Tíminn - 03.02.1956, Qupperneq 7

Tíminn - 03.02.1956, Qupperneq 7
TÍMINN, föstudaginn 3. febrúar 1956. 2B. t)]a8i Hvar eru skipin Skipadeild S. í. S.: Hvassafell er í Hamborg. Arnar- fell fór væntanlega í gær frá New Vork áleiðis til Rvíkur. Jökulfell fer í dag frá Austfjörðum áleiðis til HuII, Boulogne ag Ventspils. Dísar- fell fór 25. f. m. frá Hafnarfirði á- leiðis til Patras og Piraeus. Litla- fefl fór í gær frá Akureyri áleiðis tiLFax'aflóa. Helgafell er í Reykja- vijc. Áppian er í Reykjavík. Skipaótgerð ríkisins: Hekla er á Austfjörðum á norð- urleið. Esja var á ísafirði í gær- kvöldi á norðurleið. Herðubreið fór írá Rvik í gærkvöldi austur um land til Vopnafjarðar. Skjaldbreið er á Breiðafirði. Þyrill kom til Rvíkur í gærkvöldi að vestan og norðan. Skaftfellingur fór frá Rvík í gær til Vestmannaeyja. * Eimskipafélag íslands: Brúarföss fór frá Antwerpen 1.2. til Hull og Reykjavíkur. Dettifoss fór væntanl. frá Hamborg i gær til Rotterdam og Rvíkur. Fjallfoss fór frá Akranesi 31.1. til Rottterdam, Antwerpen og Hull. Goðafoss fór frá Siglufirði í gærkvöldi til Sauð- árkróks Og þaðan til Véntspils og Hangö. Gullfoss fór frá Leith 31.1. til Thorshavn og Rvíkur. Lagarfoss er í New York. Reykjafoss er í Rvík. Selfoss fór frá Rvík 1.2. til Ghent. Tröllafoss er i Rvík. Tungufoss fór frá Bélfast í. gær til Rotterdam. Flugferðir Flugfélag íslands: Gullfaxi fer.til Kaupmannahafnar og Hamborgar í fyrramálið kl. 8.00. Vélin er væntanleg aftur til Rvíkur á sunnudag kl. 16.45. — .Innanlands flug: í dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólma- vkur, Hornaf jarðar, ísaf jarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vestmanna eyja. Loffleiðir: Saga er væntanleg í fyrramálið kl. 7.00 frá New York. Flugvélin fer kl. 8.00 áleiðis til Bergen, Stavang^ er og Luxemborgar. Einnig er Hekla væntanleg á morgun kl. 18.30 frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Osló. Fiugvélin fer kl. 20.00 til New York. r Ur ymsum áttum Gjöf til Garðskagavita. Formaður og gjaldkeri kvenna- deildar Slysavarnafélagsins í Garð- inum afhentu í gær Slysavarnafél. íslands kr. 24825,54 og eru 15 þús. af því gjöf frá deildarkonum til hins nýja radíómiðunarvita á Garð- skaga, en hitt framlag deildarinnar samkvæmt rekstrarreikningi til fé- lagsins. Minningarsjóður stud. oecon. Olavs Brunborgs. — Úr sjóðnum verður íslenzkum stú- dent eða kandídat veittur styrkur til náms við háskóla í Noregi vetur- jnn 1956—57. Styrkurinn verður 1600 norskar krónur. Umsóknir skal senda Háskóla íslands í síðasta lagi 23. febrúar. Kvenfélag Óháða safnaðarins. Fundur í kvöld í Edduhúsinu kl. 8,30 síðdegis. Innbrot á Akranesi Frá fréttaritara Tímans á Akranesi. Sá óvenjulegi atburður gerðist á Akranesi aðfaranótt þriðjudags- ins, að framið var innbrot í tvær verzlanir, Haraldar Böðvarssonar og Axels Sveinbjörnssonar, þar sem stolið var vindlingúm og fl. Var farið inn í verzlun Axels með þyi að brjóta litla rúðu hjá smekk lás en lítil hurð tekin af hjörum í verzlun Haraldar. Var þar engu stolið. Þjófnaðarmál þetta er nú upplýst, og voru þar að verki tveir menn úr Reykjavík. Annar þeirra var búinn að taka á leigu herbergi á Akranesi, en hinn kom á bíl úr Reykjayík tií að aðstoða við innbrotin. Nokkuð af þýfinu fannst í herbe-gi þess er setztur var að