Tíminn - 31.01.1956, Page 4

Tíminn - 31.01.1956, Page 4
4 TÍMINN, þrigjudaginn 31. janóar 1956. 25. blaS. Ræða Eysteins Jónssonar fjármálaráðherra í eldhúsdagsumræðunum í gærkveldi: Nýju álögurnar eru óhjákvæmile kaup- og verðhækkananna á síðastliðnu ári Án þeirra myndi útfluiningsframleiðsðan siöðv- . ast og kjör þjóðarisinar versna stórkostlega Eysteinn Jónsson, fjármáiaráðheri'a Þegar síðast voru haldnar eld- húsumræður á Alþingi, voru ný afstaðin mikil átök um kaupgjald í landinu. Hafði þá verið knúin fram með mjög löngu verkfalli og ærnum fórnum fyrir verka- menn og raunar þjóðarbúið allt, veruleg almenn kauphækkun, án [æss að nokkur hefði þó í rauninni trú á því, að undirstöðuframleiðsl- an gæti borið hana. Þessir atburðir áttu sér tvenns konar rætur. Annars vegar var mikil eftirspurn eftir fólki til vinnu, sem stafaði af breyttum atvinnuháttum togaranna og mik- illi fjárfestingu. Þessi mikla eftir- spurn villti ýmsum sýn um það, undir hverju framleiðslan gæti ris ið. Á hinn bóginn var svo verka- lýðsforusta kommúnista, sem eins og vant er, beið tækifæris, til að setja efnahags- og atvinnulífið úr skorðum. Fannst henni tilvalið að notfæra sér þetta tækifæri, til þess að koma af stað almennri kauphækkun, sem þess yrði vald- andi að gera þyrfti stórfelldar nýj ar ráðstafanir vegna framleiðsl- unnar. BrotiS blað í efnahags- sögu landsins. Kommúnistar höfnuðu í upphafi hinriar miklu deilu allri samvinnu um að leita að raunverulegum kjarabótum fyrir verkalýðinn eft- ir öðrum leiðum, og sögðu að kaupið ætti að hækka. Höfnuðu siðan boði um 7% kauphækkun fyrstu daga verkfallsins, vegna þess að þeir vildu hafa langt verkfall, scm gerði mikið tjón. Miðuðu allar þessar framkvæmdir við að skapa erfiðleika, en ekki hitt að finna lausn, sem gæti kom- ið hinum lægst launuðu í landinu að varanlegu liði. Eg benti á það þá, að með þess uin ráðstöfunum væri brotið biað í efnahagssögu landsins. Fram að þeim tíma hafði framleiðslan farið vaxandi, verðlag haldist stöðugt í tvö og hálft ár, sparn aður aukist mikið, greiðsluaf- gangur verið á ríkisbúskapnuin, hægt að lækka skatta og tolla- álögur árlega nokkuð. Togaraút gerðin stóð á hinn bóginn höll- um fæti og liefði þurft að gera nýjar ráðstafanir til viðbótar þeini, sem áður höfðu verið gerð ar ,til stuðnings henni, þótt ný hækkunaralda hefði ekki verið reist. En allt hefðLþað verið við ráðanlegt og tiltölulega létt sam anborið við það, sem nú iiggur fyrir. Ég benti á þá og hvað eftir ann °.ð síðan, að þessar hækkanir yrðu r.ii þess að gera þyrfti nýjar stór- t'elldar ráðstafanir vegna fram- leiðslunnar. Þær mundu þar að auki hæklca útgjöld ríkissjóðs til launagreiðslna og á öllum sviðum. Vlundi því þurfa að grípa til nýrra iekjuöflunarráðstafana vegna ríkis öúskapsins og framleiðslunnar eða tireinlega fella gengi krónunnar. Þetta var ekki vandasamt að sjá, ?nda sama hvar maður kom um þessar mundir og heyrði á tal manna. Öllum var þetta ljóst strax þá. Afkoma útflutnings- framleiðslunnar. Athugum nú hvað fyrir liggur. Tökum fyrst útflutningsfrarnleiðsl ina. Nefnd var sett til að athuga af <omu togaranna 1954. í henni voru menn frá öllum stjórnmálaflokk- jm. Samkvæmt niðurstöðum nefnd arinnar var rekstrartap þá miðað við meðal afkomu nýsköpunartog- ara talið 950 þús. kr. á ári. Þetta voru fulltrúar allra flokka sam- mála um. Samkvæmt áætlun, sem nú er gerð á sama grundvelli, er yekstrartap talið 1 milljón 980 þús. Rekstrartapið hefir samkvæmt þessu aukist um rúmlega 1 millj. I Kekstrarkostnaður aukist um 1 millj. 