Tíminn - 09.02.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.02.1956, Blaðsíða 5
83. bláð. TÍMINN, fimmtudaginn 9. febrúar 1956. ! ERLENT YFIRLIT: Fimmtud. 9. íebrúar Tvíeyringurinn ■' f i . • :: Fréttir berast af því, að hlegið . var um land allt og á hafi úti, þeg- ar Eysteinn Jónsson um daginn í útvarpsumræðunum talaði um Þjóðvarnarflokkinn á Alþingi og líkti honum við tvíeyring. Menn sáu skopmyndina í leiftur- sýn og það varð þjóðarhlátur. Menn minntust aumingja tví- eyringsins, sem orðinn er svo verðlaus, að hann þykir varla í pyngju hafandi og ekki svara kostnaði að reikna með honum eða rétta hann milli sín. Og ef hann dettur á gólfið, þykir varla borga sig að lúta eftir honum. Mönnum duldist ekki, að tví- eyringur Þjóðvarnarflokksins á Alþingi er álíka gildislaus þar, og hringlar helzt í auradós kommún- ista til þess eins að auka glamrið. Frumvarpið, sem Eysteinn Jóns- son minntist á, um skiptimyntina kitlaði líka til hlátursins. Þar :tala þeir Gils og Bergur um af- : nám tvíeyringsins. Greinargerð ■ þeirra fyrir frumvarpinu hefst kmeð þessum orðum: 'v „Tilgangur þeirrar breytingar, sem hér er lagt til að gerð verði á myntkerfinu, er fyrst og fremst : sá, að draga úr erfiði og kostn- aði við aurareikning, létta af rík- inu kostnaði af sláttu þarflausrar smámyntar, sámræma myntina hagkerfinu og viðurkenna þá j staðreynd, að verðgildi hinna í smæstu mynta samsvarar engan j veginn fyrirhöfninni, sem því k fylgir að hafa þær í umferð“, t Þetta er allt satt og rétt, sem 'þeir segja, og ætti Alþingi að fall- jast á tillöguna, sem að vísu er lekki frumleg, því að oft hefir Verið vakið máls á þessu í blöðum Óg manna á milli. En Þjóðvarnarflokkurinn ætti um leið Og hann flytur þessa til- lögu í frumvarpsformi á Alþingi að minnast sjálfs sín, skoða sig sjálfan í skuggsjá málsins, athuga að hann er í landsmálunum gildis- laus og óþarfur sem tvíeyringur. Gera sér fulla grein fyrir því, að hann er aðeins til óþæginda og fyrirstöðu því, að heildarleg sam- staða myndist hjá þeim, sem ann- árs stæðu saman. „Viðurkenna þá staðreynd", eins og segir í greinar gerðinni, „að verðgildi hinna smæstu mynta“ (líka í flokka- pólitík) „samsvarar engan veginn fyrirhöfninni, sem því fylgir að hafa þær í umferð". Vilji flokkurinn sýna þjóðholl- ustu, getur hann á engan hátt gert það betqr en með því að 'leggja sjálfan sig niður og ráð- ^tafa efni -smu í sláttu stærri myntar, sem -kemur þjóðinni að notum. Bréfaskipti um vináttusátt Er tilboi) Búlganíns til Eisenhowers aíeins leikur í kalda stríftimi eSa Rússar raunverulega vingast vitJ Bandaríkjaraenn? a Miðvikudaginn 25. f. m. gekk rússneski sendiherrann í Washing- ton, Georgi N. Zarubin, á fund Eisenhowers forseta og afhenti honum persónulega orðsendingu frá Búlganín forsætisráðherra Sov- étríkjanna. Frá þvi hafði áður verið sagt opinberlega, að sendi- herrann hefði óskað eftir að mega ganga á fund Eis.enhowers og af- henda honum orðsendingu frá Búlganín. Af hálfu Rússa var það óspart látið í veðri vaka, að orð- sending Búlganíns hefði mikilvæg- an boðskap að flytja. Mikið umtal varð um orðsend- ingu þessa bæði fyrir og eftir að hún var afhent, eða þangað til að efni hennar var birt opinber- lega. Athygli sú, sem orðsending- in vakti, var enn meiri sökum þess, að hún var afhent meðan Eden forsætisráðherra var á leið til Bandaríkjanna í þeim erindum að ræða við Eisenhower. Augljóst var að Rússar lögðu á það mikið kapp að Eisenhower fengi orð- sendinguna áður en að fundur hans og Edens byrjaði. Orðsending Búlganíns var birt opinberlega af Bandaríkjastjórn þremur dögum eftir að hún var