á Akranesi og/ ráðinn til starfa í frystihúsi. r ifiuiiiiiiiiiiiiiiiiiumiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiuiuiiiYtiiiiiiiiliiii I Blikksmiðjan | GLÓFAXi I E = I HKAUNTEIG 14. — BÍBU ItU. \ » = niiHuuMiiiuiiuimiiiiiiuuiiiiiiuumiiiiiuuiRiiiiuiuu torfelldar framkvæmdir í i sumar Frá fréttaritara Tímans í Kaupmannahöfn í gær. Ákveðnar hafa verið stórfelldar byggingaframkvæmdir á naésta sumri í bandarísku flugstöðvunum á Grænlandi, og erjþar um að ræða beint framhald af fyrri framkvæmdum í T;hule og Syðri-Straumfirði. Sex dönskum verkfræði- og byggingafyrirtækjum, og fjórum bandarískum hefir verið falið að annast þessar framkvæmdir. Fjöídi verkamanna til (Srænlands. Til þessara framkvæmda verða ráðijir 750 danskir verkamenn og flogjð með þá til Grænlands. Bygg ingaiframkvæmdir þessar munu kosfa um 126 millj. danskra króna. ? — Aðils. Heíga Jensen vígð til prests Frá fréttaritara Tímans í Kaupmannah. í gær. Pólitiken skýrir frá því í dag', að biskupar Danmerkur hafi hald ið fund í Kaupmannahöfn í gær, þar sem ráðið var til lykta hinu mjög umrædda vandamáli um kvenprestinn Helgu Jensen. Á fundinum tilkynnti Erik Jensen biskup í Álaborg, að hann ætli að vígja Helgu Jen- sen sem prest safnaðanna í Skive og Resen á Jótlandi. Eins og áð- ur er kunnugt neitaði hóraðsbisk uþinn Christian Baun að vígja hana, þar sem hann gæti ekki varið slíkan verknað fyrir sam- vizku sinni. — Aðils. Stórir ísjakar á þjóð- vegmum Frá fréttaritara Tímans í Borgarnesi. í gærdag var vegurinn hjá Hesti í Borgarfirði ófær vegna þess að stórir ísjakar, í mittishæð, stóðu á honum á löngum kafla. Höfðu þeir. borizt þangað með framburði Grímsár, sem flæddi þarna yfir bakka sína í fyrrinótt. Ástæðan var sú, að klakastífla koni í ána. Símabilanir eru miklar í Borg- arfirði og því óljósar fregnir um skemmdir í héraðinu af völdum fárýiðris. Vitað var um það í gær, að gler hafði brotnað í gróðurhús- um; í Reykholtsdal og fokið hluti af nýbyggðu fjárhúsi í Brekku- koti í sömu sveit. Grafin snjógöng að Á verzluninni Fréttabréf frá Grímsey, 15. jan. Veðráttan hér í Grímsey hefir ýerið mjög sæm, það sem af er Jttg segjast gamlir Grímseyingar ekki muna jafn slæinan ilesemb- ermánuð og nú síðastliðinn. Fann íergið er mikið og í sambandi við það má nefna, að verzlunar- hús KEA í Grímsey eru algjör- lega komin í kaf í snjó og hafa verið gerð snjógöng og reft yfir til þess að halda Ieiðinni opinni. Allir aðdrættir upp úr Sandvík- inni eru afar slæmir og nær ó- gjörlegir sem stendur. Gæftir eru að sjálfsögðu engar, enda reynzt erfitt að afla til mat- ar síðan snemma í haust. Útbeit kinda er svo til engin og mun þetta vera með lengri innistöðum því að hér er að jafnaði mjög snjó létt. — G. J. Auqlýsið i TUWANUM Krutsjeff og Coca-Cola Einn af blaðamönnum „Eco- nomist“ var látinn fylgja þeim Bulganin og Krutsjeff á öllu ferðalagi þeirra í Asíu. í blaði sínu segir hann nú frá hinum miklu og vel undirbúnu mót- tökum, sem þeir félagar lilutu á ferð þeirra. í bæ einum í Burma var miklum fjölda af skólabörn- um gefin spjöld, þar sem á var Ietrað: „Lengi lifi Bulganin og Krutsjeff.“ Þetta sungu skóla- börnin í kór: „Lengi lifi vinátta milli Sovétríkjanna og Burma.