...........1x2
Charlton-Newcastle ......... 12
Luton - Birmingham ........ 1
Manch. City- Huddersfield ..12
Portsmouth-Arsenal ........ 1
Freston - Manch. Utd......... 2
Sheff. Utd.-Cardiff ....... 1
Sunderland - Bolton ....... x
Tottenham - Everton ........ 12
Wolves - Blackpool ........ 1
Swansea - Sheff. Wedn........ 2
Fjárhagsáætlnn
Vestmannaeyja
afgreidd
Bæjarstjórn Vestmannaeyja af-
greiddi nýlega fjárhagsáætlun
kaupstaðarins fyrir yfirstandandi
ár. Ileildartekjur eru áætlaðar 8
milljónir 225 þúsund krónur, þar
af eru útsvör áætluð sjö og hálf
milljón. Helztu gjaldaliðir eru:
Væntanlegt framlag í atvinnuleys
istryggingasjóð 1 millj. 210 þús.
krónur, tií menntamála 1 millj.
250 þús. krónur og til verklegra
íramkvæmda 1 millj. 700 þús. kr.
Róðrastöðvunin
Sú gæfa féll útgerðarmönnum
og sjómönnum í Vestmannaeyjum
í skaut um þessi áramót, að vinnu
íriður rofnaði ekki, og eru nú í
gildi kjara- og fiskverðssamning-
ar í Vestmannaeyjum fyrir yfir-
standandi ár.
Mætti ætla eftir hina dýrkeyptu
reynslu, sem fékkst af róðrabann-
inu í fyrra, að útgerðarmenn
myndu hugsa sig tvisvar um, úð-
ur en þeir tækju aftur að vega
í sama knérunn. En svo hefir ekki
oroið, heldur hafa útgerðarmenn
í Eyjum aftur komið á róðrabanni
vegna glímu um útgerðargrund-
völl við ríkisvaldið.
Um það verður ekki deilt, að
ekki er hægt að reka útgerð með
fjórhagslegu öryggi með óbreytt-
um aðstæðum, en það er auðvelt
fyrir útgerðarmenn að ná fram
viðhlítandi samningum um út-
gerðargrundvöll við ríkisvaldið,
með öðrum hætti heldur en þeim
sem nú hefir verið farinn, þ. e.
með því að stöðva sjósókn Ef harð
ræðum þarf að beita, og ef harð-
ræðum er beitt, þá væri ósköp ein
föld sú leið fyrir samtök útgerð-
arinnar að stöðva afskipun á sjáv-
arafurðum, þar til lausn á deilu-
málunum fæst. En með því að
hindra, að afli geti borizt á land,
þar sem kjarasamningar eru í
gildi, er ekki annað gert, en að
fyrirbyggja að verðmætaöflun
verði framkvæmd, og sá afli, sem
missist nú og síðar við það að sjó-
sókn stöðvast, rýrir afkomumögu
leika þjóðarinnar allrar og þar
með útgeröarmannanna sjálíra.
Það er vondur siður að bíða
alltaf með samninga fram á síð-
ustu stundu. Allir aðilar vita og
hafa lengi vitað, að nýja samninga
þurfti til þess að útgerð væri rek-
in með fjárhagslegum árangri á
árinu 1956.
En í útgerðarmálunum sannast
málshátlurinn gamli, að þegar jat
an er tóm, þá bítast hestarnir. —
Viðskiptin við útgerðina og af-
urðavinnslufyrirkomulaginu er
þann veg háttað, að það er ekki
nóg til skipta á miili útgerðar-
manna og sjómanna, og þess vegna
er þessum aðilum alltaf att sam-
an, þrátt fyrir það, að þeir eiga
sameiginlegra hagsmuna að gæta,
og þurfa báðir að fá rétt verð fyr-
ir framleiðslu sína, en því verður
ekki á móti mælt, að það eru fisk
kaupa- og fiskverkunar- og fisk-
söluhagsmunirnir, sem eru alls ráð
andi í samtökum útgerðarmanna.
Staðfesting á þessari fullyrð-
ingu liggur glöggt fyrir í þeirri
staðreynd, að fiskimjölsverksmiðja
ein í nágrenni Reykjavíkur er nú
að kaupa upp togara í stærri stíl
en áður hefir þekkst hérlendis og
telur sig i skjóli fiskimjölsvinnsl-
unnar og annarrar nýtingar afl-
ans hafa góða möguleika til arð-
bærs reksturs, sem ckki er til stað
ar hjá þeim, sem vantar slíka að-
stöðu og verða að selja aflann upp
úr sjó.
í stórum dráttum hefir alltaf
mátt flokka útgcrð á íslandi í
tvennt, þá útgerð, sem selur afla
upp úr sjó, og berst í bökkum
og þaðan af verra, og svo útgerð-
ina, sem hefir aðstöðu til vinnslu
og nýtjngar aí'lans og yfirleítt
vegnar vel.
Gera má ráð fyrir, að tiltölu-
lega íljótlega verði með einhverj-
um hætti gert eitthvert bráða-
birgðafyrirkomulag til þess að
veiðar hefjist, en það verður að-
eins tjaldað til einnar nætur. Til
þess að varanleg lausn fáist á
vandamálum útgerðarinnar þá
verður útg. að taka vinnslu aflans
í sínar hendur, og mun það verða
aðalviðfangsefni löggjafa- og ríkis
valdsins að finna leiðir til þess
að koma þeim málum í fram-
kvæmd, þannig að sjómenn og út
geðarmenn geti búið við sann-
virðisgrundvöll.
(Framsókn, Vestmannaeyjum)