420 þúsund. Aukningin er mest ó þessum liðum: Kaupgreiðslur hafa hækkað urn 545 þús. kr. Uppskipun um 165 þús. Viðhald um 70 þús. Olía um 410 þús. Mun þár koma til stórfelld farm hækkun, en togaraeigendur segjast fá olíuna með 5% álagi á aðfluln ingsverð. Auk þessara liða eru svo hækkanir á nærri öllum öðr- um kostnaðarliðum, enda hefir kaupgjaldið í för með sér hækk- un á þeim velflestum . Þessi niðurstaða sýnir, að tog- ararnir eru sízt betur haldnir nú með 5000 kr. rekstursframlag á dag, eins og þeim er ætlað í til- lögúm stjórnarinnar, en þeir voru með 2000 kr. framlag á dag 1954. Aætlunin um rekstur togaranna er miðuð við óbreytt verð á fiski til togaranna, eins og það er nú, en gert er ráð fyrir að leggja fram 5 aura á kg á togarafisk til þess að hindra verðlækkun á fiskinum, sem elia hefði verið skellt á af frystihúsunum. Bátarnir voru betur settir en tog ararnir áður en þessi nýja hækk- unaralda var reist, en samt ekki betur en svo, að óhugsandi var að þeir gætu undir nokkrum nýj- um áföllum risið, án þess að fá viðbótarstuðning. Kauphækkanir hafa haft í för með sér hækkun á rekstrarkostn- aði bátanna, sem samsvarar a. m. k. 5 aurum á kg af fiski, fyrir ut- an auknar greiðslur til hluta-sjó- manna. Auknar kaupgreiðslur útflutn- ingsframleiðslunnar nema á annað hundrað millj. kr. Hækkun á vinnslukostnaði frysti húsanna svaraði til 12 aura á hvert fiskkíló. Með hækkun á bátaálagið sem gerð var í síðastliðnum des- cmbermánuði, fengu fiskvinnslu- stöðvarnar upp í þetta rúma 6 aura á kg. Til þess að koma í veg fyrir lækkun á fiskverðinu til bátanna og togaranna, leggur ríkis stjórnin til að 5 aurar verði greidd ir í uppbót innanlands á hvert kg af hausuðum og slægðum fiski. Er það skilyrði sett fyrir þessari uppbót að fiskverð hækki ekki, en því hefir verið haldið fram af hálfu fiskvinnslustöðvanna, að fisk verð yrði að lækka samt. Hafa þó að iokum náðst samningar um ó- breytt verð, með tilstyrk þessarar uppbótar. Á því leikur enginn vafi, að hækkanir á framleiðslukostnaði útflutningsframleiðslunnar í hcild vegna kauphækkananna frá í vor, nema á annað hundrað millj. kr., því að kauphækkun sú, sem í upphafi var 11—12% er nú orðin á milli 21 og 22%, vegna víxlhækkana innanlands, sem af lienni hafa leitt. Þegar litið er á allar greinar útflutningsframleiðslunnar sem heild, sést því glöggt ,að óliugs- andi er að forðast stöðvun fram leiðslunnar og þar af leiðandi hrun í þjó'ðarbúskapnum, nema mcð því eina móti að þjóðin skili útflutningsframleiðslunni aftur einhverju af því, seni búið er taka af henni, og sem tvímæla- laust er mun meira en liún get ur með nokkru móti risið undir. Væri þetta vanrækt mundi það | verða þungt áfall allri þjóðinni. Þær álögur, sem