Tíminn - 09.02.1956, Blaðsíða 4
TÍMINN, fimmtudaginn 9. febrúar 1956.
33. biaai
Jens Bjarnason
Ásgarði í Dölum
Með ljósvaka dagsins 20. des.
barst mér andlátsfregn hans. Ég
trúði vart mínum eigin eyrum,
þar eð ég talaði við hann tveim
dögum áður, glaðan og hressan.
Mér var hugsað til sveitarinnar
og héraðsins, þar sem hann var
í mörgum trúnaðarstöðum, svo
sem gjaldkeri sparisjóðs Dala-
sýslu, við póst- og síma, hrepps-
stjóri o. fl.
Ég finn hjá mér hvöt til að
minnast hans, þar sem við í mörg .
ár störfuðum saman og þekktumst
frá æsku. Mér verður þá helzt á
að minnast atriða sem einkenndu
starf hans og líf.
Jens var fæddur í Ásgarði 3.
júní 1892, sonur hjónanna Sal-
bjargar Ásgeirsdóttur frá Kýrunn
arstöðum og Bjarna Jenssonar
hreppstjóra frá Hóli í Hvamms-
sveit. Þau voru stórmerk hjón og
höfðingjar sveitar sinnar. Þau
eignuðust 17 börn og ólu upp
tvö. Heimili þeirra var stórt og
eitt hið gestkvæmasta, sem sögur
fara af í sveit. Þar var öllum
veitt af rausn og miklum myndar-
skap. Salbjörg var ljósmóðir og
leysti það af hendi með stakri
prýði og skyldurækni, enda þótt
hún væri ekki alltaf heil heilsu,
eins og nærri má geta. Aldrei
misheppnaðist neitt hjá henni alla
hennar ljósmóðurtíð, sem hún
hafði með höndum til æviloka.
Um leið og ég minnist Salbjarg
ar, detur mér í hug saga, sem
einn núverandi bóndi í Hvamms-
sveit sagði mér, sem ólst upp í
nágrenni við hana; að hann hefði
aldrei komið svo að Ásgarði, að
hann mætti ekki hlýleika hennar
og, ef'hann ekki mátti koma inn,
lét hún ævinlega köku og sæl-
gæti í vasa hans, svo hann gæti
borðað á leiðinni.
Bjarni var stórbrotinn bóndi.
Hann ræktaði mikið og gerði það
vel. Aflaði mikilla heyja, bæði á
ræktuðu og óræktuðu landi, enda
hjálpaði hann öðrum sem í hey-
þröng voru. Bjarni hafði á hendi
í lengri eða skemmri tíma flest
þau trúnaðarstörf fyrir sveit sína
og hérað sem um er að ræða.
Hann var með afbrigðum áreiðan-
legur og skyldurækinn og sérstak-
lega hjálpfús, enda gaf hann ekki
sjaldan stórgjafir fátækum til að
forða þeim frá að þurfa að þiggja
af sveit. Hann var oft hrjúfur
fyrst er maður kom til hans, en
skilnaðurinn var ævinlega góður,
jafnvel þótt í harðbakka slægi,
enda sveimar mikill hlýhugur um
minningu hans í Dölum.
Af því, sem að ofan er skráð
um foreldra Jens, er ekki að furða*
þótt hann líktist þeim og ætti
stóra mannkosti og dugnað.
Ég man fyrst eftir Jens, sem
Utill drengur, er hann var með
föður sínum í hestamarkaðsferð-
um, og hreifst ég af þeim dugn-
aði, er hann sýndi, að drífa áfram
stóran hóp af ótömdum hestum
og sýndist það erilssamt. Jens
var tvo vetur við nám á Hvann-
eyri og að því loknu má segja,
að hann hafi að mestu verið fyrir
vinna heimilisins. Gekk hann þá
að öllum störfum, en þó sérstak-
lega til fjárgæzlu. Hann var af-
burðaglöggur fjármaður, bæði á
mörk og svip fjárins og því fljót-
ur að sjá, ef kindur vantaði. Sem
dæmi um nákvæmni hans, læt ég
eftirfarandi: Það var venja að
gefa fénu síld að vetrinum og var
hún þá brytjuð niður í fötu og
gekk hann með hana á garðann
og rétti hverri kind bita. Ég
spurði hann einu sinni við svona
tækifæri, hvort ekki vildi verða
kind og kind útundan. Hann kvað
nei við, ef einhver kind verður
útundan, gef ég henni á eftir. Vilji
einhver kind seilast yfir garða-
bandið, gef ég henni ekki fyrr en
á eftir, því ég vil ekki venja hana
á að klifra. Hann var með líf og
sál við kindurnar og var honum
hugleikið að ræða um þær. Jens
,átti oft góða hesta, sérstaklega á
síðari árum. Það var venja í Ás-
garði að hafa á járnum —10 hesta
að vetrinum og kom það sér oft
vel, þegar vitja þurfti læknis fyrir
nærliggjandi hreppa, þ. e. Fells-
strönd, Skarðsströnd, Saurbæ og
Hvammshreppa. Þá var sjálfsagt
að hringja í Ásgarð og biðja að
vitja læknis í Búðardal, sem er
17 km frá Ásgarði. Voru þá teknir
2—3 hestar. Þegar í Ásgarð kom
aftur, þá teknir aðrir hestar ó-
þreyttir og farið með lækni á á-
fangastað og skilað aftur heim. í
þessar ferðir fór Jens oft, sérstak-
lega fyrst, en síðar frekar Andrés
og Ásgeir bræður hans.
