Tíminn - 03.02.1956, Qupperneq 4
4
TÍMIXN, föstutlagiim 3. febrtíar 1956.
28. blaS.
Fjölþætt félagsstarf meðaí
iögreglumanna í Reykjavík
Hinn 24. jan. s. 1. var árshátíð Lögreglufélags Reykjavíkur
haldin aS Hótel Borg og jafnframt 20 ára afmæli félagsins,
en það var stofnað hinn 16. desember 1935.
Tilgangur félagsins er að efla
samvinnu meðal lögreglumanna í
Keykjavík og beita sér fyrir öllum
velferðarmálum þeirra, sérstaklega
launakjörum, tryggingum, mennt-
un, vinnutilhögun og vinnuvernd.
Ræður og gjafir.
Formaður félagsins, Erlingur
Pálsson, yfirlögregluþjónn, bauð
gesti velkomna og setti samkvæm
ið og tilnefndi veizlustjóra Ingólf
Þorsteinsson, yfirvarðstjóra.
Því næst tók form. til máls og
ræddi um helztu atriði í 20 ára
starfsemi félagsins.
Þá héldu ræður Bjarni Bene-
diktsson, dómsmálaráðhen-a, Sigur
jón Sigurðsson, lögreglustjóri,
Gunnar Thoroddsen. Færði hann
Lögreglufélagi Reykjavíkur að
gjöf kr. 10 þús. frá bæjarráði
Reykjavíkur í Slysa- og styrktar-
sjóð lögreglufélagsins. Form., Er-
lingur Pálsson þakkaði þessa höfð
inglegu gjöf.
Þá flutti Eysteinn Jónsson, fjár-
málaráðherra, ræðu um viðhorf
sitt til lögreglunnar.
Form. B.S.R.B., prófessor Ólafur
Björnsson, færði lögreglufélaginu
Jxamingjuóskir i tilefni afmælisins
og þakkaði því fyrir gott samstarf
á liðnum árum.
Lárus Salómonsson, lögreglu-
þjónn, flutti frumort kvæði.
Lögreglumenn heiðraðir.
Þá voru heiðraðir eftirtaldir
menn fyrir ánægjulegt samstarf
við lögreglufélagið og vinsamleg-
an skilning á hinu erfiða og
ábyrgðarmikla starfi lögreglunnar:
Bjarni Benediktsson, Eygteinn
Jónsson, Gunnar Thoroddsen, Sig-
urjón Sigurðsson og Valdimar
Stefánsson. Voru þeim færðir að
gjöf haglega gerðir ermahnappar
með lögreglustjörnunni.
Þá voru einnig heiðraðir með
sams konar gjöfum Jakob Björns-
son, fyrsti form. félagsins, og
Þórður Geirsson, fyrrv. lögreglu-
þjónn, hinn síðasti núlifandi lög-
reglumanna þeirra, sem gengu í
lögreglu Reykjavíkur um og eftir
síðustu aldamót.
Því næst voru borð upp tekin
og dansað fram eftir nóttu. Lög-
reglukórinn söng í samkvæminu
og einnig skemmti Hjálmar Gísla-
sOn með gamanvísum o. fl.
Fjölþætt félagsstarf.
Lögreglufélag Reykjavíkur hef-
ir beitt sér fyrir margs konar
menningarstarfsemi innan lögregl-
unnar, svo sem stofnun karlakórs,
og söngkennslu, íþróttaæfingum,
svo sem sundi, leikfimi, björgunar
æfingum og frjálsum íþróttum.
Félagsmenn hafa byggt handa
sér með frjálsum samtökum 45
íbúðir og í byggingarsamvinnufé-
lagi 50 íbúðir, allt mjög vandað
og rúmgott húsnæði.
Þá hefir lögreglufélagið komið
sér upp tveimur sjóðum. Lögreglu
sjóði, sem nú er orðinn rúmlega
kr. 105.000.00, og er varið til ýmis
konar mennta og menningarstarf-
semi innan lögreglunnar, og Slysa
og styrktarsjóði, sem nú er nálægt
kr. 11.500.00, eftir afmælisgjöfina
frá bæjarráði.
Þá hefir lögrcglan komið sér
upp bókasafni með' 1250 eintökum
aí úrvalsbókum, vel innbundnum.
Þá hefir lögreglufélagið fengið
5 hektara lands í Heiðmörk og sett
þar nú þegar niður allt að 9 þús.
plöntur með ágætum árangri.
