Tíminn - 09.02.1956, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.02.1956, Blaðsíða 3
RITSTJÓRI: ÁSKELL EINARSSON, Betri nýting jarðhitans myndi auka að mun fjöíbreytni ísienzkra atvinnuvega STÓRA BORHOLAN í KRÝSUVÍK Jívergi eru meiri möguleikar til hagnýtingar jarðhitans en í Krýsuvík. þar hefir komið til crða að reisa sióefnaverksmiðju og jafnvei þunga- vantsvinnslu. Tæknitímabil rafmagnsins stend ur nú á hástigi. Hins vegar er runnin upp ný tækniöld, kjarn- orkutímabilið. Framleiðsla á þungu vatni. Þær stórstígu og fjölbreyttu framfarir, sem rafmagnið hefir fært mannkyninu valda því, að menn hafa nú almennt opin augu fvrir beim stórkostlegu möguieik- um. sem friðsamleg notkun kjarn- orku felur í sér. Allar þjóðir bæði stórar og smáar, keppast við að vinna að framförum á sviði kjarn- orkuvísinda. Sýningin „Kjarnork- an í þjónustu mannkynsins," sem opnuð var í Rvík á laugardag opn- ar augu manna fyrir þeim miklu möguleikum, sem felast í hagnýt- ingu kjarnorkunnar. Það liggur því í augum uppi, þegar í morgunsári kjarnorkuald- arinnar, að efni sem þárf að nota við friðsamlega framleiðslu henn- ar, hijóta að verða geysilega verðmikil. Talið er, enda reynsla fengin fyrir því, að álitlegt sé að hagnýta jarðhita til framleiðslu á þungu vatni, sem er mjög þýð- ingarmikið efni í sambandi við kjarnorkuframleiðslu til friðsam legra nota. Bandaríkjamenn hafa að vísu fundið upp aðferðir, sem taldar eru mjög góðar án þess að nota við það jarðhita. Eigi'að síður framleiða nú Ný-Sjálendingar þungt vatn með aðstoð jarðhitans. Lítil fjárhagsleg áhætta. Þótt þetta frumvarp, sem hér liggur fyrir til umræðu, sé fyrst og fremst ætlað til leitunar á jarð hita til hitaveitu fyrir byggðalög og einstaka bæi og þólt þau önn- pr skilyrði, sem þarf til fram- leiðslu á þungu vatni séu ekki alls staðar fyrir hendi, þar sem jarð- hiti er, þá er þó auðsætt, að leit þarf að fara fram til að rannsaka skilyrði fyrir slíkri framleiðslu og eðlilegt væri því og hagkvæmt að hún færi fram jafnhliða leitun að heitu vatni til hitaveitu. Á fjárlögum þeim, fyrir árið 1956, sem samþykkt voru á hæst- virta Alþingi fyrir nokkru, eru veittar 250 þús. kr. til að gera til- raun með framleiðslu á þungu vatni. En liugmyndin mun einmitt vera sú að hagnýta jarðhitann í því skyni. Þar sem skilyrði til hita vcitu og framleiðslu á þungu vatni fara saman, minnkar fjár- hagsleg áhætta við leitun að jarðhita, þar sem þess má vænta, að meira kæmi í aðra liönd. Ef það kemur á daginn, eftir að tilraunir hafa verið gerðar, að hægt yrði að hefja útflutning á þungu vatni, þá er þar til kom in ný útflutningsatvinnugrein fyrir landsmenn. Atvinnugrein, sem getur stuðlað að auknum gjaldeyristekjum fyrir þjóðina og ennfremur breikkað og styrkt grundvöllinn, sem öflun gjald- eyris byggist á. Aukning útflutnings- framleiðslunnar. Þótt ég hafi hér sérstaklega bent á, að líklegt sé, að hægt væri að hagnýta heita vatnið til fram- leiðslu á þungu vatni, þá er ég (Framhald á 6. áíðu.) NÝJA HITAVEITAN í HVERAGERÐI Jarðhiiinn í Hveragerði er máske ein heirta undirstaða aluminiumiðn aðar hér á landi. Hvernig ver íhaldið milliliðagróðanum? Merkilegt frumvarp Tómasar Árnasonar og Karls Kristjánssonar um leit a$ jarShita Gestaþraut handa æskulýtíssíftu MorgunblaÍSsins Eins og fyrr er getið hér í blaðinu flutti Tómas Árnason jómfrú- ræðu sína á þingi fyrir skömmu og gerði að umtalsefni frumvarp sitt og Karls Kristjánssonar um betri nýtingu jarðhita. Tómas á góðan feril að baki og cr fuil ástæða að vænta mikils af honum i framtíðinni. Hann tók lögfræðipróf frá Háskóla fslands — var síðan erindrcki Franisóknarflokksins á Norðurlandi nieð aðsetri á Akureyri. Fór síðan í framhaldsnám í lögum við heimsfrægan há- skóla í Bandaríkjunum. Tómas er nú deildarstjóri í varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins, en gegnir nú þingstörfum sem varamaður 1. þingmanns Eyfirðinga, Bernharðs Stefánssonar. Bér hirtist fyrsta þingræða Tómasar: ■'i ÉG SÉ ENGA ástæðu til að bæta neinu við mjög glögga og greinargóða framsöguræðu hátt- Virts þingmanns S-Þingeyjar- sýslu um málið sjálft og þau at- riði þess, sem hann ræddi aðal- lega um. En í sambandi við mál- ið tel ég rétt að fram kæmi nokkru nánar, við fyrstu um- ræðu þess, sú þýðing, sem það gæti haft livað við kemur aukn- um gjaldeyristekjum. í