nú eru fyrirhug- aðar í þessu skyni, eru að vísu stórfeildar, en þó smámunir ein- ir hjá þeim þjóðarvoða, sem af því leiddi, ef ekkert væri gert til þess að koma af stað framleiðsl- unni. Hvers virði er útflutnings- framleiðslan? Það er hollt fyrir landsmenn að minnast þéss, þegar slíkir atburð- ir gerast sem nú, hver staða út- fiutningsframleiðslunnar er, og hvað þeir eiga undir henni. Eg vil nefna dæmi um togarana. Fróður maður liefir gefið mér upp, að 220—230 millj. kr. muni greiddar í vinnulaun innanlands í santbandi við togarareksturinn. Af þessu muni um það bil helm ingur vera greiddur í Reykjavík og Hafnarfirði en hinn helming- urinn eða 110—120 milljónir annars staðar á landinu, víðsveg ar í sjávarplássunitm nú orðið- Þetta eru stórkostlegar tölur óg sýna betur en mörg orð hvað í húfi er, að togararnir geti geng ið hrukkulaust. Ef hefi því intður ekki við hendina hliðstæða áætlun um vinnulaunagreiðslur í sambandi við útgerð vélbátaflotans. En allir landsmenn vita, að bátaút- vegurinn er einn höfuðþáttur í atvinnulifi landsmanna og að lífs afkoma manna í sjávarþorpum landsins er blátt áfram undir því komin, að sá atvinnurekstur sé rekinn af kappi og áhuga. Og það er ekki aðeins afkoma íbúanna í sjávarplássunum, sem byggist á þessari framleiðslu. Hvað nnindi sá mikli fjöldi, er stundar siörf í landi, sem í fljótu bragði sýnást ekki vera nátengd útvegin- um, geta lengi haldið afkomu sinni í horfi, ef það mistækist að halda útgerðinni ekki aðeins gang andi, heldur blátt áfram í fullu fjöri? Útflutningsframleiðsla landsins hefir sérstöðu. Þegar hækkanir oiga sér stað á framleiðslukostn- aði, geta atvinnurekendur, sem stunda iðnað og samgöngur t. d., hækkað sínar vörur og sína þjón- ustu á innlendum markaði. Verð- lág landbúnaðarafurða er gert upp og metið einu sinni á ári og þá á að taka til greina þær hækkanir sem órðið hafa, og verðið að hækka innanlands í samræmi við þær. ! Þrjár leiiir. Sjávarútvegurinn, sem byggir af komu sína á útflutningi einvörð- ungu, hefir engar slíkar útgöngu- dyr. Menn velta hækkunum hver yíir á annan innanlands en þess- ar hækkanir koma fram með full- um þunga á framleiðslukostnaði sjávarútvegsiiis, án þess að sá at- vinnuvegur geti hækkað verðlag af urðanna. Verðlag á afurðunum fer eftir verðlagi á erléndum markaði. Erlendi gjaldeyririnn, sem útflytj endur fá fyrir vörur sír.ar, er með lögum af þeim tekinn við föstu lögákveðnu verði, og afhentur bönkum landsins, og þar notaður til vörukaupa 1 þágu allra lands- manna. Þegar svo er kontið, að búið er að ofhlaða útflutningsfram- leiðsiuna og eigi að afstýra stór- felldri kjararýrnun allrar þjóð- arinnar, þá er ekki nerna þrennt til: Að hækka verð það, sem útflytjendur fá fyrir þann gjald- eyri, sem þeir fá fyrir afttrðir sín ar þ. e. a. s. að lækka gengið eins og við köllum það í daglegu tali. Að koma á allsherjar nið- urfærslu á öllunt frantleiðslu- kostnaði í landinu, kaupgjaldi og verðlagi og allri þjónustu. En vilji menn hvoruga þessa leið a'ð hyllast eða séu slrilyr'ði ekki slík að þær verði farnar, þá eru að- eins einar útgöngudyr eftir, og þær verður að nota, þótt