afhent, eða laugardaginn 28. jan- úar. Jafnframt var þá birt svar Eisenhowers við henni. Áður hafði það kvisaztmt, eins og líka kom á daginn, að aðalefni orðseriding- arinnar var að bjóða upp á vin- áttusáttmála milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, sem gilti til 20 ára. í orðsendingunni er það rakið, að sambúð þjóðanna í heiminum sé nú ábótavant og sé því þörf að bæta hana. Einkum sé þó mik- ilsvert að bæta sambúð stórveld- anna. Þá er sagt, að það myndi reynast sérstaklega mikilvægt, ef sambúð Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna balnaði. Sagt er, að oft- ast hafi verið góð sambúð milli Sovétríkjanna og Bdndaríkjanna og þau hafi aldrei átt í styrjöld. Þvert á móti hafi hernaðarleg sam vinna Sovétríkjanna og Bandaríkj anna átt meginþátt í því að yfir- vinna nazismann. Af þeim ástæð- ' um sé núverandi misklíð Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna enn leið inlegri en ella. Þjóðir beggja land anna séu þess líka áreiðanlega fýs- andi, að sambúð þeirra batni. Auk in samvinna Bandaríkjanna og Sov étríkjanna myndi tvímælalaust greiða fyrir lausn ýmissa þeirra alþjóðlegra vandamála, sem nú gengur erfiðlegast að leysa. Alveg sérstaklega megi nefna afvopnun- armálin í því sambandi, Þýzka- landsmálin og deilumálin í Aust- ur-Asíu. I framhaldi af þessum röksemd- um er það svo lagt til, að þessi ríki geri með sér vináttusáttmála, er gildi til 20 ára. Uppkast að slíkum sáttmála var látið fylgja orðsendingunni. Búlganín og Eisenhower á Genfarfundinum. Kommúnistar og vinnan f Tímanum var nýlega sagt frá lögfræðingi, sem hvatti skjólstæð- ing sinn til að vinna, en að hlaupa ekki eftir röngum blaðaskrifum. Þjóðviljinn hefir tekið þetta ó- stinnt upp og telur að þessi frá- sögn beri vott um ógeðslegan hroka, steigurlæti q. s. frv. Lætur hann óspart í það skína, að vinn- an sé hið mesta böl og það lýsi vilja til þrælahalds og kúgunar að hvetja menn til að rækja hana. Ef Þjóðviljamenn væru raun- verulega þessarar skoðunar, myndu þeir ekki eiga nógu stór orð til að fordæma rússnesku vald hafana. Hvergi í veröldinni, nema kannske í Kína, er nú lögð meiri áherzla á það en í Rússlandi, að í svari Eisenhowers er það sagt fyrst, að hann líti á það sem skyldu allra þjóða að draga úr viðsjám í heiminum, en mest á- byrgð hvíli þó á stórveldunum i þeim efnum. Þessi skylda sé nú enn ríkari en áður sökum hinna nýju ægilegu gereyðingarvopna, sem hafi verið fundin upp. Það j sé líka áreiðanlega vilji allra þjóða í heiminum, að ekkert sé látið ó- j gert til að treysta friðinn, og sú skylda hvíli sérstaklega á leiðtog-. um þjóðanna að starfa í samræmi við þennan viija fólksins. Með framangreindar staðreyndir i huga, segist Eisenhower hafa i- hugað orðsendingu Búlganíns og I komizt að eftirgreindum niður-1 stöðum: ; Bandaríkin og Sovétríkin eru aðilar að sáttmála Sameinuðu þjóð anna og felast í honum öll þau atriði, sem eru í uppkasti Búlg- aníns að vináttusáttmála milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Þess vegna er slíkur sáttmáli ó- þarfur, enda ekki neins árangurs að vænta af því, þótt gerðir séu nýir samningar, sem ekki gera annað meira en að endurtaka það, sem er í eldri sáttmálum. Reynsla, sem fengin er af sátt- mála Sameinuðu þjóðanna, sann- ar það, að til þess að bæta sambúð þjóðanna, þarf annað og meira en sáttmála. Það þarf fyrst nýjan anda og að láta hann sjást í verki. Genfarfundur æðstu manna stór veldanna á síðast liðnu sumri, vakti þá von Bandaríkjamanna, að það andrúmsloft væri að skapast, sem myndi auðvelda lausn deilu- menn vinnl bæði vel og mikið. Þar er mönnum kennt, að hyer