Tíminn - 25.01.1956, Qupperneq 1

Tíminn - 25.01.1956, Qupperneq 1
 20. blað. Mikill afli fyrsta róðrardaginn yið Faxaflóa Sandgerðisbátar raeð 12-20 lestir, raisjafnt annars staðar Frá fréttariturum Tímans. í gær voru margir bátar frá Faxaflóahöfnum á sjó í fyrsta róðri vertíðarinnar. Eftir þennan fyrsta róður virðast aíla- horfur mjög góðar. Má telja, að í öllum verstöðvum við Faxa flóa hafi afli veið ágætur og landburður hjá nokkrum bát- um í Sandgerði. trillubátur stundað veiðar á grunn miðum Grindvíkinga undanfarið og aflað heldur illa. Um 20 bátar verða gerðir út frá Grindavík í vetur og eru nokkrir þeirra að- komubátar. Aðeins einn þeirra, Sæljón frá Reykjavík, er kominn í verið og fór í fyrsta róður sinn í gærkvöldi. Góður afli sySst. Fréttaritari Tímans í Keflavík símaði í gær, að 25 bátar hefðu verið þaðan á sjó í gær og hefði afli þeirra verið mjög misjafn. Þeir sem fóru lengst suður með Reykjanesi á mið Sandgerðinga öfluðu mjög vel, eða allt að 15 lestum, en aðrir fengu minni afla, allt niður í fjórar lestir. Margt Aflahæstu bátarnir í Sandgerði komu að landi með 20 lestir úr fyrsta róðri vertíðarinnar, og margir voru með 12—20 lestir, svo ekki verður annað sagt en vertíðin fari vel af stað þar. Þar voru 7 bátar á sjó og reru stutt, 30 til 40 minútur frá Sandgerði. Afli Sandgerðisbáta var nær eingöngu þorskur, svo ýsa fékkst varla í soðið. En ýsa þykir ekki eins eftirsóttur fiskur til útflutn- ings nú og oft áður. Bátum fjölgar. Alls verða um 20 bátar gerðir út frá Sandgerði í vetur. Fæstir aðkomubátanna eru komnir í ver- ið. Tveir þeirra, Þorsteinn og Hann es Hafstein frá Dalvík, komu í gær að norðan. Margt aðkomufólk kom til ver- tíðarstarfa til Sandgerðis í gær og fyrradag og hefja frystihúsin vinnslu í dag. Mun búið að ráða nægan mannafla til starfa hjá flestum fiskverkunarstöðvunum. Misjafnt í Grindavík. Fréttaritari Tímans í Grindavík, sagði í gær, að þaðan hefðu fimm bátar verið á sjó og afli liefði verið misjafn, þó ekki minni en 5 lestir. Bátarnir reru nokkuð djúpt til hafs frá Grindavík og var mikill hluti aflans ýsa. Hafði r Tómas Arnason tek- ur sæti á Alþingi Bernharð Stefánsson, fyrsti þing maður Eyfirðinga, situr nú á fund- um Norðurlandaráðs og tekur vr-ra fólk hefir komið til Keflavíkur í verið síðustu dagana, enda þarf margt aðkomufólk þar til vertíð- arstarfa. Fiskvinnsla hefst í frysti- húsunum í Keflavík í dag og verð Framhald á 2. síðu. Framsóknarvist Framsóknarfélögin í Reykjavík gangast fyrir skemintisanikomu að Hótel Borg 1. febrúar. Þar verður spiiuð framsóknarvist, sungið og dansað og verður ugg laust fjörugt og skemmtilegt eins og vanalega á Framsóknarvist- um. Gott væri að fólk, sem ákveð- ið er í að sækja samkomuna, panti aðgöngumiða sem fyrst m. a. til þess að vísbending fá- ist um hvort muni þurfa að fá alla sali Borgarinnar fyrir sam- komuna. — Pöntunum er veitt viðtuka í símum 6066 og 5564. Börnin á Akureyri nota skíftafæriÖ Þrátt fyrir mikið frost nota unglingarnir á Akureyri skíðafærið í um þessa dagana. Mynd þessi var tekin fyrir nokkrum dögum af skíðafólki í gilinu norðan Oddagötu. Fundur Framsóknarmanna um útvegs- málin var fjölsóttur og ánægjulegur r ö1 maður hans, Tómas Árnason deild arstjóri í varnarmáladeild, sæti lians á þingi. Tómas hefir aldrei setið á þingi áður, en mun nú gegna þingstörfum í tvær vikur. Kristinn Gunnarsson forstjóri, tók einnig sæti á þingi í gær sem vara inaður Emils Jónssonar. Umræður stóðu fram yfir miðnætti - vanda- mál útvegsins rædd frá ýmsum hiiðum- í fyrrakvöld var haldinn mjög fjölmennur fundur Fram- sóknarmanna um sjávarútvegsmálin í Tjarnarkaffi. Fram- sögumenn voru Finnbogi Guðmundsson, útgerðannaður í Gerðum og Stefán Jónsson, skrifstofustjóri. Hjörtur Hjartar, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, setti fundinn og skipaði Sigurvin Einarsson fundarstjóra, en Bjarna V. Magn- ússon fundarritara. í snjöllu ávarpi rakti Hjörtur tilgang fundarins og minntist á hlutverk Framsóknarflokksins í mál- um útvegsins. Finnbogi í Gerðum tók síðan til máls og þakkaði boðið á fundinn og víðsýni stjórnarinnar. Taldi