Tíminn - 03.02.1956, Qupperneq 2
TÍMINN, föstudaginn 3. febrúar 1956.
2
28. bla'ð.
Fimm trillubátar sukku - tvo rak á land
Húsavík í gær.
í aftakaveðrinu síðari hluta dags
í gær og nótt urðu allmiklar
skemmdir í Húsavík. Sjógangur
var mikill í höfninni sukku fimm
trillubátar, sem þar lágu. Einn
trillubát rak upp í fjöru og sömu-
leiðis dekkbátinn Sæborgu. Bátar
þessir munu þó ekki skemmdir.
Þak fauk af hlöðu í Hjarðarholti
Við Húsavík og eins hluti af þaki
íbúðarhúss í kaupstaðnum. Hey
fuku víða, smáskúrar þeyttust
brott og fleiri skemmdir urðu. í
Bærsveitum hafa víða orðið nokkr
ar skemmdir, einkum á heyjum.
— ÞF.
Hús og hey fuku í S-Þing.
Fosshóli I gær.
Allmikið tjón varð í fárviðrinu
hér um sveitir. í Mývatnssveit
fuku þök, hey og fleira. í Baldur-
heimi fuku þrjú hey. Á Litlu-
Strönd fauk braggi. Þak fauk af
hluta af íbúðarhúsinu á Borg. Einn
ig varð talsvert tjón í Haganesi.
Á flestum bæjum varð eitthvert
tjón, einkum á heyi.
í Bárðardal varð víða tjón,
einkum á Heyi svo sem á Lundar-
brekku, Halldórsstöðum og Svart-
árkoti. Þakplötur fuku af íbúðar-
húsi á Fosshóli. í Ljósavatns-
hreppi varð lítið tjón. í Reykja-
dal varð víða tjón. Þak fauk að
hluta af íbúðarhúsi í Stafni og
einnig hlöðu. Einnig varð tjón á
skólahúsinu á Laugum og ýmsum
bæjum. í Aðaldal varð minna
tjón. Hlaða með heyi fauk á Daða-
Stöðum. — SLV.
Gemlingar
' (Framhald af 1. síðu.)
inni í fjárhúsi á Skeggstöðum og
voru þeir drukknaðir, þegar að
var komið.
I Þverárdal fauk um einn þriðji
af þaki íbúðarhússins. Auk þessa
fuku hey á stöku stað, þótt ekki
hafi það verið mikið. Ekki fór að
draga úr veðurhæðinni hér fyrr
en klukkan að ganga tvö um nótt-
ina. — GH.
Ukvarpib
Útvarptð I dag:
Fastir liðir eins og venjulega.
18.00 íslenzkukennsla; I. fl.
18.30 Þýzkukennsla; II. fl.
18.55 Framburðarkennsla í frönsku.
20.30 Daglegt mál.
20.35 Kvöldvaka: a) Sigfús Haukur
Andrésson kand. mag. talar
um galdraöldina á íslandi. b)
í Norðlenzkir kórar syngja. c)
Andrés Björnsson les kvæði
eftir HalJgrím Jónsson fyrrum
i skólastjóra. d) Benedikt Gísla-
son frá Hofteigi talar um Pál
Ólafsson skáld.
22.20 „Lögin okkar“.
23.15 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun:
Fastir liðir eins og venjulega.
12.50 Óskalög sjúklinga.
13.45 Hjúkrun í heimahúsum.
16.30 Skákþáttur.
17.00 Tónleikar (plötur).
17.40 Bridgeþáttur.
18.00 Útvarpssaga barnanna; XIV.
18.30 Tómstundaþáttur barna og
unglinga.
18.55 Tónleikar. Vinsæl hljómsveit-
arlög.
20.20 Ávarp frá Hinu íslenzka bibl-
íufélagi.
20.30 Upplestur: Þórarinn Guðnason
læknir les kafla úr ferðabók
Vigfúsar Guðmundssonar: Um
hverfis jörðina.
20.55 Tónleikar: Sígaunalög.
21.20 Leikrit: Byrðin eilífa eftir
Leck Fischer, í þýðingu Þor-
steins Ö. Stephensén.
22.20 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.
Hey- og húsatjón í
Skagafiríi
Sauðárkróki í gær.
Hér hvessti um miðjan dag í
fyrradag og fór vcðurhæðin stöð-
ugt vaxandi fram eftir kvöldinu.
