Tíminn - 03.02.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.02.1956, Blaðsíða 5
88. blað. TÍMIXN, föstudaginn 3. febrúar 1956. Fös£ud. 3. íebrúar Vantrauststillagan og Morgunblaðið Yíirlýsing sú, sem I-Iermann Jónasson gaf fyrir hönd Fram- sóknarílokksins við atkvæðagreiðsl una um. vantrauststillögu Þjóðvarn ármanna, er svo glögg, þótt fáorð só, að htin þarfnast elcki skýringa. Yfirlýsingln hljóðaði á þessa leið: „Framsóknarflokkurinn hefir þegar gert samkonmlag um af- . greiðslu þeirra mála, sem nú liggja fyrir Alþingi varðandi bráðabirgðastuðning við fram- leiðshma. Núverandi ríkisstjórn . beitir sér fyrír þessum bráða- birgðasíuðningi samkvæmt samn ingi, sem ríkisstjórnin hefir gert við sámtök framleiðenda. Fram- sóknarflokkurihn mun því ekki efna til stjórnarslita á þessu stigi. Á'liinn bóginn skapast ný , viðhorf að lokinni afgreiðslu þessara umsömdu mála. Þess vegna hefir verið unnið að und irbúningi flokksþings Framsókn- armanna, er taki ákvörðun um af stöðu flokksins til hinna nýju viðhorfa.“ Það liggur í hlutarins eðli, að úti lokað var fyrir Framsóknarflokk- inn að rjúfa stjórnarsamstarfið meðan verið var að afgreiða fjár- lögin og lögin um bráðabirgða- stuðning, sem samið hefir verið tim milli iitvegsmanna og ríkis- stjórnarinnar með samþykki Fram sóknarflokksins. Stjórnarslit á því stigi hefðu í fyrsta lagi verið vanefndir af hálfu ■Framsóknarflokksins og í öðru lagi teflt því í fulla tvísýnu, hvort nokkuð hefði orðið úr vetrarver- tíðinni, og.mun öllum ljóst, hvað af því myndi hafa hlotist. Með þeim fyrirvara. sem Fram- sóknarflokkurinn hafði, batt hann hins vegar ekki hendur sín- ar neitt til frambúðar, heldur að- eins .meðan verið var að koma fjár lögunum og hinum óhjákvæmilega bráðahirgSastuðningi við útgerð- •ina fram. Þvert á móti er sagt, að framgangur þessara umsömdu mála muni skapa ný viðhorf, sem flokkurinn múni taka afstöðu til á flokksþingi, sem haldið verði síð ar í vetur. . Morgunblaðið gerir framan- greinda yfirlýsingu Framsóknar- flokksins að sérstöku umtalsefni í forustugrein í gær og tekur henni lieldur illa. Það varpar m. a. íram þeirri spurningu, hvort þetta merki það, að Framsóknarflokk- urinn ætli að rjúfa stjórnarsam- vinnuna um framkvæmd hinna •miklu og mörgu framtíðarmála, sem riú sé unnið að. Hér er í raún réttri komið að því atriði, seni er kjarni þessa ináls. Hið nýja viðhorf, sem ' skapast eftir samþykkt um- ræddra bráðabirgðaráðstafana, 1 er fyrst og fremst fólgið í því, að athuga verður gaumgæfilega, Iivernig áframhald frariifaraiiiía verður bezt tryggt. Grunnurinn, liaflega, er alveg liruninn. T. d. sem þær voru reistar á upp- er rafvæðiugaráætluiiin miðuð við allt annað kaupgjald og verð Iag en nú er orðið. Til þess að tryggja franifarirnar þarf því ekki aðeins nýtt átak, heldur þarf, ef mögulegt er, að skapa alveg nýjan varanlegan efnahags grundvöll, ef ekki á að verða verulegt lát eða stöðvun á fram- farasókn undangenginna ára. Það verður höfuðverkefni flokks þingsins að gera sér grein fyrir því, hvernig bezt verði snúist við þessum vanda