Árið 1942 dó Bjarni faðir hans,
tók Jens þá við sparisjóðnum,
pósti og síma o. fl. og voru það
mikil straumhvörf fyrir hann, þar
sem hann allan sinn aldur hafði
fengizt við erfiðisstörf og heilsan
tekin að bila. Þetta tókst samt
vel. Hann sýndi hina mestu skyldu
rækni og samvizkusemi í þessum
störfum sem öðrum. Hann var
ekki strangur í kröfum og virt-
ist alltaf hafa tíma.
Hann vildi engan rengja og
sýndi það t. d., ef maður bað um
lán úr sjóðnum, en hafði ekki að-
stöðu til að ganga frá tryggingu
strax, lét hann eigi að síður pen-
ingana af hendi og tók ábyrgðina
á sig til næstu samfunda, er geng-
ið var frá tryggingu. Sama máli
gegndi með öll viðskipti viðvíkj-
andi pósti og síma. Hann tók á
móti pósti og afgreiddi á hvaða
tíma sem var og svaraði í síma,
hvort heldur var að nóttu eða
degi, ef á lá.
Jens var eftirgefanlegur og
mildur, vildi engan styggja, hafði
létta lund. Var gamansamur og
oft fyndinn. Hann var góður dreng
ur og hefir áreiðanlega engan ó-
vin átt. Ég var oft á mannmörg-
um samkomum og meðal gesta
í Ásgarði og tók oft eftir
því að menn sóttu til
hans í herbergið hans til að
spjalla. Það var hvíld að vera í
návist hans og hjá honum virtist
öllum líða vel.
Það sást þegar hann var jarð-
aður, hve vinsæll hann var, þrátt
fyrir kulda og hríð kom fólk hvað-
anæfa og mun það hafa verið að
hálfu öðru hundraði.
Að síðustu votta ég honum
hjartans þakkir fyrir margra ára
samstarf og ánægjulegar stundir.
Ég veit, að sá sem er góðgjarn,
verður blessaður, því hann gefur
hinum fátæka af brauði sínu.
Óskar Kristjánsson,
frá Hóli.
Getraunirnar
Vegna illviðranna, sem gengið
hafa að undanförnu, hafa knatt-
spyrnuvellirnir í Englandi verið
í mjög slæmu ástandi að undan-
förnu, stundum eins og ísvellir en
þess á milli sem forarpollar. Við
slíkar aðstæður ráða heppni og til-
viljun venjulega meira en raun-
veruleg knattspyrnugeta liðanna.
í vikunni fóru fram nokkrir um-
leikir frá 4. umferð bikarkeppn-
innar. Á mánudag vann Stoke
Leicester 2-1, á þriðjudag Doncast-
er Bristol Rovers 1-0, á miðviku-
dag Sunderland York 2-1 og
Chelsea Burnley 1-1 og verða þau
að leika aftur á mánudag. Á
fimmtudag áttu svo Sounthorp-Liv
erpool að leika, en leiknum var
frestað til mánudags vegna þess
hve Sounthorpe-völlurinn var í
slæmu ástandi.
Aston Villa-Arsenal x
Burnley-Sheff. Utd. 1
Cardiff-Blackpool x 2
Charlton-W.B.A. 1
Everton-Newcastle 1
Luton-Manch. Utd. 1x2
Manch. City-Chelsea 1
Preston-Huddersfield 1
Sunderland-Portsmouth 1 x
Tottenham-Birmingham 1 2
Wolves-Bolton 1
Notts County-Nottm. For. 1 2
liir/It/sið í TIMANUM
V öruhappdrætti
S. í. B. S.
Skrá um vinninga í Vöruhapp-
drætti S. í. B. S. í 2. flokki 1956.