Veðurhæðin mun hafa verið mest
í Blönduhlíð, en hey fauk á ein-
um átta bæjum allt upp í fjöru-
tíu hestar í stað.
í Djúpadal fauk braggi og fjöru
tíu hestar af heyi og gömul hlaða
brotnaði. Á Syðri-Brekkum fauk
fjárhús ofan af sextíu kindum, en
þær sakaði ekki. Þrjátíu hestar
af heyi fuku á Hrólfsstöðum.
Óstætt ve'ður.
Tjónið varð aðallega í Akra-
hreppi. Segir Björn á Ökrum, að
veðurhæðin hafi verið slík um
mjaltatíma um kvöldið, að hann
og annar maður til hafi átt fullt
í fangi með að hafa sig til bæjar
eftir mjaltir. Sagðist hann telja
vafasamt að einn maður hefði kom
ist, enda þurftu þeir að aðstoða
hvor annan. — GÓ.
Svarfaðardal í gær.
Hér var suðaustan rok í dag og
urðu miklar skemmdir í sveitinni.
Á Melum fauk þak af votheys-
gryfju. Fárviðrið braut 4 staura
og tætti rafmagnslínur í sundur.
Auk þess skemmdist fjósþak.
Á Búrfelli urðu smávegis
skemmdir á húsum. Á Atlastöðum
fauk hey og fjós skemmdist. Á
Sandá fauk hey og hluti af fjós-
þaki og hey fauk einnig á Göngu-
stöðum, þar sem járn fauk einnig
af íbúðarhúsi. Jeppi fauk og
skemmdist húsið mikið.
Á Heiðarsstaðarkoti fauk partur
af fjósþaki. Rafmagnslína slitnaði
og einn staur brotnaði. Á flest-
um öðrum bæjum urðu einhverj-
ar smávægilegar skemmdir. Á
Hreiðarsstöðum fauk þak af vot-
heysgryfju. í kvöld voru 7—12
vindstig af suðaustri. Menn muna
varla annan eins veðurofsa. — FZ.
Eden ávarpar
Bandaríkjaþing
Washington, 2. febrúar. — Sir
Anthony Eden ávarpaði báðar
deildir Bandaríkjaþings í kvöld.
Á morgun mun hann flytja ræðu,
sem sjónvarpað verður um Banda-
ríkin. í yfirlýsingu þeirra Eisen-
howers og hans er sagt m. a., að
Arabar og ísraelsmenn verði að
jafna ágreining sinn með því að
gera tilslakanir af beggja hálfu.
Sagt er, að friðurinn í Evrópu
verði ekki tryggður nema Þýzka-
land verði sameinað og Bonnstjórn
in sé sú eina ríkisstjórn, sem hægt
sé að viðurkenna lögmætan full-
trúa allrar þýzku þjóðarinnar.
Ambassadorar
Þar sem ríkisstjórnir íslands og
Frakklands óska að efla þau bönd
vináttu, sem tengja saman lönd
þeirra, hafa ríkisstjórnirnar á-
kveðið að hækka sendiherra sína
í París og Reykjavík í ambassa-
dora. (Frá utanríkisráðuneytinu).
Asbestklæ<$ningin brotn-
a$i
Dalvík í gær.
Ofsarok af suðri gerði hér síð-
degis í gær. Rokið hélzt fram á
seinni hluta nætur. Skaðar urðu
mjög víða. Á hlíð í Skíðadal fauk
hey. Á Másstöðum fuku járnplöt-
ur af ibúðarhúsi og asbestklæðn-
ing brotnaði á fjósi. Einnig fauk
töluvert af heyi á Steindyrum og
hlöðuþak fauk á Bakka, ennfrem-
ur þak af haughúsi á sama bæ.
Víðar varð minniháttar heyfok og
aðrar skemmdir.
Á vélbátnum Freyju laskaðist
borðstokkur, þar sem hún lá við
hafnargarðinn. Snjó hefir mjög
tekið upp og er nú orðið akfært
jeppum og trukkum um sveitina
og einnig til Akureyrar. — PJ.
Brúna á Skálm tók alveg af
Vík í Mýrdal í gær.
Tjón varð ekki tilfinnanlegt hér
í Mýrdal í ofviðrinu. Hins vegar
hljóp mikill vöxtur í ár, og brúna
á Skálm tók alveg af. Var þetta
trébrú á járnbitum, sett í sumar
og allgóð. Allmiklir garðar voru
báðum megin við brúna og vegur-
inn hærri en hún, og beindi þetta
vatninu mjög í farveginn og á
brúna. Mun það hafa valdið miklu
um að hún fór.