Lögreglufélag Reykjavíkur hef-
ir verið viðurkenndur sjálfstæður
samningsaðili af rílci og bæ um
launamál sín og önnur hagsmuna
mál, sem snerta sérstöðu lögregl-
unnar. Hefir félagið staðið þar í
fylkingarbrjósti fyrir allri lög-
reglu landsins.
Brú á Klifanda í Mýr-
dal laskast
Fyrir tveim dögum laskaðist
brúin á Klifanda í Mýrdal svo, að
hún er ófær stórum bifreiðum, og
aðeins hægt að fara yfir hana á
jeppum og léttum bílum. Verður
Hraði — nákværani
Samlagning, frádráttur, margföld-
un og deiling. Auk þess má nota
vélina til að hefja upp í veldi og
draga út rætur. Er ennfremur til-
valið hjálpartæki við tölulegar
lausnir á dæmum úr „differential-
reikningi", ,,integralreikningi“ og'
„interpolationsreikningi".
NISA reiknivélin
tekur allt að 16 stöfum í útkomu.
Ómissandi hjálp fyrir skrifstofur, verzl
anir, iðnfyrirtæki. — Létt og sterk-
byggð. Auðveld í notkun, og er hægt
að læra meðferð vélarinanr á örfá-
um mínútum.
því að selflylja mjólkina að aust-
an, þannig að hinir eiginlegu
mjólkurbílar taka við henni vest-
an brúarinnar. Brú þessi er timb-
urbrú á timburstólpum, og gróf
undan einum stólpanum í ánni.
Verið er að gera við brúna, en
verkið er erfitt eins og nú hagar
til. — ÓJ.
*
Kaupmenn — Verzlunarfélög — Kaupfélög
Höfum eftirtaldar vörutegundir fyrirliggjandi til afgreiðslu nú strax af lager:
Þurrkaðir ávexfir, rtiður-
soðnir, sulta og ávaxtasafar
Þurrkuð epli
Kirsuberjasulta (erlend)
Þurrkaðar apríkósur
Niðursoðnar perur
í Vz og 1/1 ds.
Niðursoðnar apríkósur
. í Vz og 1/1 ds.
Niðursoðin kirsuber
í Vz ds. og glösum
Koktail kirsuber í glösum
Sítrónusafi
1 L/4, y2 og L31 fl.
Ýmislegt:
Spil
Útlent súkkulaðikex
Findus-barnamatur o. fl.
Niðursoðið grænmeti
(erlent)
Bakaðar baunir í ¥z ds.
Blandað grænmeti í % ds.
Súrkál í 1/2 ds.
Gúrkur í glösum
Pickles í glösum
Tómatar 'í súr í glösum
Þurrkað grænmeti
( pökkum
Rauðkál
Súpujurtir
Hvítkál
Laukuí
Púrrur
Gulrætur
Rauðrófur
Kakó, íe, búðingar o. f!.
Ergo-kakó í pk.
Monarch-kakóblanda í ds.
Tetley-te í Vi, 1/2 pk og ds.
Enskar te-kökur í pk.
Cardia-kökuduft í pk.
Monarch-ávaxtahlaup
5 tegundir
Bökynarvörur:
Hunang í glösum
Sykruð .kirsUber
Kókosmjöl
Kókósspænir í dósum
MAGNÚS KJARAN
UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN
Símar: 1345, 82150 og 81860
Kornvörur o. fi.
í pökkum:
Hýðishrísgrjón
Sagógrjón
Perlugrjón
Bankabygg
Top Corn Flakes
Kellogs Rice Crispies
— Frosted Flakes
Spaghetti
Makkaróní
Núðlur 0. fl.
Kryddvörur o. fl.
Slotts-sinnep í krúsum
Brio-soja
Reymersholm-matarolía
— síldarlögur
— majones í túp.
— Sandwich-
spread
Knorrsúputeningar
— þurrkraftur
— hænsnaseyði
Monarch-kryddvörur:
Majonesse
Salad cream
Sandwich Spread
Capers
Ávaxtasaiat
Piparrótarsalat
Koktail-sósa
Ilnetusmjör 0. fl.
Hreinlætisvörur:
Persil
Dr. Seifert-rakkrem
Dr. Seifert-tannkrem
Rakblöð
Hótelsápa
Boston-skóáburður