Höfuðatvinnuvegir þjóðarinnar eru eins og^ kunnugt er landbún- aður og sjávarútvegur, svo og vax- andi iðnaður. Sjávarútvegurinn er sá atvinnuvegur, sem aflar beint nær alls gjaldeyris, sem þjóðin notar til neyzlu, uppbyggingar og framfara. Óvissar gjaldeyristekjur. Þessi atvinnugrein er hins veg- ar með þeim hætti, að ýmis óvið- ráðanleg atvik geta valdið því, að gjaldeyristekjur af henni hljóta að verða misjafnar. Nægir í því sam- bandi að benda á, hversu afar mis jöfn aflabrögð eru, hvað veðrátta getur torveldað sjósókn og að við erum algjörlega háðir erler.du verðlagi á sjávarafurðum okkar. Þessar staðreyndir hljóta að leiða til þeirrar niðurstöðu, að það sé þjóðarnauðsyn að koma á fjölbreyttari atvinnuháttum í land inu, þannig að þegar einhver þau atvik, sem ég benti á áður, steðja að sjávarútveginum, þá kæmi til stuðnings aðrar atvinnugreinar, sem ekki eru háðar sömu atvik- um. Leit að jarðhita. Þetta mál, sem hér er borið TÓMAS ÁRNASON fram af mér og háttv. þingmanni S-Þing.. um heimild fyrir ríkis- stjórnina til þess að láta gera leit að jarðhita til virkjunar, er liður í þeirri stefnu að gera atvinnu- vegi landsins fjölbreyttari og hag- nýta betur þá möguleika, sem land ið hefir að bjóða. Ennfremur til þess að spara gjaldeyri og mjög sennilega afla gjaldeyris. Af viðtölum við verkfræðinga og því, sem ég hefi lesið mér til og síðast en ekki sízt af þeirri reynslu, sem við höfum af hag- nýtingu jarðhitans, þá virðist mér, að jarðhitinn kunni e. t. v. að verða mjög þýðingarmikill aflgjafi í framtíðinni, meiri en menn gera sér afmennt Ijóst. Það dylst cng- um, sem t. d. skoðar borholurnar í Krísuvík, að þar er gcysilegt afl. Fyrir nokkrum vikum síðan birtist á æskulýðssíðu íhaldsblaðs- ins grein, sem nefndist Samvinnu þáttur í Austurstræti. Grein þessi sýnir ljóslega hugsunarhátt all- flestra Heimdellinga. Greinarhöf- undur minnist á að Framsóknar- menn ráðstafi tekjuafgangi kaup- félaganna og annað þar eftir. Svo og telur hann samvinnustefnuna lítilsvirða filosófu og á borð við hinar miklu rimmur þeirra Heim- dellinga austur á Volgubökkum í ímyndaðri frelsisbaráttu. Hinn ungi Heimdellingur vill auðsjáanlega ekki eyða miklu púðri á að ræða um arðskipting- una hcr innanlands enda helzt að sjá á skrifum hans að hann tclji hana sjálfsagða í höndum hrask- aranna. Nú vill svo vel til að fyr- ir liggja opinberar heimildir um hvernig samvinnufélögin ráðstjfa tekjuafgangi sínum. Hins vegar hafa ekki birzt neinar skýrslur um hvernig kaupsýslustéttin ver sínum ágóðahlut. Eflaust munu Heimdellingar segja að þetta sé einkamál kaupsýslustéttarinnar. Sú „lífsfílosófa,“ sem ihaldið ótt- ast mest, samvinnustefnan, beinir ágóðanum af verzluninni út til fólksins. Slikt og þetta samrýmist ekki kokkabókum íhaldsins, sem lítur á verzlunarágóðann sem frið helga eign sína og samvinnusam- tök fólksins sem beinan þjóð- hættulegan fjandskap við sig. Það er sjálfsagt að upplýsa hinn heittrúaða Heimdellinga um hvernig samvinnuhreyfingin hefir veitt ágóðanum út til fólksins á ný. — Á 10 árum hafa kaupíélög- in endurgreitt 39.000.000 kr. Á 15 árum hefir SÍS endurgreitt kaupfélögunum 26.612.918,48 kr. Á 7 árum hafa Samvinnutrygging- ar endurgreitt 6.815.000 kr. Hér með er skorað á Æskulýðs- síðu Morgunblaðsins að upplýsa lesendur sína hvernig kaupsýslu- stéttin ver ágóða sínum. Það mun eflaust verða langt að bíða að svar berist. Ennfremur er rétt að upplýsa um skattgreiðslur samvinnufclag- anna. — Á 15 árum hafa kaupfé- lögin greitt í opinber gjöld kr. 39.305.466,45. (Frámhald á 6. síðu.) EYJÓLFUR GUDMUNDSSON KVÆÐI UM RANGÁRÞING SögofriEga byggðin breiða. — Byggöin fagra Rangárþing, Alif frá sævi upp fil heiðs eru býiín víff um hrir.g. Úfi fyrir sfröndu sfarir staeifur ægir iartdið á. Meoan lífsins ieiftur varit landiö girðist köidum sjá Hektuveldi, Kctlukyngi kveða iáta stundum brag fjciium undir svo í syngi sigurvoldugt styriarlag. Elfur renna út að sævi ólga þær í strauma hring. Heitt ég óska hetms um æv hefjist, blessist Rangárþing. Sögufræga byggðin breiða. — Byggðin okkar furðu kæi Megi iífsins sól þtg leiða, lífga þíður sunnan biær. Megi dafna iist með Ijóðí . lífið þróast ailt í hring. • Efiist hagur gæða góði göfgist, biessist Rangárþing. Eyjólfur Guðmundsson, Hciðarbrún, Holtum, Hang. j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.