Tíminn - 31.01.1956, Side 2

Tíminn - 31.01.1956, Side 2
z TÍMINN, þriðjudaginn 31. janúar 1956. 25. blað. Finninn Hakulinen reyndist enn ósigrandi í 30 km. skíðagöngu Fyrsta grein frá Vetrar-ÖIympíuIeikunum í Ítalíu Finnland og Þýzkaland hlutu fyrstu gullverSlaunin á sjö- fmdu Vetrar-Ólympíuleikunum, sem nú standa yfir í Cortína í Ítalíu, í 30 km. skíðagöngu karla og stórsvigi kvenna. Silfur- verðlaun hlutu Svíþjóð og Austurríki, sem einnig hlaut bronz- verðlaun ásamt Rússlandi. Eftir fyrsta keppnisdaginn hafa Fínnland, Þýzkaland og Rússland flest stig, 10 hver þjóð. Finnski skíðakóngurinn Veikko Hakulinen — en sagt er, að hann æfi jafnvel enn meir en sjálfur Zatopek — greiddi Rússum þungt högg með því að sigra örugglega í 30 km. skíðagöngunni. Tími Haku- linens var 1:44,06 — 24 sekúndum betri árangur, en næsti maður gekk á, en það var Svíinn Sixten Jernberg. Fyrst í þriðja sæti kom Rússi í mark, nefnilega Pavel Kolt sjin, sem gekk á 1:45,45, en hins vegar tókst Rússum að tryggja sér þrjú næstu sætin. Rússar höfðu sjálfir reiknað með, að þeir myndu að minnsta kosti hljóta tvenn verðlaun í þessari grein, og eink- um og sér í lagi bjuggust þeir við, að heimsmeistarinn Vladimir Kuz- in myndi verða fyrstur, en hann varð að láta sér nægja fimmta sæt ið, tveimur mínútum og þremur sekúndum á eftir finnska sigurveg aranum. 30 km. skíðagangan var mjög spennandi. Hin snjólétta braut var afar hál, því nýfallinn snjór hafði bráðnað, og úrslit í göngunni voru eins mikið undir því komin, að réttur skíðaáburður væri notaður, eins og þoli og styrkleika kepp- enda. Svíi fyrstur framan af. Von Svíanna, hinn 26 ára gamli skógarhöggsmaður Jernberg, var örugglega fyrstur fyrri helming leiðarinnar, en þá fór Hakulinen að draga mjög á hann og gekk af- ar hratt, en hann hafði þá náð lé- legum skíðaáburði af og borið rétt á. Rússarnir drógu einnig á Jern- berg. . Hakulinen komst síðan fram fyrir Svíann og einkum dró í sund ur með þeim síðasta kílómeterinn. UtvarpLð Útvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 18.00 Dönskukennsla; II. fl. 18.30 Enskukennsla; I. fl. 18.55 Tónleikar íplötur): „Escales", hljómsveitarverk eftir Ibert. 20.30 Erindi: Um Bagdad (Guðni Þórðarson, blaðamaður). 21.05 Dagskrá Sambands bindindis- félaga í skólum. 22.10 Lestur passíusálma hefst (Séra Eiríkur Helgason prófastur í • Bjarnanesi las sálmana á seg- j ulband skömmu fyrir andlát sitt). 22.20 Vökuiestur (Broddi Jóhanness.) 22.35 „Eitthvað fyrir alla“. 23.15 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 12.50—14.00 Við vinnuna. 18.00 íslenzkukennsla; I. fl. 18.30 Þýzkukennsla; II. fl. 18.55 Framburðarkennsla í ensku. 20.00 Útvarp frá Alþingi. Árnað heilla Trúlofun. ■ S. 1. laugardag opinberuðu trúlof- un sna ungfrú Guðrún Gísladóttir frá Fossi, Suðurfirði og Einar Ein- arsson, Laugur í Hrunamannahreppi. Á tímabili höfðu Rússarnir einnig náð Jernberg, en honum tókst að hrista þá af sér og komst í mark einni mínútu og 15 sékúndum -á undan næsta Rússa. Svartur dagur fyrir Norðmenn. Árangurinn í göngunni var slæmur fyrir Norðmenn, en þeir höfðu reiknað með, að Hallgeir Brenden yrði framarlega. (Hann bætti þó fyrir í gær með að sigra í 15 km. göngu eins og á Olympíu- leikunum í Osló 1952). Svo varð þó ekki og Norðmaður kom fyrst í mark í fjórtánda sæti. Fyrstu 10 menn í 30 km. göng- unni urðu þessir: 1. Hakulinen, 2. Jernberg, 3. Koltchin, 4. Schelju- kin 1:45,46, 5. Kuzin 1:46,09, 6. Terentje 1:46,43, 7. Per Erik Lars son, Svíþjóð, 1:46,51, 8. Lennart Larsson, Svíþjóð, 1:46,56, 9. Latsa, Finnlandi, 1:47,30 og 10. Matous, Tékkóslóvakíu, 1:48,12. Stórsvig kvenna. í stórsvigi kvenna voru bæði Andrea Mead Lawrence frá Banda ríkjunum, ólympíumeistari 1952, og Madeleine Berthod frá Sviss, sem talinn var örugg með sigur fyrir leikana, sigraðar af 29 ára gamalli þýzkri stúlku, Ossi Reie- hert, sem er dóttir auðugs hótel- eiganda. Andrea Mead og Mada- lene urðu jafnar í fjórða sæti, en árangur svissnesku mjaltastúlk- unnar var