og framhald um- bótanna örugglegast tryggt. Hér er um svo stórt, nýtt verkefni að ræða, að eðlilegt er, að flokks- þing fjalli um það. • Þau hrigsl ættu annars ekki að amvinna umbótaaflanna getur ein leyst þann vanda, sem nú er fengist við Kaflar úr ræðum Eysíeins Jónssonar fjármálaráðherra síðara kvöld eldhúsdagsumræðnanna Tillögur Þjóðvarnar um hrað- frystingu athafnalífsins. Manni hefir skilizt, að Þjóð- varnarmönnum væri mikið í mun að fá skrúfað frá útvarpinu þessa dagana, til þess að geta látið ljós sitt skína. Það væri því ekki ó- fyrirsynju þó á þá væri minnzt, svona í allri vinsemd og þess, sem þeir hafa til lausnar vandamálun- um að leggja. Þeir lögðu fram í haust tillögur um vandamál fram leiðslunnar og þær eru óbreyttar ennþá. Var þeim lýst með nokkru yfirlæti á mánudaginn. Þeir virðast nokkuð grobbnir af þessum tillögum og buðu m. a. upp á, að þær ættu að vera grund- völlur að samstarfi um lausn vand ans. Tillögur þeirra eru í sem allra stytztu máli þær, að afnema sölu- skattinn og vera á móti allri nýrri tekjuöflun, en það myndi þýða hátt á annað hundrað milljón króna greiðsluhalla á fjárlögum. Þá er þó ótalið aðalpúðrið. En það er að afnema á einu bretti bátagjaldeyrishlunnindin, reksturs framlag til togaranna og yfirleitt allan beinan stuðning við útgerð- ina. Þetta mundi jafngilda því að svipta sjávarútveginn hátt á þriðja hundrað milljónum af þeim tekjum, sem menn meta nú, að honum sé alveg óhjákvæmilegt að fá minnst, ef sæmileg eigi að verða afkomuvonin. Þessi bjargráð Þjóðvarnar muridu jafngilda algeru rothöggi á sjávarútveginn og kippa gjör- samlega fótunum undan afkomu manna, ekki aðeins í sjávarpláss unum, lieldur að vörmu spori allra annarra. Þá Ieggja þeir til, að þegar svona liefir verið bú- ið í haginn fyrir framleiðsluna við sjóinn séu fiskiðjuverin af- lient útgerðarmönnum og fiski- mönnum og þeim sagt að sigla sinn sjó, við algerlega vonlaus, bókstaflega glórulaus reksturs- skilyrði. Það er ekki að furða, þótt þeim væri mál á að komast í útvarpið með þessa'speki. Þetta mundi jafn gilda fullkominni hraðfrystingu alls athafnalifs í landinu, ef nokk ur tæki tillögu þeirra alvarlega. Vantrausfstillaga ÞjóS- vamarmanna. En nú hefir einnig komið í ljós að þeir áttu fleiri erindi í lónið. Þeir höfðu vantrauststillögu i poka horninu, sem þeir lögðu fram og kröfðust, að til atkvæða kæmi, áður en náest væri skrúfað frá útvárpinu. Auðvitað fengu menn- irnir vilja sínum framgengt í því efni, sem sjálfsagt var. Þessi* vantraustsskrípaleikur þeirra Þjóðvamármanna mun lengi í minnum hafður á Alþingi. Þeir vita, að ríkisstjórnin er með samþykki stuðningsflokka sinna nýbúin að gera samninga við framleiðendur um stuðning, sem þarf að lögfesta. Engum nema fávitum gæti dottið í hug, að ann-1 Þeirra verkalýðspólitík ar hvor stjórnarflokkurinn efndi verkalýðnum ekkert í aðra til stjórnarslita í iniðju kafi, þeg- ar verið er að lögfesta samning- inn. Þó að Þjóðvarnarmenn komi skríiilega fram í mörgu, þá eru þeir ekki fávitar. Þess vegna vissu þeir þetta. Þessa vegna var gefur hönd, enda er