ein staklingur og þjóðin öll beri því meira úr býtum, sem meira er unnið. Og þar eru mönnum borg- uð laun eftir vinnuafköstum. Það sést aldrei í Þjóðviljanum, að hann ásaki rússnesku valdhaf- ana fyrir þennan áróður og beri þeim ógeðslegan hroka og steigur- læti á brýn. Þvert á móti hælir hann þeim á hvert reipi. Hvað veldur þessu ólíka við- horfi kommúnista til vinnunnar austan og vestan járntjalds? Hvað veldur því, að kommúnist- ar beita sér jafnt fyrir óþörfum og réttlætanlegum verkföllum vestan tjalds, en hindra verkföll með vopnavaldi austan tjalds? Hvað veldur því, að Alþjóðasam- band verkalýðsfélaga ákvað ný- lega að beita sér fyrir mjög stytt um vinnutíma í Vestur-Evrópu, en hefir enga slíka samþykkt gert varðandi vinnutíma í Aust- ur-Evrópu, þótt hann sé nú miklu lengri þar? Fyrir þá, sem þekkja raunveru- legan tilgang kommúnista, er auð- velt að skilja þetta. í lýðræðis- löndum vilja þeir draga úr fram- leiðslu og ríra lífskjörin. Það skap ar jarðveg fyrir kommúnisma. Þess vegna stimpla þeir vinnuna þrældóm vestan járntjaldsins. Fyr ir austan tjald er hún hins vegar hin æðsta dyggð og undirstaða batnandi lífskjara. Þar er vinnu- tíminn nú lengri en nokkurs stað ar annars staðar í heiminum. Þegar þetta er athugað, þarf engann að undra, þótt Þjóðviljinn hafi reynt að snúa lit úr áður- nefndum ummælum í Tímanum og eigi vafalaust oft eftir að gera það enn. Þeir útúrsnúningar munu hins vegar engan blekkja, sem eitt hvað þekkir til framangreindra starfshátta kommúnista. málanna. í þeirri von og trú hefðu utanríkisráðherrar vesturveldanna flutt tillögur á síðari Genfarfund- inum um lausn Þýzkalandsmál- anna og aívopnunarmálanna og um bætta sambúð austurs og vesturs. Því miður hefði þeim öllum verið hafnað. Að öllu þessu athuguðu, segist Eisenhower ekki álíta, að umrædd ur viháttusáttmáli milli Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna mundi nokkru breyta. Það, sem nú þuríi til að bæta sambúðina í heimin- um, séu athafnir í stað orða. Það þurfi athafnir til að uppræta tor- tryggnina og í því sambandi seg- ist hann vilja benda Búlganín á, hve miklu það myndi áorka, ef samkomulag næðist um samein- ingu Þýzkalands, um viðurkenn- ingu á rétti allra þjóða til að ráða stjórnarháttum sínum, um gagnkvæmt eftirlit með því að á- rás sé ekki undirbúin, um tak- mörkun vígbúnaðar og um frjáls- legri samskipti milli austurs og vesturs. Bréfi sínu lýkur Eisenhower með því, að Bandaríkin séu jafn- an reiðubúin til að ræða um lausn allra þessara mála. Með þessu svari Eisenhowers var tilboði Bulganins urn vináttu- sáttmálann raunverulega hafnað. Yfirleitt var þessu svari Eisen- howers fagnað meðal vestrænna þjóða. Álit vestrænna blaða er yf- irleitt á þá leið, að ekkert hefði á- unnist við slíkan sóttmála. Hins vegar hefði hann getað hjálpað kommúnistum í þeim áróðri þeirra að friðarhorfur fari batnandi, án þess að nokkur raunveruleg breyt ing til bóta hafi átt sér stað. Blöð in telja, að í samskiptum sínum við Rússa verði vesturveldin að leggja áherzlu á athafnir í stað orða. Með þeim hætti verði Rúss- um helst þokað til samkomulags. í þessu sambandi hafa blöðin bent á, að reynslan sýni líka, að vináttusáttmáli við Sovétríkin sé ekki mikils virði. Rússar hafi oft ráðist á ríki, sem höfðu vináttu- samninga við Sovétríkin, m. a. Pó- land, Eystrasaltsríkin og Finnland. Þá sé ekki liðið ár síðan að þau sögðu upp vináttusamningn- um við Bretland og Frakkland vegna þátttöku Vestur-Þýzkalands í vörnum Vestur-Evrópu. Talsvcrt hefir verið rætt um það, hvað hafi einkum búið á bak við orðsendingu Bulganins. Yfir- leitt kemur mönnum saman