Stenzt það á endum, að þegar
Múlakvíslarbrúin er orðin fær, fer
brúin á Skálm, svo að erfitt er um
ferðir austur yfir sand. Þó má
aka yfir Skálm á stórum bílum,
sé lítið í henni, en verra verður
þegar frost eru langvinn, því að
þá bólgnar allt upp. — ÓJ.
Mikill vöxtur í Skaftá
Kirkjubæjarklaustri í gær.
Hér var veðurofsi og rigning í
gær og fram eftir kvöldi. Þak fauk
af hlöðu í Sandaseli í Meðallandi
og víða fuku þakplötur og annað
smávegis. Mikill vöxtur kom í
Skaftá, en hún var áður búin að
ryðja ís af sér og varð því ekki
tjón að. Flugvöllurinn er að verða
fær, og kemur það sér vel, þar
sem ófært er vestur á bóginn á
landi eftir að brúin á Skálm er
farin. — VV.
Makarios felfst á til-
lögur Breta?
Nicosia, 2. febrúar. — Makarios
erkibiskup afhenti Sir John Hard-
ing landstjóra í dag svar sitt og
grískumælandi manna á eynni við
tillögum Breta varðandi framtíðar
stjórnskipun eyjarinnar. Ekki hef-
ir svarið verið birt, en sagt er, að
biskupinn hafi^fallizt á tillögurn-
ar að einhverju leyti og tjáð sig
reiðubúinn til frekari viðræðna.
Bæjartogarar Siglfiríinga
komu bá<Sir meí fullfermi
Frá fréttaritara Tímans
í Siglufirði.
Hafliði, annar bæjartogari Sigl-
firðinga kom til heimahafnar í
fyrradag með fullfermi af fiski,
sem fór til vinnslu í hraðfrysti-
húsum. Hinn bæjartogarinn, Ell-
iði, er væntanlegur heim í dag
af veiðum einnig með fullfermi.
Talsvert er um skipakomur í
Siglufirði um þessar mundir. —
Helgafell er með um 300 lestir af
kolum til kaupfélagsins og Goða-
foss tekur freðfisk til útflutnings.
Jeppinn fauk um og hús hans brotnaði
Sýning í Listafflannaskálanum:
Kjarnorka í þjónustu
mannkynsins
Sýningin verður opnuð laugardaginn 4. febrúar
kl. 5,30 e. h.
Framvegis opin daglega kl. 14—22.
Aðgangur ókeypis.
Aðalsafnaðarfundur
HÁTEIGSSÓKNAR í REYKJAVÍK
verður haldinn sunnudaginn 5. febrúar 1956 kl. 2 e.h.
í hátíðasal Sjómannaskólans.
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning þriggja manna í sóknarnefnd.
3. Önnur mál.
SÓKNARNEFNDIN
Jörðin Mjóanes
í Þingvallasveit
er til leigu frá næstu fardögum. Nánari upplýsingar hjá
Sigurþór Jónssyni, Hafnarstræti 4, Reykjavík.
*SSS$SS$$$SS$SSSSSSSSS$SSSSSSSSS5SSSSSSS$SS$S$$SSSSSS$$SSSSSSS$S$SrS3SS3
Höfum flutt
SKRIFSTOFUR
vorar og varahlutaafgreiðslu
að Hverfisgötu 50.
GÍSLI HALLDÓHSSQH H.F.
Hverfisgötu 50 — sími 7000.
»SSS5«SS5S455S«SSS5SSSSSS5SSÍ«S«55«S5S5SS555555SS55555S55SS555555$SS5S«
SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS*
Verzlun okkar, að Laugavegi 37, verður lokuð fyrst
um sinn vegna flutninga. — Verður opnuð aftur seinni
hluta febrúarmánaðar að
Laugavegi 39
Viðskiptavinir okkar eru vinsamlega beðnir að snúa
sér til verzlunar okkar, að
Vesturgötu 17
Andersen&Lauth hf.
»SS9SSSSSSSSSSSSSSS$SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS3SSSS5SSSSSSSSSSSSSSSSSSSaSSSS*
Myndasaga
barnanna:
Æfintýri
í Afríku