ekki verði sagt að þær leiði til rnik- iila fyrirheita um varanlegt og heppilegt ástand. Sú leið er upp- bótaleiðin. Skila til baka því, er oftekið er: Álögttr, uþpbætur. Það er þessi síðasta leið, sem ríkisstjórnin beitir sér nú fyrir sem neyðarúrræði til bráðabirgða til þess að forða frá óbætanlegu tjóni. Söngurinn um styrkþegana. í sambandi við ráðstafanir af því tagi, sem nú er verið að gera. er hætt við, að þeirri hugsun skjóti upp, að með þvílíkum ráðstöfun- um sem þessum, sé verið að gera almenningi í landinu að greiða styrki til þeirra, sem vinna beint að framleiðslunni. Er þá skammt í það, að hlutunum verði alveg snúið við. Allt standi á höfði fyr- ir mönnum og við förum öll að halda, að við höldum uppi fram- leiðslunni með framiögum af okk ar hendi, í stað þess að skilja, að framleiðslan skapar þau verð- mæti, sem lífskjör okkar ailra mótast af. Þessar nýjtt ráðstafanir eru sumpart gerðar, til þess a tf hækka eða halda uppi verði á sjávarafurðtim og sumnart til þess að Iækka framleiðslukostm- að sjávarútvegsins. Ennfremur til þess að haida unpi verði á útfluttum landbúnaðarafurðum. Siíkar almennar ráðstafanir eiga ekkert skylt við styrki til einstakra manna. Þær eru til- raun, til bess að koma málum svo. að skilyrði séu fyrir dug- mikla framleiðendur, íil þess að komast sæmilega af, ef allt geng- ur óhappalaust. Þær crtt einnig gerðar til þess að sjávarútveg- urinn gcti boðið fiskimönnum viðunandi kjör. Þessar ráðstafan ir eru gerðar, til þess að slyrk.ia grundvöll þann, sem við stönd- um ÖIl á, livaðá störf, sem við vinnum og livort sent við eigum lieinta á sjávarbakkanum eða innst í afdöltim landsins. Á hinn bóginn er það ástand, sem við nú búum við, og sem þessar ráðstafanir bera gleggstan vott um, stórhættulegt. Tilfærsla svo mikilla fjármuna í þjóðfélaginu, sem hór þarf á að halda, gerist ekki átaka-, öfund- ar- né tortryggnislaust, og þess er lieldur ekki von. Blekkingar upplausnar- aflanna. ’ Ráðstafanir sem þessar mynda prýðilegan jarðveg fyrir upplausn aröflin í þjóðfélaginu, énda eiga þessar útvarpsumræður víst að vera eins konar uppskeruhátíð kommúnistanna, sem bókstaflega iða í skinninu þessar vikur yfir því, hve vel hafi komið upp það, sem sáð var til í vor sem leið. Þelta ástand geiu'r lýðskrumur- um ýmis tækifæri, enda á óspart að nota það, eins og menn liafa einnig mátt heyra á þjóðvarnar- mönnum, sem reyndu að sá tor- Iryggni, öfund og beiskju á báða bóga. Það er reynt að ala á óvild í garð þeirra, sem vegna starfa sinna verða að hafa forgöngu um að afla fjár, til þess að halda fram leiðslunni gangandi. Það eru kynntir eldar öfund- ar og tortryggni, með því að kalla suma styrkþega, en t.elja öðrum trú um, að þeir séu féflettir að ófyrirsynju, til þess að halda uppi óhófslifnaði framleiðendanna og alltaf er hægt að finna einstök dæmi óhófs og ráðleysis, til þess að benda á. Hvílíkur jarðvegur fyrir þessi öfl niðurrifs og æsinga. Hver kallar aðra iðnaðarmenn styrkþega, þótt þeir hækki verð á vörum sínum innanlands, þegar framleiðslukostnaður vex? Hver (Frambald á 5. síða.)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.