um, að hún hafi fyrst og fremst verið send í áróðursskyni. Rússar hafi talið sér hag að þessu, hvort held- ur, sem tilboðinu væri tekið eða hafnað. Ef því var tekið, gátu þeir fært það í'ram sem sönnun fyrir bættum friðarhorfum og reynt þannig að nota það til að draga úr árvekni keppinautanna. Ef þvi var hafnað, var hægt að halda því fram, að það sýndi minni friðar- vilja Bandaríkjanna en Sovétríkj- anna. Slíkt mun að vísú ekki gagna í Vestur-Evrópu, þar sem menn hafa aðstöðu til að fylgjast með málunum frá öllum hliðum. Öðru máli gegnir um kommunista ríkin, þar sem málin eru flutt frá annarri hliðinni eingöngu. Svipað getur og gilt um Asíu, þar sem allur almenningur fylgist enn lítið með málunum. Nokkra athygli hefir það vakið, að orðsending Bulganins var að- eins sendi stjórn Bandaríkjanna, en eklti stjórnum Bretlands eða Frakklands jafnframt. Ýmsir draga af því þá ályktun, að Rússar telji það nú vænlegast til að veikja vestræna samvinnu að vera vin- samleg við Bandaríkin og reyna þannig að draga úr varðgæzlu þeirra. Áður voru það Bretar og Frakkar, sem Rússar voru vinsam- legri við, en ekki nægði það samt til að veikja þátttöku þeirra í vest rænu samstarfi. Þess vegna hugsi Rússar sér nú að reyna við Banda ríkin. Loks hefir þeirri kenningu ver- ið hreyft, að raunverulega vilji Rússar bætta samvinnu við Banda 'ríkin, því að þeir telji sér hag að henni, eins og sakir standa. Enn séu þeir þó ekki tilbúnir að stíga þau skref, sem myndu helst miða að bættri sambúð þessara þjóða, og hugsi sér því að gera það á nokkrum tíma. Þótt svar Eisenhowers fæli í sér fulla synjun á tilboði Bulganins, hefir Bulganin ekki látist skiíja það svo. Hann hefir sent Eisen- hower nýtt bréf, sem er dagsett 1. þ. m. og var birt opinberlega í Washington strax daginn eftir. I þessu bréfi endurnýjar hann til- boðið um vináttusamning. í bréfi þessu svarar hann jafnframl ým- isri gagnrýni, er fólst óbeint í svari Eisenhowers, og er tónnino allur heldur kaldari i garð Banda- ríkjanna en í fyrra bréfinu. í þessu bréfi, lýsir Bulganin yf- ir því, að Sovétríkin séu reiðubú- in til að gera samskonar samning við Bretland og Frakkland, þótt ekki sé liðið ár síðan, að þau sögðu upp hliðstæðum saniningi við þessi ríki. Sést vel á því, hve pólitísk veðrabrigði geta fljótt orðið í Moskvu. Vafalaust er talið, að svar Eis- enhowers verði á sama veg og áður. Þá hefir og komið fram af hálfu stjórna Frakklands og Bret- lands, að þær telji ekki neinn ávinning að slíkum samningi sam kvæmt fyrri reynslu. Þótt mál þetta sé að þvi leyti úr sögunni, að umræddu tilboði Sovétríkjanna hafi verið hafnað, er eftirmálsins beðið með nokkurri forvitni. Nota Rússar þessi mála- lok til aukins áróðurs gegn vest- urveldunum? Eru þessar orðsend- ingar þeirra þáttur í því að herða kalda stríðið? Eða hefir þetta til- boð verið alvarlega meint og átt að stuðla að bættri sambúð? Mál- flutningur Rússa næstu vikurnar mun veita svör við þessum spurn- ingum. Þ. Þ. Ráðstefna urn baeda lag Yestur-íiidia Lundúnum, 7. febr. — Fulltrúar frá 5 nýlendum Breta í Vestur- Indíum h^Ida ráðstefnu í Lundún- um þess dagan. Ræða þeir um stofnun bandalgsríkis fyrir allar nýlendurnar, en þær eru Barbados Jamaica, Trinidad, Antillaeyjar og Haiti. Lenox-Boyd nýlendumála- ráoherra Breta sgði fulltrúunum að frumvarp um stofnun banda- lagsins mundi iagt fyrir þingið og afgreitt sem lög á þessurn vetri, ef ráðstefnan mælti einróma með þeirri skipan. Síðar væru miklar líkur til að bahdalagsríki þetta gæti orðið sérstakt samveldisland innan brezka ríkjasambandsins. ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.