“ Einn hinna vestrænu blaða- manna gat ekki á strák sínum setið — hann gekk til barn- anna og stakk upp á því, að þau myndu syngja og hrópa: „Lengi lifi John Foster Dulles“ — og börnin hrópuðu í kór: „Lengi lifi John Foster Dulies.“ Blaða- manninum hugkvæmdist nú enn snjallara ráð, gekk til barnanna og lét þau hafa spjöld með eft- irfarandi: „Lengi lifi Coca-Cola“. Og börnin sungu þetta upp í op- ið geðið á þeim Bulganin og Krutsjeff. Ekki fylgdi sögunni hvenær þau hættu, en það var mál manna, að heldur hafi leið- togarnir verið skrítnir á svipinn, að minnsta kosti tóku þeir ekki undir. gggi StranditS (Framhald af 8. síðu.) niðri við sandinn. Náðist hann þá strax aftur á flot en skall svo aftur niðri á sandinum og barst með brimskeflunum upp í fjöru, þar sem hann stendur enn. Kom sér vel, að Frosti er nýr og traustur bátur, enda brotnaði hann ekki teljandi í brimrótinu, utan hvað hurð fór af stýrishúsi og borð- stokkur brotnaði. Héldu kyrru fyrir í bátnum. Skipverjar, sem kunnugir eru staðháttum við sandinn, tóku það ráð að halda kyrru fyrir um borð í bátnum meðan fjaraði út, enda strandaði báturinn á kvöldflóðinu. Komust þeir svo heilu og höldnu til lands og heim að Sigluvík, að vísu blautir og þreyttir, en þar áttu þeir góðum móttökum að fagna. Ágúst Jónsson bóndi í Sigluvík sá ljósagang um kvöldið og gekk á hann skammt fyrir klukkan 10 og mætti þá skipbrotsmönnum á leið heim til bæjar. Báturinn, sem er eign Helga Benediktssonar útgerðarmanns í Vestmannaeyjum var óbrotinn í gær og hægt að ganga kringum hann á síðdegisfjörunni. Björgunarleiðangur úr Reykjavík. í gær var gerður út frá Reykja- vik velbúinn björgunarleiðangur, sem vinna á að því að koma bátn- um út, þegar veður lægir við sand- inn. Er sá björgunarleiðangur á vegum Samábyrgðar íslenzkra fiski skipa, en hjá henni er báturinn endurtryggður. Hafði forstjóri þess félags þegar í stað samráð við eiganda um björgunaraðgerðir. Varðskip kom að strandstaðnum í gær og var þá um 800 metra breitt brimbelti út af sandinum, þar sem báturinn stendur. í dag verður reynt að koma rennibrautum undir bátinn og kranabílar úr Reykjavík notaðir til þess að lyfta honum á sandinum. Hver dropi af ESSO smurningsolíu tryggir yður | hámarks afköst og lágmarks viðhaldskostnað Olíufélagið h.f. Sími 8 16 00 iiiMuuuuuuHiiiuuiiimiimi Eru skepnurnar og Cy heyið tryggt? X§|| . ®amvb NjvtnriB'WTaŒnrwcttÆi: i Er algengt að hægt er að ná strönduðum skipum og jafnvel stórum togurum alveg óskemmd- um út eftir strand þarna við sand- ana. Ágúst bóndi í Sigluvík tjáði blaðinu það í gær, að það hefði verið mikið happ að báturinn strandaði á þessum stað, því óvísi er að svo vel hefði tekizt til um björgun, ef bátinn hefði borið að landi skammt fyrir austan strand- staðinn. UTSALAN BYRJAR í DAG Hér skal nefnt fátt eitt af því, sem á botfstólum er: Nælon undirkjólar Peysur Undirföt Nælon sokkar Kápuefni Höfuðklútar Vinnuföt KarlmannafatnaSur Karlmannasokkar Barnakápur Vesti (karlm. og drengja) o. fl. o. fl. i' m FJÖLBREYTT ÚRVAL AF BÚTUM Reykvíkingar þekkja af reynslunni, að verðið er aimennt hvergi lægra en KRON. Þess vegna eru útsölur KRON sérstök tækifæri til kjarakaupa. VEFNAÐARV ÖRUDEILD Skólavörðustíg 12. — Sími 2723. ?SSSSSSS35S55SS553SSS55S3S3SSSS3SSSSSSSS3S535S55S5SSS35WS55SSSS35S5SSS5SSS5SSSSS53SSSSS553SS33S5SSS3S5335SS5» KHflKI ' n ^

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.