Kr. 100.000.00
8174
Kr. 50.000.00
37476
Kr. 20.000.00
25929
Kr. 10.000.00
18658
Kr. 2.000.00
4218
tS83S«SSCg33SSSSSSS3SS8S5SS33SS3SS3«S3SSSS3S3SSS$S$SSSSSS{aS3CSæa«SMi
Svanhvít Egilsdóttir
heldur
.SMíiUXxk.'i,
' itiss Nií *
1147 13432 13711 17633
27411 35752 38425 39105
Kr 1.000.00
1693 1720 3164 3799
5036 15152 32212 32382
41937 43332 47551 49667
Kr. 500.00
2024 8764 9125 9923
10802 17123 26605 34192
35815 36240 39891 41054
42968 43786 43930 45847
48928 49470
Kr. 150.00
223 355 420 651
915 926 946 1084
1179 1296 1506 1777
1843 1965 2314 2394
3068 3166 3255 3350
3456 3829 4134 3203
4458 4529 4863 4939
5413 5585 6385 6410
6857 7175 7344 7485
8253 8424 8628 8843
9215 9259 9322 9379
9519 9559 9944 10033
11275- 11522 11686 11773
12018 12275 12313 12427
12677 12743 13085 13468
13904 14298 14551 14695
14851 14857 14905 15285
15997 16068 16349 16435
16555 16740 17211 17215
17840 18081 18211 18472
18843 19255 19543 19634
19884 19888 20003 20276
20906 20929 20727 21139
21257 21663 21925 22193
22865 23020 23427 23743
23890 23951 24226 24333
24510 24892 25201 25503
25914 25920 26045 26120
26276 26618 26806 27016
27116 27153 27393 27412
28126 28411 28686 29120
29250 29574 30419 30559
30920 30947 31285 31298
31752 32192 32363 32375
33422 33530 33557 33669
33824 33830 33914 33936
34501 34652 34840 34880
34991 35083 35298 35313
35607 35745 36397 36410
36574 36945 37275 37442
37667 37918 37954 38387
38648 38988 39141 39400
39941 40074 40700 40749
41192 41413 41508 41623
42059 42333 42563 43284
43546 43659 44500 44806
44065 44991 45473 45579
45949 46125 46238 47130
47179 48195 48240 48918
49255 49681 49708 49803
814
1Í14
1783
2780
3424
4295
5182
6623
8087
9128
9512
11266
11797
12481
13560
14710
15725
16536
17699
18684
19721
30540
21254
22528
23870
24419
25639
26147
27042
27605
29189
30705
31734
32500
33743
34078
34934
35332
36415
37658
38608
39661
40813
41908
43371
44937
45771
47148
49007
49909
(Birt án ábyrgðar).
í Gamla bíó föstudaginn 10. febrúar kl. 9 síðdegis.
Við hljóðfærið: Fritz Weisshappel.
AðgÖngumlðar
Bókaverzlun Sigfúsar Evmundssonar,
Austurstræti.
íSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍlSSSSSSSSSSSÍSSÍSÍSSSSSSSSÍSSSÍSSSSSSSSSSSSj
Verðlaun 1000,oo kr.
Félag íslenzkra atvinnuflugmanna hefir ákveðið að
efna til samkeppni um uppdrátt að fyrirhuguðu merki
félagsins.
Merkið skal vera táknrænt fyrir flug eða flugmenn.
Æskilegt er að nota skammstöfun á nafni félagsins í
merkinu. Skammstöfunin er F. í. A.
Uppdrætti að merkinu skal senda til Dagfinns
Stefánssonar, Box 476, Reykjavík, ásamt nafni og heim-
ilísfangi teiknara fyrir 10. apríl 1956.
Valið verður um merkið á félagsfundi F. í. A. og mun
það merki hljóta verðlaunin, er flest atkvæði hlýtur.. ,
F. h. Félags íslenzkra atvinnuflugmanna.
Dagfinnur Stefánsson. ■ - - ■
:: "-áv;____________________________•...... 8
CSSSSSSSSSSSS5S5SSS5SSSSSSSSSSSSSS5SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS5SSSSSSSS31
Aldrei
búnar til
úr öðru
en
glænýrri
ýsu
fMATBORQJ
11 mtfic
MARGFÖLD
ENDING MEÐ
MANSION BÓNI
Umboösmenn:—KRISTJAN Ó. SKAGFJÖRD h/f REYKJAVÚC