hann sig tvímælalaust túlka ein- dreginn vilja mikils meiri hluta útgerðarmanna um allt land úr öllum flokkum. Ræddi hann fyrst hinar almennu hliðar útvegsmál- anna og nauðsyn þess, að útgerð- inni væri ekki of þröngur efna- hagslegur stakkur skorinn. Að því loknu sneri hann sér að sögu út- gerðarinnar í landinu, allt aftur til 1920. Hann kvað góð lífskjör landsmanna stafa af því, að fiski- miðin hafa verið nýtt, en þó langt frá því sem skyldi. Ennfremur að afkoma útvegsins væri mjög ná- tengd allri afkomu þjóðarinnar. Hann kenndi rangri gengisskrán- ingu um þá miklu kyrrstöðu, sem ríkti í framkvæmdamálum útgerð- arinnar á árunum eftir 1930 þ. e. a. s. of hárri skráningu og röng- um verzlunarviðskiptum. Á stríðsárunum taldi hann hið mikla blómaskeið útgerðarinnar. Kom Finnbogi víða við sögu, svo sem um breytingu á fislcverkun- um, misheppnaða nýsköpun, unz halla tók undan fæti, þannig að kaupgjald og verðlag fór stór- hækkandi og dollaraeign fór hrað minnkandi. Voru allir gömlu tog- ararnir i'eknir með tapi. Taldi hann, að stefnan í viðskiptamálum hefði verið röng sem áður á þeim tíma, því að mest hefði verið verzl að við lönd með hinum frjálsa gjaldeyri í stað þess að leita meiri markaða í klíringlöndunum. Vildi hann einkum láta auka leit að nýjum markaði og í því sambandi deildi hann hart á stærstu fisk- útflytjendur fyrir að hafa aðeins opnar skrifstofur í löndum með frjálsan gjaldeyri. Framleiðsluaukning. - Hann sagði að minnka þyrfti skrifstofu- og verzlunarbáknið, stytta skólaskyldutímabilið og auka þannig velmeguii meðal þjóð arinnar. Nauðsynlegt væri að sem flestir ynnu að fratnleiðslunni. Taldi liann, að höfuðborgin væri allt of stór og það myndi öðrum landshlutum til mestra hagsbóta, ef vald höfuðborgarinnar væri minnkað og aðrir fengju að sitja að þeim afrakstri, sem þeir sköp- uðu með framleiðslu sinni. Reykja vik skapaði ekki mikla framleiðslu og byggi hún því við óeðlilega stóran hlut. Bátagjaldeyririnn til góðs. Hann fullyrti, að bátagjaldeyris- fyrirkomulagið hefði orðið til góðs en hefði þó ekki verið nóg, þar sem mikill hluti flotans hefði þrátt fyrir það verið rekinn með tapi. Togarana kvað hann rekna und- antekningarlaust með tapi og færi það stöðugt versnandi. Hann taldi þróunina í viðskiptamálum mjög varhugaverða. Einnig kvað hann það slæma þróun málanna, að þeir sem njóta þeirra forréttinda að fá að höndla gjaldeyrinn græði á tá og fingri, en þeir, sem skapi hann fái ekki sinn hlut. Hann á- leit engu minni síldargöngur við ísland heldur en Noreg og þyrfti því að stórauka síldarleit með full komnum rannsóknartækjum eins og Norðmenn hafa gert. Leiðjn til úrbóta. Fínnbqgi taldi heppilegustu leið irnar til. úrbóta vera stórauknar bætur við útgerðina. # Frjálsan gjaldeyri og afnám allra þeirra sérréttinda, er ætti sér stað í gjald eyrisveitingum. Reglurnar ættu að koma jafnt niður á öllum. Ilann deildi á vanþekkingu ýmissa þing manna og nefndi þar sem dæmi þingmann Sjálfstæðisflokksins á Heimdallarfundi. Finnbogi . lauk máli sínu með þeirri kröfu, að allir milliliðir svo sem hagfræðingar og aðrir lang- skólamenn yrðu fjarlægðir úr ráðuneytum stjórnarinnar, og þar skyldu settir menn, sem gjör- þekktu málefni framleiðslunnar, lærðir í lífsins skóla. Þá tók Stefán Jónsson, skrif- stofustjóri, annar frummælandi til máls. Leit hann sýnilega öðrutn augum á málið og kvað það t. d. fullkomið vantraust á ríkisstjórn- (Framhald á 7. síðu). Framsóknarvist í Hafnarfirði Framsóknarfélag Hafnarfjarð- ar heldur skemmtun með fram- sóknarvist næst komandi fimmtu dag kl.'8,30 síðd. í Alþýðuhúsinu, Á eftir verður dansað. Fjölmenn ið á þessa skemmtun. Færð greiðist ! í Eyjafirði Frá fréttaritara Tímans á Akureyri í gær. Hér mældist 19 stiga frost í dag og er það hið mesta í þessum frostakafla. Mjólkurbílar komust til bæjarins í gær með harðræð- um og fluttu, ásamt bátum, í bæ- inn 40 þús. lítra, en annars er daglegt mjólkurmagn oftast 25—26 þús. lítrar. í dag er verið að ýta snjó af vegum og umferðin að greiðast. Heiðskírt veður er.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.