hún byggð á allt öðrum starfsaðferðum og allt annarri stefnu cn annars staðar þekkist, þar sem umbótasinnað alþýðufólk ræður verkalýðssamtökunum. Kommúnistar vita að fleiri og vantraust þeirra broslegur skrípa flciri sjá þetta. Þeir eru því hrædd leikur, en það sem á bak við ligg ir j,ag er auðheyrt á tali þeirra. ur er alvarlegra. Margir álíta sem X,'óik skilur, að leiðin til kjara- só að þessi vantraustsflutningur bóta cr ekki sú að láta kommún- eigi að verða þeirra skálkaskjol ista hækka kauptaxta í stórum við áframhaldandi klofningsstarf-' stökkum, sem svo kemur að engu semi forustuliðs flokksins í þágu gagni. Menn vita, að það sem á íhaldsins og kommúnistanna. Það ag gera er að hækka í áföngum á eftir að koma betur í ljós, hvort og eiga at þatt f ábyrgu þjóð þetta er rétt eða ekki. En vita1 málastarfi, til þess að tryggja að mega himr svoköiluðu fyrirmenn kauphækkanir komi að því gagni, sem þjóðfélagsástæður frekast leyfa. Kommúnistum er ljóst, að fleiri og fleiri skilja, að kjarabar- áttan er svo skyld stjórnmálabar- áttunni, að alþýðustéttirnar þurfa að eiga sem mestan beinan þátt í stjórn landsins, til þess að tryggja sinn hag. Kominúnistar vita Iíka, að fleiri og fleiri sjá, að það er þeim talsmönnum alþjóðakonim- únismans að kenna, að alþýðu- stéttirnar við sjávarsíðuna á fs- landi eiga ekki jafnríkan þátt í stjórn landsins og þær ættu og þyrftu að eiga. Þess vegna er nú rétt einu sinni sunginn samfylkingarsöng- urinn og svo á milli, að það standi á hinuin. Nákvæmlega eins og þegar sá, sem stal reyndi að draga frá sér athyglina, með því að skora sem fastast á aðra að grípa þjófinn. í þessu liði, að slíkt verður ekki vinsælt. Öll er framkoma þcirra Þjóð- varnarforkólfanna með slíkum endemum um þessar mundir, að minnisstæð verður. Viðrcisnar- planið, yfirlætið, sleggjudómarnir og svo þar innanum þetta vísinda- lega útreiknaða slóttuga vantrausts plan eða hitt þó heldur, sem sýn- ir hvernig fer, þegar menn vilja leika refsins list, eiga fláttskap- inn, en vantar klókindin. Og um hinn sléttmála fyrirliða Þjóðvarnarmanna á Alþingi, háttv. 8. þingmann Reykjavíkur, hefir það eftirminnilega komið í ljós við þessi viðbrögð öll, að honum lætur betur að flytja fræðilegar vangaveltur um heimspeki varnar- leysisins en að fást við refskák þá, sem félagar hans vilja láta hann leika hér. Hann ætti að halda sér við hina áferðargóðu vangaveltur áfram. Annars hefir Þjóðvarnarflokk- urinn ýmsum baráttumálum hreyft. Það má minna á skúrmálið, söluskattsmál flokksformannsins, brotajárnsmálið og nú loks málið um að leggja niður tveggjeyringa, sem útaf fyrir sig er skynsamlegt. En það finnst bara mjög mörgum, að það væri mjög skynsamlegt að leggja niður tveggeyringinn i póli tíkinni lí'ka. Læt ég svo útrætt um Þjóðvarn armenn að sinni. Sundrungarstarf kommúnista. Ég kem þá örlítið að kommún- istum. Kommúnistar töldu sig víst leggja vel í ofninn í vor. Þeir vissu nákvæmlega hvað á eftir hlaut að koma og telja nú víst komið mál til þess að blása í'glæð- urnar og hella olíu í eldinn, sem þeir undirbjuggu þá. Þeir