Tíminn - 25.01.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.01.1956, Blaðsíða 6
TÍMINN, miðvikudaginn 25. januar 1956. 20. blað. PJÓDlEIKHtíSID Góði dátinn Svæk Sýning í kvöld kl. 20,00. | Maður og kona eftir Jón Thoroddsen Emil Thoroddsen og Indriði Waage færðu í leikritsform Leikstjóri: Indriði Waage Sýning fimmtudag kl. 20,00. Jónsmassudraumur Sýning laugardag kl. 20.00 Aðgöngumiðasala opin frá kl. 13,15 til 20. Tekið á móti pönt- unum. Sími 8-2345, tvær línur. Pantanir sækist daginn fyr- Ir sýningardag, annars seldar öðrum. Síðasfa brúin Mjög áhrifamikil ný, þýzk stórmynd frá síðari heimsstyrj öldinni. Hlaut fyrstu verðlaun á alþjóða kvikmyndahátíðinni í Cannes 1954, og gull-lárviðar- sveig Sam Goldwyn’s á kvik- myndahátxðinni í Berlín. — í aðalhlutverki ein bezta leik- kona Evrópu Maria Schell. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. Danskur skýringartexti. BÆJARBIO — HAFNARFiRÐl - Kærleikurinn er mestur ítölsk erðlaunamynd. Leikstjóri: Roberto Rossolini Nýjasta kvikmynd Ingrid Bergman Myndin hefir ekki verið sýnd hér á landi áður. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184 TJARNARBIO dznl I48S. SHANE Ný, amerísk verðlaunamynd í litum. Mynd þessi, sem er á- kaflega spennandi sakamála- mynd, hefir alls staðar fengið mjög góða dóma og mikla að- sókn. — Aðalhlutverk: Alan Ladd, Jean Arthur. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BIO Ég er tvíkvænismaður (The Bigamist) Frábær, ný, amerísk stórmynd. Leiktsjóri: Ida Lupino. — Að- alhlutverk: Edmond O'Brien, Ida Lupino, Joan Fontaine, Edmund Gwenn. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Allra síðasfa sinn. Danskur texti. ÞBRÐUR 6. HALLDORSSON BÓKHALD6- og ENDUR- SKOÐUNARSKRIFSTOFA SKATTAFRAMTÖL Ingólfsstræti 0B. Biml 82540. ILEIKFEIAGi [RBYKJAyÍKUg Kjarnorka og kvenhylli Gamanleikur eftir 1 Agnar Þórðarson. Sýning í kvöld kl. 20,00. Aðgöngumiðasala eftir kl. 14. Simi 3191 ,, Hafnarfjarð- arbíó 9249. Regina (Regina Amstetten) Ný, þýzk, úrvaiskvikmynd. Danskur texti. Sýnd kl. 7 og 9. Þetta er mynd, sem allir ættu að sjá. Sýnd kl. 7 og 9. NYJA TITANIC Magnþrungin og tilkomumikil ný, amerísk stórmynd, þyggð á sögulegum heimildum um eitt metsa sjóslys veraldarsög- unnar. — Aðalhlutverk: Clifton Webb Barbara Stanwyck Robert Wagner. Frásagnir um Titanic-slysið birtast um þessar mundir í tímaritinu Satt og vikublaðinu Fálkinn. Sýnd kl. 5. 7 og 9. HAFNARBIO Biml 8444. Ný Abott og Costello-mynd: Flækingarnir (A & C meet the Keystone Kops) Alveg ný, sprenghiægileg ame- rísk gamanmynd, með hinum vinsælu skopleikurum: Bud Abbott, Lou Costello. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BIÖ — 1475 — Dóftir dómarans (Small Town Giri) Bráðskemmtileg bandarísk söngva- og gamanmynd í lit- um. — Aðalhlutverk: Jane Powell, Farlay Granger, Ann Miller, ennfremur syngur hinn vinsæli Nat King Cole í myndinni. Sýnd kl. 5, 7 og 9. AUSTURBÆJARBIÓ Sjö svört brjóstahöld (7 svarta Be-Ha) Hin sprenghlægilega og vinsæla, sænska gamanmynd. Danskur texti. Aðalhlutverkið leikur hinn vin- sæli grínleikari Dirch Passer ásamt Anna Lisa Ericsson og Stig Jarrel Sýnd kl. 5 og 9. Hljómleikar kl. 7. SIGURÐUR ÓLASON hrl. Lögfræðiskrifstofa Laugaveg 24, kl. 5—7. Símar: 5535 — 812)3. Frá Kirkjuráði Kirkjuráð hinnar íslenzku þjóð- kirkju kom saman til funda í Keykjavík dagana 18. og 19. janúar síðast liðinn. Meðal þeirra mála, sem ráðið fjallaði um, voru þessi: 1. Aukið fjárframlag til Kirkju- byggingasjóðs. Biskup skýrði frá hinni miklu nauðsyn, sem á því er að auka framiag ríkissjóðs til Kirkjubyggingasjóðs. Lánbeiðnir kirkna á árinu 1955, þeirra, sem rétt áttu til lána úr sjóðnum sam- kvæmt úrskurði sjóðsstjórnar, námu einni milfjón þrjú hundruð sjötíu og fimm þúsund krónum, en aðeins reyndist unnt að veita ki'. 