frábær, því stuttu eftir viðbragðið varð hún fyrir óhappi, sem kostuðu að minnsta kosti 5 dýrmætar sekúndur. Madaleine Berthod var án sam- jafnaðar fljótust og öllum kepp- endunum, en á erfiðum stað missti hún augnablik jafnvægi, sem varð til þess, að hún fór fram hjá hliði nr. 13 í stað þess að fara í gegnum það. Hún stanzaði strax og hélt upp fyrir hliðið aftur til að verða ekki dæmd úr leik. Andrea Mead Lawrence, sem varði sinn ólympíska titil, sýndi mjög góðan stíl, en náði þó ekki betri tíma en 1:58,3 mín., en sig- urvegarinn fékk tímann 1:56,5 mín. Tvær Ijóshærðar, austurískar stúlkur, hlutu silfur- og bronzverð- laun. Það voru Puzzi Frandel og Thea Hochleiter, sem runnu skeið ið á 1:57,0 og 1:58,2. Ossi Reichert, sem á Olympíu- leikunum 1952 varð í þriðja sæti í svigi, fékk rásnúmer eitt. Braut- in var rúmur einn og hálfur kíló- meter að lengd. Fyrri umferðina fór hún mjög glæsilega og það varð þegar greinilegt, að Madalene Berthod var sú eina af keppend- unum sem hún þurfti að óttast. En óhapp Madaleine var nákvæm eft- irlíking á óheppni hennar á úr- tökumóti í Grindelwald, þar sem hún fór einnig fram hjá hliði og varð nr. fjögur. Rússneska stúlkan Eugeniya Sidorava, sem fyrir keppnina var talin bezti þátttakandinn frá Rúss- landi, varð fyrir sömu óhpppni og Madaleine. Hún fór framhjá hliði, HAKULINEN en varð ekki eins fjót og hin að átta sig og komast af stað aftur og varð því mjög aftarlega. Fyrstu 10 í stórsviginu urðu sem hér segir: Ossi Reickert, Þýzkal. 1:56,5 mín. 2. Puzzi Frandl, Aust- urríki, 1:57,8 mín. 3. Thea Hoch- leitner, Austurríki 1:58,2 mín. 4. —5. A.M. Lawrence og M. Bert- hod 1:58,3 mín. 6. Lucille Wheel- er, Kanada, 1:58,6 mín. 7. Borghild Niskin, Noregi, 1:59,0. 8. Mary- sette Annelæ, Frakklandi, 1:59,4 mín. 9. Regina Schöpf, Austurríki 2:000,6 mín. og 10. Josette Nevi- ere, Frakklandi, 2:00,8 mín. Rannsóknir CFramhald aí 1. e15u) . lokið liggja yfirheyrslur — eðli málanna samkvæmt — að mestu niðri. Skákin (Framhald af 1. síðu). kvöld og hefir Larsen þá hvítt. Eftir þessar skákir er staðan þannig, að Larsen hefir 3 Vi vinn ing, en Friðrik 2%. AfurtSasalan (Framhald af 1. síðu). sem hafa verið mestu ráðandi í liinu óheppilega fyrirkomulagi af- urðasölunnar — það væri djúp- stæður ágreiningur um þetta inn- an stjórnarflokkanna. Þess væri ekki að vænta úr her- búðum Sjálfstæðisflokksins, að hann myndi ganga inn á stefnu Framsóknarmanna í viðskiptamál- um og fengjust því engar gagn- gerar breytingar á málum þessum, nema skipt væri um forustu, en mjög þýðingarmikið væri að breyta til hins betra í þessum efn- um. Nauðsyn frumvarpsins. Skúli Guðmundsson kvað það lífsspursmál fyrir þjóðina, að út gerð fiskiskipa héldi áfram og koma í veg fyrir, að vörusala til annarra landa félli niður. Til þess að svo megi verða, hefði frv. þetta um Framleiðslusjóð verið Iagt fyrir þingið. Ræða Skúla verður birt í heild í blaðinu á morgun. Nú er rcíti tímiiin lil að panta fyrir vorið „ALKATHENE“ plast-vatnspípur springa ekki í frosti og tærast ekki. Eru léttar í meðförum og koma í allt að 500 feta rúllum. Endast endalaust. Hagstætt verð. Auðvelt er að leggja þessar pípur, t. d. er liægt að draga þær í með kílplóg í grjótlausu landi. Bændur og sumarbústaðaeigendur! Það er óráð að nota annað í vatnsleiðslu. Það er eins ljóst og dags- ljósið að ,,PERSPEX“ báru-plastplötur eru það albezta, sem þér getið fengið í glugga á verk- smiðjur og útihús. Nií er rcffi tíminn til að panta fyrir vorið UMBOÐSMENN: KRISTJÁNSSONH. F. Borgartúni 8. — Sími 2800. Vifinið ötullega að útbreiðslu T I M A IV S för Innilegar þakkir fyrir auSsýnda samúð við andláf og jarðar- Ingigerðar Árdísar Björnsdóttur, Bjarkargötu 12. Börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúðj við andlát og iarð- arför föður okkar, afa og tengdaföður Jónasar Jónassonar, Múla, Vestur-Húnavatnssýslu, Börn, barnabörn og iengdabörn. Myndasaga barnanna: Æfintyri í Afríku

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.