tala mikið um braskarana, en sarinleikurinn er sá, að sú póli- tík, sem þeir reka, er fyrst og fremst vatn á myllu braskara og milliliða. Enginn græðir á verð- bólguástandi eins og einmitt braskarar og blóðsugur. Koinm- únistar gætu ekki þjónað þeim betur en þeir gera, þótt þeir væru beinlínis í þeirra þjónustu upp á hlut. þurfa að vera svaraverð, að Fram- sóknarflokkurinn hafi í huga að bregðast framkvæmd rafvæðing- aráætlunarinnar, byggingarlöggjaf arinnar eða stuðningnum við upp byggingu sveita og sjávarþorpa, þar sem hann hefir haft aðalfor- göngu um þessi mál á undanförn- um árum. Framsóknarflokkurinn mun alveg eins og að undanförnu setja það á oddinn í samningum við aðra flokka, að framganga þessara mála sé tryggð. Það hafa verið og eru skilyrði hans fyrir stjórnarþátttöku. Ræða Ólafs Thors í eldhúsdags umræðunum sannaði það bezt, hvaða flokki er bezt treystandi til að standa vörð um framfar- irnar. Ólafur nefndi þar nokk- ur umbótamál, sem núverandi stjórn hefir komið fram og beitt sér fyrir. Öll þessi mál hcyrðu undir ráðuneyti, sem Framsókn- armenn veita forustn. Annað var aftur á móti uppi á tcningn um, þegar Ólafur fór að lýsa ástandi þeirra mála, sem lieyra undir ráðherra Sjálfstæðisflokks ins, eins og sjávarútvegsmál- anna og viðskiptamálanna. Þetta ætti að vera Mbl. holl lex- ía um það, að vera ekki að bera Framsóknarflokknum það á brýn, að hann sé líklegur til að bregð- ast framförunum. Kommúnistar misnota allan þann trúnað, sem þeim er sýnd- ur, með því að einangra verka- lýðinn pólitískt honum til stór- tjóns og landinu til mikils skaða. Og enn eru þeir við sama hey- garðshornið og þó mest þegar þeir hrópa hæst um samfylkingu og samstarf. Til vandamálanna hafa þeir ekki annað að leggja en marklaus yfir- boð og sjónhverfingatillögur, en höfuðstefna þeirra er sú, svo sem aldrei hefir greinilegar komið fram en í ræðu Br. Bj. á mánu- dagskvöldið, að Island eigi að reka sömu pólitík og leppríki Sov- étlýðveldanna í Austur-Evrópu. Þeir vilja flytja ísland austur fyrir járntjald. Á þessum mönnum að haldast uppi áfram að leika sundrungar- og klofningsleik sinn. En hann munu þcir leika og sundrunginni munu þeir viðhalda, nema alþýða landsins taki í taumana og styðji önnur öfl til valda. Kommúnistar vita, að þetta skýr i ist og þess vegna eru þeir nú liræddir, enda er það ekki að á- (stæðulausu. ! I Eyðileggingarstarf sérahags- munamanna og kommúnista. Allir skyni bornir menn ættu að sjá að við búum við hættulegt á- stand. Það er óhugsandi, að þjóð- félag okkar þoli til lengdar þann stórí'ellda öldugang í framleiðslu- og eínahagsmálum, sem við höfum búið við undanfarið. Átökin verða alvarlegri og alvarlegri. Stéttirn- ar nota í aj ríkara mæli stöðvunar- vopnið, hver gegn annarri og gegn ríkinu — þjóðfélaginu sjálfu. — Framleiðslan minnkar við þessi á- tök og þar með þjóðartekjurnar og lífskjörin verða rýrari en þau gætu verið. Fjármagn þrýtur, framfarir stöðvast og þjóðin verð- ur þurfandi og ósjálfstæð. Hvað veldur þessu? Tvennt að- allega. Sérhagsmunaöflin í landiuu eru of sterk, ráða