450 þúsund. Á þessu ári liggja að auki fyrir lánbeiðnir, sem nema rúmlega 700 þúsundum króna. Kirkjuráð mælti eindregið með því, að fjárfi-amlag til sjóðs- ins yrði stórlega aukið. Ennfrem- ur heimiJaði Kirkjuráð fyrir sitt leyti að veita Kirkjubyggingasjóði lán úr Prestakallasjóði, kr. 500 þúsund nú þegar, ef ríkið vildi óbyrgjast þá upphæð og endur- greiða hana ásamt 6% vöxtum á næstu tveim árum. Yrði sú greiðsla að sjálfsögðu að vera við- bótarframlag til sjóðsins 1957 og 1958. Mundi að þessu verða veru- leg hjálp söfnuðum til handa. 2. Fjárhagsmál. Lagðir voru fram reikningar þeirra sjóða, sem eru á vegum Kirkjuráðs og nú nema samtals nær 13 milljónum nema samtals nær 1,3 miljónum rúmlega 50 þúsund krónum á þessu ári til styrktar kristilegum tímaritum og blöðum og til kaupa á kennslumyndum kristilegs efnis og sýningarvél 3. Kennsluréttindi presta og guðfræðinga. Kirkjuráð áréttaði samþykkt sína frá 1. nóv. 1954 um það, að prestar og guðfræðingar fengju full kennsluréttindi í kristn um fræðum við skóla landsins, og fól forseta sínum að vinna að fram gangi þess máls. Ennfremur taldi Kirkjuráðið það mjög nauðsynlegt, að hæfum guðfræðingi verði falið eítirlit með kristindómsfræðslu í skólum, og veili hann jafnframt leiðbeiningar við æskulýðsstarf kirkjunnar. Ýms fleiri mál voru rædd, þar á meðal Kirkjuþingsmálið og út- gáfuréttur að kristilegum og kirkjulegum ritum, er eigi hlíta lengur ákvæðum laga um höfunda rétt. POUJADE (Framhald af 5. síðu.x mútuþægir." — Monsiur Poujade kvaðst aldrei hafa verið svo orð- ljótur. Fieiri þingmenn biönduðu sér í deiluna, sem endaði með því, að nokkrir þingmenn jafnaðar- manna sögðu honum að hypja sig og ýttu honum lieldur óþyrmilega út á götuna. Poujade er ekki þing maður. | HANS MARTIN: 5 19 SOFFIA BENINGA iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiilllilliiuiiiiik | VOLTI | Norðurstíg 3 B. R aflagnir afvélaverkstæði | afvéla- og I aftækjaviðgerðir I Wjiiiiiuiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiuiiiiuiiiiiiiii hugstætt og áður fyrr. Nú er ég á leið til Jövu — landsins míns. Svo gekk húrrtil klefa síns. Hún hafði þegar að baki nokkr- ar kveðjustundir í lífi sínu, stundir sársauka og tára. Þessi stund var bærilegri en hinar fyrri, því að hún fól líka í sér gleði fyrirheítsins. Þegar Soffía vaknaði næsta morgun, leit hún þegar út, og við henni blasti sólblátt haf. Hún tók að syngja og vakti Maríönnu, sem var nú glöð og hvíld. Það hallaði að hádegi, og flestir höfðu lokið morgunverði, þegar hún kom upp í borðsalinn. Mandurinn (brytinn) kom þegar til hennar; — Tabeh, njonja. (Góðan daginn, frú). — Tabeh, mandur. Hún hafði ekki talað malajisku í tuttugu ár. Móðir hennar hafði ekki viljað heyra slíkt heima. Nú varö hún að ein- beita sér til að muna hversdagsleg orð. „Frú S. Beninga Willings og dóttir“, stóö á korti á boröi hennar. Ég er komin heim aftur, hugsaði Soffía, er barnsmál henn- ar hljómaði í eyrum. Orðin komu nú reiprennandi, er hún ræddi við þjóninn. Á bamasvæðjnu á þiljum uppi tók hjúkrunarkona í ein- kennisbúningi á móti Maríönnu. — Ég skal gæta hennar vel, frú. Hvað héitir hún? — Maríanna, Maríanna Beninga. Unga stúlkan horfði á barnið og spurði svo; — Líklega ekki í ætt við Bernard Beninga, sem skrifaði þessa frægu bráðfyndnu