of miklu. Sum part vegna þess, að þeim hefir tekizt að afla sér of mikils fylgis með þjóðinni og þó sérstaklega vegna sundrungar annara. Þessi öfl hreiðra um sig alls staðar, þar sem þau fá við kom- ið og reyna að koma f veg fyr- ir uppbyggingu þjóðfélagsins á sannvírðis- og réttlætisgrund- velli. Þeim verður auðvitað mik ið ágengt í þessu á meðan þau liafa eins konar stöðvunarvald í þjóðmálum landsins í skjóli sundrungar. Verðbólguþróun og upplausnarástand í fjármálum styrkir að ýmsu leyti þessi öfl. Slíkt skapar jarðveg fyrir fjár- plógmennsku og verðbólgugróða. Þar falla saman áhugamál sér- hagsmunaaflanna hinna þröngsýn- ustu annars vegar og niðurrifs- manna hins vegar, sem kalla sig til vinstri en eiga stöðu fyrir utan og neðan. Sérhagsmunaöflin eru of sterk og ráð of miklu, það er ann- að höfuðmeinið. Kommúnistar eru einnig sterkir. Það er hitt höfuð- meinið. Þeir vinna í þágu alþjóðakommún ismans og miða allt við það. Þeim tíefir tekist að ná yfirtökum í sum- um sterkustu verkalýðsfélögum landsins og ráða kaupgjaldspólitík inni. Miða hana ekki við hagsmuni verkalýðsins, heldur hitt að hnýta óleysanlega hnúta í atvinnu- og fjárhagslífi landsmanna. Einangra verkalýðinn frá þjóðmálastarfi, eu margsýnt er, að farsæld í þjóð- málum fer mjög eftir því, hvort verkamenn almennt, eiga þar já- kvæðan hlut að eða ekki. Störf kommúnista verða vatn á myllu upplausnar og gróðaaflanna í land inu. Það horfir ekki vel meS við- reisn liér, cf forráðamönmim al- þjóðakommúnismans á ísianái verða fengin áfram slík völd í félags- og þjóðmálum og þeir hafa nú. Og heldur ekki ef sér- hagsmunaöfl landsins verða styrkt frá því sem nú er, eða halda aðstöðu sinni vegna sundr ungar. Þriðja aflið, sem þarf ' að koma til sögunnar. Það er blindur maður, sem ekki sér, að þörf er á nýju viðhorfi í þjóðmálum íslendinga. Það þarf að kveða niður sundr- ungarstarfsemi alþjóða kommún-' ismans og hnekkja sérhagsmuna- öflunum. Það þarf að byggja upp volduga fylkingu umbótaaflanna í landinu og gera hans svo sterka, að hún geti haft forustuna í við- reisnarstarfinu. Það þarf að styrkja þriðja aflið í íslenzkum þjóðmálum — fylk- ingu umbótamanna til sjávar og sveita. Fyrir þeirri nauðsyn verð- ur allur ágreiningur um smærri mál og íjarlægari verkefni að vílcja. Slíkt samstarf umbótaaflanna og efling þeirra af hendi almenn ings í landinu, er eina farsæla leiðin út úr þeim vanda, sem þjóðin er stödd í vegna samtaká- leysis alþýðunnar í stjórnmálum og félagsniálum. Allir sannir umbótamenn um allt land þurfa að vinna að því alls staðar að efla og styrkja þriðja aflið í íslenzkum stjórnmálum, eyða sundrungu og klofningi, sem reynt er að viðhalda og rótfesta. Allir sannir umbótamenn hvar sem er á landinu þurfa að leggja sig alla fram til þess að byggja upp volduga fylkingu, sem stend- ur saman og orðið geti fær um þegar þar að kemur, að stjórna því viðreisnarstarfi, sem hér þarf að vinna á næstu árum, ef vel á að fara. Á þessu vex nú skilningur óð'- fluga, sem betur fer. (Framhaid á 6. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.