bók? Soffía hrökk: við, og hafði ekki svarið á reiðum höndum. — Hann er faðir hennar, sagði hún svo. — Við erum að fara í stutta héimsókn til Jövu. — Er herra ^eninga einnig farþegi hér á skipinu? — Nei, hann er í Eevrópu. — Það var leiðinlegt. Bernard virtist vera sérstakt eftirlæti barnfóstra, hugs- aði hún með hæðni. Hún mundi eftir þessari bók. Hún hafði komið út fyrir fimmtán árum, og fólk muhdi enn eftir h.enni. Vafalaust mundu flestir farþegarnir muna eftir henni og höfundarnafninu. Hvers vegna hafði hún ekki heldur farið með frönsku skipi.? Af því að ég vil sigla heim með landsmönhum mínum, svaraði hún sjálfri sér. Ég verð að halda mig við það, sem ég sagði barnfóstrunni. Ég- mun koma fram sem gift kona en ekki fráskilin. Þá munu karlmennirnir ekki verða eins nær- göngulir, en auövitað væru ástarævintýrin á næsta leiti eins og i öllum öðrum löngum sjóferðum. Soffía gekk upp á þiljur og fann sér stól. Hún kinkaði kolli til hægri og vinstri, og aðrir farþegar gáfu henni gætur í iaumi. Hún vissi svo sem, hvað fólk hugsaði? Ung og fall- eg kona, líklega frönsk. En þegar hún kallaði á þjóninn á hreinni malajisku, reis einn karlmannanna úr sæti og sagöi: — Má ég kynná mig? — Já, sjálfsagt, svaaröi hún á hollenzku, kipraði hvarm- ana og brosti. Og í sömu andrá skynjaði hún, að. giftu kon- urnar í hópnum litu á hana með tortryggni. Þegar hún nefndi nafnið Beninga, varð kliður í hópnum. Kona hins kunna rithöfundar. Hann er einnig málari, bætti einhver við. Menn gáfu henni nánar gætur. Samræðurnar urðu fjörugri. Hún var að fara til Jövu . . . Ætlaði að búa hjá Henk Will- ings-sykurkónginum . .. Pólk þekkti hann svo sem ... Hressi- legur náungi, Henk, maður sem kunni að njóta lífsins. Þegar fyrsta daginn var Soffía eins konar kjarni, sem m,enn drógust að, þvi að þótt hún væri borin í Austur-Indíuni og alin þar upp, var yfir henni vesturlenzkur blær, sem menn löðuðust að. Hún lék á alls oddi og lét fyndnina fjúka. Þegar Maríanna kom til móður sinnar, undruðust menn ljóst hár hennar og blá augu. — Já, hún líktist Bernard manni mínum, sagði Soffía til skýringar. Stundum var henni þó örðugt að segja það ó- þvingað. Sólgullnir dagar mynduðu samhangandi keðju. Lág strönd Egyptalands kom í ljós með Alexandríu óg síðar Port Said. Austuriönd færðust nær. Farþegarnir skutust í land, en hún hélt kyrru fyrir. Þröngur Suesskuröurinn tengdi skipaleiöina rnilli Evrópu og Asíu. Svo breiddist hafiö út á ný. Sólin skein og hitinn var illþolandi, þótt kælispaðarnir snerust. Menn klæddust hitabeltisfötum og skipshöfnin var öll hvítklædd. Svo mættú þau skipum, þar á meöal frá Jövu. Farþegarnir veifuðu glaðlega milli skipanna. Ailir voru glaðir. Ailirj sem eru að fara ,h.eim tii Evrópu, eru glaðir og óþreyjufullir, og þeir, sem eru að fara aftur austur, eru líka glaðir, því að heimkoman varð þeim vonbrigði. Og skipiö hiélt sína leið. Það kom til Colombo, Belawan, Singapore, ög þaö var síðasti viðkomustaðurinn, áður en komið var til-Jövu. Svo liðu nokkrir dagar, unz farþegarnir fóru að stara óþreyjufullir í austur. Loksins hróþáði éinn: — Java, og allir þutu á fætur. Grá rönd sást úti viö sjóndeild- arhringinn. SOffía horfði langa stund á þessa rönd, en gekk svo til klefa síns. Hún tók að búa niður föt sín. Seinna um kvöldið gekk hún á þiljur. Þá var siglt meðfram lágri strönd, og hún sá gerla viðlegustaura fiskibátanna. Þar voru nær naktir menn að störfum við net sín. Loks lagðist skipið að bryggju. Landfestar voru tengdar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.